Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Caput-tónlistarhópurinn stendur fyrir tvennum kvöldtónleikum í Hörpu, í kvöld og annað kvöld kl. 20.00. Fyrri tónleikarnir, Bassaflautu- fuglar, eru bassaflaututónleikar Kolbeins Bjarnasonar í samvinnu við norður-írska tónskáldið Simon Mawhinney. Á seinni tónleikunum leikur Caput-hópurinn í fullri stærð og eru tónleikarnir kenndir við verk Önnu S. Þorvaldsdóttur, Hrím, sem var valið besta tónverk síðasta árs á Íslensku tónlistarverðlaunahátíð- inni. Stjórnandi er Guðni Franzson. Caput er tónlistarhópur Reykja- víkur í ár og samkvæmt kynningu er hann iðinn við að halda tónleika, skipuleggja alþjóðleg verkefni og gefa út hágæða tónlist á heims- mælikvarða. Stofnandi hópsins er Kolbeinn Bjarnason og segir hann að markmið hópsins frá upphafi hafi verið að kynna nýja tónlist fyrir fólki. Caput hefur verið starfræktur í 25 ár og hefur Kolbeinn rekið hann ásamt Guðna Franzsyni síðan 1987. Að sögn Kolbeins er hópurinn mjög sveigjanlegur. „Stærsta útgáf- an af honum er kannski svona 20 manna lítil hljómsveit en minnsta útgáfan er bara sólisti og núna er það ég sem fæ að spila sóló,“ segir hann. Kolbeinn segir að einleikur sinn, Bassaflautufuglar, sé nokkuð óvenjulegur þar sem þetta séu hreinir bassaflaututónleikar. „Ég er nú ekki viss um að svona tónleikar hafi verið haldnir hér á landi áður,“ segir Kolbeinn og bætir við að bassaflautan sé í rauninni frekar nýtt hljóðfæri. Saga þess á Íslandi t.d. nái aðeins aftur til 1988 þegar Kolbeinn kom til landsins frá Hol- landi með bassaflautu í farteskinu. „Þetta er svo hljómfagurt hljóðfæri þótt það sé ekki sterkt og heyrist ekki mikið í því.“ Kolbeinn frum- flytur m.a. hálftíma langt verk á tónleikunum, Xewkija-Dranger- Cornageerie, eftir tónskáldið Simon Mawhinney og segir hann stífar æf- ingar liggja að baki. „ Ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé það erfiðasta sem skrifað hefur verið fyrir bassaflautu síðan árið 1986.“ Yfirskrift tónleikanna beggja er Söngvar farfuglanna og segir í kynningu að þeir séu liður í und- irbúningi evrópsks samvinnuverk- efnis sem snýst um nýja tónlist, far- fugla og börn. „Við viljum gjarnan að Harpa verði lifandi vettvangur fyrir nýja músík, ekki bara á Íslandi heldur líka alþjóðlega,“ segir Kol- beinn og bætir við að það sé ástæða þess að hópurinn hafi boðið erlend- um tónskáldum að vinna með sér að seinni tónleikunum. „Það eru stóru tónleikarnir og eru verkin bæði krefjandi og erfið. Þetta er bara upptaktur hjá mér í kvöld,“ segir Kolbeinn og hlær við. Harpa verði lifandi vett- vangur fyrir nýja músík Morgunblaðið/Ernir Upptaktur Kolbeinn Bjarnason og Caput á æfingu fyrir tónleika í kvöld og annað kvöld.  Caput með tvenna tónleika í Hörpu um helgina, Bassa- flautufugla og Hrím  Markmiðið að kynna nýja tónlist Árleg tónleikaröð sem haldin er í Þingvallakirkju, Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju, hefur göngu sína að nýju á þriðjudag, en þetta mun vera í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Tónleikarnir eru allir haldnir í kirkjunni á Þing- völlum að vanda,en kveikja að tónleikunum er stofn- un Minningarsjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum til eflingar tónlistarstarfi við kirkjuna. Á fyrstu tónleikunum nú á þriðjudaginn koma fram þau Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflautuleikari, og Þórarinn Sigurbergsson, gítarleikari. Þar verður barokktónlist í öndvegi. Þær systur Pálína og Margrét Árnadætur leika dúó fyrir fiðlu og selló viku síðar, þann 21. júní. Þar verða m.a. flutt verk eftir Haydn og Beethoven. Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, og Guðrún Ósk- arsdóttir, semballeikari, bjóða upp á blöndu af gam- alli og nýrri tónlist á þriðju tónleikunum sem haldnir verða 28. júní. Lokatónleikar raðarinnar verða svo 5. júlí, en þá flytur miðaldasönghópurinn Voces Thules tónlist frá fyrri öldum. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í minn- ingarsjóðinn við kirkjudyr. Gestir eru beðnir að mæta tímanlega, enda verður jafnan þröngt setinn bekkurinn því kirkjan rúmar ekki nema fimmtíu manns. Tónleikaröð á Þingvöllum Morgunblaðið/Kristinn Þingvallakirkja Tónleikaröð verður á Þingvöllum. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 20:00 lokasýn Tveggja tíma hláturskast...með hléi. Síðustu sýningar þessa leikárs Húsmóðirin (Nýja sviðið) Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 aukasýn Mið 15/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Húsmóðirin – sýningum líkur í júní Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Sun 19/6 kl. 20:00 sýnd á ensku /in english Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Hetja / Hero Sun 19/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Fös 24/6 kl. 18:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Rokkgoðið og Idol-dómarinn Ste- ven Tyler slakar á þessa dagana á Maui eftir annasaman vetur. Þessar myndir voru teknar af kappanum í gær þar sem hann og unnusta hans Erin Brady nutu sólarinnar. Tyler þykir hafa stað- ið sig vel í vetur og jókst áhorfið á þáttinn, þvert á spár, en búist hafði verið við að brotthvarf Sim- onar Cowell myndi hafa meiri áhrif á áhorfið. Strandklæðnaður Tylers var í óformlegra lagi og minnti hann lítið á rokkstjörnu í múndering- unni. Steven Tyler nýtur sólar á ströndinni Koss Tyler og Brady knúsast eins og enginn sé morgundagurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.