Morgunblaðið - 30.05.2011, Side 14

Morgunblaðið - 30.05.2011, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 H a u ku r 0 3 .1 1 Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is Arnór H. Arnórsson rekstrarhagfræðingur, arnor@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Hlynur Rafn Guðjónsson viðskiptafræðingur hlynur@kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Framleiðslufyrirtæki í vaxandi atvinnugrein. Hentar vel til flutnings út á land. Þarf a.m.k. 600 fm húsnæði með lágmark 8 metra lofthæð. • Lítið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 50 mkr. Hentar vel tveimur handlögnum. Auðveld kaup. • Rógróið fjölskyldufyrirtæki með innflutning á þekktri gæðavöru fyrir nýbyggingar og viðhald fasteigna. Ársvelta 140 mkr. • Lítil heildverslun með kerti, servéttur og gjafavörur. Ársvelta 50 mkr. • Eitt besta bakarí borgarinnar. Ársvelta 70 mkr. Gott tækifæri fyrir duglega bakara sem vilja eignast eigin rekstur. • Lítil trésmiðja sem sérhæfir sig í gluggum og hurðum. Góð tæki. Hentar til flutnings út á land. Auðveld kaup. • Fyrirtæki með þekktar "franchise" fataverslanir í Kringlunni og Smáralind. EBITDA 20 mkr. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. EBITDA 50 mkr. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 150 mkr. Mjög góð ávöxtun fyrirsjáanleg. Fulltrúar Hörpu og Icelandair und- irrituðu í liðinni viku samstarfs- samning til tveggja ára. Að því er segir í tilkynningu er markmið sam- starfsamningsins að fjölga komum ráðstefnu- og menningarferða- manna til Íslands og vekja athygli á landinu sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. Samkvæmt samningnum verður Icelandair aðalstyrktaraðili tónlist- arhússins og styður við fjölbreytt tónlistar- og ráðstefnuhald sem þar fer fram. Einnig felur samningurinn í sér að náið samstarf verður milli stjórnenda beggja aðila varðandi markaðssetningu og kynningarstarf í útlöndum. Að sögn Helga Más Björgvinsson- ar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair, færir Harpa flugfélaginu tækifæri til að ná í verðmæta ferðmaenn enda hús á heimsmælikvarða sem breyta mun ásýnd borgarinnar. Samningurinn var undirritaður við litla athöfn í Hörpu af Steinunni Birnu Ragnarsdóttur tónlistarstjora og Höskuldi Ásgeirssyni fram- kvæmdastjóra tónlistarhússins ann- ars vegar, og hins vegar Helga Má og Birki Hólm Guðnasyni fram- kvæmdastjóra Icelandair ai@mbl.is Icelandair aðalstyrktaraðili Hörpu  Vilja fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum Morgunblaðið/Eggert Aðdráttarafl Með samningnum skuldbindur Icelandair sig til að styðja við fjölbreytt tónlistar- og ráðstefnuhald í Hörpunni næstu tvö árin. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Starfsmenn og eigendur Fastusar fögnuðu fimm ára afmæli fyrirtæk- isins fyrr í mánuðinum. Fastus þjón- ustar heilbrigðis- og fyrirtækja- markað með ýmsar vörur og tæki. Stærstur hluti starfseminnar er helgaður þörfum sjúkrahúsa og dvalarheimila en einnig skipar veit- ingastaða- og hótelgeirinn stóran sess. Þessi síðustu fimm ár hafa vægast sagt verið viðburðarík fyrir Fastus. Þannig fóru tveir stórir og gamal- grónir keppninautar Fastusar á hliðina eftir bankahrunið og hluti annars þeirra, A. Karlssonar, er nú í eigu Fastusar. Er ekki hægt að segja að örlaganornirnar séu með öllu lausar við kaldhæðni því Fastus varð til á sínum tíma í kringum hóp starfsmanna sem ákvað að yfirgefa A. Karlsson. „Þeir fóru á hausinn í fyrra og við keyptum úr þrotabúinu m.a. umboð fyrir fjölmargar nýjar vörur,“ segir Bjarni Halldórsson framkvæmdastjóri Fastusar. Með stóra samninga Bjarni forðast stórar fullyrðingar um að fyrirtæki hans sé orðið stórt á markaðinum. „Það má samt nefna nokkrar tölur eins og að við erum með 22 starfsmenn, vorum með veltu upp á 1,5 milljarða á síðasta ári og með um 20 útboðssamninga í gangi við ríki og sveitarfélög.“ Annar mælikvarði á stærð er fjöl- breytileiki vöruúrvalsins hjá Fas- tusi, en það eru engar ýkjur að segja að þar sé að finna allt sem þarf til hjúkrunar. „Ég held að enginn hefði t.d. getað klárað það verkefni eins og við, að innrétta skurðstofurnar í Keflavík hér um árið. Þar var nán- ast allt frá okkur komið, ekki aðeins skurðborð, ljós, og áhöld heldur veggir og loft líka. Við gætum hér um bil byggt heilan spítala ef þyrfti.“ Bjarni segir líka góða rekstrar- stöðu styrkja Fastus enn frekar í sessi. „Gott dæmi um það er að við höfum burði til að taka þátt í útboð- um ríkisstofnana. Af starfsmönnun- um er um helmingur eigendur og lögðu til allt hlutafé í upphafi. Fyrir vikið er eiginfjárgrunnurinn góður en í dag er iðulega gerð skýr krafa um góða eiginfjárstöðu í útboðum á vegum ríkisins,“ segir hann. Til samanburðar námu skuldir A. Karlssonar tæpum 900 miljónum í árslok 2008. Er heilbrigðisgeirinn „kreppuheldur“? Bjarni vill ekki segja að það bein- línis lofti um Fastus eftir að keppi- nautarnir tveir tóku byltu. Hann segir ekkert fást gefins í þessum geira. „En þetta er kannski annars konar glíma en var áður,“ segir hann. „Hjá þeim stóru aðilum á heil- brigðissviði sem við keppum við í dag er þó megináherslan aðallega á lyf en ekki rekstrarvörur og tæki eins og í okkar tilviki.“ Reksturinn byrjaði ágætlega árið 2006 og segir Bjarni þetta hafa verið nokkuð ljúfa siglingu allt þar til fyrstu samdráttareinkenna fór að gæta árið 2008. „Skuldir við lánar- drottna hækkuðu umtalsvert en við náðum utan um þær skuldir um mitt ár 2009. Langtímalán eru mjög við- ráðanleg og greiðast niður á fáum árum og hefur verið ágætis sigling upp úr kreppunni fyrir okkur.“ Raunar er margt vitlausara en að þjónusta heilbrigðisgeirann því stundum er talað um þann hluta við- skiptalífsins sem nánast „kreppu- heldan“. „Erlendir samstarfsaðilar höfðu margir á orði að þeir prísuðu sig sæla að vera einmitt að sinna heilbrigðisgeiranum því þrátt fyrir allt er eftirspurnin nokkuð stöðug. Vitaskuld er verið að breyta og spara en það þarf samt alltaf að halda áfram að lækna fólk og veita því aðhlynningu.“ Og því fer fjarri að ekkert hafi breyst hjá heilbrigðishlið Fastusar. „Stærsti útgjaldaliður heilbrigðis- kerfisins er launakostnaður og kannski ekki nema 20-30% sem sitja eftir vegna aðfanga og annarra út- gjaldaliða. Í svona árferði er vita- skuld allt gert til að ná fram sem bestri hagkvæmni í starfsmanna- haldi en hagræðingin á sér líka stað í vörukaupum og krafa frá okkar viðskiptavinum um að eiga kost á ódýrari vörum. Við vinnum með þeim ásamt birgjum að því að leita leiða til að spara, og erum um leið að halda okkar sneið af markaðnum. Hingað til hefur gengið þónokkuð vel.“ Tóku að sér endursölu Bjarni segir hafa gætt skarpari samdráttar í hótel- og veitingahúsa- hliðinni en í heilbrigðishlið rekstr- arins. Verkefnin hafa þó verið til staðar og nefnir Bjarni t.d. að Fas- tus á heiðurinn af stórum hluta tækjabúnaðar í veitingasölu Hörp- unnar. Eðlilega leggist samdráttur- inn í samfélaginu samt þungt á hót- el- og veitingageirann og svo bættust við neikvæð áhrif eldgosa. „En í kreppu leynast tækifæri,“ seg- ir hann og lýsir því hvernig reynt var að bregðast við strax eftir að bankarnir hrundu. Þá kom nefnilega ekki lengur til greina hjá mörgum að splæsa í spánnýjar vélar fyrir veitingastaðinn eða hóteleldhúsið. „Á sama tíma voru hins vegar mörg fyrirtæki að minnka við sig eða hætta rekstri, og vildu losna við um- framtæki úr mötuneytum og eldhús- um sem mörg höfðu verið mjög ríku- lega útbúin árin á undan. Við tókum því að okkur að endurselja notuð tæki og var þónokkuð að gera strax eftir hrun, þó hafi hægt mikið á þeirri hlið starfseminnar eftir því sem á leið.“ „Gætum byggt heilan spítala ef þyrfti“  Ungt fyrirtæki með rekstrarvörur fyrir heilbrigðisstofnanir og veitingarekstur plumar sig vel  Tveir stórir keppinautar farnir en glíman er enn hörð  Heilbrigðisgeirinn sveiflast lítið í kreppum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stöðugleiki „Erlendir samstarfsaðilar höfðu margir á orði að þeir prísuðu sig sæla að vera einmitt að sinna heil- brigðisgeiranum því þrátt fyrir allt er eftirspurnin nokkuð stöðug,“ segir Bjarni um áhrif samdráttarskeiðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.