Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Bridesmaids kom mér held-ur betur til að hlæja. Éghló upphátt í Smárabíó ogég hlæ yfirleitt aldrei upp- hátt yfir bíómyndum. Frekar hlæ ég innra með mér þó að stundum fylgi örlítið tíst með og ávallt breitt bros. Eftir allar þessar dæmigerðu „chickflick“-bíómyndir kemur þessi svakalega kvensugrínmynd í anda Old School og The Hangover. Titill myndarinnar höfðar kannski frekar til okkar stelpnanna, en trúið mér, þetta er líka fyrir stráka. Myndin er full af svörtum, skemmtilegum og grófum húmor. Kristen Wiig er næsta stórstjarna í húmorheiminum að mínu mati, virkilega fyndin og góð leikkona og vonast ég innilega til að sjá góða hluti frá henni í framtíð- inni. Kristen Wiig leikur Annie í myndinni og er líf hennar frekar klúðurslegt. Myndin byrjar á vand- ræðalegu kynlífsatriði þar sem Ann- ie er í miðri rennireið með gæja sem á að vera þessi týpíski fáviti. Annie fær síðar þær fregnir að besta vin- kona hennar Lillian (Maya Rudolph) sé að fara að gifta sig og er hún beð- in að vera heiðursbrúðarmær sem hún og samþykkir. Í trúlofunarveisl- unni hittir hún hinar brúðarmeyj- arnar sem eru fimm talsins og er óhætt að segja að sjaldan hefur sést jafnsérstæður hópur. Annie finnst sér ógnað af einni í hópnum, Helen (Rose Byrne); gullfalleg, moldrík, með allt á hreinu og jafnframt nýja vinkona Lillian. Annie reynir með öllu móti að gera sitt besta til að skila sínu hlutverki með sóma. Það verður henni þó erfitt verkefni þar sem hún er með brostið hjarta, í til- vistarkreppu og hefur lítið sem ekk- ert á milli handanna. Einhverra hluta vegna virðist sem Annie sé dæmd til þess að synda í súpunni sem allir fá matareitrun af, svo klaufaleg og luraleg er hún. Atriði í myndinni fara þó sum yfir strikið og þóttu mér önnur aðeins of ýkt. Hins vegar eiga sér stað atvik sem kitla hláturtaugar eða kannski frekar hrista þær. Í myndinni er tekið á vandamálum sem snerta okkur öll; ástarsamböndum, starfsferli og vinnu, óöryggi, afbrýðisemi, sjálfs- hrifningu, sjálfsvirðingu, sjálfs- vorkunn og sjálfseyðileggingu. Ég viðurkenni að mér þótti nokkrar stiklur langdregnar en ég skef ekki utan af því að þessi mynd er með betri grínmyndum á sínu sviði. Bridesmaids b b b b n Leikstjóri: Paul Feig. Leikarar: Kristen Wiig, Maya Rudolph og Rose Byrne. Ár: 2011. Lengd: 125 mín. Framleidd í Bandaríkjunum. GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Stelpumynd sem toppar allar stelpumyndir og ekki bara fyrir stelpur Dólgurinn Melissa McCarthy leikur Megan, mágkonu brúðarinnar. Hún fer á kostum og er langt frá því að vera kvenleg. Þessi ómissandi karakter er hrikalega fyndinn og tæklar Melissa hlutverkið glæsilega. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSIEGILSHÖLL RÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - IN TOUCH HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU TA LIDÝRAF JÖR FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! HHHH “SJÓNRÆN VEISLA” “STÓR SKAMMTUR AF HASAR” - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH “SANNKALLAÐUR GIMSTEINN! HIN FULLKOMNA SUMARMYND Í ALLA STAÐI. JACK SPARROW ER SANNARLEGA KVIKMYN- DAFJÁRSJÓÐUR” - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE 750 kr.á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. 100/100 "THE YEAR'S MOST THRILLING, FEELING MAINSTREAM MOVIE." - TIME FOR SÝN ING UM HELG INA "SUPER 8 IS A THRILLING RETURN TO MOVIE MAGIC OF OLD, FILLED WITH WONDER, HORROR AND CHILLS." - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH "SUPER 8 ER AUÐVELDLEGA BESTA SUMARMYND ÁRSINS EF EKKI BESTA SUMARMYND SEM HEFUR KOMIÐ Í ÁRARAÐIR." - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH HHHH "SUPER 8 ER NÁNAST FULLKOMIN" - QUICKFLIX HHHH "SPENNANDI OG DULARFULL ALLA LEIÐ... EIN AF ÓVÆNTARI MYNDUM ÁRSINS." - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖL OG KRINGLUNNI GILDIR LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG MIÐASALA Á SAMBIO.IS UNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L UNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 Ótextuð sun. kl. 10:20 L HE HANGOVER 2 kl. 6 - 8 - 10:20 12 UPER 8 (FORSÝNING SUN.) kl. 8 Forsýning sunnudag 10 RATES OF THE CARIBBEAN 4 kl. 3 - 6 - 9 10 ÝRAFJÖR 3D ísl. tal kl. 2 - 4 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 2 - 4 L KUNG FU PANDA 2 3D enskt tal kl. 6 L DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2-4 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 6 - 9 10 KUNG FU PANDA 2 ísl.tal 3D kl. 2 - 4 - 6 L BRIDESMAIDS kl.8-10:30 12 THE HANGOVER 2 kl.8-10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 10 DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 L / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 L DÝRAFJÖR ísl. tal kl. 2 L THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5:20 10 X-MEN:FIRSTCLASS kl. 8 - 10:40 14 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.