Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Samkvæmt nýju frumvarpi efnahags-
og viðskiptaráðherra um breytingar á
lögum um gjaldeyrismál mun ríkið
setja hámark á heimildir til kaups á
gjaldeyri vegna fasteignakaupa er-
lendis og kaupa á bifreið. Samkvæmt
frumvarpinu eru fjármagnshreyfing-
ar vegna fasteignaviðskipta erlendis
óheimilar, en hinsvegar má kaupa
gjaldeyri fyrir 100 milljónir, sé sýnt
fram á að fasteignakaupin séu í
tengslum við búferlaflutninga. Einnig
eru sett talmörk á hversu dýran bíl
fólk sem flytur utan getur keypt sér
ef það þarf að kaupa gjaldeyri. Sam-
kvæmt frumvarpinu má ekki kaupa
gjaldeyri fyrir meira en 10 milljónir
króna vegna bílakaupa í tengslum við
búferlaflutninga erlendis. Tekið er
sérstaklega fram í frumvarpinu að
slík kaup séu einungis heimil einu
sinni.
Í athugasemdum við frumvarpið
kemur fram að það þyki „eðlilegt að
afmarka heimildina við tiltekna há-
marksfjárhæð með hliðsjón af þeim
fordæmum sem afgreiðslur mála hjá
Seðlabankanum hafa skapað.“ Í raun
og veru þýðir þetta að hámarksfjár-
hæðin er eingöngu ákvörðuð út frá
þeim ákvörðunum sem embættis-
menn Seðlabankans hafa tekið frá því
að gjaldeyrishöftin tóku gildi. Annar
rökstuðningur liggur ekki að baki
þessari hámarksfjárhæð í skýringum
frumvarpsins. Vert er að geta í þessu
samhengi að íslenska ríkið hefur verið
virkt í fasteignakaupum erlendis á
undanförnum árum. Fyrir tveim ár-
um var keyptur sendiráðsbústaður í
Danmörku fyrir ríflega 250 milljónir
króna og í fyrra voru fest kaup á
sendiráðsbústað í London fyrir hátt í
900 milljónir króna. Augljóslega hefði
ríkissjóður þurft að fá undanþágu
hefði frumvarp efnahags- og við-
skiptaráðherra verið orðið að lögum
þegar viðskiptin áttu sér stað.
Bílakaup nýmæli
Í frumvarpinu er það nýmæli að Ís-
lendingar sem flytja búferlum til út-
landa er nú heimilt að kaupa bifreið í
tengslum við flutningana, en sem fyrr
segir verður ekki hægt að kaupa
gjaldeyri fyrir meira en 10 milljónir í
tengslum við slík viðskipti.
Takmarkanir á húsa- og bílakaupum
Gjaldeyrisfrumvarp takmarkar gjaldeyriskaup vegna búferlaflutninga Hámarksheimild vegna
fasteignakaupa 100 milljónir Ríkið keypti sendiherrabústað í London á tæpar 900 milljónir í fyrra
Reuters
Heimild Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans ætti að gefa grænt ljós á kaup á
Mini, verði frumvarpið að lögum, rétt eins og strákarnir í Kiss gera.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Ríflega 1.900 fyrirtæki, sem hin svo-
kallaða Beina braut nær til, hafa
fengið úrlausn sinna mála hjá lána-
fyrirtækjum, að því er segir í tilkynn-
ingu frá efnahags- og viðskiptaráðu-
neyti. Þar af hefur skuldavandi 973
fyrirtækja verið leystur með Beinu
brautinni, þ.e. með niðurfærslu
skulda. Vandi 672 fyrirtækja hefur
verið leystur án afskrifta, en þá hefur
til dæmis verið lengt í lánum og að
lokum hefur vandi 280 fyrirtækja
verið leystur þannig að eftirstöðvar
erlendra og gengistryggðra lána hafa
verið lækkaðar um 25 prósent.
Enn eru 526 fyrirtæki í skoðun hjá
bönkunum, en samkvæmt efnahags-
og viðskiptaráðuneytinu er stefnt að
því að þau muni öll fá tilboð um end-
urskipulagningu skulda sinna fyrir
mánaðarlok.
Jákvætt en gengur hægt
Um sex þúsund fyrirtæki falla
undir skilyrði Beinu brautarinnar,
sem er aðallega að skuldir þeirra séu
á bilinu 10-1.000 milljónir króna. Þar
af eru 2.000 fyrirtæki ekki í greiðslu-
vanda og ríflega 1.550 fyrirtæki
standa svo illa að þau fara að líkind-
um í þrot.
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda segir verkefnið sem slíkt hafa
verið jákvætt, en markmiðin hafi
verið háleit.
„Gangurinn hefur verið hægari en
gert var ráð fyrir. Tilboð frá bönk-
unum eiga að koma fyrir júníbyrjun,
en svo eiga viðskiptavinirnir eftir að
svara þeim og svo verður gengið frá
samkomulagi. Ég hef af því áhyggjur
að þetta muni því dragast fram á
sumarið. Málið er gott, en þetta
gengur of hægt,“ segir hann.
Þá vekur Almar athygli á því að
nokkur fjöldi fyrirtækja sé ekki inni
á beinu brautinni, annað hvort af því
að þau skulda meira eða minna en
verkefnið gerir ráð fyrir. Hvað varði
þau fyrirtæki sem skuldi meira en
einn milljarð króna hafi orðið vart við
töluverða tregðu, en hún hafi verið
bæði hjá fyrirtækjunum sjálfum og
bönkunum.
„Fjölmörg fyrirtæki, sem ekki eru
í eiginlegum skuldavanda hafa kvart-
að yfir því að fá ekki leiðréttingar
vegna ólögmætra gengistryggðra
lána. Bankarnir hafa vissulega sýnt
samstarfsvilja í Beinu brautinni, en
hann hefur kannski skort þegar kem-
ur að gengistryggðum lánum fyrir-
tækja sem ekki falla undir Beinu
brautina. Í vikunni mun væntanlega
falla annar dómur um slík lán þannig
að málin eru farin að skýrast mjög
varðandi þessi ólögmætu lán.
Bankarnir hafa, hingað til að
minnsta kosti, verið mjög harðir í
horn að taka og viljað láta reyna á
alla skapaða hluti þótt okkur þyki
komin sæmilega skýr mynd á lands-
lagið hvað varðar þessi lán.“
Brátt mun sjá fyrir end-
ann á Beinu brautinni
Framkvæmda-
stjóri FA gagn-
rýnir seinagang
Morgunblaðið/Ernir
Undirritun Skrifað var undir samkomulag um úrræði fyrir smá og meðal-
stór fyrirtæki í skuldavanda þann 15. desember í fyrra.
Exeter Holdings ehf. hefur verið
tekið til gjaldþrotaskipta, að því er
kom fram í Lögbirtingablaðinu í
gær. Félagið er miðpunktur dóms-
máls sem nú stendur yfir, en sér-
stakur saksóknari ákærði þrjá ein-
staklinga vegna lána sem Byr veitti
félaginu í október og desember
2008, eftir að stóru bankarnir þrír
höfðu farið í þrot. Keypti Exeter
Holdings 1,8% stofnfjárhlut í Byr á
yfirverði eftir að hafa fengið lánin.
Meðal þeirra sem seldu voru MP
banki og tveir stjórnarmenn í Byr.
MP banki hafði eignast bréfin í Byr
eftir veðkall í bréf sparisjóðsstjóra
Byrs og tveggja annarra stjórn-
armanna. Talið er að um umboðs-
svik hafi verið að ræða. Byr hefur
að sama skapi höfðað skaðabótamál
á hendur þeim sem sæta ákæru sér-
staks saksóknara. thg@mbl.is
Exeter Holdings
komið í þrot
Dómsmál stendur nú yfir í héraði
Skuldabréfavísitala GAMMA hækk-
aði um 0,54 prósent í viðskiptum
gærdagsins og endaði í 209,07 stig-
um. Verðtryggði hluti vísitölunnar
hækkaði um 0,63 prósent og sá
óverðtryggði um 0,29 prósent.
Velta á skuldabréfamarkaði í gær
nam 11,6 milljörðum króna og var
stærstur hluti veltunnar vegna við-
skipta með verðtryggð bréf.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði um 0,3 prósent í afar litlum
viðskiptum í gær. BankNordik
lækkaði um 1,63 prósent og Ice-
landair Group um 0,62 prósent.
bjarni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Skuldabréf hækka
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+/0-,/
++/-+1
.+-/.,
.2-0/,
+/-211
+.3-4+
+-1.0/
+/.-/5
+0.-45
++,-,0
+/4-25
++/-13
.+-//3
.2-410
+/-234
+52-24
+-15+
+/5-54
+05-+3
.+/-5/4.
++,-/1
+/4-1/
++/-/1
.+-3,5
.2-/24
+/-+,
+52-15
+-15,.
+/5-3+
+05-0,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á