Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 23

Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Æskuvinur minn Jón Kr. Sól- nes er látinn langt um aldur fram. Örfá orð til heiðurs þessum góða dreng og smá upprifjun á æskuminningum tengdum hon- um. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóni Kr. í æsku því for- eldrar okkar voru náið vinafólk. Hann bjó þá í Bjarkarstíg 4 og ég í Hafnarstrætinu og vorum við duglegir að þvælast á milli svona eftir því hvernig landið lá. Við vorum órjúfanlegir vinir frá 6-7 ára aldri og fram yfir 16 ára aldurinn en leiðir skildi eða fundir urðu stopulli þegar hann fór í menntaskólann og ég sem var alltaf minna fyrir bókina varð eftir í Gaggó Hann var alltaf kallaður Nonni eða Nonni Sól á þessum árum og alltaf síðan þó við værum orðnir eldri og ráðsettari vorum við í huga hvor annars einfaldlega Nonni og Diddi. Við vorum sem pollar frægir prakkarar og uppátækin okkar voru stundum með þeim hætti að foreldrum okkar þótti nóg um og ósjaldan fengum við tiltal. Okkur þótti til að mynda ein- staklega spennandi að laumast í kjallarageymsluna í Bjarkar- stígnum, því Jón eldri átti oftast alls kyns dót sem gaman var að gramsa í. Eini sinni varð okkur það á að hnupla bjórdós úr geymslunni góðu og reyndum við hvað við gátum að koma henni niður og verða fullir en það misheppnaðist því okkur fannst bjórinn svo ógeðslega vondur og megninu af Jón Kr. Sólnes ✝ Jón KristinnSólnes fæddist á Akureyri 17. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 12. maí 2011. Útför Jóns fór fram frá Akureyr- arkirkju 25. maí 2011. innihaldinu var því hellt niður. Svo gleymi ég aldrei deginum sem við fengum stóru skammirnar og vor- um settir í straff og máttum ekki hittast í nokkra daga. Það atvikaðist þannig að við vorum að leika okkur sam- an heima hjá mér svona 11 eða 12 ára og það var einhver herjans hasar í okkur þennan daginn og við fundum stóran þykkan pappastranga inní skáp í svefnherbergi foreldra minna og rifum eða snerum hann í sundur í tvo nær jafnlanga hólka og notuðum svo hvor sinn hólk til að berjast með og leikurinn barst upp í hjónarúmið hans pabba og endaði með því að það brotnaði niður undan látunum og um svip- að leyti sáum við að inni í pappa- hólknum var upprúllað málverk sem ekki var búið að ramma inn og var afmælisgjöf frá föðurbróð- ur mínum til pabba. Við tylltum upp hjónarúminu og földum pappahólkana inní skáp og þegar rúmið brast niður í gólf um kvöldið þegar pabbi lagð- ist til svefns og í framhaldinu uppgötvaði ónýta málverkið, þá fengum við ærlegt tiltal daginn eftir og samvistastraff. Já, við Nonni áttum ógleyman- legar æskuminningar frá prakk- araárunum og þegar þessi kæri æskuvinur minn var orðinn lög- fræðingur vildi hann allt fyrir mig og mína fjölskyldu gera og aldrei þýddi að tala um greiðslu fyrir nokkurn hlut, sama hvað það var, alltaf sama svarið: „Þetta kostar ekki neitt“. Kæri gamli vinur, megi Guð blessa þig og minningu þína, þú verður alltaf ljós í huga mínum. Eftirlifandi eiginkonu Jóns Kr., börnum hans og öðrum ást- vinum óska ég Guðs blessunar og vona að tíminn lækni sorgina og missinn. Kristján Gunnarsson (Diddi.) Það er ólýsanleg tilfinning að fá þær fréttir að góður vinur hafi látist. Fá orð sem maður á sem geta lýst því hvernig manni líður. Svo sárt að þurfa að kveðja ungan yndislegan strák. Ég á svo erfitt ennþá með að trúa að þú sért farinn en ég veit að nú ertu kominn í faðm ömmu þinnar og afa og ert að vaka yfir fjölskyldu og vinum. Ég verð að trúa því að þér líði vel, það hjálpar manni að sætta sig við af hverju þú fórst svona snemma. Allar minningarnar sem við eigum saman eru ómetanlegar og þær munu lifa í hjarta mér að eilífu. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst þér og fjölskyldu þinni, öll svo yndisleg, og votta ég þeim alla mína samúð á þessum erfiða tíma. Hvíldu í friði, elsku Alli minn, einn daginn munum við hittast á ný. Elva Björk Sigurðardóttir. Ég veit ekki hvar ég get byrj- að. Ég kynntist Alla kalla í leikrit- inu Sjénsinn þar sem hann var ljósamaður og ég sá alltaf eitt- hvað við Alla Kalla. Ungur strák- ur á uppleið sem bar höfuðið hátt. Myndarlegur og alltaf aðaltöffar- inn. Þegar við tókum fyrsta leik- listarpartíið þá voruð þið Kjartan Már alltaf að metast um hvor væri aðaltöffarinn í partíinu og Albert Karl Sigurðsson ✝ Albert Karl Sig-urðsson fæddist á Landspítalanum 18. janúar 1988. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu, Tunguvegi 7, Njarðvík, 15. maí 2011. Útför Alberts Karls fór fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 27. maí 2011. þið skiptust á hetjusögum og rugluðuð í öllum stelpunum. Þar braust þú ísinn í vináttu okkar og bauðst mér í af- mælið þitt, þar sem við skemmtum okkur vel saman og þú reyndir að kynna mig fyrir vinum þínum. Svo get ég ekki gleymt þeim góðu, fyndnu og skemmtilegu stundum sem ég átti með þér aft- ast í matsalnum í FS þar sem ég, þú og Bjarni Reyr áttum margrar frábærar stundir saman. Svo get ég ekki gleymt því þegar þú kall- aðir mig alltaf „vampíran“ við vini þína, afhverju veit ég ekki. Lenti rosalega oft í því að fólk á djamm- inu eða böllum kom og tók í hönd- ina á mér og sagði „Ert þú ekki vampíran?“ og svo byrjuðum við að spjalla um þig, elsku Alli minn. Núna er samt komið eitt og hálft ár síðan ég sá þig síðast, og ég bara get ekki trúað því að ég fái ekki að sjá þig aftur. Ef ég hefði aldrei kynnst þér þá væri ég allt annar maður! Ég leit svo svakalega upp til þín og þú kenndir mér margt. Svo að lokum vil ég votta fjölskyldu, vinum og kærustu Alberts Karls alla mína samúð. Hvíldu í friði vinur, þú átt- ir alltaf stað i hjarta mér. Þorbjörn Guðmundsson. Það var erfitt að færa ungum dætrum mínum þær fréttir að vinur þeirra Alli Kalli væri dáinn og við myndum aldrei sjá hann aftur. Margar hugsanir fóru um barnshugann í bland við hryggð og undrun þess sem uppgötvar eitthvað órætt í tilverunni. Fyrir okkur sem eldri erum er endan- leiki dauðans eitthvað kunnug- legt en fyrir barninu er dauðinn óskiljanlegur í mætti sínum. Mik- ið var spurt og í sameiningu reyndum við að leita svara; Hvert er hann farinn? Getur hann núna flogið? Er hann orðinn engill? Munu englarnir passa hann? Mun hann passa Tátu kisuna okkar? Getum við hitt hann í draumi? Er hann núna í ljóslíkamanum sín- um? Við veltum þessum spurning- um fyrir okkur og komumst að ýmsum niðurstöðum og ekki síst þeirri, að núna væri lífinu hans Alla Kalla á þessari jörð lokið og við myndum sakna hans mjög mikið. Minningar fóru að streyma fram, minningar um góðar stund- ir sem dætur mínar áttu nýlega, um karamellusnúð og kalda mjólk og umfram allt ljúfan dreng sem þær litu upp til og elskuðu að hitta og tuskast við, svona þegar tækifæri gafst. Minningin um Alla Kalla lifir með okkur áfram, minning um glaðværan dreng með stórt hjarta og stóra en viðkvæma sál. Um leið og ég votta foreldrum, systrum og öðrum aðstandendum innilega samúð mína, vil ég þakka þá góðvild sem ég og dætur mínar hafa notið af hálfu fjölskyldu Alla Kalla alla tíð. Megi algóður Guð vernda og vaka og bera ykkur í örmum sér í gegnum þennan erf- iða tíma. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson.) Jóhanna Kristín Jónsdóttir. Það er þungbært að kveðja í hinsta sinn svo fallegan og ljúfan dreng eins og þig, kæri vinur. Okkar fyrstu kynni af þér voru í gegnum barnaskólann okkar í Njarðvík, íþróttirnar og son okk- ar en þið voruð miklir mátar í gegnum skólagönguna alla. Allar keppnisferðirnar, afmælin og svo stundirnar heimavið í körfubolta eru ógleymanlegar, það var gam- an að fylgjast með ykkur strák- unum vaxa og þroskast. Prakk- arinn í þér fékk sín notið í hvívetna þegar þið strákarnir komuð saman, þú gast snúið daufri samkomu uppí bráð- skemmtilega revíu, þvílík voru til- þrifin þegar þú lýstir einhverjum atburðum með tilheyrandi hreyf- ingum, leiklistarhæfileikarnir voru þér í blóð bornir. Það gleym- ir enginn BROSINU þínu blíða sem gat brætt hvern sem er og kom frá hjartanu í hvert eitt sinn. Elsku vinur, sæll að sinni. Fjöl- skyldu Alla Kalla, vinum og ætt- ingjum sendum við samúðar- kveðjur. Sigurlín og Þórður. Elsku vinur, Alli Kalli, þakka þér samfylgdina í gegnum árin, þú varst góður vinur vina þinna og það segir allt sem segja þarf. Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. „Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilið“, en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Fjölskyldu og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Ísak Örn Þórðarson. Guðjón bróðir minn var fjórði í röð okkar átta Hrepphólasystkina, fæddur 28. okt. 1938. Guðjón var skírður eftir fósturforeldrum móður okkar, þeim Guðleifu Eiríksdóttir og Jóni Hróbjartssyni enda mikið eftirlæti hennar. Þegar dauðaslys ber að höndum í fjölskyldunni fara minningarnar á flug. Að alast upp á árum uppbygg- ingar og vélvæðingar í sveitum landsins upp úr 1940, þar sem börnum var fljótt kennt til verka, var skóli lífsins. Guðjón fór í barnaskólann á Flúðum og þaðan í trésmíðanám hjá KÁ Selfossi. Á þessum árum var tekin sú vinna sem gafst, kokk- ur til sjós á vertíðarbátum, veghef- Guðjón Jónsson ✝ Guðjón Jóns-son fæddist í Hrepphólum í Hrunamanna- hreppi 28. október 1938, hann lést 17. maí 2011. Útför Guðjóns fór fram frá Sel- fosskirkju 27. maí 2011. ilsstjóri á sumrin hjá vegagerðinni. Við virkjun Búr- fells 1966-69 hóf Guðjón vörubílaút- gerð sem hann stundaði alla tíð síð- an. Guðjón var mikið snyrtimenni, það var sama við hvað hann vann, hvort sem var á heimilinu, bílunum, gröfunum og í vinnunni sem hann skilaði. Ég gæti talið upp margar minn- ingar frá okkar uppvaxtar- og ævi- skeiði en læt hér staðar numið. Ég votta Mundu og fjölskyldu mína dýpstu samúð og veit að minningin um góðan dreng mun lifa. Með kveðju kviknar ljósi á, kærleikur mig vefur. Móður hlýja mætir þá, mjúkt í faðmi sefur. Í bæn Guð blessar börnin smá, blítt um vanga strýkur. Minnast margs um ævi má, af minningum ert ríkur. (FS ’11.) Þinn bróðir, Sigurður. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Ástkær móðir okkar, HALLA MARGRÉT OTTÓSDÓTTIR, vistheimilinu Sunnuhlíð, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Börnin. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 23, lést miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 7. júní kl. 15.00. Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Ó. Kjartansson, Hrefna Sigríður Briem, Bjarni Þór Þórólfsson, Guðbjörg Forberg og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, ÞÓRU ÁSMUNDSDÓTTUR. Áslaug Ásmundsdóttir, Magnús Ásmundsson, Tryggvi Ásmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURÐSSON, Hjarðarhaga 26, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 27. maí. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 3. júní kl. 13.00. Þórhildur Ragna Karlsdóttir, Karl Þorsteinsson, Margrét Geirrún Kristjánsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Halldór Bjarnason, Baldur Þorsteinsson, Linda Guðbjörg Udengaard, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrv. lögregluvarðstjóri, Hjallavegi 14, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 3. júní kl. 14.00. Ása Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sóley Ólafsdóttir, Sigurður Hallur Sigurðsson, Stella I. Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar og frændi, RAGNAR JÓNSSON bóndi, Mörtungu 1, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkju- bæjarklaustri sunnudaginn 29. maí. Útför hans fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 4. júní kl. 14.00. Helga Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.