Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 28

Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Ó skarsverðlaunin voru veitt í 83. skipti síðustu nótt við hátíðlega athöfn í Hollywood. Þessi árlegi atburður fer vart fram hjá nein- um en fæstir vita hvernig til- nefningum er háttað og flestir gera sér ein- ungis óljósa mynd af þeim gríðarlegu áhrifum sem þessi verðlaun hafa á kvik- myndaiðnaðinn. Óskarsverðlaunin eru elstu, þekktustu og einna virtustu kvikmyndaverðlaun heims. Þar að auki eru þau líklega hin áhrifamestu. Verðlaununum er úthlutað af bandarísku samtökunum Academy of Motion Picture Arts and Sciences. Samtökin voru stofnuð 1927 af kvikmyndajöfrinum Louis B. Mayer, þáverandi yfirmanni MGM-kvikmyndavers- ins. Fyrsta verðlaunaafhending fór fram 1929 en verðlaunin hafa alla tíð síðan verið veitt til heiðurs framúrskarandi kvikmynda- gerðarfólki í iðnaðnum. Keppnisflokkarnir eru 24 en mesta athygli fá tilnefningar til bestu leikstjóra, leikara, handritshöfunda og útnefningar á bestu kvikmyndum ársins. Há- tíðlegri verðlaunaathöfninni hefur verið sjón- varpað síðan 1953 en í seinni tíð er hún send í beinni útsendingu til meira en 200 landa. Reglur Akademíunnar og fyrirkomulag kosninga Á kjörskrá Akademíunnar eru nákvæm- lega 5.835 meðlimir en leikarar skipa stærsta hlutann eða 22% kjósenda. Árlega eru nýir meðlimir valdir af stjórnarformönn- um Akademíunnar og þeim boðin innganga í samtökin. Þeir einir teljast gjaldgengir sem hlotið hafa óskarstilnefningar áður eða þeir sem stjórninni þykir auðséð að hafi sett mik- ilsvert mark á kvikmyndasöguna. Listi yfir meðlimi hefur hingað til ekki verið gerður opinber en frá 2007 hafa komið út frétta- tilkynningar með nöfnum nýrra boðsfélaga. Samkvæmt núgildandi reglum þurfa kvik- myndir að hafa verið frumsýndar á síðast- liðnu almanaksári í Los Angeles til að eiga möguleika á verðlaunum. Gríska myndin Hundstönn (Kynodontas), sem keppti í ár um titilinn besta erlenda myndin, var til dæmis bæði sýnd á RIFF og kvikmyndahá- tíðinni í Cannes árið 2009, en hún var ekki frumsýnd fyrr en ári síðar í Los Angeles og var því gjaldgeng í keppninni í ár. Erlend mynd verður enn fremur að vera textuð á ensku og hvert þjóðland getur aðeins til- nefnt eina mynd frá sínu heimalandi á hverju ári. Kvikmyndaframleiðendur verða að senda frá sér opinberan aðstandendalista með skýrt tilgreindu verksviði síns starfsfólks fyrir ákveðinn skiladag. Annars eru myndir þeirra ekki keppnishæfar. Seint á haustin fylla framleiðendur svo út þar til gerð eyðu- blöð og tilnefna flaggskipsmyndir sínar og þá sem þeim finnst vert að heiðra af sínu fólki. Tilnefningarnar eru teknar saman og settar á framboðslista sem sendur er ásamt kjörseðlum til kjósenda. Þetta gerist rétt fyrir áramót og í hönd fara forkosningar. Kosningaferillinn Í flestum keppnisflokkum geta kjósendur aðeins kosið um tilnefningar af sínu verk- sviði – leikstjórar kjósa þannig besta leik- stjórann og leikarar bestu leikara. Árlega er einnig sett á fót nefnd, skipuð meðlimum úr öllum starfsgreinum iðnaðarins, sem svo kýs eftirtektarverðustu erlendu myndirnar, bestu heimildarmyndirnar og teiknimyndir ársins. Allir meðlimir taka þátt í valinu á kvikmyndum ársins. Niðurstöður þessara forkosninga eru því næst teknar saman. Þær myndir og það kvikmyndagerðarfólk sem flest atkvæði hljóta eru sett á nýjan kjörseðil sem sendur er til kjósenda. Í þessari seinni umferð kjósa meðlimir Akademíunnar í flestum flokkum. Á þessu stigi ferilsins eru tilnefningar úr forkosningunni gerðar opinberar en end- anleg úrslit ekki kunngerð fyrr en á verð- launahátíðinni sjálfri. Akademían er ekki hagsmunasamtök en óskarstilnefningum og verðlaunaafhendingu fylgir iðulega mikil og jákvæð umfjöllun sem hefur gríðarleg áhrif á kvikmyndaiðnaðinn. Þær myndir sem hljóta tilnefningar verða gjarnan meðal umtöluðustu og mest sóttu mynda ársins. Upphafning sem felst í því skilar sér í hreinum hagnaði til kvikmynda- vera og auknum vinsældum stjarna mynd- anna. Af þessum sökum eyða kvikmyndaverin gríð- arlegum fjármunum árlega til að mark- aðssetja myndir sín- ar sem best á svo- nefndri „óskars-vertíð“. Hún stendur yfir á haustin frá því að stórsmellir sum- arsins eru að renna sitt skeið og þar til kjörseðlar eru sendir út. Á þessu tímabili eru frum- sýndar vestanhafs flestar þær kvikmyndir sem fram- leiðendur telja líklegar til stórræða í verðlauna- slagnum. Gagnrýnisraddir Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þetta fyrirkomulag og telja að markaðskænska og klækjabrögð hafi meiri áhrif á tilnefningar Akademíunnar en listrænir eiginleikar og gæði kvikmynda. William Friedkin er meðal gagnrýnenda en hann var útnefndur besti leikstjórinn fyrir The French Connection (1971) og tilnefndur fyrir leikstjórn á The Exorcist (1973). Hann var einnig framleið- andi óskarsverðlaunahátíðarinnar árið 1977. Friedkin lét þau orð falla á ráðstefnu í New York árið 2009 að Óskarsverðlaunin væru „útsjónarsamasta markaðsherferð sem nokk- ur iðnaður hefur skapað sér“. Því miður er þó nokkuð til í áfellisdómi hans. Þetta á sérstaklega við eftir að gróða- vænlegir og formúlukenndir stórsmellir fóru að verða framleiddir í stórum stíl í Holly- wood á níunda áratug síðustu aldar. Stór- smellirnir hafa verið fyrirferðarmiklir í til- nefningum hvers árs þrátt fyrir að þeir séu ekki almennt álitnir mjög merkilegar kvik- myndir. Árið 1996 var til dæmis kvikmyndin Braveheart valin mynd ársins og þá tekin fram yfir tilnefndar myndir á borð við Apollo 13 og Babe. Það sem athyglisverðara er, þá voru gæðamyndirnar Dead Man Walking, Leaving Las Vegas, Nixon, The Usual Suspects, Toy Story og Se7en, sem allar voru frumsýndar sama ár, ekki einu sinni tilnefndar. „Mesta“ í stað „besta“ Gagnrýnisspjótin standa þó ekki einungis á útnefningu á bestu mynd ársins. Kvik- myndagagnrýnandinn Nick Davis hefur til dæmis haldið því fram að betri sýn fáist á Óskarsverðlaunin ef einkunnarorðinu „besta“ er skipt út fyrir „mesta“. Mest áber- andi klipping ársins, mesta grafíska hönn- unin og mesta hljóðvinnslan með stórum sprengingum virðast gjarnan vinna til verð- launa. Leikarar í aukahlutverkum virðast einnig oft tilnefndir út frá viðverutíma þeirra á tjaldinu fremur en frammistöðu. Þrátt fyrir að þessi gagnrýni eigi rétt á sér halda Óskarsverðlaunin sjarma sínum, stöðu og áhrifamætti. Ef eitthvað er virðast þau verða goðsagnakenndari eftir því sem keppnin verður margslungnari. Reuters Óskar Stóru stytturnar sem hátíðarsvæðið er skreytt með bíða þess að verða settar á sinn stað, undir lok síðustu viku en verðlaunin voru afhent í gær. Óskarsverðlaunastyttan eftirsótta er gullsleginn riddari sem stendur á filmuhjóli. Styttan er 34 cm á hæð og vegur tæp 4 kg. Hinn margslungni Óskar  Fæstir vita hvernig tilnefningum til Óskarsverðlaunanna er háttað  „Útsjónarsamasta markaðsherferð sem nokkur iðnaður hefur skapað sér,“ að mati leikstjórans Williams Friedkins Reuters Fyrst Leikstjórinn Kathryn Bigelow hlaut Óskarsverðlaun fyrst kvenna í fyrra, fyrir The Hurt Locker. Hér sést James Cameron, leikstjóri og fyrrum eiginmaður hennar, fagna með henni. Þrír óskarsverðlaunahafar hafa sniðgeng- ið hátíðina og neitað að taka við verðlaun- um. Sá fyrsti var Dudley Nichols, hand- ritshöfundur ársins 1935 fyrir kvikmynd- ina The Informer. Hann sá sér ekki fært að taka við verðlaununum vegna deilna sem hann stóð í við stéttarfélag hand- ritshöfunda. George C. Scott var annar, útnefndur fyrir bestan leik í Patton (1970). Hann kærði sig kollóttan, fannst verðlaunin „helber skrípaleikur og at- höfnin lítið annað en lágkúruleg gripasýn- ing“. Marlon Brando var svo valinn aðal- leikari ársins 1972 fyrir The Godfather. Honum fannst lítið til heiðursins koma þar sem hann taldi kvik- myndaiðnaðinn mismuna indí- ánum og sýna af sér rætið hatur í þeirra garð. Verðlaunum hafnað ÞRÍR HAFA SNIÐGENGIÐ HÁTÍÐINA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.