Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Vorkoma nefnast síðustu Tíbrár-
tónleikar vetrarins í Salnum, í dag
laugardag klukkan 17. Þá koma
fram á ljóðasöngstónleikum þær
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó-
sópran, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir píanóleikari og Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari.
Ljóðin sem flutt eru á tónleik-
unum fjalla mörg hver um ástir og
drauma. Á efnisskránni eru meðal
annars söngflokkurinn Frauenliebe
und Leben eftir Robert Schumann,
tvö sönglög eftir Johannes Brahms
fyrir selló, messósópran og píanó,
ásamt útsetningum á íslenskum
þjóðlögum fyrir selló, rödd og píanó
eftir Margréti Sigurðardóttur.
„Mig langaði til að flytja þessi lög
Brahms fyrir söng, selló og píanó og
leitaði því til Bryndísar Höllu, auk
Önnu Guðnýjar,“ segir Sigríður Ósk
og bætir við að hún sé afskaplega
hrifin af sellóinu, en oft er sagt að
tónninn í því liggi nærri mannsrödd-
inni. „Sellóið er einnig með í íslensku
þjóðlagaútsetningunum,“ segir hún.
„Ég varð mjög glöð þegar ég upp-
götvaði þessar fallegu útsetningar á
þjóðlögunum.“
Sigríður Ósk stundaði framhalds-
nám við óperudeildina í Royal Col-
lege of Music í London. Þaðan út-
skrifaðist hún með meistaragráðu í
tónlist árið 2009. Söngflokk Schu-
manns flutti hún síðast þar í borg,
fyrir þremur árum, í St. Martin-in-
the-Fields. „Það verk hefur fylgt
mér í nokkur ár og mig langaði að
flytja það hér heima. Þetta er laga-
flokkur um unga konu sem endar á
dramatískan hátt.“
Sigríður Ósk flutti heim í haust og
hafði þá verið í Englandi í sjö ár.
„Ég er þar ennþá með annan fót-
inn, er með umboðsmann úti og ýmis
verkefni,“ segir hún.
Söngkonan er nýkomin frá Lond-
on þar sem hún söng með Dame
Emma Kirby og South Bank Sin-
fony í uppfærslu óratoríu eftir Moz-
art og Vivaldi. „Það gekk frábærlega
vel,“ segir hún. efi@mbl.is
Ástir og drama á tón-
leikum sem boða vor
Sigríður Ósk
Kristjánsdóttir á
Tíbrártónleikum
Flytjendurnir Bryndís Halla Gylfadóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópransöngkona.
Bókaforlagið Uppheimar sendir frá
sér fjórar nýjar ljóðabækur um
helgina. Það eru Kafbátakórinn eftir
Steinunni G. Helgadóttur, sem fyrir
skömmu hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör;
Blindir fiskar, sem er önnur ljóða-
bók Magnúsar Sigurðssonar sem
hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar fyrir sína fyrstu
ljóðabók; Höfuð drekans á vatninu
eftir Guðbrand Sigurlaugsson, en
það er hans ellefta ljóðabók; og Mar-
lene og ég eftir Gunnar M.G. en það
er hans þriðja ljóðabók.
„Það er ekkert vit í öðru en að
gefa út ljóðabækur,“ segir Kristján
Kristjánsson útgefandi. „Það getur
verið vafasamur bissness en þokka-
lega stöndug forlög eiga vitaskuld að
gefa út ljóðabækur. Þetta er svo
mikilvægur þáttur í bókmenntaflór-
unni; sérstaklega þar sem við erum
staðin upp úr tímum þar sem auð-
urinn var mælikvarði alls, þá finnst
okkur við hæfi að andæfa gegn því.
Eins er mikilvægt að gefa nýjum
höfundum tækifæri.“
Fimmta ljóðabókin sem Upp-
heimar gefa út í þessum mánuði eru
ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar,
Tunglið braust inn í húsið, en Einar
Kárason gaf henni fimm stjörnur í
umfjöllun hét í blaðinu.
Gyrðir verður á kiljulagernum við
hlið Uppheima á Stórhöfða í dag,
milli 14 og 16, og áritar Milli trjánna,
bókina sem hann hlýtur Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir.
Gefa út fjórar
ljóðabækur
Gyrðir Elíasson áritar bækur í dag
Guðbrandur
Sigurlaugsson
Gyrðir
Elíasson
Magnús
Sigurðsson
Steinunn G.
Helgadóttir
Myndlistarmað-
urinn Helgi Þor-
gils Friðjónsson
og Hanna Styrm-
isdóttir sýn-
ingastjóri ræða á
morgun, sunnu-
dag, klukkan 15 á
Kjarvalsstöðum,
um aðkomu sína
að Feneyjatvíær-
ingnum. Þau
veita þar nánari innsýn í verk og
verkefni sín í Feneyjum á sýning-
unni Sýning sýninganna – Ísland í
Feneyjum í 50 ár.
Helgi Þorgils var fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíæringnum árið 1990 og
sýndi málverk í finnska skálanum en
Hanna var sýningastjóri hjá Stein-
grími Eyfjörð, sem sýndi árið 2007 í
gömlum flóðakjallara miðsvæðis í
borginni.
Fjalla um
Feneyja-
tvíæringinn
Helgi Þorgils
Friðjónsson
Sýningin Endur-
fundir verður
opnuð í Minja-
safni Austur-
lands í dag, laug-
ardag, klukkan
13.00.
Sýningin stóð í
Myndasal Þjóð-
minjasafns Ís-
lands á árunum
2009 til 2010 og
fjallaði um fornleifarannsóknir sem
styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði
árin 2001-2005. Er þetta sá hluti
sýningarinnar sem fjallaði um
rannsóknir á Skriðuklaustri.
Kaþólski presturinn Pétur Ková-
cik syngur tíðabænir og flytur
Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifa-
fræðingur og verkefnisstjóri rann-
sóknarinnar, erindið „Skriðu-
klaustur og náðarverkin sjö“.
Að þessu loknu verður gestum
boðið upp á þjóðlegar veitingar.
Endurfundir
á Egilsstöðum
Af sýningunni
Endurfundum
Þorri Hringsson
myndlistar-
maður verður
með leiðsögn um
sýningu þeirra
Sigtryggs Bjarna
Sigtryggssonar,
Varanleg augna-
blik, í menning-
armiðstöðinni
Hafnarborg í
Hafnarfirði á sunnudag kl. 15.
Báðir nota myndlistarmennirnir
náttúruna og landslagið sem upp-
sprettu hugmynda í verkum sínum
og eru þekktir fyrir málverk sem
endurspegla persónulega nálgun
við áþekk viðfangsefni. Þeir fara þó
hvor sína leið í nálgun sinni við mál-
verkið og eiginleika þess; Sig-
tryggur beinir sjónum að eðli fyr-
irbæra í náttúrunni en Þorri snýr
sér beint að myndefninu. Málverk
hans sýna umhverfi Haga í Aðaldal.
Þorri fjallar um
Varanleg augnablik
Þorri Hringsson