Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
✝ Pétur ÓlafurPálsson fædd-
ist í Sandgerði í
Fáskrúðsfirði
þann 3. nóvember
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 6.
apríl 2011. For-
eldrar hans voru
Þuríður Guð-
mundsdóttir frá
Stokkseyri, f.
16.11. 1907, d. 23. 8. 1988, og
Páll Jóhannes Guðmundsson
frá Fáskrúðsfirði, f. 29.1.
1898, d. 1.5. 1955.
Systkini Ólafs eru Valdís
Viktoría, f. 14 .9. 1929, d. 3. 1.
2008. Már Guðlaugur, f. 26.5.
1931, d. 8.9. 2005. Brynja Jón-
ína, f. 26.12. 1935, d. 19.11.
2009. Kristinn Viðar, f. 4.1.
1938. Einar Sævar, f. 17. 10.
1941, d. 6.3. 1989. Guð-
mundur, f. 3.1. 1943. Snjólaug,
f. 15.3. 1944, og Jóhanna, f.
5.3. 1946. Ólafur flutti með
foreldrum sínum og systkinum
til Vestmannaeyja árið 1934.
Fyrst bjuggu þau á Sólbergi,
síðan á Þingeyri við Skólaveg.
Árið 1941 fluttu þau að Héð-
inshöfða en við það hús voru
þau systkinin oftast kennd.
Hinn 1. apríl 1950 kvæntist
Ólafur unnustu sinni, Þóreyju
Guðrúnu Björgvinsdóttur, f.
9.4. 1931, frá Hvoli við Heima-
götu. Hófu þau búskap, fyrst á
æskuheimili Þóreyjar en festu
síðan kaup á Eyj-
arhólum við Há-
steinsveg. Árið
1956 fluttu þau
þaðan í nýbyggt
hús sitt á Kirkju-
bæjarbraut 18.
Þar bjuggu þau
fram að eldgosinu
1973. Börn þeirra
hjóna eru Þyrí, f.
16.11. 1949, Björg-
vin, f. 4.1. 1951,
Gunnhildur, f. 14.1. 1953, Guð-
rún, f. 25.8. 1956, Ólafur Þór,
f. 17.7. 1961 og Anna María, f.
12.2. 1967. Fyrir átti Ólafur
dóttirina Erlu, f. 6.10 .1945.
Afkomendur Ólafs eru 73 tals-
ins.
Ungur stundaði Ólafur sjó-
mennsku en gerðist síðan fisk-
verkandi í samstarfi við Símon
Kristjánsson. Í samstarfi við
aðra gerðu þeir út bátana
Andvara (síðar Blátind) og
Sæunni. Eftir gos starfaði
hann hjá Ríkismati sjávaraf-
urða og Fiskistofu. Eftir
sundrungu eyjasamfélagsins
1973 bjuggu þau hjón lengst
af að Heiðarlundi 20 í Garða-
bæ, síðar í Lautarsmára 1 í
Kópavogi. Að loknum löngum
starfsdegi lá leiðin aftur heim
til æskustöðvanna í Vestmana-
eyjum þar sem þau bjuggu síð-
ustu árin að Áshamri 55.
Útför Ólafs fer fram frá
Landakirkju í dag, 15. apríl,
og hefst athöfnin kl. 15.
Mínar fyrstu minningar eru af
Kirkjubæjarbrautinni. Sólríkir
dagar, við frændsystkinin að leik
og þegar komið var að kaffitíma
birtist afi með sitt einstaka við-
mót með góðgæti sem hann hafði
keypt í siglingu til útlanda. Toble-
rone er sterkt í minningunni sem
besta súkkulaði í heiminum. Afi
var mikil hetja að fara alla þessa
leið bara til að kaupa þetta handa
okkur. Eftir eldgos eru margar
góðar minningar af Heiðarlund-
inum þar sem þið Þórey sköpuð-
uð ykkur svo fallegt og hlýlegt
heimili sem alltaf stóð mér opið.
Matargerðin lét ekki á sér
standa, alltaf var töfrað fram eitt-
hvað ótrúlegt þar sem þú stóðst
að baki Þóreyju og taldir þig vera
að gefa góð ráð. Þá gleymi ég
ekki tóninum sem var sendur ef
maður slysaðist til að tjá sig með-
an á fréttum stóð því þá átti að
sjálfsögðu að vera þögn. Þegar
þið fluttuð í Kópavoginn kynntust
börnin mín ykkur vel. Við þurft-
um mjög oft að fara til Reykjavík-
ur og ávallt var komið við í Laut-
arsmáranum. Aðdáun yngsta
drengsins míns á þér afi minnti
mig á mína eigin aðdáun á mínum
yngri árum, hann sótti mikið í þig
og alltaf gafst þú þér tíma til að
ærslast með honum þegar leiðir
ykkar lágu saman. Þessar fallegu
minningar mun hann taka með
sér á sinni lífsleið sem og við öll.
Þegar ég frétti að þið væruð að
flytja aftur heim til Eyja réð ég
mér varla fyrir kæti. Nú yrðu
samverustundirnar svo miklu
fleiri. Minningarnar sem við
Dóra og börnin okkar eigum úr
öllum afmælis-, matar- og jóla-
boðunum munu lifa að eilífu.
Spjallið við eldhúsborðið á Ás-
hamrinum sem ég, þú og Þórey
áttum reglulega eru ómetanlegur
tími í mínu lífi. Eftir að leið þín lá
á spítalann tókum við einstaklega
góða bryggjurúnta ég, þú, Gunn-
ar í Gerði og Siggi Gunn. Skoð-
anaskipti ykkar félaganna voru
einstök og fengu mig til að veltast
um af hlátri. Þarna var sannar-
lega líf og fjör. Ég verð að við-
urkenna að ég brosti í það
minnsta út í annað þegar þín
hinsta kveðjustund var ljós, þ.e.
kl. 11.50. Það mátti ekki seinna
vera því þú þurftir að ná hádeg-
isfréttum á nýjum stað.
Elsku afi, ég kveð þig með
miklum söknuði, sakna þíns hlý-
lega og elskulega viðmóts. Elsku
afi, þú ert maður sem ég mun
aldrei gleyma.
Jón Ólafur.
Ólafur Pálsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
• Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
• Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
• Næg bílastæði og gott aðgengi.
Grand erfidrykkjur
Grand hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, sími 514 8000.
erfidrykkjur@grand.is
grand.is
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA INGIMARSDÓTTIR,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
föstudaginn 8. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 18. apríl kl. 10.30.
Margrét Jóhannsdóttir,
Ásgeir Sverrisson, Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og langömmustelpurnar.
✝
Okkar ástkæra
BRYNHILDUR ÞRÁINSDÓTTIR
kennari,
Torfunesi,
varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn
10. apríl.
Útför hennar fer fram frá Þóroddsstaðar-
kirkju mánudaginn 18. apríl kl. 14.00.
Baldvin Kristinn Baldvinsson,
Margrét Lárusdóttir,
Margrét Baldvinsdóttir, Axel Gunnar Vatnsdal,
Þráinn Árni Baldvinsson, Berglind Rúnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS GUÐBERG RAGNARSSON
hafnsögumaður,
Aratúni 16,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju miðviku-
daginn 20. apríl kl. 15.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Ljósið í síma 561 3770 eða líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Marsibil Katrín Guðmundsdóttir,
Ragnar Jónasson, Sólveig Einarsdóttir,
Ólafur Jónasson,
Guðmundur Einisson, Valgerður Gísladóttir,
Óðinn Einisson, Laufey E. Gunnarsdóttir,
Björk Einisdóttir, Valtýr E. Valtýsson,
barna- og barnabarnabörn.
✝
LEIFUR VILHELMSSON,
Jökulgrunni 8,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Sæunn Eiríksdóttir,
Þorsteinn Leifsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og veittu okkur
ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum
við andlát og útför okkar ástkæra
JENS ÓLA KRISTJÁNSSONAR,
Urðargili 17,
Akureyri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Guðrún Ásgeirsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR,
Kirkjuhvoli,
áður Stóragerði 19,
Hvolsvelli.
Gunnar Guðmundsson, Björg Sigurjónsdóttir,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sæmundur Holgersson,
Hákon Mar Guðmundsson, Gróa Hermannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð
og hlýhug við andlát og útför
SIGURBJARGAR FINNBOGADÓTTUR,
Heiði í Ásahreppi.
Tryggvi Sveinbjörnsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR
leikkonu.
Steindór Hjörleifsson,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Þórisson,
Steindór Grétar Jónsson,
Margrét Dórothea Jónsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
STEFÁN SIGURDÓRSSON,
Hæðargarði 29,
lést fimmtudaginn 14. apríl.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 26. apríl kl. 13.00.
Svavar G. Stefánsson, Dagrún Sigurðardóttir,
Sigurdór Stefánsson, Guðný Jódís Steinþórsdóttir,
Jón Á. Stefánsson, Sigrún Högnadóttir,
Helga Stefánsdóttir,
Finnbogi Sævar Guðmundsson, Sigríður Sigurþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum einlægar samúðarkveðjur og hlýju
vegna andláts okkar ástkæru
KATRÍNAR KOLKU JÓNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings.
Guð blessi ljúfar og bjartar minningar um
Katrínu Kolku.
Þær munu lifa með okkur sem sólargeislar um ókomin ár.
Eiríkur Valdimarsson,
Valdimar Kolka Eiríksson,
Ingibjörg Sólveig Kolka, Jón Bjarnason,
Bjarni Jónsson,
Ásgeir Jónsson, Gerður Bolladóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir Kolka, Guðmundur Sæmundsson,
Laufey Erla Jónsdóttir,
Páll Valdimar Kolka Jónsson, Sandra Sif Einarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
HELGA HARÐAR GUÐJÓNSSONAR
skipstjóra,
Sóleyjarima 3,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Landspítalans Fossvogi, deild 7-A og
hjúkrunardeildar Hrafnistu Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Dagmar Jónsdóttir,
Eyrún Helgadóttir, Guðbrandur Jónatansson,
Steinar Helgason, Elín Katla Elíasdóttir,
Sævar Helgason, Sigríður Halldórsdóttir,
G. Harpa Helgadóttir, Jónas Garðarsson,
Berglind Helgadóttir, Baldvin Örn Berndsen,
Arnar Þór Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTRÍÐUR H. ANDERSEN,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn
14. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Gunnar Þ. Andersen, Margrét Kr. Gunnarsdóttir,
Þóra Andersen, Roger Schneider,
Victoria Ástríður Andersen,
Tiffany Louise Andersen,
Eric Ian Andersen,
Richard Vilhelm Andersen,
Christopher og Alexander Farrington.