Morgunblaðið - 17.05.2011, Síða 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Sudoku
Frumstig
7
9 8 7
6 9 1
2 8 3 1 5
1 8 7 2 6
9 8
2
9 7 6 3 1
5 6
8
7 4
8 6 3
7 8
5 3 4 2
9 6
3 4 7 5
6 7 3 2
5 9
8 1 2 9 4
3
6 2
3 7
4 8 1 2
2 6
8
3 7 4 9 1
6 2 4
6 1 8 3 7 9 5 2 4
4 3 9 5 6 2 8 7 1
5 7 2 1 8 4 6 9 3
2 6 7 4 5 1 9 3 8
8 9 1 6 3 7 4 5 2
3 5 4 9 2 8 7 1 6
7 2 5 8 4 3 1 6 9
9 8 6 2 1 5 3 4 7
1 4 3 7 9 6 2 8 5
7 5 6 9 4 2 1 8 3
9 2 3 8 1 7 6 5 4
4 1 8 6 3 5 2 7 9
2 7 9 1 5 4 3 6 8
6 4 1 3 7 8 9 2 5
8 3 5 2 6 9 4 1 7
3 9 7 5 2 6 8 4 1
5 8 2 4 9 1 7 3 6
1 6 4 7 8 3 5 9 2
6 8 7 4 3 1 5 2 9
5 4 2 6 8 9 1 3 7
9 1 3 2 5 7 8 6 4
1 7 9 8 4 2 6 5 3
4 5 6 9 1 3 2 7 8
3 2 8 5 7 6 9 4 1
7 3 5 1 2 8 4 9 6
8 9 4 7 6 5 3 1 2
2 6 1 3 9 4 7 8 5
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 17. maí, 137. dag-
ur ársins 2011
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönn-
um misgjörðir þeirra, þá mun og fað-
ir yðar himneskur fyrirgefa yður.
(Matt. 6, 14.)
Víkverji fagnar þeim fréttum aðkanadíska Irving Oil sé aftur
farið að sýna Íslandi áhuga. Ekki
veitir af aukinni samkeppni í elds-
neytissölu hér á landi og með miklum
ólíkindum að samkeppnisyfirvöld láti
það ganga átölulaust að félögin bjóði
upp á nánast sama verðið alls staðar
og breyti verðinu á sömu mínútunni.
Páll Gunnar Pálsson og félagar í
Samkeppniseftirlitinu ættu kannski
að fara að fá sér göngutúr í Öskju-
hlíðinni og sjá hvað þeir rekast á.
x x x
Ígær var það þannig að 80 aurummunaði á ódýrasta og dýrasta
bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu, en
áður var lengi vel meiri munur á milli
sjálfsafgreiðslufélaganna ÓB, Ork-
unnar og Atlantsolíu annars vegar og
stóru félaganna; N1, Shell og Olís,
hins vegar. Nú háttar svo til að Ork-
an er í eigu Shell og ÓB í eigu Olís og
þessum félögum í lófa lagið að haga
verðlagningu að vild sín í milli. Vík-
verji er ekki með svo miklar vænt-
ingar til þessara félaga og grunar að
sjálfstæði Orkunnar og ÓB sé ekki
svo mikið til að hreyfa sig á mark-
aðnum.
x x x
Hins vegar hefur Atlantsolía ekkistaðið undir væntingum Vík-
verja í verðsamkeppninni, því eins og
félagið sjálft er að minna á þessa
dagana í auglýsingum er það ein-
göngu bensínstöð og ekkert annað,
sjálfstæð og óháð. Í einni auglýsing-
unni segir: „Við seljum ekki gos, ekki
leikföng og ekki nýjasta Séð og
heyrt. Við erum bensínstöð.“ Hvað á
Atlantsolía við með þessu? Ætti fé-
lagið ekki einmitt af þessum völdum
að geta boðið upp á ódýrara eldsneyti
en hinir? Yfirbyggingin er engin,
þetta eru bara dælurnar, og bíleig-
endur ættu að njóta þess.
Eða er Atlantsolía að segja „Við
erum góðu gæjarnir og höldum þeim
vondu við efnið“?
Bindur Víkverji að minnsta kosti
vonir við að þessar auglýsingar Atl-
antsolíu séu vísbending um betri
tíma og lægra verð. Þetta er nú bara
bensínstöð og ekkert annað.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 vörugeymslan,
8 naut, 9 illa, 10 knæpa,
11 þátt, 13 búa til, 15 fjár-
rétt, 18 kalviður, 21 bók-
stafur, 22 erfiðar, 23
bjórstofa, 24 ræpu.
Lóðrétt | 2 andróður, 3 fatta,
4 afrennsli, 5 líkamshlutann,
6 ein sér, 7 týna, 12 nár, 14
ungviði, 15 drekka, 16 sjúk-
dómur, 17 kerlingu, 18 skjót,
19 fjáðan, 20 hestur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hroll, 4 hægur, 7 Júðar, 8 játum, 9 tjá, 11 form, 13
grun, 14 aular, 15 þjöl, 17 álft, 20 ónn, 22 fólks, 23 arðan, 24
rotta, 25 tunga.
Lóðrétt: 1 hrjúf, 2 orðar, 3 lært, 4 hrjá, 5 gítar, 6 ríman, 10
jólin, 12 mal, 13 grá, 15 þófar, 16 örlát, 18 liðin, 19 tunna, 20
óska, 21 naut.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Kreppumót.
Norður
♠D9
♥D6532
♦Á
♣ÁK763
Vestur Austur
♠G1065 ♠K7432
♥G104 ♥K87
♦643 ♦G8
♣1082 ♣DG9
Suður
♠Á8
♥Á9
♦KD109752
♣54
Suður spilar 6♦.
Kit Woolsey og Fred Stewart unnu
Cavendish-tvímenninginn í Las Vegas
í byrjun mánaðarins. Cavendish-
uppboðsmótið hefur farið fram árlega
frá 1975 og er stærsta peningamót í
bridsheiminum. Áður en keppni hefst
eru pörin boðin upp og seld hæstbjóð-
enda og renna peningarnir í verðlauna-
pott. Verðlaunaféð hefur farið upp í 1,5
milljónir dala, en nú er kreppa og pott-
urinn mun minni.
Marty Fleisher fékk út ♠G gegn tíg-
ulslemmu í spilinu að ofan. Hann dúkk-
aði, drap á ♠Á, tók ♦Á, síðan ♣Á-K og
trompaði lauf með tíu. Tók trompin í
botn og setti þunga pressu á Hollend-
inginn Huub Bertens í austur. Í
þriggja spila lokastöðu spilaði Fleisher
spaða og vænti þess að fá íferð í hjart-
að. Nei – Bertens hafði þá farið niður á
♥K blankan og ♠K-7! Einn niður.
17. maí 1724
Mývatnseldar hófust. Þeir
stóðu með hléum í fimm ár.
Við upphaf gossins varð mikil
sprenging og gígurinn Víti í
Kröflu varð til.
17. maí 1841
Tómas Sæmundsson prestur á
Breiðabólstað í Fljótshlíð lést,
33 ára. Hann var einn Fjöln-
ismanna. Jónas Hallgrímsson
orti eftir hann ljóð sem hefst
á þessum þekktu hendingum:
„„Dáinn, horfinn!“ – Harma-
fregn!“
17. maí 1944
Helgafell gaf út ljóðasafnið
Friheten eftir Nordahl Grieg.
Þetta mun vera fyrsta frum-
útgáfa ljóða erlends skálds
hér á landi. Grieg var í
norska hernum á Íslandi í
rúmt ár. „Heimssögulegur
viðburður,“ sagði í auglýs-
ingu.
17. maí 1970
Tvær konur og karlmaður
urðu úti í gönguferð ellefu
manna hóps frá Skógum í
Þórsmörk. „Harmleikur á
Fimmvörðuhálsi,“ sagði Vísir.
„Mildi að fleiri fórust ekki.“
17. maí 1997
Alþingi samþykkti ný lögræð-
islög sem fólu meðal annars í
sér að sjálfræðisaldur var
hækkaður úr 16 árum í 18 ár.
17. maí 2005
Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti Íslands átti fund með Hu
Jintao forseta Kína í Höll al-
þýðunnar í Peking. „Þetta var
mjög árangursríkur fundur,“
sagði forsetinn í samtali við
Morgunblaðið.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„Ég var að borða hádegismat með konunni minni í
gær þegar ég eiginlega fattaði að ég ætti afmæli í
dag. Ég sagði við hana að mér fyndist ekkert eins
og ég ætti afmæli,“ segir Birgir Örn Steinarsson,
tónlistarmaður, sem er 35 ára í dag. Hann segir að
það eina sem sé búið að ákveða að gera í tilefni
dagsins sé að skreppa til Stokkseyrar þegar börn-
in eru búin í leikskóla og grunnskóla. „Þar ætlum
við að borða saman humar og síðan kannski labba
um á Stokkseyri. Það er fallegt þar.“
Birgir hefur verið sjálfstætt starfandi und-
anfarin tvö ár og kann því vel. Hann segir að und-
anfarið hafi hann haft nóg að gera en að honum sýnist að í dag komist
hann upp með það að vinna ekki neitt og taka því rólega í þeim efnum
án þess að nokkur hafi eitthvað við það að athuga. „Það bara hittir
akkúrat þannig á í dag. Það er orðið ansi langt síðan ég hef bara get-
að sest niður í rólegheitunum, hlustað á góða tónlist, lesið bók og
drukkið grænt te. Eða farið í göngutúr. Það eru svona litlir hlutir sem
gefa mér ótrúlega mikla fyllingum,“ segir Birgir. Þá sé hugsanlegt að
hann skjótist í ræktina og hlaupi sér til heilsubótar. Hann hafi farið að
hlaupa um áramótin og stundað hlaup síðan. hjorturjg@mbl.is
Birgir Örn Steinarsson er 35 ára í dag
Slappar af á afmælisdaginn
Nýirborgarar
Reykjavík
Ólafur Flóki
fæddist 11.
mars kl. 6.58.
Hann vó 3.940
g og var 52 cm
langur. For-
eldrar hans eru
Auðbjörg
Ólafsdóttir og
Óli Örn Eiríks-
son.
Flóðogfjara
17. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.53 3,9 12.05 0,1 18.20 4,2 4.07 22.42
Ísafjörður 1.59 0,0 7.47 2,1 14.09 0,0 20.18 2,4 3.45 23.14
Siglufjörður 3.54 -0,1 10.19 1,2 16.18 0,1 22.30 1,3 3.27 22.58
Djúpivogur 3.01 2,1 9.05 0,3 15.27 2,5 21.47 0,3 3.30 22.18
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Sýndu sérstaka varúð í umferðinni,
hvort sem þú ekur, gengur eða hjólar.
Reyndu þitt besta, og lærðu af því fyrir
næsta skipti. Fáir eru jafn leiðir og sá sem
engu skilar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Finndu leið til að koma hugmyndum
þínum á framfæri þannig að enginn misskiln-
ingur verði. Vinnufélagar stinga saman nefj-
um, það tengist þér ekki á nokkurn hátt.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Vertu óhrædd/ur við að prófa eitt-
hvað nýtt. Stappaðu stálinu í þann sem þarf
á því að halda.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Vinur eða maki heillar þig upp úr
skónum í dag. Reyndu að sýna þolinmæði og
hafa hægt um þig seinni part mánaðarins.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Margir búast við svari frá þér í dag.
Sjálfstraust þitt eykst með hverjum deginum.
Ef þú veitir svör, verður þér launað með svör-
unum sem þú leitar eftir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert bæði skrýtnari og skemmtilegri
en flestir álíta þig vera við fyrstu kynni. Farðu
að öllu með gát því ekkert liggur á í umferð-
inni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Sýndu varfærni á öllum sviðum ekki síst
í peningamálunum því það tekur oft skamma
stund að gera afdrifarík mistök. Flýttu þér
hægt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það kemur í þinn hlut að sjá um
að allt gangi upp svo stattu þig vel. Einhver á
greiða inni hjá þér. Gefðu þér tíma til að lifa
lífinu, það gerir það enginn fyrir þig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú lætur líklega freistast til þess
að fara yfir strikið í eyðslu í dag. Einhver slær
þig út af laginu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Truflun á vinnu vegna tölvu- eða
tæknivandræða er líkleg í dag. Gríptu gæsina
meðan hún gefst.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Takist þér að bæta andann innan
fjölskyldunnar eða heimilisins í dag þá er það
dágott dagsverk. Betur sjá augu en auga.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Margur verður af aurum api. Ekki hafa
áhyggjur af því hvort það er viðeigandi eða
ekki að leggja orð í belg. Hugsaðu fyrst og
fremst um sjálfa/n þig.
Stjörnuspá
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 h6
5. c3 d6 6. Bb3 Be7 7. Rbd2 0-0 8. h3
He8 9. Rf1 d5 10. De2 dxe4 11. dxe4
Bf8 12. g4 Ra5 13. Bc2 Be6 14. Re3 Rc6
15. Rf5 Kh7 16. g5 Bxf5 17. gxf6 Bg6
18. h4 Bh5
Staðan kom upp í síðari hluta fyrstu
deildar Íslandsmóts skákfélaga sem
lauk fyrir nokkru í Rimaskóla. Al-
þjóðlegi meistarinn Stefán Krist-
jánsson (2.477) hafði hvítt gegn Ivan
Nieves (2.186) frá Perú. 19. Rg5+! Kg6
20. fxg7 Bxg7 21. Rxf7! Bxe2 22. Rxd8
Bf3 23. Hh3 Haxd8 24. Hxf3 Hf8 25.
Hg3+ Kf7 26. Bb3+ Kf6 27. h5! og
svartur gafst upp enda liðstap óumflýj-
anlegt.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is