Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 32

Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 32
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Jarðskjálfti í Reykjavík 2. Líkur á fleiri skjálftum 3. Annar stór skjálfti 4. Vúdúkynlíf fór úr böndunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leiklistarhátíðin Þjóðleikur verður haldin í fyrsta sinn 1.-3. apríl nk. í Listagilinu á Akureyri. Ellefu leik- hópar ungmenna af Norðurlandi munu sýna á hátíðinni þrjú ný leik- verk eftir íslensk leikskáld, þau Jón Atla Jónasson, Kristínu Ómarsdóttur, Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Morgunblaðið/Kristinn Hátíðin Þjóðleikur með ungu fólki  Stórsveit Reykjavíkur held- ur tónleika í Slippsalnum, Mýr- argötu 2, kl. 21 í kvöld. Á dag- skránni verður tónlist eftir eitt af áhrifamestu stór- sveitatónskáldum síðari ára; banda- ríska básúnuleikarann Bob Brook- meyer. Stjórnandi á tónleikunum verður Sigurður Flosason. Stórsveitin leikur Bob Brookmeyer  Einstaklingskeppni í klassískum list- dansi, SOLO, verður haldin annað kvöld kl. 20 í Íslensku óperunni. Keppnin er undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklings- keppnina í klassískum listdansi sem haldin verð- ur í Falun í Svíþjóð í vor. Minningarsjóður Svan- dísar Þulu Ásgeirsdóttur mun veita vinningshöfum styrk til utanfarar. Einstaklingskeppni í klassískum listdansi Á þriðjudag Suðvestan 10-18 með éljagangi sunnan- og vestantil. Hiti nálægt frost- marki. Á miðvikudag Vestlæg átt, víða 5-10 með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum en dregur úr ofankomu með morgninum, fyrst vestantil. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en sunnan hvassviðri og rigning austast á landinu fram eftir morgni. Hlýnandi, hiti víða 2 til 7 stig. VEÐUR Birmingham vann lang- þráðan titil í ensku knatt- spyrnunni í gær þegar lið- ið gerði sér lítið fyrir og lagði Arsenal, 2:1, í úrslita- leik ensku deildabik- arkeppninnar á Wembley í gær. Þetta var fyrsti titill Birmingham-liðsins frá árinu 1963 eða í 48 ár og var mikill fögnuður hjá leikmönnum og stuðn- ingsmönnum félagsins í gær. »7 Fyrsti titill Birm- ingham í 48 ár Jón Arnór Stefánsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik, er kominn á fulla ferð á ný með liði sínu Gra- nada í spænsku úr- valsdeildinni sem er almennt talin sú sterkasta í Evr- ópu. Jón lét til sín taka um helgina og skor- aði þá 12 stig í sigurleik liðsins gegn Fuenlabrada. »1 Jón Arnór kominn á fulla ferð með Granada Guðríður Guðjónsdóttir vann um helgina sinn 14. bikarmeistaratitil á ferlinum þegar Fram bar sigurorð af Val í úrslitaleik bikarkepppninnar. Í tólf skipti var Guðríður leikmaður Fram en tvö síðustu árin aðstoðar- þjálfari liðsins. Í karlaflokki hömpuðu Valsmenn bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Akureyringum í æsispennandi leik. »4-5 Guðríður vann sinn 14. bikarmeistaratitil ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Einn frægasti ævintýramaður Afr- íku, Riann Manser, hyggst ásamt Dan Skinstad róa tveggja manna kajak í kringum Ísland í vetur og vor. Ferðin á að hefjast um miðjan mars, þegar veður eru válynd og sjórinn jökulkaldur. Aldrei áður hefur verið gerð tilraun til hring- róðurs um Ísland á þessum árstíma. Manser öðlaðist töluverða frægð þegar hann varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum Afríku en þetta 36.500 km ferðalag tók hann tvö ár. Manser varð einnig fyrstur til að róa einsamall á kajak í kringum Madagaskar, fjórðu stærstu eyju heims, og tók róðurinn um 11 mán- uði. Í frystigámi í rúmlega viku Manser og samstarfsfólk hans luku í gær við umfangsmikla kynn- ingarherferð fyrir Íslandsferðina. Herferðin hét Upphitun fyrir Ísland og fólst m.a. í því að Manser hélt til í frystigámi í átta daga og var gám- urinn fluttur um Suður-Afríku á flutningabíl. Þegar Morgunblaðið náði tali af Manser á föstudag var hann hress þótt rúmlega sex daga dvöl í 20° frosti hefði dregið nokkuð af hon- um. „Ég er svolítið lasinn. Ég kemst ekkert til að hlýja mér og mér hefur gengið illa að borða,“ sagði hann en hljómaði samt sem áður eins og þetta væri nú eiginlega ekkert mál. „Þetta hefur verið erfitt og einmanalegt en þetta er fyrir góðan málstað.“ Dvölinni í frysti- gámnum var ekki ætlað að undirbúa Manser fyrir komuna til Íslands, eins og sumir kynnu að halda, held- ur til að vekja athygli á ferðinni en þó fyrst og fremst til að safna fé fyrir góðgerðarsjóð Mansers, „No food for lazy man“, sem safnar fé svo hægt sé að kaupa búnað til íþróttaiðukunar fyrir börn, en þetta málefni er Manser afar hugleikið. Hugmyndina að hringferðinni fékk Manser eftir að hafa dvalið hér í tvær vikur í fyrrasumar. Hann kol- féll fyrir landinu og vill kynnast því betur en besta leiðin til þess er auð- vitað að róa í kringum það á kajak. Manser og Skinstad verða með fylgdarbát eða -báta og verður gerð heimildarmynd um ferð- ina. Fylgdarliðið hefur hins vegar fengið ströng fyrirmæli um að aðstoða þá ekki á nokkurn hátt – nema kannski ef þeim er bráður bani bú- inn. Úr frystigámi í Íslandshring  Á leið frá S-Afríku til að róa hringinn um Ísland á kajak Kalt „Við vitum að það verður kalt og að það er von á hvassviðri og haugasjó,“ sagði Riann Manser. Myndin er tekin þegar hann lauk við hringróður sinn um Madagaskar. Von er á honum 17. mars og hefst róðurinn á Húsavík. Ferðafélagi Riann Mansers, Dan Skinstad, er með milda hreyfilömum og er hreyfigeta hans skert. Manser hrósaði Skinstad í hástert í samtalinu við Morgunblaðið. „Hann er með ljónshjarta, hann er harður af sér, klár og frábær náungi.“ Hann hefði staðið í skugga bróður síns, Bobby Skinstad, sem er frægur ruðningsleikmaður og lengi viljað af- reka hluti sjálfur. Í ferðinni ætti ekki að setja nein hraðamet og þeir ætluðu sér raunar fjóra mánuði til ferðarinnar. „Heim- urinn einblínir á þá sem komast á Ólympíuleikana, þá sem vinna til verðlauna en það er fullt af fólki sem nýtur ekki þeirrar blessunar að hafa fulla líkamlega burði,“ sagði hann. Ferðinni væri m.a. ætlað að vekja athygli á því sem fólk með skerta líkamlega burði gæti áorkað. Með skerta hreyfigetu DAN SKINSTAD ER MEÐ LJÓNSHJARTA Manser og Skinstad æfa róð- urinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.