Morgunblaðið - 31.05.2011, Page 19

Morgunblaðið - 31.05.2011, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Risi Skemmtiferðaskipið MSC Poesia lagðist í morgun að bryggju í Reykjavík og munu vera um 2.500 farþegar um borð, flestir Þjóðverjar en einnig Hollendingar og Bretar. Árni Sæberg Norðurslóðir eru nú skil- greindar sem áherslusvið í ut- anríkismálum Íslendinga. Al- þingi samþykkti nýlega tillögu mína um ítarlega stefnu, og á hrós skilið fyrir vandaða af- greiðslu. Henni hefur þegar verið komið vel á framfæri við samstarfsþjóðir okkar á norð- urhvelinu, og hlotið góðar und- irtektir. Stefnan miðar að því að verja og sækja hagsmuni Íslands á norðurslóðum. Hún treystir tæki- færi sem kunna að opnast, jafnt um fisk- veiðar, þjónustustarfsemi við nýtingu norð- lægra auðlinda og einnig siglingar yfir pólinn. Burðarás hennar snýst þó ekki síst um öflugar varnir gegn hugsanlegum stór- slysum í tengslum við olíuvinnslu og umferð á hafsvæðum norðan Íslands. Í því efni þurfum við að vera viðbúin ef svo færi að pólsiglingar hefjist jafnfljótt og nýjar spár gefa vísbendingar um. Frumkvæði Íslands Ísland hefur gjarnan nýtt alþjóðlega sam- vinnu til að hafa áhrif langt umfram stærð með því að velja rétt málefnasvið til að taka frumkvæði. Í núverandi umhverfi eigum við ýmsa möguleika til að taka forystu. Í fyrsta lagi með því að vera í framlínu um loftslagsvernd, leiða málflutning um bindandi samninga um varnir gegn olíu- slysum og leggja þunga áherslu á að koma upp alþjóðlegum viðbúnaði fyrir björgun í norðurhöfum. Fyrir þessa þætti er bæði þörf og eftirspurn sem Íslendingar eiga að svara. Í öðru lagi eiga Íslendingar mikla mögu- leika á að hafa mótandi áhrif á stefnu Evrópusambandsins um norðurslóðir gegnum umsókn okkar um aðild. Tímasetning umsóknarinnar er einkar hent- ug þar sem stefna sambandsins er á mótunarstigi. Ísland yrði eina strandríkið á norðurslóðum og við getum leikið lykilhlutverk í þróun stefnunnar. Í þriðja lagi getum við sótt mikinn styrk við málstað okkar með því að efla og þétta tvíhliða samvinnu okkar við þjóðirnar á norðurhveli, ekki síst með áherslu á rannsóknir. Fundur minn í Wash- ington með bandaríska utanríkisráðherr- anum, Hillary Clinton, í maí var liður í þeirri vinnu. Norðurslóðir verða líka á dag- skrá funda minna með utanríkisráðherrum Rússlands og Kanada síðar á árinu, for- sætisráðherra Grænlands, auk þess sem svæðið er reglulega undir í tíðum sam- skiptum við norræna utanríkisráðherra. Þríhyrningur um orku Heimavöllurinn er sterkastur og á norð- urslóðum liggja gagnkvæmir hagsmunir í því að styrkja stöðugt samstarfið við næstu grannþjóðir okkar, Færeyjar og Grænland. Það hefur góðu heilli styrkst á mörgum sviðum undanfarin misseri. Mikilvægi Höy- víkur-samningsins við Færeyjar, sem er umfangsmesti fríverslunarsamningur Ís- lands, eykst stöðugt og á síðasta ári var líka gerður sögulegur samningur um þjónustu við Færeyinga á heilbrigðissviði. Vaxandi samvinna um heilbrigðismál er líka við Grænlendinga. Íslendingar hafa einnig gegnt mikilvægu hlutverki í mannvirkjagerð í báðum löndunum. Við austurströnd Grænlands er nú olíu- og gasvinnsla á döfinni og gagnkvæmir hagsmunir beggja þjóðanna felast í að koma upp þjónustu við þá starfsemi hér á landi. Spánnýir möguleikar blasa nú einnig við á öðru sviði orkuvinnslu, sem Íslendingar þekkja til hlítar. Á austurströnd Grænlands, eru miklir möguleikar á að framleiða raf- orku úr vatnsafli. Þar er hins vegar ekki byggð til að nýta orkuna. Með því að flytja hana um sæstreng til Íslands og áfram til Evrópu, gætu Grænlendingar fengið stór- auknar tekjur til að styrkja innviði sam- félagsins, hagkvæmara yrði fyrir Íslendinga að flytja eigin umframorku til evrópskra landa, og um leið ættu Færeyingar kost á allri þeirri endurnýjanlegu orku sem þeir þurfa. Ég hef þegar rætt þessi mál við Kai Leo Johannessen og Kuupik Kleist, forystumenn grannþjóðanna, við áhugaverðar undirtektir. Samvinna um orku gæti í framtíðinni orðið öflugasti burðarásinn í samstarfi Græn- lands, Íslands og Færeyja. Samstarf um rannsóknir Lykilatriði í stefnu Íslands er að efla þá kjarna sem vinna að rannsóknum á norð- urslóðum, ekki síst á Akureyri, en líka ann- ars staðar. Sú hlið sem snýr að mér sem ut- anríkisráðherra er að hafa frumkvæði að samningum við aðrar þjóðir sem þjóna þessu markmiði. Spennandi vinna um það er þegar komin í gang. Ég hef lagt sérstaka áherslu á að stofna til samvinnu við Norðmenn, nána frænd- þjóð, sem jafnframt er einna fremst í heimi um rannsóknir á norðurslóðum. Við Jónas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, höf- um þegar bundist fastmælum um að und- irrita samkomulag um samstarf á sviði norð- urslóða sem mun styrkja akademíska kjarna hér á landi. Norski utanríkisráðherrann heimsækir Ísland síðar á árinu. Á fundinum með Hillary Clinton fyrr í maí urðum við sammála um að embætt- ismenn landanna tækju til óspilltra málanna við að undirbúa formlega viljayfirlýsingu Ís- lands og Bandaríkjanna um samvinnu í tengslum við norðurslóðir, þar á meðal rannsóknir. Bandaríski utanríkisráðherrann lýsti stuðningi við að koma á fót alþjóð- legum samningi um varnir gegn olíumengun í norðurhöfum, og þó ekkert væri í gadda slegið lýsti hún ríkum skilningi á vilja Ís- lendinga til að koma upp alþjóðlegri björg- unarmiðstöð hér á landi. Rússar hafa einnig lýst jákvæðum vilja til að eiga samvinnu við Íslendinga um afmark- aða þætti sem tengjast rannsóknum á norð- urhveli. Fyrr á árinu kom hingað Smatko, orkumálaráðherra Rússlands, að undirlagi Pútíns forsætisráðherra Rússlands, og bauð til samvinnu um landgrunnsrannsóknir. Að öllum þessum málum er nú unnið af krafti. Skýr stefna um norðurslóðir liggur nú fyrir með einróma samþykki Alþingis. Næstu skrefin felast m.a. í íslensku frum- kvæði að tvíhliða samvinnu við aðrar þjóðir norðursins, þar sem áherslan liggur á samn- inga um sameiginlegar rannsóknir, baráttu fyrir bindandi samningum um varnir gegn olíuslysum, og uppbyggingu björg- unarmiðstöðvar á Íslandi. Eftir Össur Skarphéðinsson » Samvinna um orku gæti í framtíðinni orðið öflugasti burðarásinn í samstarfi Græn- lands, Íslands og Færeyja. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Norðurslóðir og næstu skref Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.