Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 norra na husid e - - Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Af samtölum við talsmenn bílaleiga má ráða að sumarið í ár verði þeim ekki jafn gjöfult og síðast. Bókanir fara hægt af stað og segjast þeir ekki sjá þá miklu aukningu sem flugfélög- in og Isavia boðuðu í sumar. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu bjóða alls 13 erlend flug- félög upp á ferðir til og frá Íslandi en samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur eitthvað borið á afbókunum í ferðum þýskra flugfélaga hingað í leiguflugi í sumar, en þau voru all- nokkur. Þá hefur bandaríska félagið Delta dregið úr framboði sínu á flugi til Íslands og hyggst hætta mun fyrr að fljúga hingað í haust en upphaflega var boðað, eða í byrjun september nk. í stað októberloka. Steingrímur Birgisson, fram- kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar- Hölds, segist finna fyrir minni bók- unum hjá þeim í sumar miðað við síð- asta ár. Hið sama heyrist frá hótelum og gistiheimilum og þetta rými ekki alveg við fregnir af mikilli aukningu í flugi. Verið geti að flugfarþegar fari meira en áður beint frá Evrópu til Bandaríkjanna, eða öfugt, án við- komu hér – nema þá í dagsferðir í Bláa lónið. „Við gerðum ráð fyrir minnkun hjá okkur því það er ekki endalaust hægt að reikna með aukningu. Það er kreppa víða annars staðar í heiminum en hér á landi. Áföll eins og eldgos núna og í fyrra höggva í, það er alveg ljóst. Og ekki hjálpa til verkföll hjá flugvirkjum,“ segir Steingrímur en eftir eldgosið í Grímsvötnum minnk- aði innstreymi bókana hjá Bílaleigu Akureyrar. Afbókanir voru hins veg- ar fáar. Hefur Steingrímur það eftir ferða- skrifstofu í Sviss, sem þeir hafa skipt við í mörg ár, að minna sé um bókanir þaðan í allar áttir, hvort sem það er til Svíþjóðar, Spánar eða Íslands, svo dæmi séu tekin. Lakari efnahagur fólks og hækkandi eldsneytisverð hefur greinileg áhrif á ferðamynstur Svisslendinga sem margra annarra Evrópubúa. „Þetta sumar verður hins vegar allt í lagi en engin sprengja,“ segir Stein- grímur. Fer seinna af stað Vilhjálmur Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri hjá bílaleigunni Avis á Íslandi, tekur undir með Steingrími. Útlit sé fyrir færri bókanir í sumar en áður. Hann telur reyndar að eldgosið í Grímsvötnum hafi ekki haft mikil áhrif, enda hafi gosið staðið stutt. „Við sjáum ekki þessa 15-20% aukningu sem hefur verið boðuð í fluginu og vitum ekki hvað verður um ferðamennina. Við áttum von á að þetta ár yrði svipað og 2009, en síð- asta ár var ekki það. Sumarið fer seinna af stað en við áttum von á,“ segir Vilhjálmur. Hjá Isavia fengust þær upplýsing- ar í gær að engin erlend flugfélög, sem hingað ætluðu að fljúga, hefðu hætt alfarið við Íslandsferðir sínar. Gerir Isavia áfram ráð fyrir fjölgun flugfarþega í Leifsstöð í sumar. Þannig hefur ferðum Íslendinga um Leifsstöð fjölgað um 20% það sem af er árinu, miðað við síðasta ár en þá fjölgaði þeim um sama hlutfall á með- an fjöldi erlendra ferðamanna stóð nánast í stað. „Sumarið í lagi en engin sprengja“  Bílaleigur sjá enga 15-20% aukningu á ferðamönnum sem boðuð hefur verið  Farið að bera á afbók- unum hjá þýskum flugfélögum hingað  Isavia reiknar áfram með fjölgun farþega í Leifsstöð í sumar Morgunblaðið/Ernir Bílaleigur Um leið og bílaleigur hafa haldið bílasölum á floti þá merkja þær minni bókanir nú en í fyrra. Eins og talsmenn bílaleiga segja finna þeir ekki fyrir fjölgun ferðamanna sem flug- félögin flytja hingað. Ferða- menn ferðast þá væntanlega meira innanlands með öðrum hætti eða fljúga áfram héðan í tengiflugi til vesturs og aust- urs. Farþegum Icelandair fjölgaði um 22% í maí, miðað við sama mánuð í fyrra, en aukningin er einkum rakin til tafa á flugi í maí í fyrra eftir gosið í Eyja- fjallajökli. Þá fjölgaði farþegum Iceland Express um 42% í maí síðastliðnum. Mikil fjölgun farþega í maí ÍSLENSKU FLUGFÉLÖGIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.