Morgunblaðið - 31.05.2011, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.05.2011, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Edda Borg Ólafsdóttir, tónlistar- kona og skólastýra Tónlistarskóla Eddu Borg, heldur tónleika á Rosen- berg í kvöld ásamt góðu teymi. Geisladiskur kemur út með haustinu og fá viðstaddir því að heyra hvað koma skal. Tónlistin er öll samin af Eddu Borg sem lýsir henni sem „smooth jazz/fusion“ og er aðeins hljóðfæraleikin. Edda Borg er virk í tónlistarheiminum og hefur hún leik- ið með ýmsum hljómsveitum og tón- listarmönnum. „Þetta áttu bara að vera einir tón- leikar en þróaðist svo út í það að við ákváðum að taka þetta allt upp í síð- ustu viku, okkur leist svo vel á þetta. Það eru því komnir grunnar að ellefu lögum. Síðan fer ég með þessa músík út og maður sem ég þekki í Los Ang- eles ætlar að taka þetta lengra með mér, vinna þetta betur og klára upp- tökurnar. Hann hefur verið að vinna með mönnum á borð við George Benson og Al Jarreau,“ segir Edda Borg. Þurfti að tappa af Aðspurð hvers vegna Edda Borg hafi ákveðið að gefa út sólóplötu akk- úrat núna segir hún að líklega hafi það verið til þess að losa um og hafa pláss fyrir nýtt. „Ég er að reyna að hasla mér völl sem lagahöfundur og koma mér á framfæri sem slíkur.“ Edda vinnur einnig að alls konar annarri tónlist og þá líka með söngv- urum, allt frá rokki og út í klassík en hún lærði klassískan píanóleik. – Fékkstu einhverja hvatningu til þess að kýla á þetta? „Það má eiginlega segja að þegar Bjarni, eiginmaður minn, var að fylgja sinni plötu eftir voru þeir fé- lagar á tónleikum og tóku tvö lög eft- ir mig. Þetta varð til þess að þá lang- aði til að gera plötu með mér.“ Djassaður krakki Edda Borg ólst upp við mikinn djass. „Í gegnum tíðina hef ég verið að syngja mikið bakraddir og spila mikið popp. Djassinn hefur þó alltaf verið þarna undir og það má eigin- lega segja að ég sé að koma út úr skápnum að þessu leytinu til. Þetta er allt músík eftir mig og allt svona djassskot,“ segir Edda Borg. „Það eru rosalega margir hissa að ég skuli vera að gera þessa tegund af tónlist og ekkert af þessu sungið.“ Það verður gaman að sjá hvað Edda Borg og co. hafa upp á að bjóða. Ásamt Eddu Borg á píanó spila á tónleikunum Agnar Már Magnússon á hljómborð, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Bjarni Sveinbjörnsson, eigin- maður Eddu, á bassa, Erik Qvick á trommur og Sigurður Flosason á saxófón. Tónleikarnir á Café Rosen- berg hefjast klukkan 21:00. Djassinn hefur alltaf iðað í skinninu Morgunblaðið/Sigurgeir S Á æfingu Edda Borg segist hafa þurft að tappa af til að skapa pláss fyrir nýtt. Einvala lið verður með henni í kvöld.  Ljúfir djasstónar óma á Café Rosenberg í kvöld þar sem Edda Borg spilar ásamt fríðu föruneyti  Virk í tónlistarheiminum og samið tónlist alla tíð en ekki gefið neitt út fyrr en nú Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Trommusnillingarnir Einar Valur Scheving og Halldór Lárusson standa að Beat-Camp-trommu- námskeiði 17.-19. júní. Námskeiðið er ætlað öllum trommuleikurum sem hafa grunnþekkingu á hljóð- færinu, en einnig lengra komnum. Það verður haldið í Skálholtsskóla í Biskupstungum og um er að ræða þriggja daga námskeið í trommu- leik þar sem kennsla, markvissar æfingar, fróðleikur og fleira er fléttað saman, frá morgni til kvölds. Einnig verður farið í tækni- æfingar, líkamsbeitingu og fleira. Allir geta grætt á þessu „Það er þarna nægur tími fyrir alls konar nördaskap. Við horfum á vídeó og erum með alls kyns pæl- ingar,“ segir Einar Valur. „Aðstað- an í Skálholtsskóla er algjörlega til fyrirmyndar.“ Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og vakti það mikla lukku. Reyndar hét það þá Trommu-Boot-Camp en þeim fé- lögum fannst tilvalið að breyta því í Beat-Camp enda mun flottara nafn. Umsagnir sem Einar og Halldór fengu eftir námskeiðið síðasta sum- ar voru mjög jákvæðar. „Það er 16 ára aldurstakmark. En það voru þarna menn í brans- anum í fyrra sem fengu helling út úr þessu. Það geta allir grætt á þessu.“ Á síðunni trommari.is má nálgast frekari upplýsingar um námskeiðið. Leiðbeinendurnir Einar Scheving útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH og stundaði framhaldsnám við University of Miami og lauk þaðan MA-prófi árið 2002. Einar hefur komið víða við og verið eftirsóttur trommuleikari í djass- og popptónlist frá unglings- árum. Hann hefur einnig spilað inn á yfir hundrað geisladiska. Halldór Lárusson lærði trommu- og slagverksleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og síðar píanóleik við Tónlistarskóla FÍH. Hann hef- ur starfað sem trommuleikari frá því að hann var 15 ára með mörg- um af þekktustu tónlistarmönnum Íslands. „Fjöldi þátttakenda er takmark- aður, við hleypum kannski svona um tuttugu manns að,“ segir Einar Valur. „Hvað er betra en að nörd- ast með öðrum trommurum yfir heila helgi!“ Í fyrra Trommunámskeiðið frá því í fyrra. Dagskráin var stíf og kennsla strembin en nemendur lærðu helling. Tromma stanslaust yfir helgi  Einar og Halldór verða með Beat-Camp-námskeið í júní  Fátt betra en að nördast með öðrum trommurum Sódóma Reykjavík stendur fyrir stórtónleikum miðvikudaginn 1. júní. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Benny Crespo’s Gang, Valdimar og Andvari munu þar stíga á pall og trylla lýðinn. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og verður húsið opnað kl. 22:00. Tónleikarnir hefj- ast síðan kl. 23:00 en það er 18 ára aldurstakmark. Hljómsveitirnar í hnotskurn Agent Fresco gaf út sína fyrstu breiðskífu nú í nóvember í fyrra, A long time listening. Þeir halda í Evróputúr í sumar og munu þar að auki spila á Hróarskeldu. Benny Crespo’s Gang stefnir á að gefa út sína aðra breiðskífu í sumar og hefur fyrsta smáskífa þeirra af plötunni, „Night Time“, heyrst óma í útvarpinu undanfarið. Hljómsveitin Valdimar er frá Keflavík og hefur fengið góðar undirtektir vegna plötu sinnar Undraland, og lög á borð við Yf- irgefinn og Brotlentur verið vinsæl. Platan, sem kom út nýlega, var í 5. sæti á lista Rásar 2 yfir bestu plötur ársins 2010. Síðast en ekki síst er það hljóm- sveitin Andvari en hún var stofnuð rétt eftir Airwaves árið 2009. Von er á plötu frá þeim síðar á árinu. gunnthorunn@mbl.is Sýður upp úr á Sódómu Morgunblaðið/Eggert Rokk Frá tónleikum Agent Fresco Munntóbak veldur fíkn - jafnvel meiri en við reykingar Fáðu aðstoð við að hætta að nota tóbak í 800 60 30 eða á reyklaus.is RÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.