Morgunblaðið - 30.05.2011, Side 32

Morgunblaðið - 30.05.2011, Side 32
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fyrir og eftir: Madonna 2. Skar netið úr markinu á Wembley 3. Tileinkaði markið dætrum Reina 4. Kom flatt upp á okkur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á Listahátíð verður sýnt sviðsverk um karlaklúbba sem þeir Björn Krist- jánsson, Björn Thors, Gunnlaugur Eg- ilsson, Huginn Þór Arason, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson vinna saman. »26 Morgunblaðið/Ernir Afhjúpa æðsta leynd- armál listarinnar  „Laugavegur – lifandi gata“ er heiti á opnum fundi með hags- munaaðilum og öðrum borgar- búum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur í dag kl. 18.10. Fundurinn fjallar um tillögu Reykjavíkurborgar um að breyta Laugavegi frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg í göngugötu hluta sumarsins 2011. Opinn fundur um lok- un hluta Laugavegar  Föstudagskvöldið næstkomandi, hinn 3. júní, halda dansflokkurinn Afr- ika-Lole og Afró-Kúba Band tónleika saman í annað sinn á Café Haiti. Sér- stakur heiðursgestur á þessum vortónleikum er Mamady Sano frá Gíneu en hann er búsettur í New York. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangs- eyrir er 1.500 kr. Afrika-Lole og Afró- Kúba Band saman Á þriðjudag Austanátt, 8-13 m/s og fer að rigna sunnantil á land- inu, annars hægari og skýjað með köflum. Hiti 3 til 12 stig. Á miðvikudag Austan og norðaustan 8-13 m/s og víða rigning. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg átt. Léttskýjað á SV- og V- landi, smáskúrir SA-lands og stöku él á NA-verðu landinu. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast SV-til. Víða næturfrost fyrir norðan og austan. VEÐUR KR-ingar eru áfram efstir í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir sigur á Frömurum á Laugardalsvelli í gærkvöld, 2:1. Framarar sitja áfram á botninum með aðeins eitt stig. ÍBV vann sannfærandi sigur á Víkingum, 2:0, og Valsmenn lögðu Íslands- meistara Breiðabliks á Hlíð- arenda, 2:0. Eyjamenn og Valsmenn eru á hælum KR- inga. »2, 4, 5 KR-ingar tróna áfram á toppnum Er Barcelona besta fótboltalið allra tíma? Margir hallast að því eftir frá- bæra frammistöðu Katalóníumann- anna í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og sigruðu Manchester United á afar sannfærandi hátt, 3:1. Pep Guardiola hefur verið ótrúlega farsæll eftir að hann tók við þjálfun liðsins. »7 Barcelona besta fót- boltalið allra tíma? Ungir kylfingar úr Golfklúbbnum Keili, Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigruðu á fyrsta mótinu í Eimskipsmótaröðinni sem lauk á Akranesi í gær. Axel hafði tals- verða yfirburði og lék á sjö höggum undir pari. Hann og Guðrún voru bæði mjög ánægð með frammistöðu sína en þau eru 21 árs og 17 ára göm- ul. »8 Ungt Keilisfólk sigraði á fyrsta mótinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Sigrún Tómasdóttir brautskráðist sem dúx frá Menntaskólanum við Sund síðasta laugardag. Aðal- einkunn hennar var 9,8 en það er sama einkunn og bróðir hennar, Eg- ill Tómasson, fékk á stúdentsprófi frá sama skóla árið 2006. Sigrún jafnar þar með met bróður síns sem á sínum tíma sló fyrra met skólans. „Þetta var aldrei ætlunin en kom skemmtilega á óvart. Það var gaman að við vorum með nákvæmlega sömu einkunn upp á kommu,“ segir Sigrún aðspurð um velgengni þeirra systk- ina á stúdentsprófi. Fór sem skiptinemi til Mexíkó Systkinin voru bæði á sömu náms- braut í skólanum, náttúrufræði- braut, eðlisfræðikjörsviði. Sigrún telur þó að við val á námsbraut í hennar tilviki hafi skólafélagarnir jafnvel ráðið meiru heldur en áhug- inn á eðlisfræði. „Ég var í ótrúlega góðum bekk, 4-X. Við vorum tvær stelpur og sex- tán strákar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími,“ segir Sig- rún. Eftir tvö ár í skólanum fór Sig- rún sem skiptinemi til Mexíkó á veg- um AFS og seinkaði því útskrift um eitt ár. „Það var frábær lífsreynsla að fara til Mexíkó. Ég sé ekkert eftir því þótt ég hafi útskrifast seinna. Ég kynntist fleirum fyrir vikið,“ segir Sigrún. Ekki áhersla á einkunnir „Til að ná góðum árangri þarf maður auðvitað að leggja eitthvað á sig en ég var þó ekki alltaf ofan í bókunum. Við systkinin höfum ekki lagt mikla áherslu á einkunnir, þetta hefur bara orðið svona. Ég lærði mikið eftir miðnætti,“ segir Sig- rún og hlær. Meðfram náminu tók Sigrún virkan þátt í félagslífinu í MS og gegndi m.a. stöðu gjaldkera nem- endafélagsins. „Ég reyndi að hafa nóg annað að gera enda eru mennta- skólaárin ár þar sem ekki á að ein- blína á lærdóm, það mun örugglega reyna á það síðar meir,“ segir Sig- rún. Aðspurð um önnur áhugamál seg- ist Sigrún hafa gaman af ferðalögum og útiveru, til dæmis fjallgöngum og sjósundi. Ferðaáhugann ætlar hún að rækta nú eftir útskrift með því að fara í Asíureisu með vinkonu sinni í byrjun næsta árs. Hún er óákveðin hvað varðar framtíðarnám en gæti hugsað sér að læra jarðfræði. „Ég ætla að freista gæfunnar og reyna að finna út hvað mig langar til að gera næst,“ segir Sigrún um sum- arið og ferðalagið sem framundan er. Systkini eiga skólametið saman  Nýstúdent jafnaði met bróður síns í MS Morgunblaðið/Kristinn Nýstúdent Sigrún Tómasdóttir er dúx frá Menntaskólanum við Sund og tók virkan þátt í félagslífi skólans. „Ég reyndi að hafa nóg annað að gera enda eru menntaskólaárin ár þar sem ekki á að einblína á lærdóm,“ segir Sigrún. Við brautskráningu stúdenta frá Menntaskólanum við Sund síð- asta laugardag voru 127 nem- endur brautskráðir. Í þeim hópi var 6000. stúdent skólans. „Við höldum talningu á þessu til haga og reynum að halda upp á þetta. Við gerðum það sama þeg- ar 5000. nem- andinn út- skrifaðist,“ segir Már Vil- hjálmsson, rektor Mennta- skólans við Sund, um þessi tímamót. Talning miðast við upphaf Menntaskólans við Tjörn- ina, en svo hét Menntaskólinn við Sund fram til ársins 1977 en þá hafði skólinn verið fluttur úr Miðbæjarskóla í núverandi hús- næði í Gnoðarvogi. „Ég er ótrú- lega stoltur af þessum krökkum. Mér finnst það alltaf stórsigur þegar þau klára,“ segir Már um útskriftarhópinn í ár. 6000 brautskráðir stúdentar MENNTASKÓLINN VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.