Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi önnur aðildarríki að Atlantshafsbandalag- inu (NATO) í gær fyrir að treysta um of á hernaðarlegan mátt Banda- ríkjanna. Hann varaði við því að ef starfsemi bandalagsins yrði of háð Bandaríkjunum gæti það sett verk- efni þess í Líbíu sem og önnur framtíðarverkefni í hættu. Pólitískan vilja skortir „Í allri hreinskilni þá halda margar af bandalagsþjóðum okkar sig á hliðarlínunni, ekki af því að þær vilji ekki taka þátt, heldur vegna þess að þær geta það ekki. Hernaðarlega getan er einfaldlega ekki til staðar,“ sagði Gates á fundi hjá sérfræðiráði í öryggis- og varn- armálum í Brussel. Hann bætti við að hersveitir NATO hefðu til þessa náð mik- ilvægum áföngum í stríðinu í Afg- anistan en hins vegar hefði í veru bandalagsins þar – og jafnframt í Líbíu – í gegnum tíðina kristallast of lítil fjárfesting í starfsemi þess og skortur á pólitískum stuðningi og vilja. „Það veldur áhyggjum að í Afg- anistan þurfi bandalagið, sem hefur tvær milljónir hermanna á sínum snærum, að berjast við að viðhalda um 25–45 þúsund hermönnum þar og þurfi auk þess að glíma við skort á þyrlum, ýmsum farkostum og eftirlitsflugvélum.“ Gates bætti við að sömu annmarkar blöstu við bandalaginu í Líbíu sem „sársauka- fullt“ væri að horfa upp á. Reiða sig á Bandaríkin „Máttugasta hernaðarbandalag sögunnar hefur nú í ellefu vikur staðið í baráttu gegn illa vopnuðu herliði í fámennu landi en engu að síður er nú skortur á vopnabirgð- um hjá mörgum bandalagsþjóðum og í kjölfarið reiðir bandalagið sig, enn og aftur, á að Bandaríkin ríði baggamuninn,“ sagði Gates. Einungis átta af tuttugu og átta bandalagsþjóðum NATO sjá um að halda uppi loftárásum á Líbíu til að þrýsta Gaddafi forseta frá völdum. Bandaríkjamenn fjármagna um 75% af starfsemi NATO og Gates áréttaði að það yrði þeim erfiðleik- um bundið að halda uppi slíkum fjárhagslegum stuðningi þegar efnahagsútlit væri dökkt heima fyr- ir. Hann sagðist óttast að banda- lagið myndi þróast í þá átt að verða „tveggja-laga bandalag“ þar sem ákveðnar þjóðir einskorðuðu sig við mannúðaraðstoð en létu önnur ríki um erfið verkefni sem krefðust hernaðar. „Og þetta eru ekki bara áhyggj- ur af einhverju sem gæti gerst. Þetta blasir við í dag. Og það er óá- sættanlegt.“ Að lokum sagði Gates að mögulegt væri að mikilvægi NATO yrði minna í augum yngri kynslóða stjórnmálamanna í Bandaríkjunum. Hernaðarlega get- an ekki til staðar  Robert Gates segir NATO treysta um of á Bandaríkin í öllum aðgerðum sínum og jafnframt skorti pólitískan vilja Reuters Í ræðustól Robert Gates í Brussel í gær. Við hlið hans situr Jaap de Hoop Scheffer, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Mexíkóska ljóðskáldið Javier Sicilia stóð fyrir mótmælagöngu í heimalandi sínu í gær í minn- ingu kvenna sem hafa verið myrtar í blóðugu eit- urlyfjastríði sem geisað hefur í landinu í mörg ár. Við upphaf göngunnar voru ljós tendruð á kertum við krossa í landamæraborginni Ciudad Juarez. Hundruð Mexíkóa söfnuðust saman í borginni, en mótmælin fólu m.a. í sér ferðalag mótmælenda um Mexíkó, sem hefur staðið í heila viku. Málefnið stendur Sicilia nærri því sonur hans var myrtur í tengslum við eiturlyfjastríðið. Hvergi hafa fleiri fallið í stríðinu en í Ciudad Juarez sem stendur við bandarísku landamærin. Krossarnir eru við gröf átta kvenna sem voru myrtar í stríðinu fyrir átján árum. sunna@mbl.is Reuters Ljós tendruð á kertum við krossa „Það eru baunaspír- urnar,“ sagði Reinhard Bur- ger, yfirmaður sýklavarna í Þýskalandi, í gær en nýjar rannsóknir eru taldar stað- festa að þýskar baunaspírur eigi sök á kólí- gerlafaraldri sem dregið hefur 29 manns til dauða. Áður höfðu spænsk- ar gúrkur verið taldar hafa valdið far- aldrinum en baunaspírurnar komu sterklega til greina í kjölfarið. Rúss- land hefur nú aflétt innflutningsbanni á fersku grænmeti frá Evrópusam- bandsríkjum. Bannið hefur haft mikil áhrif á grænmetisframleiðslu í Evr- ópu og spænskir gúrkubændur höfðu sérstaklega orðið illa úti. Óhætt að borða gúrkurnar Rannsóknarsýni af baunaspír- unum hafa þó ekki verið menguð af kólígerlum en engu að síður telja sér- fræðingar að með því að rýna í hvar og hvernig faraldurinn braust út megi rekja upprunann til spíranna. Sýklavarnir Þýskalands segja nú óhætt að borða gúrkur, tómata og kál en vara fólk enn við því að borða baunaspírur. Yfir 3.000 manns hafa veikst vegna kólígerilssmitsins sem er af áður óþekktum toga. Margir hafa veikst alvarlega. Spírurnar skað- valdurinn Austurgata 23, Keflavík OPIÐ HÚS Austurgötu 23, Keflavík mánudaginn 13. júní milli kl. 16 og 18. Eigendur sýna. Einbýlishús á tveimur hæðum til sölu, laust strax. Nýtt glæsilegt sumarhús í landi Vatnsenda Skorradal til sölu Húsið er 77 m2 ásamt 5 m2 geymslu/gestahúsi og stendur í birkivöxnu landi, skjólgóðum sælureit en býður samt upp á mjög gott útsýni. Til hússins er vandað í alla staði m.a. stendur það á steinsteyptum sökkulveggjum. Húsið er tilbúið til afhendingar. Traustur aðili, ekkert áhvílandi. Hákon s: 8989396

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.