Morgunblaðið - 16.04.2011, Qupperneq 27
SVIPMYND
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stóraukið fylgi Sannra Finna fyrir
þingkosningarnar í Finnlandi á
morgun er að miklu leyti rakið til
lýðhylli leiðtoga flokksins, Timo
Soini, sem hefur ýmist verið líkt við
hnyttinn uppistandara eða slunginn
skákmeistara.
Timo Soini er 48 ára, þykir alþýð-
legur, gæddur miklum persónutöfr-
um og hefur getið sér orð fyrir að
vera hnyttinn ræðumaður og fundvís
á skýrar myndlíkingar.
Ilkka Ruostetsaari, stjórn-
málafræðiprófessor við Tampere-
háskóla, segir að að Soini sé gæddur
sérstökum hæfileika til að hrífa
fjöldann með sér og slyngur í því að
koma höggi á andstæðingana með
„popúlískum slagorðum“.
Soini hefur þótt mjög ólíkur leið-
togum hinna stóru flokkanna í Finn-
landi í sjónvarpskappræðum fyrir
kosningarnar á morgun. Hann talar
yfirleitt í stuttum og skýrum setn-
ingum, ólíkt hinum leiðtogunum sem
eiga það til að vera of formlegir og
tæknilegir í orðavali.
„Hann er mjög góður ræðumaður
sem höfðar til fólks og talar þannig
að flókin mál virðast mjög einföld,“
segir Jan Sundberg, prófessor við
Helsinki-háskóla.
Soini er með meistaragráðu í
stjórnmálafræði og sagður hafa
næmt auga fyrir leikfléttum í póli-
tísku refskákinni. „Hann tekur ekki
mikla áhættu og hann vegur og met-
ur hvern leik mjög gaumgæfilega,“
hefur fréttastofan Reuters eftir
Raimo Vestbacka, sem var kjörinn
leiðtogi Sannra Finna þegar flokkur-
inn var stofnaður árið 1995.
Flokkurinn á rætur að rekja til
Finnska dreifbýlisflokksins sem var
stofnaður árið 1959 til að beita sér
fyrir bættum kjörum verkafólks og
smábænda. Soini gekk í flokkinn árið
1979, þegar hann var sextán ára.
Soini hefur verið leiðtogi Sannra
Finna frá árinu 1997 og aukið fylgi
flokksins í þéttbýlinu. Soini bauð sig
fram í forsetakosningum árið 2006
en fékk aðeins 3,4% atkvæðanna.
Þremur árum síðar var hann kjörinn
á Evrópuþingið með 9,8% atkvæða,
meira fylgi en nokkur annar fram-
bjóðandi í kosningunum.
Sannir Finnar fengu um 4% at-
kvæða í síðustu þingkosningum árið
2007 en síðustu skoðanakannanir
benda til þess að fylgi hans hafi auk-
ist í 15-18%. Forystumenn flokksins
segja að hann hafi tekið fylgi af Mið-
flokknum, Jafnaðarmannaflokknum,
Sameiningarflokknum (hægriflokki)
og Vinstrabandalaginu.
Andvígur evrunni
Á meðal frambjóðenda Sannra
Finna eru nokkrir félagar í hreyf-
ingu þjóðernissinna sem hafa verið
sakaðir um útlendingahatur. Soini
hefur gert lítið úr áhrifum þessara
frambjóðenda innan flokksins en
viðurkennt að þeir aðhyllist ekki
„pólitíska rétthugsun“.
Soini segir að málefni innflytjenda
hafi ekki verið ofarlega á baugi í
kosningabaráttunni. „Fólkið spyr
um lífeyrisgreiðslurnar, störfin,
krísu Evrópusambandsins og önnur
mál sem hafa áhrif á lífskjörin. Eng-
inn spyr um hælisleitendur.“
Soini hefur oft gagnrýnt Evrópu-
sambandið, er andvígur evrunni og
andstaða hans við þátttöku Finn-
lands í aðstoð við Portúgal og fleiri
ríki til að bjarga evrunni hefur feng-
ið góðan hljómgrunn meðal kjós-
enda.
„Finnar eru orðnir mjög gagnrýn-
ir, ganga ekki svo langt að vilja segja
sig úr Evrópusambandinu, en þessi
lán hafa komið almenningi í stríðs-
ham,“ hefur fréttastofan AFP eftir
Jan Sundberg, prófessor í stjórn-
málafræði við Helsinki-háskóla.
Hnyttinn
og slyngur
leiðtogi
Reuters
Leiðtogar á at-
kvæðaveiðum
Timo Soini, leiðtogi
Sannra Finna (efri
myndin), þykir mjög
ólíkur leiðtogum
hinna flokkanna. Við
hlið Soini á myndinni
til vinstri er Mari
Kiviniemi, forsætis-
ráðherra og leiðtogi
Miðflokksins, Jyrki
Katainen, fjár-
málaráðherra og
leiðtogi Sameining-
arflokksins, og Jutta
Urpilainen, leiðtogi
jafnaðarmanna.
Soini líkt við grínista og skákmeistara
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán og styrkir til tækninýjunga
og umbóta í byggingariðnaði
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2011
Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í
byggingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum
sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á
byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða
stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði.
Rafræn umsóknarblöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is
Nánari upplýsingar veitir Helga Arngrímsdóttir hjá Íbúðalánasjóði
í síma 569 6900 og með tölvupósti helga@ils.is
Sannir Finnar eru álitnir mjög sundurleitur flokkur,
þykja til vinstri í efnahagsmálum en til hægri í ýms-
um samfélagsmálum, auk þess sem sumir frambjóð-
enda hans hafa verið sakaðir um útlendingahatur.
Finnski stjórnmálaskýrandinn Pasi Saukkonen seg-
ir að margir frambjóðenda Sannra Finna séu reynslu-
litlir í stjórnmálunum og erfitt geti verið fyrir Timo
Soini að hafa stjórn á flokknum ef hann fær mikið
fylgi í þingkosningunum. „Flokkurinn skiptist aug-
ljóslega í fylkingar með mjög sterkar og ólíkar skoð-
anir,“ segir Saukkonen. Hann bætir við að flokkar
sem margfaldi fylgi sitt í þingkosningum reynist oft
„sundraðir og óstarfhæfir“.
Talið er að myndun næstu ríkisstjórnar Finnlands geti tekið langan
tíma eftir þingkosningarnar á morgun ef Sannir Finnar fá mikið fylgi og
verða á meðal þriggja stærstu flokkanna.
Sannir Finnar sundurleitir
STUNDUM TIL VINSTRI, STUNDUM TIL HÆGRI
Stytta við þing-
húsið í Helsinki.