Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Jóhanna Sigurðardóttir kunni þvíilla í umræðum á Alþingi í vik- unni að vera kölluð friðarspillir. Þó er ljóst að í umræddu máli hefur hún gert sitt ýtrasta til að rjúfa friðinn – og tekist vel upp.  Í ótengdu máli erJóhanna líka friðarins manneskja að eigin áliti. Spurð út í viðbrögð við áfellisdómi kæru- nefndar jafnréttis- mála fyrir að hafa gengið framhjá konu við skipan í stöðu sagðist Jó- hanna ekki ætla með málið fyrir dóm- stóla.  Ég vil leita sátta íþessu máli og að því hefur ver- ið unnið,“ sagði forsætisráðherra. Hún bætti því við að ríkislögmaður hefði verið að vinna í málinu og ver- ið í sambandi við lögmann Önnu Kristínar Ólafsdóttur, sem kæru- nefnd jafnréttismála hefur úrskurð- að að Jóhanna hafi brotið gegn.  Síðar sama dag og Jóhannagreindi frá miklum sáttahug sínum í málinu kom fram í frétt á vef Morgunblaðsins að Önnu Kristínu hefði aðeins einu sinni verið boðið til fundar í forsætisráðuneytinu til að ræða málin.  Þar var ennfremur frá því greintað lögmaður Önnu Kristínar hefði sent sáttaboð og gefið tiltekinn frest til að því yrði svarað, en ekkert svar hefði borist. Af þeim sökum væri nú í undirbúningi að stefna for- sætisráðherra.  Sáttahugur Jóhönnu hefur falist íþví að gera ekkert til að leysa málið og stuðla að átökum. Orðið friðarspillir er þá varla fjarri lagi. Jóhanna Sigurðardóttir Friðarspillir að „leita sátta“ STAKSTEINAR Anna Kristín Ólafsdóttir Veður víða um heim 10.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 8 rigning Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 15 skúrir Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 27 heiðskírt Lúxemborg 17 skýjað Brussel 12 skúrir Dublin 12 léttskýjað Glasgow 15 heiðskírt London 12 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 20 heiðskírt Vín 21 skýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 18 skýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 18 alskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 16 alskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 23:54 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:19 23:36 Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Húsið þar sem Ragney Eggertsdóttir fæddist og ólst upp í er kallað Dalur og því festist nafnið Eyja í Dal við hana. Nú býr hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, en þangað flutti hún eftir lærbrot fyrir tæpum 10 ár- um. „Það er hugsað alveg dásamlega vel um mann hérna á dvalarheimilinu. Alltaf er verið að skemmta fólkinu og láta okkur líða vel. Þótt ég sé komin í hjólastól er farið með mig út um allt,“ segir Eyja. Ragney er góð til heils- unnar, hefur þokkalega sjón og les bæði blöð og tímarit gleraugnalaus „og geri grófa handavinnu eins og þessa til dæmis,“ segir hún og sýnir fallegan krosssaum sem verður brátt að púða. Hins vegar segir hún að heyrnin sé farin að dofna, en bætir við að það gæti þó verið stillingaratriði á heyrnartækinu. Aðeins kynnst góðu fólki Eins og gefur að skilja man Eyja tímana tvenna og segir það vera mikla dásemd að fá að lifa svona lengi. „Að upplifa allar þessar tækniframfarir og framfarir í læknavísindum, að sjá alla vegina brúaða og malbikaða, það finnst mér yndislegt að sjá.“ Hún seg- ist hafa hlotið hefðbunda skólagöngu, byrjaði 9 ára og var í skóla fram að fermingu. Allt var þetta jafn skemmti- legt og síðar var hún tvo vetur í kvöld- skóla í Borgarnesi þar sem hún lærði m.a. ensku og dönsku. Ekki var um frekara nám að ræða, en Eyja missti pabba sinn þegar hún var á tólfta ald- ursári og Þórður bróðir hennar 8 ára, og því þurftu þau snemma að hjálpa til og fara til vinnu. „Til að drýgja tekj- urnar leigði mamma út herbergi í hús- inu okkar og þar bjuggju jafnvel þrjár fjölskyldur samtímis. Það hafa verið uppundir tólf til sextán manns á heim- ilinu og því mikið fjör og glatt á hjalla.“ Eyja segist jafnframt hafa verið svo lánsöm að hafa aldrei kynnst öðru en góðu fólki. „Það var samheldið fólk í Borgarnesi, bændasamfélag og mik- ið félagslíf. Þegar ég var að alast upp var fyrst ekkert útvarp og ekki sjón- varp svo að fólk var duglegt að hafa eitthvað fyrir stafni. Það voru oft dansleikir, hér var gott söngfólk og góðir leikarar og með ungmenna- félaginu voru sett upp mörg leikverk. Ég lék þó ekki sjálf heldur hvíslaði og minnti á. Við fengum stundum leik- stjóra að sunnan, t.d. Gunnar Eyjólfs- son sem leikstýrði Ævintýri á göngu- för.“ Lykillinn kærleiksrík fjölskylda Starfsvettvangur Eyju var við verslunarstörf í meira en hálfa öld þar sem hún vann hjá Versl- unarfélagi Borgarfjarðar. Í versl- uninni voru seldar allar hugsanlegar vörur: álnavörur, pakkavörur, fatn- aður og smádót, en ekkert ferskmeti nema fyrir jólin þegar eplin og app- elsínurnar komu. Aðspurð hvort hún hafi verið mikil sölukona, brosir hún og segist varla hafa starfað svo lengi í verslun ef svo hefði ekki verið. Um hina sígildu spurningu hver aðferðin við að ná 100 árum sé, segir hún hana líklegast vera þá að hún eigi svo kærleiksríka fjölskyldu sem hafi alltaf hugsað svo vel um hana. „Ég bjó í mörg ár á neðri hæðinni hjá bróður mínum og mágkonu minni henni Sólveigu Árnadóttur. Öll börn- in þeirra og barnabörn eru mér svo góð og hafa sýnt mér einstaka ást og kærleika og gera enn. Þórður bróðir minn lést í fyrra, og núna er Sólveig komin hingað á dvalarheimilið.“ Eyja segist aldrei hafa snert tóbak og áfengisneysla var í algjöru lág- marki, hún skálar aðeins á mjög há- tíðlegum stundum. „Því miður tók ég aldrei lýsi, sama hvernig mamma reyndi að koma því niður í mig, en ég vil alls ekki vera einhver siðapostuli og segja öðrum til.“ Haldið verður upp á afmælið á mánudaginn nk. – annan í hvítasunnu – í sal eldri borgara á efstu hæð að Borgarbraut 65a, í Borgarnesi, frá kl. 14:00 til 17:00. Yndislegt að fá að lifa svona lengi og upplifa svo margt Morgunblaðið/Guðrún Vala Handavinna Ragney hefur þokkalega sjón og og gerir grófa handavinnu. Ragney Eggertsdóttir í Borgarnesi fagnar aldarafmæli annan í hvítasunnu Aldarafmæli » Ragney Eggertsdóttir fædd- ist hinn 13. júní fyrir 100 árum í Borgarnesi. » Foreldrar hennar voru Egg- ert Eiríksson skósmiður í Borg- arnesi (f. 11.6. 1868, d. 17.6. 1923, 55 ára) og Margrét Jóns- dóttir (f. 4.7. 1889, d. 4.11. 1963, 74 ára). » Hún átti einn bróður sem hét Þórður Jóhann Eggertsson (f. 12.8. 1915, d. 19.1. 2010, 94 ára).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.