Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 41
DAGBÓK 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Víkverji dagsins er dálítill bíla-áhugamaður frá fornu fari. Áhuginn hefur þó breyst í áranna rás. Eitt sinn voru það stórir jeppar sem áttu hug hans allan og var honum það mjög í mun að faðir hans eyddi aleigu sinni í að eignast slíkt tryllitæki. Nú- orðið, þegar Víkverji finnur sjálfur hversu þungt rekstur eins fólksbíls leggst á heimilisbókhaldið, eru áherslurnar orðnar aðrar. x x x Víkverji er áhugasamur um rafbílaen hefur alltaf átt í erfiðleikum með að sætta sig við eitt atriði í fari þeirra. Það er hversu ofboðslega litl- ir, ljótir og leiðinlegir þeir hafa verið í gegnum tíðina. Þess vegna urðu ákveðin tímamót í vikunni þegar haldin var rafbílasýning í Hörpu. Þar leit Víkverji augum fyrstu almenni- legu rafbílana sem hann hefur séð. Þetta voru stórir fullbúnir borgar- jeppar. Ekki litlar dósir, eða Cheer- ios-pakkningar á hjólum. Víkverja er alltaf minnisstæður lítill dvergbíll sem kallaðist Smart. Hversu smart var það að aka um í pappakassa innan um þriggja tonna pallbíla og þeim mun stærri flutningabíla? Loksins, loksins. Það var mikill léttir að sjá að það er raunverulega eitthvað að ger- ast í þessum málum. Víkverja langar svo mikið í rafbíl að hann iðar í skinn- inu. Áður fyrr bara fyrir hönd budd- unnar, en nú einnig til þess að eiga flottan og skemmtilegan bíl. x x x Allir nýir vistvænir orkugjafar eruaf hinu góða. Víkverji er áhuga- samur um þá alla, sama hvort þeir heita vetni eða metan eða eitthvað annað. En hagkvæmnin virðist mest liggja í augum uppi þegar rafbíllinn er annars vegar. Vetni er til dæmis orkugjafi sem þarf að framleiða sér- staklega (með notkun rafmagns!) og flytja svo á tankbílum á dreifingar- stöðvar, með ærnum tilkostnaði. Mesta snilldin við rafbílinn er að nú þegar höfum við dreifikerfið fyrir orkuna um allt land og inn á hvert einasta heimili. Þangað flæðir hún sjálf eins og ekkert sé. Það er snilldin. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fljótfærni, 8 ör- lög, 9 ól, 10 veiðarfæri, 11 tálga, 13 tómum, 15 toll, 18 óhamingja, 21 blóm, 22 skóf í hári, 23 að baki, 24 léttlyndur. Lóðrétt | 2 erfið, 3 drátt- ardýrin, 4 hefja, 5 fléttað, 6 tuddi, 7 tölustafur, 12 dreg úr, 14 ótta, 15 stofuhúsgagn, 16 stétt, 17 ófús, 18 reykti, 19 kynið, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 breks, 4 fjöld, 7 líðum, 8 örgum, 9 ill, 11 römm, 13 alur, 14 ærleg, 15 bjór, 17 grun, 20 hal, 22 keyta, 23 eljan, 24 nýtin, 25 tunna. Lóðrétt: 1 bílar, 2 eyðum, 3 sómi, 4 fjöl, 5 öngul, 6 dæmir, 10 lúlla, 12 mær, 13 agg, 15 bókin, 16 ólykt, 18 rýjan, 19 nenna, 20 hann, 21 lest. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 11. júní 1911 Melavöllurinn í Reykjavík var vígður. Hann var þá suðvestur af kirkjugarðinum við Suð- urgötu en var síðar fluttur austar og sunnar og vígður þar í júní 1926. 11. júní 1935 Auður Auðuns lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún varð síðar fyrst kvenna borgarstjóri í Reykjavík og ráðherra. 11. júní 1938 Lög um stéttarfélög og vinnu- deilur voru staðfest. Þau voru talin marka tímamót í sam- skiptum launþega og atvinnu- rekenda. 11. júní 1994 Jón Baldvin Hannibalsson sigraði Jóhönnu Sigurð- ardóttur í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins með 60% atkvæða. Þegar úr- slitin lágu fyrir sagði Jóhanna í ræðu: „Ósigur er ekki enda- lok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst en í ósigri ræt- ur velgengni. Minn tími mun koma.“ 11. júní 2007 Sjö göngugarpar luku göngu á fimm fjallstinda í fimm lands- hlutum, Heiðarhorn á Vest- urlandi, Kaldbak á Vest- fjörðum, Kerlingu á Norðurlandi, Snæfell á Aust- urlandi og Heklu á Suður- landi. Ferðalagið tók tvo og hálfan sólarhring. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … „Ég ætla að byrja á því að mæta í útskriftina og svo verð ég með smá útskriftarboð eftir það, þar sem ég tek á móti fjölskyldu og vinum. Svo verða bara örlögin að ráða rest,“ segir Hildur Björns- dóttir sem heldur upp á útskrift og afmæli á sama tíma. Óhætt er að segja að Hildur búi yfir miklum drifkrafti því hún gegndi áður formennsku í Stúd- entaráði ásamt því að ljúka bæði BA-gráðu við stjórnmálafræðideild og lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Í dag, á sjálfum afmælisdeginum, út- skrifast hún með meistaragráðu í lögfræði. Ljóst er að árið 2009 var viðburðaríkt í lífi Hild- ar, því á jóladag eignaðist hún barn á meðan hún var í meistaranámi. „Það var auðvitað mikið púsluspil og mikil viðbrigði að fara úr því að þurfa bara að hugsa um sjálfan sig og að vera skyndilega komin með annan einstakling sem hefur forgang fram yfir allt og treystir á mann. Þetta gekk allt saman upp og er vel hægt,“ segir Hildur og bætir við að sonur hennar sé mikill orkubolti. Hildur hefur frá því í haust unnið hjá Rétti lögmannsstofu og segir það bæði fjölbreytt og krefjandi. „Í framtíðinni stefni ég að því að sinna lögmennsku, vera móðir og njóta lífsins,“ segir hún. khj@mbl.is Hildur Björnsdóttir er 25 ára í dag Afmæli og útskrift í senn (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hugmyndirnar þyrlast í kringum þig og það er ósköp gaman. Staldraðu við og forgangsraðaðu hlutunum og kláraðu þá svo einn af öðrum á skipulegan hátt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Vertu ánægður með þinn hlut því grasið er ekkert grænna handan girðingarinnar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu ekki að þröngva óraunhæf- um hugmyndum þínum upp á vini og vanda- menn. Styrktu sjálfsmyndina. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ekki berja höfðinu við steininn, þegar þú sérð að fyrirætlanir þínar eru ófram- kvæmanlegar. Mundu að þú verður einhvern veginn að leggja þitt af mörkum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það sem þér kann að finnast skipta öllu máli getur öðrum virst þýðingarlítið. Vin- ir þínir geta reynst þér hjálplegir þessa dag- ana. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Gleymt og glatað samband ratar aft- ur inn í líf þitt. Gerðu annað í dag; skoðaðu þitt nánasta umhverfi betur en áður. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Afbrýðisemi er andstyggileg og eyðandi; ekki láta hana ná tökum á þér. Með smáveg- is sköpunarmætti tekst þér jafnvel að láta þægilegan túr treysta böndin. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að finna þér lausar stundir til þess að eyða í friði og ró. Nú ríður á hvort þú vilt grípa tækifærið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ef þú ert mjög heiðarlegur get- urðu viðurkennt að hafa eytt miklum tíma í eitthvað sem ekki skiptir máli. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Við sönkum svo oft að okkur ýms- um hlutum sem við höfum enga raunveru- lega þörf fyrir. Farðu þér því hægt á meðan þú endurnýjar þig. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinkona þín hefur eitthvað mik- ilvægt að segja þér í dag. Ekki verða hissa þótt þeir sem eru í kringum þig njóti óbeinn- ar ánægju af viðfangsefnum þínum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Félagar þínir hafa sýnt þér það traust að velja þig til forystu í félagsskap ykkar. Leyfðu tímanum að vinna með þér og gerðu drauminn að veruleika. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 9 1 8 5 1 7 6 7 3 8 9 7 5 6 1 7 8 9 8 2 6 7 3 9 2 6 3 6 4 7 4 3 1 7 9 5 8 4 4 8 5 7 3 9 7 8 4 9 1 6 3 8 6 3 2 1 3 7 4 7 1 8 5 6 1 4 6 5 3 8 6 8 2 8 4 9 9 2 4 3 7 6 8 5 1 5 8 6 4 1 9 7 3 2 3 7 1 2 8 5 9 6 4 4 9 7 8 5 2 3 1 6 8 1 2 6 3 4 5 9 7 6 3 5 1 9 7 2 4 8 7 4 9 5 6 8 1 2 3 2 5 3 7 4 1 6 8 9 1 6 8 9 2 3 4 7 5 1 5 8 3 4 9 7 2 6 3 6 9 1 7 2 5 4 8 7 2 4 5 8 6 9 3 1 6 9 5 4 3 8 2 1 7 2 8 3 7 6 1 4 9 5 4 7 1 9 2 5 8 6 3 9 3 6 8 5 4 1 7 2 8 1 7 2 9 3 6 5 4 5 4 2 6 1 7 3 8 9 5 2 9 8 4 6 1 7 3 4 6 3 1 5 7 8 9 2 7 8 1 2 9 3 4 6 5 2 7 5 9 3 8 6 4 1 6 1 8 4 2 5 9 3 7 3 9 4 6 7 1 5 2 8 8 4 2 7 1 9 3 5 6 9 3 6 5 8 2 7 1 4 1 5 7 3 6 4 2 8 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 11. júní, 162. dag- ur ársins 2011 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hraðakstur. A-AV. Norður ♠1087 ♥5 ♦KD875 ♣G532 Vestur Austur ♠ÁG53 ♠4 ♥– ♥KDG108642 ♦G632 ♦1094 ♣ÁD1096 ♣7 Suður ♠KD962 ♥Á973 ♦Á ♣K84 Suður spilar 5♣ dobluð. Austur á sjálfsagða opnun á 4♥ og suður þarf að finna svar við hæfi. Þótt keppnisspilarar noti flestir dobl til úttektar í þessari stöðu (með sér- staka áherslu á spaðann) er einspilið í tígli virkilega fráhrindandi. Jeff Meckstroth var þó hvergi smeykur og dró upp rauða miðann. Spilið er frá leik Nickells og Bat- hursts í bandarísku landsliðskeppn- inni. Eric Rodwell átti greinilega von á spaðalit á móti, því hann tók út í 4♠ á tíuna þriðju! En þegar vestur doblaði þá sögn fékk Rodwell bakþanka og breytti í 4G í leit að láglit. Meckstroth valdi laufið af tvennu illu og vestur trúði vart heppni sinni, doblaði og upp- skar 1100. „Það gerist ekki oft að M&R séu teknir fyrir of hraðan akstur,“ stóð í mótsblaðinu. Ragney Eggertsdóttir, Eyja í Dal, verður hundrað ára 13. júní næst- komandi. Eyja tekur á móti gestum í samkomusalnum í fjölbýlishúsinu á Borgarbraut 65a í Borgarnesi frá kl. 14 á afmælisdaginn. Eyja af- þakkar vinsamlega öll blóm og gjafir en minnir á reikning Holl- vinasamtaka DAB nr. 0326-13- 301750 kt. 621209-1750. Árnaðheilla Flóðogfjara 11. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 1.45 3,3 8.07 0,8 14.28 3,3 20.48 0,9 3.02 23.54 Ísafjörður 3.39 1,9 10.11 0,5 16.36 1,9 22.55 0,6 1.33 25.33 Siglufjörður 6.02 1,1 12.19 0,3 18.45 1,2 1.16 25.16 Djúpivogur 5.01 0,7 11.29 2,0 17.49 0,7 23.55 1,8 2.19 23.36 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Rc6 14. Rb3 a5 15. Be3 a4 16. Rbd2 Bd7 17. Hc1 Db7 18. Bb1 h6 19. Rf1 Hfe8 20. d5 Ra5 21. b3 Bd8 22. Bd3 Bb6 23. b4 Rc4 24. Bxc4 bxc4 25. a3 Hac8 26. Bxb6 Dxb6 27. Hc3 Rh5 28. Re3 Rf4 29. Dc2 Hc7 30. Hc1 Hec8 31. Dd2 Bb5 32. H1c2 f6 33. Kh2 Rd3 34. De2 Da6 35. g3 g6 36. Rh4 Kh7 37. Rg4 h5 Staðan kom upp í atskákhluta Am- ber-mótsins sem lauk fyrir nokkru í Mónakó. Búlgarinn Veselin Topalov (2.775) hafði hvítt gegn Vassily Iv- ansjúk (2.779) frá Úkraínu. 38. Rxf6+! Kg7 39. Rxh5+! gxh5 40. Dxh5 Bd7 41. Dg6+ Kh8 42. Df7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.