Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011                     !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +/0-1/ ++2-10 11-+0/ 1+-3,/ +/-13+ +.4-/, +-,1/. +/.-.4 +04-.4 ++,-2 +/0-2. ++2-0 11-1.. 1+-++ +/-14, +.0-11 +-,.14 +/.-5 +04-/+ 113-015/ ++,-52 +/2-+/ ++2-5, 11-15/ 1+-+21 +/-.32 +.0-0 +-,.02 +/,-,4 +00-12 ● Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hef- ur verið falið að annast söluferli á BLIH ehf., móðurfélagi bílaumboðanna Ingv- ars Helgasonar ehf. og Bifreiða og land- búnaðarvéla ehf. Samhliða verður fast- eign sem hýsir starfsemi félagsins að Sævarhöfða í Reykjavík boðin til kaups. Eigendur fyrirtækisins, eftir end- urskipulagningu sem lauk fyrr á þessu ári, eru Miðengi ehf., dótturfélag Ís- landsbanka, SP fjármögnun hf. og Lýs- ing hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að saman myndi Ingvar Helgason og Bif- reiðar og landbúnaðarvélar eitt stærsta bifreiðaumboð landsins, með níu sterk vörumerki innan sinna raða. Stefnt sé á að söluferlið hefjist formlega í ágúst á þessu ári. Á þeim tíma verði það aug- lýst og tilkynnt um tímasetningar og kröfu seljenda til þeirra sem þátt geti tekið. ivarpall@mbl.is Ingvar Helgason og B&L til sölu hjá Íslandsbanka FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Að sögn talsmanns Íslandsbanka er það mat sérfræðinga bankans að lánsformið sem Hæstiréttur dæmdi ólöglegt í Motormax-málinu svokall- aða í vikunni sé ósambærilegt flest- um lánsformum bankans. Hinsvegar mun bankinn gera gera frekari út- tekt á lánasöfnum sínum með hlið- sjón af dómnum og meta áhrif hans. Samkvæmt Arion-banka eru lög- menn að meta áhrif dómsins út frá því hvort og þá að hve miklu leyti hann mun hafa áhrif á lánasamninga bankans. Samkvæmt upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu mun dómurinn ekki hafa nein áhrif á eiginfjárþörf bank- anna. Fulltrúar allra bankanna stað- festa þetta mat, en eins og fram hef- ur komið telur Landsbankinn að kostnaðurinn vegna dómsins muni verða um 16 milljarðar. Búið var að gera varúðarráðstafanir fyrir að úr- skurður Hæstaréttar yrði á þennan veg. Kúabændur og eigendur smábáta fagna dómnum Ýmis hagsmunasamtök atvinnu- rekenda hafa fagnað niðurstöðu dómsins. Fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi kúabænda að dómurinn geti haft verulega jákvæð áhrif á fjárhag bænda, til að mynda þeirra sem stofnað hafa einkahluta- félög um búreksturinn. Landssam- band smábátaeigenda tekur í sama streng og telur að dómurinn leiði til þess að eigendur smábáta fái nú loks leiðréttingu sinna mála. Í tilkynn- ingu frá samtökunum kemur fram að það sé von sambandsins að dómur- inn hrindi af stað allsherjar leiðrétt- ingu lána hjá öðrum lánastofnunum þar sem lán hafa verið greidd út í krónum. Morgunblaðið ræddi við nokkra lögmenn í gær sem annast mál fyrir atvinnurekendur sem eru með sam- bærilega lánasamninga við Lands- bankann og þann sem Hæstiréttur dæmdi ólöglegan. Þeir eru sammála um að dómurinn sé fagnaðarefni en hinsvegar benda þeir á að útfærslan á leiðréttingu kunni að verða flókin. Undir þetta mat er tekið í yfirlýs- ingu frá Landsbankanum vegna dómsins, en þar kemur að fram að framundan er mikil vinna við end- urútreikning lána sem falla undir dóminn og má búast við að sú vinna taki talsverðan tíma. Þrátt fyrir að bankarnir leggi á það áherslu að dómurinn og hugs- anleg fordæmi hans grafi ekki undan eiginfjárstöðu þeirra með marktæk- um hætti þá er ljóst að hann kemur til með að hafa umtalsverð áhrif í bankakerfinu. Verðtryggingarmisvægi bank- anna versnar að öllum líkindum Telja má líklegt að dómurinn komi til með að auka verðtryggingarmis- vægi bankanna að því marki sem ólögmætu lánunum verður breytt í verðtryggð lán. Í nýjustu fjármála- stöðugleikaskýrslu Seðlabankans er lýst yfir áhyggjum yfir þessu mis- vægi. Samkvæmt skýrslunni nam misvægið hjá viðskiptabönkunum tæpum 170 milljörðum króna um síð- ustu áramót en það er tilkomið vegna þess að eignir bankanna eru verðtryggðar í mun meiri mæli en skuldir þeirra. Í dag eru bankarnir að stærstum hluta fjármagnaðir með óbundnum og óverðtryggðum inn- lánum. Þetta misvægi gerir meðal annars að verkum að bankarnir hagnast verulega af verðbólguskot- um en að sama skapi getur viðvar- andi verðbólga leitt til þess að greiðslugeta lántakenda versni og þar af leiðandi gæði útlánasafna bankanna. Færð sem erlend eign við útgáfu skuldabréfs Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum voru lánin sem Hæstiréttur dæmdi ólöglega færð inn sem erlend eign þegar samning- ar voru gerðir um útgáfu gengis- tryggðs skuldabréfs sem Lands- bankinn gaf út til þrotabúsins árið 2009. Hinsvegar segir Landsbank- inn að þá hafi verið horft til þess að stór hluti erlendra lána væri til veik- burða fyrirtækja með litlar eða eng- ar erlendar tekjur í erlendri mynt – og því aðeins litið á hluta slíkra lána sem raunverulega gjaldeyriseign. Dómnum fagnað en áhrif sögð lítil Morgunblaðið/ÞÖK Kátar kýr Landssamband kúabænda er í flokki þeirra sem fagna dómi Hæstaréttar í Motormaxmálinu svokallaða. Íslandsbanki telur Motormax-dóminn ekki eiga við stærstan hluta lána bankans Áhrif dómsins á eiginfjárstöðu bankanna sögð vera lítil Gæti leitt til þess að verðtryggingarmisvægi bankanna aukist Áhrif á bankakerfið » Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu mun dómurinn ekki hafa mikil áhrif á eiginfjárþörf bank- anna. » Landsbankinn telur kostn- aðinn vegna hans nema um 16 milljörðum. » Dómurinn mun sennilega auka verðtryggingarmisvægi bankanna, sem þýðir að þeir hagnast á verðbólguskoti. » Verðtryggingarmisvægi bankanna var tæpir 170 millj- arðar um áramót. Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Tekjur ríkissjóðs á fyrstu fjórum mánuðum ársins minnkuðu um þrjá og hálfan milljarð frá sama tímabili ársins 2010. Gjöld lækkuðu einnig, um 13,6 milljarða króna, þannig að afkoman var rúmum 10 milljörðum betri á tímabilinu en því sama árið áður. Tekjujöfnuður var þannig nei- kvæður um 14 milljarða, borið sam- an við rúma 24 fyrstu fjóra mánuði ársins 2010. Þegar tekjuhliðin er skoðuð kem- ur í ljós að skatttekjur og trygginga- gjöld drógust saman um 1,5 millj- arða króna milli ára. Tekjur af tekjuskatti á einstaklinga drógust saman um milljarð, tekjur af tekju- skatti á lögaðila hækkuðu um hálfan milljarð og tekjur af fjármagns- tekjuskatti hækkuðu um 600 millj- ónir. Tekjur af virðisaukaskatti lækk- uðu um fjóra milljarða króna milli tímabilanna og alls lækkuðu tekjur af sköttum á vöru og þjónustu um 5,6%. Tryggingagjöld hækkuðu hins vegar um tæplega 1,7 milljarða króna. Á gjaldahliðinni munar mestu um lægri vaxtagreiðslur, en þær lækk- uðu um rúma sex milljarða króna milli ára. Vaxtagreiðslur eru illvið- ráðanlegur þáttur í rekstri ríkissjóðs – ekki hluti af svokölluðum frumjöfn- uði – en þegar útgjöld til reglulegrar starfsemi ríkisins eru skoðuð kemur í ljós að gjaldaliðurinn „almenn op- inber þjónusta“ lækkar um hálfan milljarð, löggæsla, réttargæsla og öryggismál lækka um tæpar 400 milljónir, heilbrigðismál lækka um 700 milljónir, menningar-, íþrótta- og trúmál um 300 milljónir, al- mannatryggingar um milljarð og óregluleg útgjöld um 1,4 milljarða. Aðrir útgjaldaliðir standa svo að segja í stað. Tekjur ríkisins lækka en gjöld lækka meira Morgunblaðið/Þorkell Ríkissjóður Tekjujöfnuður batnaði um 10 milljarða króna á milli ára. 14 ma.kr. halli á ríkissjóði í janúar-apríl ● Þrotabú breska bankans Singer & Friedlander, sem var dótturfélag Kaup- þings, seldi kröfur sínar á bresku verslunarkeðjuna Jane Norman fyrir 6% af nafnvirði. Þetta kom fram á vef breska blaðsins Independent í gær. Þar kemur einnig fram, að Ian Findlay hætti störfum sem forstjóri félagsins eftir að lánar- drottnar þess fengu PricewaterhouseCoopers í síðustu viku til að selja fyrir- tækið. Baugur og Kaupþing keyptu Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, 22 milljarða króna á núvirði, árið 2005. Seldi kröfur á Jane Norman fyrir 6% af nafnvirði ● Landsbankinn hefur gert sam- komulag við Lýsi hf. um að bankinn fjármagni byggingu nýrrar verk- smiðju fyrirtækisins og tækjabúnað í hana. Með nýju byggingunni fer fram- leiðslugeta Lýsis úr 6.500 tonnum í um 13.000 tonn. Fyrirhugað er að hefja framleiðslu í verksmiðjunni í mars á næsta ári. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 1.180 milljónir króna. Talið er að um 150 manns muni vinna við byggingu verksmiðjunnar og að 20 ný störf skapist hjá Lýsi vegna þessara breytinga. Ný verksmiðja hjá Lýsi STUTTAR FRÉTTIR Eignastýringarsjóðir, trygginga- félög og lífeyrissjóðir voru lang- stærstu kaupendurnir í erlendu skuldabréfaútboði ríkisins í fyrra- dag og keyptu þau 85% af skulda- bréfunum, en útgáfan nam einum milljarði Bandaríkjadala. Vogunar- sjóðir keyptu 8% skuldabréfanna. Um tveir þriðju þátttakendanna í útboðinu komu frá Bandaríkjunum en aðrir komu frá Evrópu, Mið- Austurlöndum og Afríku. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins höfðu íslensk stjórnvöld ekki sterka skoðun á því hvort skuldabréfaút- gáfan ætti að vera í evrum eða Bandaríkjadal þegar undirbún- ingur hófst. En eftir að fulltrúar stjórnvalda höfðu fundað með um 85 fjárfestum var einsýnt að um- talsverður áhugi væri vestanhafs á útgáfunni. Upphaflega stóð til að gefa út skuldabréf fyrir 500 millj- ónir dala, en vegna mikils áhuga fjárfesta var ákveðið að hækka út- gáfuna upp í einn milljarð. ornarnar@mbl.is Bandarísk- ir fagfjár- festar stærstir Skannaðu kóð-ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.