Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðaþjónustan verður sífellt styrk- ari stoð í atvinnulífinu á Snæfellsnesi. Bjartsýni er ríkjandi fyrir sumarið. Það má meðal annars marka af auknu framboði gistingar og afþreyingar og af fjölgun kaffihúsa. „Það hefur verið fullbókað síðustu sumur og fólk sem ekki átti pantað fyrirfram gat lent í erfiðleikum með að fá gistingu,“ segir Kristín Árna- dóttir, verkefnastjóri hjá Átthaga- stofu Snæfellsbæjar, um forsendur þeirrar bjartsýni sem ríkjandi er í ferðaþjónustu. Þá nefnir hún að ungt fólk í Staðarsveit sé að skapa sér störf við ferðaþjónustu enda ekki hlaupið að því að hefja stórbúskap. Gististöðum í sveitinni hefur fjölg- að og aðrir stækkað við sig og gisti- rýmum fjölgað í þorpunum. Eru nú um fjórtán gististaðir í Snæfellsbæ og fimm tjaldsvæði, auk hótela, farfugla- heimila og annarra gististaða í Stykk- ishólmi og Grundarfirði. „Fjöl- breytnin er mikilvæg. Tilbreytingin skapar tækifæri fyrir aðra því fleiri gestir koma á svæðið,“ segir Maríus Sverrisson, hótelstjóri á Hellnum. „Það hafa verið góð sumur hér, marg- ir gestir og fólk er bjartsýnt,“ segir Þór Fannberg Gunnarsson, sem rek- ur nýtt kaffihús í Staðarsveit. Þjóðgarðurinn hjálpar til Snæfellsjökull og náttúra Snæ- fellsness hefur lengi dregið að ferða- fólk. Erlendu ferðafólki fjölgar stöð- ugt og er Snæfellsnes ágætur hringur fyrir þá sem ekki hafa tíma til að fara hringveginn. Þjóðgarð- urinn Snæfellsjökull hefur aukið að- dráttarafl svæðisins, orðið einskonar gæðastimpill. Guðbjörg Gunnars- dóttir þjóðgarðsvörður vekur athygli á því að þjóðgarðurinn er aðili að ferðaþjónustuklösum og leggur sitt af mörkum með skipulagningu göngu- ferða og þátttöku í verkefnum. Það nýjasta er Vatnshellir í Purkhóla- hrauni sem í sumar er opinn ferða- fólki í tilraunaskyni. Þrír landverðir voru ráðnir sérstaklega til að annast ferðaþjónustuna þar. „Þjóðgarðurinn er farinn að draga meira að. Þar eru tækifæri sem við eigum eftir að vinna frekar úr,“ segir Kristín Árnadóttir. Hún segir að ferðafólk vilji komast út í náttúruna. Nóg pláss sé á Snæfellsnesi til þess. Þá nefnir hún að gönguferðir séu vin- sæl afþreying og Snæfellsnes búi yfir fjölbreyttum gönguleiðum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Segull Snæfellsjökull sést víða að og hefur ávallt verið segull fyrir ferðafólk, ekki síst fólk sem áhuga hefur á náttúruskoðun og þekkir sögu Jules Verne, Leyndardóma Snæfellsjökuls. Jökullinn laðar og lokkar  Bjartsýni ríkjandi í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi eftir góð ferðasumur  Fólk vill nýta færin  Gististaðir stækka og nýir bætast við ásamt kaffihúsum og afþreyingarmöguleikum „Það hefur verið beðið um það nokkrum sinnum og eitthvað þurfti að tala mig til en ekki voða mikið. Ég hef þá tekið einn íslenskan slag- ara með eftirréttinum,“ segir Mar- íus Sverrisson, hótelstjóri á Hótel Hellnum. Hann er söngvari og hef- ur lengið búið erlendis við nám og störf. Nýir eigendur tóku við Hótel Hellnum á síðasta ári af Guðrúnu Bergmann sem byggði upp hótelið og rak með manni sínum, Guðlaugi Bergmann. Í vetur var hótelið stækkað og endurnýjað. Gerð var ný afgreiðsla og tíu herbergjum bætt við. „Aðstaðan þarf að fylgja tímanum og fullnægja kröfum gesta,“ segir Maríus. Við breyting- arnar var lögð áhersla á að einstök staðsetning hótelsins fengi að njóta sín, með útsýni til Snæfellsjökuls og út á sjó. Gestir koma mikið frá Bandaríkj- unum og Sviss, fjölskyldufólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft og dvelur gjarnan í nokkra daga á hót- elinu. Maríus segir að þessir gestir vilji hafa heimilislega aðstöðu og góðan veitingastað þannig að þeir þurfi ekki að hanga inni á herbergi þótt ekki viðri til útveru. Maríus hefur búið lengi í stór- borgum erlendis. Hann lærði leik og söng og hefur sungið víða. Hann tók til dæmis að sér sönghlutverk í stórsýningunni Apassionata sem valin var besta fjölskylduskemmtun ársins 2009-2010 í Evrópu. Hann bjó hér heima í vetur og greip tækifærið þegar honum var boðið að reka hótelið á Hellnum í sumar, langaði að reyna eitthvað nýtt. „Ég er að læra eitthvað nýtt af samstarfsfólkinu á hverjum degi um leið og ég stjórna rekstrinum,“ segir Maríus. Þá hefur hann fallið fyrir staðnum og segist finna þar frið. Söngvarinn vandar sig sérstak- lega við val á tónlist á veitinga- staðnum. Mozart er leikinn við morgunverðarborðið. „Hann er svo hressandi, veitir birtu og gleði sem hentar vel á sólríkum morgni,“ seg- ir Maríus. Ýmis kammertónlist er undir geislanum við kvöldverðarborðið. „Hún skapar rólega stemmningu. Fólk getur hugleitt og slakað á, fengið frið í hjartað.“ Þegar líður á kvöldið er leikin popptónlist til að hressa gestina við. Ekki er rekið á eftir þeim að yf- irgefa veitingastaðinn og fólk getur fengið sér drykk fyrir háttinn, ef það vill. Maríus hefur fengið hljóm- sveitir til að leika kvöldstund og hyggst halda því áfram í sumar. Tekur stundum slagara með eftirréttinum Nýtt hlutverk Maríus Sverrisson, söngvari og hótelstjóri, er á minna sviði á Hellnum en oft í söngleikjum í íþrótta- og tónlistarhöllum Evrópu. Íbúar og ferðafólk í sjávarútvegs- bænum Snæfellsbæ geta nú loks nú fengið sér fisk í soðið eða á grillið. Sjávarkistan í Sjávarsafninu í Ólafsvík er með til sölu framleiðslu fiskvinnslufyrirtækjanna á svæð- inu. Þar kennir margra grasa. Áhugi ferðafólks á mat þeirra svæða sem það ferðast um hefur aukist. Fiskur er í aðalhlutverki í Snæfellsbæ en oft hefur verið erfitt fyrir fólk og jafnvel íbúa sem ekki eiga sjómann í fjölskyldunni að fá ferskar sjávarafurðir. Átthagastofa Snæfellsbæjar reynir að bæta úr því með Sjávarkistunni sem opnuð var í byrjun mánaðarins. Fiskur Kolbrún Þóra Ólafsdóttir og Eydís Sól Jónsdóttir halda Sjávarkistunni opinni. Geta keypt sér í soðið í fiskibænum Bökunarilmurinn getur dregið ferðafólk sem á leið um Staðarsveit að nýju kaffihúsi í Lýsudal, næsta bæ við Lýsuhól. Þar er risið nýtt gistiheimili og kaffihús þar sem bakari ræður ríkjum í eldhúsinu. „Við bökum allt sjálf fyrir kaffihúsið og seljum líka í sveitina,“ segir Þór Fannberg Gunnarsson bakari. Hann segir að fólk sé áhugasamt um að fá ný brauð og þau geti líka bakað eftir pöntunum þegar eitthvað standi til. Lydia Fannberg Gunnarsdóttir, systir Þórs, byggði gistiheimilið og opn- aði 1. júní. Það er á jörð föður þeirra, skammt frá sundlauginni á Lýsuhóli sem margir þekkja. Gistiheimilið heitir Kast guesthouse. Nafnið tengist því að merar Gunnars bónda kasta oft hjá steini í hlíðinni fyrir ofan heimilið. „Ég er bakari og hef síðustu ár unnið í Geirabakaríi í Borgarnesi. Mér fannst spennandi að prófa þegar mér var boðið að taka verkefnið að mér,“ segir Þór. Auk brauðmetisins er hann með léttan mat í kaffihúsinu. Hugmyndin er að vera með opið allt árið. Þór segir að reksturinn leggist vel í sig. „Vissulega er þetta djarft en það þýðir ekkert að vera með þetta volæði alltaf hreint,“ segir Þór. Bakari Þór Fannberg Gunnarsson bakar fyrir gesti og sveitunga. Bökunarilm leggur fyrir vitin frá nýju kaffihúsi í Staðarsveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.