Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
Getur verið að nýja hjartaðsem slær í brjósti hinnarungu Eddu hafi ekki að-eins bjargað lífi hennar
heldur líka breytt henni? Að „kona,
tuttugu og átta ára“, sú sem átti
hjartað, hafi gefið henni meira en
reglulegan hjartsláttinn?
Edda, aðalpersónan í Slætti,
fyrstu bók hins unga höfundar
Hildar Knúts-
dóttur, telur töl-
fræðina lífslíkum
sínum ekki hlið-
holla þrátt fyrir
að hafa um tví-
tugt fengið nýtt
hjarta í stað þess
sem skorið var
úr henni „áður
en það gafst upp
á lífinu og sló sitt
síðasta.“ (bls. 14).
Unga konan sem lét lífið svo
Edda mætti lifa af, er henni ávallt
ofarlega í huga. Fyrir hjartaskiptin
hafði hún í raun sætt sig við dauð-
ann og höndlar ekki alveg tilhugs-
unina um framtíðina þegar nýja
hjartað fer að slá.
Edda fer varlega í lífinu eftir erf-
ið veikindi bernskunnar, svo var-
lega að hún hleypir engum að
hjarta sínu. Hún heldur meira að
segja ofverndandi móður sinni í
hæfilegri fjarlægð og hvæsir á sál-
fræðinginn sem hún gengur til.
Það breytist hins vegar allt þeg-
ar hún verður ástfangin, í fyrsta
sinn á ævinni. Það er þó ekki sá
karlmaður sem hefur mest áhrif á
hana, heldur sonur hans, Eysteinn,
sem hún tengist innilegum böndum.
Þetta samband Eddu og Ey-
steins litla er sérstaklega fallegt og
hjartnæmt og vakti notalegar til-
finningar í brjósti mínu við lest-
urinn. Aðrar persónur í lífi Eddu
eru einnig áhugaverðar og mátu-
lega margar og djúpar í ekki lengri
bók. Öll saga hjartaþegans Eddu
byggist svo taktfast upp allt til
enda. Þegar ég lauk við lesturinn
leið ekki langur tími þar til ég stóð
mig að því að velta fyrir mér
hvernig skáldsagnapersónunni
Eddu liði, hún á sér orðið stað í
mínu hjarta.
Skrif Hildar eru áreynslulaus en
alls ekki án tilþrifa. Lýsingin á því
þegar Edda verður ástfangin er t.d.
mjög myndræn og Hildi tekst að
koma barnslegri einlægni hugsana
og orða Eysteins litla í orð á sann-
færandi hátt.
Sláttur er frambærilegt fyrsta
verk höfundar. Sagan um Eddu
hitti mig beint í hjartastað. Það er
því ástæða til að fylgjast vel með
Hildi Knútsdóttur í framtíðinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsta verk Sláttur er frambærilegt fyrsta verk höfundar, Hildar Knúts-
dóttur, og ástæða til að fylgjast með henni, segir m.a. í dómnum.
Hittir beint í hjartastað
Sláttur bbbnn
Eftir Hildi Knútsdóttur. JPV gefur út.
256 bls.
SUNNA ÓSK
LOGADÓTTIR
BÆKUR
Nú stendur yfir í Safnahúsinu í
Vestmannaeyjum sýning á mál-
verkum Hrafnhildar Ingu Sigurð-
ardóttur sem hún nefnir Ágjöf. Sýn-
ingin er í Einarsstofu og stendur til
21. maí.
Á sýningunni eru einkum sjávar-
myndir af brimi, úfnum sjó og öldu-
gangi. Aðspurð hvers vegna hún
máli sjó og það úfinn sjó segist
Hrafnhildur ekki geta svarað; „ég
hef eiginlega ekkert svar við því, ég
er bara sveitarstelpa, fædd og upp-
alin í sveit og bý mikið til í sveit og
er reyndar hálfhrædd við sjóinn,“
segir hún. „Ég horfi reyndar beina
leið til Eyja út sveitinni, Fljótshlíð-
inni, og það hefur verið fjarlægur
draumur að komast þangað yfir.“
Hrafnhildur segist hafa tekið við
að mála myndir af veðurham haustið
2007, en þá gekk hver óveðurslægðin
af annarri yfir landið fram að jólum.
„Það var brjálað veður alla daga og
þá datt það inn hjá mér að mála
óveður, fyrst bara himin, en síðan
pínulítið land neðst og breyttist svo í
óveður á sjó.“ Hún er nú í óðaönn að
undirbúa stóra sýningu í Ketilhúsinu
á Akureyri sem opnuð verður í
haust, og er enn að mála veðurham,
en segist þó verða vör við breytingu.
„Ég finn það að ég er pínulítið að
breytast, en veit ekki alveg í hvaða
átt ég fer. Mér finnst þó að það verði
heldur villtara ef eitthvað er.“
Úfinn sjór og öldugangurÖll erum við einskonar trúð-ar“ segir í yfirskrift sýn-ingar á verkum ElínarPjet. Bjarnason (1924-
2009) sem nú stendur yfir í öllum söl-
um Listasafns ASÍ við Freyjugötu.
Elín fæddist á Íslandi en bjó megnið
af starfsævi sinni í Danmörku þar
sem hún tók reglulega þátt í samsýn-
ingum. Ekki hefur borið mikið á verk-
um hennar hér á landi fyrr en nú, en
nýlega færðu systursynir Elínar
Listasafni ASÍ um 500 verk hennar
að gjöf. Á sýningunni eru aðallega ol-
íumálverk og grafíkverk. Viðfangs-
efnin eru portrett- og mannamyndir,
húsamyndir sem leika á mörkum hins
óhlutbundna, landslagsmyndir og á
gangi safnsins bregður fyrir fáeinum
kyrralífsverkum.
Í Ásmundarsal má gera samanburð
á máluðum andlitsmyndum og „stein-
þrykktum“ en þær voru unnar 1960-
1968. Áherslan er á myndbyggingu
og beinabyggingu andlitanna. And-
litsdrættir eru skýrt dregnir með
ákveðnum línum, form eru einfölduð.
Litir málverkanna eru fremur dökkir
og muskulegir, skærari tónum er
sparlega beitt. Þessi jarðbundnu og
eilítið þunglamalegu andlit leiða hug-
ann formrænt að sjálfsmyndum
Paulu Modersohn-Becker, myndum
sem þó einkennast óneitanlega af
meiri nautn og áhyggjuleysi.
Annars staðar í salnum eru verk
þar sem myndefnið er húsaþyrp-
ingar. Húsveggir og þök mynda sam-
spil litríkra forma þar sem talsvert
ber á fjólubláum tónum. Pensil-
meðferð Elínar er fínleg og blæ-
brigðarík, hún gæðir myndirnar einn-
ig lífi með andstæðum litatónum
(gulum á móti fjólubláum, grænum á
móti rauðum) í smáum, einlitum flöt-
um er dreifast um myndflötinn. Í vel-
heppnuðu verki efst til hægri í syrp-
unni Hús og ferningar er leikurinn
orðinn alveg afstrakt. Vel fer á því að
afmarka verkin í annarri syrpu, Hús
séð úr lofti, á grámáluðum vegg þar
sem myndefnið nýtur sín. Landslags-
myndir í syrpunni Eldgos og sólir
einkennast af sömu fjólubláu áhersl-
unum og í þeim birtast draumkennd
og björt eldgos. Í heild eru þetta líf-
leg verk sem búa yfir tilraunakenndri
leikgleði.
Í Arinstofu á neðri hæð safnsins
má svo sjá massífar konur – naktar
fyrirsætur – í mannhæðarháum mál-
verkum frá árunum 1955-59. Áhersl-
an er hér á formmótun, andlitin eru
„lokuð“ og raunar er fornlegur blær
yfir þessum kraftalegu líkömum.
Yfirskrift sýningarinnar vísar til
verkanna í Gryfjunni sem gert er sér-
staklega hátt undir höfði með leik-
rænni innsetningu er nefnist Leikhús
fáránleikans. Þar er dimmt og köst-
urum beint að tjáningarríkum andlit-
um en aðrir líkamshlutar, háls, axlir
og hár, hverfa í óræðan bakgrunn,
eða fjólubláa skugga. Áhersla Elínar
á andlitsform, oft rauðmáluð (ekki
síst nef), magnast upp við lýsinguna
og stemmningin er myrk og óhugn-
anleg, jafnvel demónísk. Rökkrið og
kastljósið undirstrikar áhrif yfirveg-
aðrar formmótunar og litameðferðar.
Hér má segja að Elín kallist á við
Emil Nolde. Verkin í Gryfjunni end-
urspegla brothættan andlegan veru-
leika og næma skynjun. Elín mun af
heilsufarsástæðum hafa haldið sig
mjög til hlés, ekki síst hvað snertir
sýningarumstang – sýningin varpar
ljósi á að kraftar hennar hafa hverfst
um þá dýrmætu og nærandi iðkun
sem fólgin er í sjálfri sköpun verk-
anna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Verk Elínar Pjet. Bjarnason Yfirlitssýning á verkum Elínar Pjat. Bjarnason er í Listasafni ASÍ.
Fjólubláir skuggar
Listasafn ASÍ
Elín Pjet. Bjarnason – Öll erum við
einskonar trúðar
bbbbn
Sýningunni er lokið.
ANNA JÓA
MYNDLIST
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Strýhærði Pétur (Litla sviðið)
Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 lokasýn
Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Sýningum lýkur í maí
Húsmóðirin (Nýja sviðið)
Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k
Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 22.k
Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Þri 7/6 kl. 20:00
Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Mið 8/6 kl. 20:00
Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Fös 10/6 kl. 20:00
Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Mið 15/6 kl. 20:00
Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega
Faust (Stóra svið)
Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Örfár aukasýningar í maí og júní
Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið)
Sun 22/5 kl. 20:00
Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar
Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið)
Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00
Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00
Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný
Klúbburinn (Litla sviðið)
Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 20:00 2.k
Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 3.k
Á Listahátíð - Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins
Eldfærin (Stóra sviðið)
Lau 21/5 kl. 13:00 Lau 28/5 kl. 13:00 Sun 29/5 kl. 13:00
Sögustund með öllum töfrum leikhússins
Strýhærði Pétur – síðustu sýningar!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
551 1200 / leikhusid.is