Morgunblaðið - 30.05.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Bodrum Tyrklandi
11. júní í 10 nætur
Frá aðeins 126.900 með „öllu inniföldu“
Kr. 126.900 – 10 nætur með „öllu inniföldu“
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2- 11 ára, á Hotel Bellacasa ***+ í 10 nætur með
öllu inniföldu.Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 144.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 22.200.
Góð gisting - Hotel Bellacasa ***+
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta
ferð til Bodrum í Tyrklandi 11. júní. Í boði er frábært sértilboð á Hotel
Bellacasa ***+ með “öllu inniföldu” á ótrúlegum kjörum. Bellacasa er gott
og vel staðsett hótel í Gumbet sem býður fjölbreytta þjónustu og góðan
aðbúnað. Gríptu þetta einstæða tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til
Bodrum og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum.
Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
„Nú skulum við bara bíða og sjá hvað
einkabankarnir gera,“ segir Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra í
samtali við Morgunblaðið. Lands-
bankinn kynnti fyrir helgi aðgerða-
pakka, en inntak hans er í stuttu máli
að viðskiptavinir sem voru í skilum
með lán um síðustu mánaðamót fá
endurgreidd 20% af vöxtum sem voru
greiddir frá árslokum 2008. Þá lækk-
ar bankinn húsnæðislán aukheldur
sem aðrar skuldir verða lækkaðar,
svo sem yfirdráttur.
Í Morgunblaðinu á laugardag sagði
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri
Arionbanka, að skattgreiðendur
myndu á endanum bera kostnað af
vaxtaendurgreiðslu Landsbankans.
„Ég trúi því að Landsbankinn fari í
þessar aðgerðir aðeins þannig að þeir
hafi metið hver kostnaðurinn er og
metið afskriftaþörf og hverjar heimt-
ur af útistandandi lánum verði,“ sagði
forsætisráðherra.
sbs@mbl.is
Landsbanki
hafi metið
kostnaðinn
Ágúst I. Jónsson
aij@mbl.is
Huginn VE byrjaði á makrílveiðum
sunnudag fyrir viku og er það
óvenju snemmt miðað við síðustu ár.
Guðmundur Huginn Guðmundsson
skipstjóri segir að veiðarnar hafi
farið rólega af stað og á þessum
tíma hafi þeir fengið um 400 tonn af
makríl upp úr sjó og verði um 300
tonn af þessum afla fryst. Þá hefur
fengist lítilræði af norsk-íslenskri
síld og hafa um 10 tonn af síld farið í
vinnslu.
Huginn byrjaði að leita makríls á
Kötlugrunni og víðar fyrir Suður-
landi en síðustu daga hefur skipið
verið að veiðum við miðlínu milli Ís-
lands og Færeyja. Vilhelm Þor-
steinsson EA kom á miðin þar á
laugardag og búast má við að fleiri
skip haldi til veiða í dag og á morg-
un. Kraftur færist síðan trúlega í
veiðarnar eftir sjómannadag, sem er
næsta sunnudag. Færeysk skip hafa
verið á makrílveiðum í færeyskri
lögsögu við miðlínuna síðustu daga.
Heimilað verður að veiða allt að
154.825 tonnum af makríl í íslenskri
lögsögu í sumar. Markmiðið er að
sem mest af aflanum fari til vinnslu
og manneldis. Veiðiskipum er skipt í
nokkra flokka, en 112 þúsund lest-
um er ráðstafað til uppsjávarskipa
sem veiddu makríl í flottroll og nót
á árunum 2007-2009. Þá fara 34.825
lestir eða liðlega fimmtungur afla-
heimilda til vinnsluskipa og er tekið
mið af afkastagetu þeirra við fryst-
ingu.
Enginn samningur
Ekki hefur náðst samkomulag við
önnur strandríki um fyrirkomulag
eða leyfilegt heildarmagn makríl-
veiða og leyfi til veiða á makríl eru
einungis gefin út fyrir yfirstandandi
ár. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyti
í marsmánuði segir að „ekki megi
reikna með að veiðarnar í ár skapi
grunn að veiðirétti í framtíðinni eða
að framtíðarfyrirkomulagi veiða að
öðru leyti“.
Mjakast af stað í makrílnum
Veiðar byrja óvenju snemma og heimilað er að veiða meira af makríl en áður
Huginn með um 400 tonn fyrstu vikuna Búist við að skipum fjölgi á næstunni
Ljósmynd/Ólafur Óskar Stefánsson
Ný vertíð Huginn frá Vestmannaeyjum á loðnuveiðum á liðnum vetri.
Útlit er fyrir að hámarksafli maí-
mánaðar náist á svæði C á Norð-
austur- og Austurlandi. Þar er að-
eins eftir að veiða um 20 tonn af 231
tonni, sem heimilt var að veiða í
mánuðinum. Á svæði A frá Arnar-
stapa til Súðavíkur náðist afli mán-
aðarins á aðeins fimm veiðidögum og
á svæði D, frá Hornafirði til Borgar-
byggðar, voru veiðar stöðvaðar 17.
maí.
Á svæði B, frá Ströndum til Greni-
víkur, er enn eftir að veiða um 100
tonn og ólíklegt að sá afli náist fyrir
mánaðamót. Það sem út af stendur
flyst yfir á næsta mánuð og sömu-
leiðis skerðist afli næsta mánaðar
fari bátarnir fram yfir hámarksafla
hvers mánaðar.
455 bátar hafa landað
Alls hafa 455 bátar landað afla í
strandveiðikerfinu í maímánuði, en
fjöldi strandveiðileyfa er kominn yf-
ir 500. Flestum leyfanna hefur verið
úthlutað á svæði A 196 sem sker sig
úr fjölda á öðrum svæðum. Heimilt
er að stunda veiðarnar fjóra daga í
viku, frá mánudegi til fimmtudags.
Ekki má veiða næsta fimmtudag,
sem er uppstigningardagur.
Útlit er fyrir að grásleppuvertíð
verði í meðallagi, en um 340 bátar
hafa leyfi til veiðanna. Búast má við
að um ellefu þúsund tunnur fáist af
hrognum. Sala á þeim fór hægt af
stað og verð var lægra en í fyrra.
Veiði annarra þjóða hefur hins vegar
verið undir meðallagi og eftirspurn
aukist í kjölfarið hér á landi.
Stunda má grásleppuveiðar í 50
daga og hafa margir lokið veiðum.
Aðrir eru rétt byrjaðir eins og á inn-
anverðum Breiðafirði. aij@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Líflegt Strandveiðar eru stundaðar
af kappi frá Arnarstapa.
Maí-hámarkið næst
tæpast á norðursvæði
„Við höfum fengið afskaplega góðar
viðtökur og þetta rúllar vel af stað,“
segir Eiríkur Sigurðsson, kaup-
maður í Víði. Hann opnaði á laugar-
dag matvöruverslun í Skeifunni 11 í
Reykjavík sem opin verður alla
daga vikunnar frá tíu á morgnana
til ellefu á kvöldin.
„Við staðsetjum okkur þannig í
neyslumynstrinu að við bjóðum gott
verð, ferska gæðavöru og mikið úr-
val, höfum langan afgreiðslutíma og
reynt starfsfólk,“ segir Eiríkur, sem
á verslunina með Helgu Gísladótt-
ur, eiginkonu sinni. Eiríkur útilokar
ekki að hann muni opna nýjar versl-
anir í næstu framtíð; slíkt ráðist
einfaldlega af viðtökum við-
skiptavina.
Foreldrar Eiríks, þau Sigurður
Matthíasson og Vigdís Eiríksdóttir,
settu fyrstu Víðisverslunina, sem
var við Fjölnisveg í Reykjavík, á
laggirnar árið 1951. Seinna færðu
þau út kvíarnar með verslunum í
Starmýri og við Austurstræti. Enn
síðar var opnuð Víðisverslun í
Mjódd. Eftir það byggði Eiríkur
upp keðjuna 10-11 sem fram á síð-
ustu misseri hefur verið í eigu
Haga.
Sjálfsagt að nota Víðisnafnið
„Þegar við fórum út í þetta verk-
efni fannst mér sjálfsagt að nota
nafn Víðis, enda stendur það okkur
næst. Svo er líka alltaf virkilega
gaman að setja nýja verslun á fót.
Auðvitað er vinnudagurinn
oft langur og strangur og
þetta getur verið talsverð
barátta en alltaf skemmtileg
– enda hefur verið gaman
að sjá fólk koma hingað í
búðina um helgina, bæði
gamla viðskiptavini sem
við þekkjum vel og eins ný
andlit; allt fólk sem okkur
er mjög í mun að geta
veitt góða þjónustu,“ segir
Eiríkur Sigurðsson, kaup-
maður í Víði. sbs@mbl.is
Góðar viðtökur við
Víðisverslun í Skeifunni
Opnun fleiri verslana er í skoðun segir eigandinn
„Við höfum alltaf haft nóg af
verslunum. Mikilvægast er að
viðskiptavinurinn hafi val
enda á hann alltaf síðasta
orðið og ræður ferðinni,“ seg-
ir Eiríkur Sigurðsson. Hann
segist telja verslun eins
og Víði eiga fullt erindi;
alhliða verslun sem
geti þjónað breiðum
hópi. Það sé heldur
engin hindrun í sínum
huga þótt fjölsóttar
verslanir séu í ná-
grenninu í Skeifunni.
Samkeppni í verslun
sé alltaf til bóta og
hreyfiafl á markaði.
Fólkið hafi val
VÍÐIR Á FULLT ERINDI
Morgunblaðið/Kristinn
Víðir Verslunin er í Skeifunni 11 í Reykjavík, sem er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu sama hvert viðmiðið er.