Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Peningalyktin heyrir nú sögunni til
hér því stóra fiskimjölsverksmiðjan,
sem er sú síðasta í þessum fyrrver-
andi helsta síldarbæ landsins, hefur
verið seld til útlanda.
Nýr sundlaugargarður var tek-
inn í notkun á Ólafsfirði í byrjun árs,
með tveimur glæsilegum vatns-
rennibrautum.
Hinn 28. janúar var sólardeg-
inum fagnað í Siglufirði. Þá hafði ekki
sést til sólar í 74 daga.
Héðinsfjarðargöng gagnast
fleirum en Siglfirðingum og Ólafsfirð-
ingum. Í þrígang – 30. janúar, 6. mars
og 18. mars – hefur Öxnadalsheiði
lokast en verið fært norðurleiðina.
Í febrúarbyrjun vann ónefndur
Siglfirðingur tæpar 16 milljónir í Vík-
ingalottóinu.
Menningarnefnd hefur valið Ör-
lyg Kristfinnsson bæjarlistamann
Fjallabyggðar 2011.
Árið 2010 fæddust 20 börn með
lögheimili í Fjallabyggð. Eins og á
landinu í heild hefur fæðingum heldur
fjölgað allra síðustu ár, en þær voru
aðeins 14 fyrir fimm árum. Siglfirð-
ingar, 90 ára eða eldri, eru 15 talsins.
Unnið er að uppbyggingu
tveggja 9 holu golfvalla í sveitarfé-
laginu. Leggja á fjármuni í end-
urbætur á golfvellinum í Ólafsfirði og
hefja uppbyggingu nýs golfvallar við
skógræktina í Hólsdal í Siglufirði.
Siglfirsku Alparnir eru að verða
eitt aðalaðdráttaraflið yfir veturinn
hjá ferðafólki og lætur nærri að 40%
af gestum komi af Eyjafjarðarsvæð-
inu og stöðug aukning er ár frá ári af
gestum frá suðvesturhorninu. Gestir
eru að meðaltali um 11 þúsund.
Skákþing Norðlendinga 2011
var haldið á Siglufirði 8.-10. apríl.
Norðurlandsmeistari varð Áskell Örn
Kárason.
Á sunnudaginn var, 10. apríl, tók
frjálsíþróttakappinn Sigurjón Sig-
tryggsson þátt í Íslandsmóti fatlaðra
í frjálsum íþróttum en mótið fór fram
í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í
Reykjavík. Sigurjón keppti í fjórum
greinum að þessu sinni í flokki 16-17
ára og kom heim hlaðinn verðlaunum.
Hann bar sigur úr býtum í þremur
greinum: 60 metra hlaupi, 200 metra
hlaupi og kúluvarpi og varð annar í
langstökki.
Norðursigling ehf. er að hefja
hvalaskoðunarferðir frá Ólafsfirði á
næstunni.
Héðinsfjarðargöng gagnast
fleirum en heimamönnum
Morgunblaðið/ Sigurður Ægisson
Sést til sólar 28. janúar fögnuðu bæjarbúar á Siglufirði sólardeginum.
Þá hafði ekki sést til sólar í 74 daga.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Í vikunni undirrituðu Íslandsbanki
og Íþróttasamband fatlaðra sam-
starfssamning þess efnis að Ís-
landsbanki verði einn af að-
alstyrktaraðilum samtakanna
vegna Special Olympics á Íslandi.
Íslandsbanki og forverar hans hafa
stutt ÍF og Special Olympics frá
árinu 2000. Þannig hefur stuðn-
ingur bankans gert sambandinu
kleift að senda stóran hóp íþrótta-
fólks til sumar- og vetrarleika
Special Olympics, en Íslendingar
hafa tekið þátt í alþjóðaleikum
Special Olympics frá árinu 1991.
Special Olympics-samtökin voru
stofnuð í Bandaríkjunum árið
1968. Markmið þeirra er að bjóða
upp á íþróttir fyrir fólk með
þroskahömlun og aðra námserf-
iðleika.
Næstu alþjóðaleikar Special
Olympics verða haldnir í Grikk-
landi dagana 25. júní til 4. júlí nk.
Íþróttasamband fatlaðra sendir 38
þátttakendur á leikana. Íslend-
ingar keppa í átta íþróttagreinum;
boccia, fimleikum, frjálsum íþrótt-
um, golfi, keilu, fótbolta, lyftingum
og sundi.
Íslandsbanki gerist aðalstyrktaraðili
Special Olympics á Íslandi
Samið Ólafur Ólafsson hjá Íslandsbanka,
Sveinn Áki frá Íþróttasambandi fatlaðra,
Helgi Magnússon og Jóhann Fannar Krist-
jánsson við undirritunina.
Á mánudag nk. heldur Krabbameinsfélag Íslands örráð-
stefnu undir yfirskriftinni „Að greinast aftur og aftur og
aftur … Að lifa með krabbameini“. Ráðstefnan verður
haldin í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í
Skógarhlíð 8, kl. 16:30-18:00. Allir eru velkomnir.
Á ráðstefnunni mun m.a. Laufey Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsskrár, fjalla um að nú er litið
á krabbamein sem sjúkdóm en ekki dauðadóm vegna
þess að möguleikar á greiningu og meðferð hafa gjör-
breyst á undanförnum áratugum og aukin árvekni leiðir
til þess að fleiri mein greinast snemma. Þá mun Gunn-
hildur Óskarsdóttir sem greinst hefur með krabbamein
segja frá reynslu sinni. Síðast en ekki síst hefur Krabbameinsfélagið fengið
í lið með sér erlendan fyrirlesara. Mary Schnack er kjarnakona sem getur
svo sannarlega miðlað reynslu sinni. Hún hefur sjö sinnum greinst með
krabbamein og segir frá því hvernig hún hefur sigrað hverja orrustuna á
fætur annarri.
Ráðstefna um að lifa með krabbameini
Laufey
Tryggvadóttir
Þeir sem aka um á negldum hjól-
börðum hafa eflaust áhyggjur af
því hvort þeim beri skylda til að
taka hjólbarðana undan bílnum
þótt enn sé hálka á götum og veg-
um landsins. Umferðarstofa vill því
benda ökumönnum á að það er
bannað að nota neglda hjólbarða og
keðjur frá og með 15. apríl til og
með 31. október nema það sé vetr-
arfærð og hálka líkt og nú er víða á
landinu. Það segir í lögum að keðj-
ur og neglda hjólbarða megi ekki
nota á fyrrnefndu tímabili nema
þess sé þörf vegna aksturs-
aðstæðna.
Morgunblaðið/Ómar
Umfelgun Væntanlega verður nóg að gera
á dekkjaverkstæðum næstu vikurnar.
Ökumenn fá undan-
þágu varðandi notk-
un nagladekkja
Í dag, laugardag, kl. 11-12:30 stendur Græna netið fyrir
fundi á Sólon um orkuauðlindir. Aðalræðumaður verður
Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR og
forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar. Hún mun
reyna að svara spurningum á borð við Hverjir ráðstafa
auðlindinni? Og hver verður aðkoma almennings?
Í tilkynningu um fundinn segir: „Að mörgu þarf að
gæta þegar kemur að því að ákveða hvernig ráðstafa
skuli orkuauðlindum þjóðarinnar. Langtímasjónarmið
eins og náttúruvernd, orkuöryggi og jafnrétti kynslóð-
anna hafa um nokkurt skeið togast á við skammtímahagsmuni og pólitíska
óráðsdeild. Í dag eru teikn á lofti um að lagabreytinga sé að vænta og mun
ræðumaður skýra fyrir áheyrendum í hverju þær felast.“ Allir eru vel-
komnir á fundinn.
Fundur um orkuauðlindir
Barnaheill - Save the Children á Ís-
landi hefur sent ályktun til ís-
lenskra stjórnvalda og þingmanna
þar sem þau eru hvött til að fylkja
sér að baki verkefnisstjóra Samein-
uðu þjóðanna í mannúðarstarfi í
Líbíu (e. UN Humanitarian Coor-
dinator) svo tryggja megi að íbúar
landsins hafi aðgang að hlutlausri
mannúðaraðstoð.
Þá verða réttindi barna og
barnavernd að vera í forgrunni
þegar tekið er á vanda barna á
flótta, barna sem leita hælis og
barna á faraldsfæti á þessu svæði.
Ályktun vegna Líbíu
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt framkvæmdaáætlun um end-
urbætur á sundlaugum í borginni
að upphæð 275 milljónir króna, en
alls er gert ráð fyrir 500 milljónum
króna á fjárhagsáætlun þessa árs.
Endurbæturnar, sem snúast ýmist
um viðhald eða nýframkvæmdir, ná
til allra almenningssundlauga
borgarinnar, sem og til ylstrand-
arinnar í Nauthólsvík.
Betri sundlaugar
STUTT
Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum
að verkefninu Margar hendur vinna létt
verk sumarið 2011.
Landsvirkjun hefur um áratugi starfrækt
sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna
viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva
Landsvirkjunar og vinna jafnframt að
ýmsum samstarfsverkefnum víða um land.
Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar
og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana
hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum
og betri aðstöðu til útivistar og
ferðamennsku.
Í boði er vinnuframlag sumarvinnuflokka
og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta
að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum
umhverfisbótum ásamt stígagerð og stikun
gönguleiða.
Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram
vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað
með nánari upplýsingum er að finna á vef
Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður
Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, í
síma 515 9000 ragnheidur@lv.is.
Umsóknarfrestur rennur út 29. apríl.
Umsóknareyðublöð er að finna á
www.landsvirkjun.is
landsvirkjun@lv.is
Tel: +354 515 90 00
Fax: +354 515 90 07
Háaleitisbraut 68
103 Reykjavik - Iceland
landsvirkjun.is