Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2011
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Ólympíumeistarinn féll af …
2. Fleiri ásakanir á hendur …
3. Lést eftir hættulegt athæfi
4. Beckham kann þetta enn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í vor útskrifast níu nemendur sem
dansarar af samtímadansbraut
Listaháskólans. Síðastliðinn föstu-
dag frumsýndu þeir dansverkin How
do you know Frankie? og The Genius
of the Crowd. »30
Dansarar frumsýna
tvö ný verk
Sýningin Víðátta og rjóður verður
opnuð á laugardaginn næstkomandi í
Norræna húsinu. Sýningin er unnin
upp úr syrpu listbúða sem haldnar
voru þrjú sumur í þremur norrænum
löndum fyrir ungmenni úr þremur
norrænum lista- og byggingarlistar-
skólum.
Víðátta og rjóður
norrænna ungmenna
Um komandi
helgi verður
sjóðheit og
seiðandi
tangóstemn-
ing í Salnum
þegar Krist-
jana Arngríms-
dóttir flytur
þar lög af ný-
útgefnum
diski sínum,
Tangó fyrir lífið. Á tónleikunum
munu hljóma tangólög úr ýmsum
áttum en undir söng Kristjönu leik-
ur hópur valinkunnra tónlistar-
manna.
Sjóðheit og seiðandi
tangóstemning
Á miðvikudag NA 8-13 m/s og rigning á N-landi, hiti 2 til 6 stig.
Heldur hægari vindur á S- og SV-landi, stöku skúrir, hiti 5 til 11 stig.
Á fimmtudag Snjókoma á N- og A-landi, úrkomulítið suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 8-13 m/s og þurrt að kalla,
en 10-15 með suðurströndinni síðdegis og rigning. Hiti 2 til 10 stig,
hlýjast vestanlands.
VEÐUR
Úrvalsdeildarlið Fjölnis í
körfuknattleik karla hefur
orðið fyrir gífurlegri blóð-
töku en bakverðirnir efni-
legu Ægir Þór Steinarsson
og Tómas Tómasson hafa
ákveðið að fara í háskóla-
nám í Bandaríkjunum. Ægir
og Tómas hafa samið við
Newburry-skólann í Suður-
Karólínuríki um að leika
með honum í 2. deild
bandaríska háskólaboltans.
»1
Mikil blóðtaka
fyrir Fjölnismenn
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson
mun hafa í nógu að snúast í sumar og
á næstu leiktíð en hann mun þjálfa
bæði karla- og kvennalið Fram í hand-
boltanum á næsta tímabili. Einar hef-
ur stýrt kvennaliðinu undanfarin
fjögur ár en hann
tekur við karla-
liðinu af Reyni
Þór Reyn-
issyni. »1
Einar þjálfar kvenna- og
karlalið Framara
KR-ingar eru með tveggja stiga for-
skot á toppi Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu þegar fjórum umferð-
um er lokið. KR hafði betur gegn
Þór í gærkvöld, 3:1. FH varð að
sætta sig við 1:1-jafntefli á heima-
velli gegn nýliðum Víkings og
Keflavík gerði góða ferð til Grinda-
víkur og hafði betur gegn grönnum
sínum, 2:0. »2-4
KR-ingar með tveggja
stiga forskot á toppnum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurður Hallvarðsson málara-
meistari er öryrki eftir að hafa
greinst með illkynja æxli við heila
fyrir um fimm árum. Hann leggur
þó ekki árar í bát heldur er næsta
markmið að bæta sig um tvær sek-
úndur í 100 metra hlaupi með það að
langtímamarkmiði að keppa í grein-
inni á Ólympíuleikum fatlaðra. „Svo
er ég farinn að gæla við það að
ganga upp í Hallgrímskirkjuturn og
niður aftur,“ segir hann.
„Fótboltinn kemur mér núna að
gagni,“ segir Sigurður eða Siggi
eins og hann er kallaður og vísar til
þess að í uppbyggingunni þurfi
ákveðinn aga, vilja og eljusemi. „Ég
var svo heppinn að vera í endalausri
baráttu með Þrótti, annaðhvort í
fallbaráttu eða í baráttu um að kom-
ast upp um deild. Þessi barátta hef-
ur hjálpað mér mikið í veikind-
unum.“
Siggi er annálaður grínisti og
segir að létta lundin hafi auðveldað
sér mikið að takast á við mótlætið.
„Mér finnst ofboðslega gaman að
gera grín að sjálfum mér en eftir að
ég greindist með æxlið hefur svart-
ur húmor átt upp á pallborðið hjá
mér. Til dæmis þessi hérna,“ segir
hann, stendur upp og gengur með
ákveðnum tilburðum. Þegar hann
hafi spurt í hvaða bíómynd hann hafi
verið hafi flestir sagt Forest Gump.
„Nei, þetta var óskarsverðlauna-
myndin Dead Man Walking.“
Hann gefur upp boltann og
býst við að menn skjóti á móti. Það
kom honum því ekki á óvart þegar
hann var uppnefndur fatlaða fitu-
bollan. „Mér varð á að segja frá
þessu í hádegisklúbbnum hérna í
Þrótti og síðan kalla félagarnir mig
bara FF.“ »14
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Persónulegt met Siggi hleypur 100 metrana á 28,1 sekúndu í Egilshöll
eftir að hafa farið vegalengdina á tæpri mínútu um áramótin.
Uppgjöf ekki til í orðabók fótboltamannsins sem lék lengst af með Þrótti í Reykjavík
Lætur löm-
unina ekki slá
sig út af laginu
Sigurður Hallvarðsson hefur upplifað mikið mótlæti en reynir að hugsa
ekki um það heldur einbeitir sér að því sem hann getur gert. Hann segir
að hann sé oft á réttum stað á réttum tíma og rifjar upp keppnis-
tímabilið 1999. „Ég fór í sumarfrí með fjölskyldunni til Spánar þegar
tvær umferðir voru eftir í 1. deild og Þróttur
þurfti eitt stig til að halda sæti sínu. Leikurinn á
móti FH tapaðist og eftir hann hringdi Willum
Þór Þórsson þjálfari í mig og sagði að ég kæmi
heim á þriðjudag því ég ætti að vera með í loka-
leiknum. Ég hélt nú ekki og sagði konunni frá
símtalinu. Daginn eftir sagði hún að við værum
búin að fá nóg af sólinni og við fórum heim.
Margir urðu hlessa þegar Willum valdi mig patt-
aralegan í hópinn fyrir leikinn á móti Dalvík og ekki síður
þegar hann setti mig inná, en eftir að ég jafnaði og
tryggði þar með sætið í deildinni var mér hampað.“
Úr sumarfríi og tryggði sætið
SIGURÐUR HALLVARÐSSON MÁLARAMEISTARI
VEÐUR » 8 www.mbl.is