Morgunblaðið - 17.05.2011, Page 1

Morgunblaðið - 17.05.2011, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  114. tölublað  99. árgangur  SIGLDI UM Á KAJAK VÍÐA Í SUÐUR-AMERÍKU FRUM- SÝNDU TVÖ DANSVERK GAMAN AÐ VERA LETINGI Í CANNES GAFLARALEIKHÚSIÐ 31 BÍÓ Á MORGNANA 32FÓR Á 5 MÁNAÐA FLAKK 10 Önundur Páll Ragnarsson Kristján Jónsson „Fyrirvarar mínir eru varðandi úthlutanir ráð- herra og sveitarfélaga,“ segir Björgvin G. Sig- urðsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Suð- urlandi, um frumvörp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Þingflokkar stjórnarflokkanna afgreiddu frumvörpin í gær og verða þau lögð fram á Alþingi von bráðar. Þingmenn Samfylk- ingarinnar settu þó fjölmarga fyrirvara. ,,Ég tel að öll verðmyndun úr pottum eigi að verða á markaði,“ segir Björgvin, sem geldur varhug við pólitískri tengingu við úthlutun afla- heimilda frá ári til árs. „Það verður að teljast ákveðin málamiðlun en veigamikið skref engu að síður. Samfylkingarmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson er fulltrúi Norðausturkjördæmis en þar eru mörg afar öflug sjávarútvegsfyrirtæki. „Ég vil að úthlutað sé á markaðsforsendum, ekki pólitískum,“ segir Sigmundur. „Ég er einnig á því að leyfa þurfi í einhverjum mæli framsal kvóta, með takmörkunum þó. Tryggja þarf hagkvæmni og öflug fyrirtæki þurfa að vera til. Best væri að það væri metið af sér- fræðinganefnd hvaða fyrirtæki séu svo vel rek- in að þau verði að fá að vera áfram til.“ MÓttast pólitíska úthlutun »6 Setja marga fyrirvara  Samfylkingarþingmenn samþykkja kvótafrumvörp en vilja margvíslegar breyt- ingar og gagnrýna að stjórnmálamenn verði látnir úthluta veiðiheimildum afar óheppilegt að láta stjórnmálamenn úthluta veiðiheimildum,“ bætir hann við. Best sé að markaðstengingin sé sem mest. Björgvin styð- ur þó meginatriði frumvarpanna, svo sem inn- köllun veiðiheimilda í einu lagi og ,,raunveru- legt“ veiðigjald, eins og hann orðar það. Innköllun á einu bretti sé skynsamlegri en ár- leg fyrning hluta aflaheimildanna. Þetta sé Ég er einnig á því að leyfa þurfi í einhverjum mæli framsal kvóta, með tak- mörkunum þó. Sigmundur Ernir Rúnarsson Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Rat- ings breytti í gær horfum fyrir láns- hæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Einkunnin er hins vegar óbreytt, BB+, sem þýðir að íslensk ríkisskuldabréf eru flokkuð í svo- nefndum ruslflokki. Paul Rawkins, sem fer með málefni Íslands hjá Fitch, sagði í febrúar að lausn Icesave-deilunnar við Breta og Hollendinga væri lykilatriði til þess að Fitch myndi breyta horfum úr nei- kvæðum í stöðugar. Núna segir hann hins vegar að mun minni hætta sé á því að óleyst Icesave-deila leiði til þess að fjármögnun í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins verði dregin til baka. Einnig er bent á í greinar- gerð með ákvörðun Fitch að stjórn- völd séu fullviss um að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans muni skila á bilinu 90-100% af kröfum vegna Ice- save-reikninga. Sem áður segir er lánshæfisein- kunn Íslands ennþá í svokölluðum ruslflokki hjá Fitch, en ákvörðun fyr- irtækisins í gær skiptir engu að síður miklu máli, því hún er í raun sú fyrsta frá árinu 2006 þar sem Fitch bætir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins með einhverjum hætti. Sérfræðingar Fitch segja að nauð- synlegt sé að ráðast í víðtækar að- gerðir vegna skuldsetningar einka- geirans. Einnig sé nauðsynlegt að viðhalda hagstæðum viðskiptajöfnuði sem og auka gjaldeyrisforðann til að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft og þar með fá skilaboð markaðarins um raunverulegt verðgildi krónunnar. Fitch skiptir um skoðun  Fitch breytir horfum fyrir lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar Matsfyrirtæki Merki Fitch á höfuð- stöðvum fyrirtækisins í London.  „Ég hugsa að það séu ekki mörg tungumál sem væri hægt að fara svona með, að nota forrit sem er lagað að einu málstigi og beita því svona auðveldlega á 700 til 800 árum eldri texta,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Ís- lands. Forrit sem þróað var innan Árna- stofnunar til málfræðigreiningar á nútímatexta reyndist einnig geta greint texta Íslendingasagnanna og Sturlungu með viðunandi hætti. Sú fullyrðing að Íslendingar geti lesið fornrit sín með auðveldari hætti en aðrar þjóðir virðist því hreint ekki svo fjarri lagi. »14 Tæknin les fornritin líkt og nútímamál  Yfir fimm þúsund óvátryggð öku- tæki eru í umferð hér á landi. Nýtt úrræði í frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um ökutækja- tryggingar á að tryggja fækkun slíkra ökutækja, öllum greiðendum iðgjalda til bóta. Verði frumvarpið óbreytt að lög- um hefur Umferðarstofa heimild til að krefjast nauðungarsölu ökutæk- is eða að það verði selt til niðurrifs ef eigandi eða umráðamaður hefur ekki greitt iðgjald vátrygginga í vanskilum einum mánuði eftir að ökutækið er kyrrsett. »18 Yfir fimm þúsund óvátryggð ökutæki Hann var vel búinn, hjólreiðamaðurinn á Sæbrautinni í gær enda svalt í veðri. Að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við aðgerðalitlu veðri í dag. En um helgina verður norðaustanátt, búast má við næturfrosti víða um landið og sums staðar slyddu yfir daginn. Spáð vorhreti um helgina Morgunblaðið/Eggert  Hátt í tvö þús- und umsóknir um heimild til greiðsluaðlög- unar eru óaf- greiddar hjá um- boðsmanni skuldara. Fleiri umsóknir hafa borist í hverjum mánuði en hægt hefur verið að afgreiða, þar til nú að nokkurt jafnvægi hefur náðst. Frá því að nýjar reglur um heim- ild til greiðsluaðlögunar tóku gildi á síðasta ári hefur embætti umboðs- manns skuldara afgreitt um 700 umsóknir. Þar af voru samtals á annað hundrað afturkallaðar eða synjað. Enn fleiri umsóknir eru óaf- greiddar, því hinn 1. maí biðu 1963 umsóknir afgreiðslu, samkvæmt upplýsingum embættisins. »2 1963 umsóknir um greiðsluaðlögun bíða Lögmaður Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fór í gær fram á að hann yrði látinn laus gegn allt að milljón dala tryggingu en dómari í New York hafnaði því. Ekki mun vera framsalssamn- ingur milli Bandaríkjanna og Frakklands. Næst verður réttað í málinu á föstudag. Lögmaðurinn spurði hvort ákærði fengi að ganga laus ef hann bæri rafrænt ökklaband sem gerir kleift að fylgjast með ferðum fanga og ef saksóknarinn sætti sig við þá tilhögun. Dómarinn hafnaði þessari ósk líka. Strauss-Kahn er gefið að sök að hafa beitt hótelþernu í New York grófu kynferðisofbeldi. »17 Strauss-Kahn áfram í varðhaldi Strauss-Kahn í réttarsal í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.