Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lilja Rafney Magnúsdóttir, formað- ur sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar og liðsmaður Vinstri grænna, var eini nefndarmaðurinn af alls níu sem studdi án fyrirvara svonefnt minna kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar það var afgreitt úr nefnd á Alþingi í gærkvöldi. Allir þrír fulltrúar stjórnarand- stöðunnar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og einn af liðs- mönnum stjórnarflokkanna, Björn Valur Gíslason, skrifaði ekki undir álit nefndarmeirihlutans. Þrír sam- fylkingarmenn, Ólína Þorvarðar- dóttir, Róbert Marshall og Helgi Hjörvar, gerðu fyrirvara. Talsverðar breytingar voru gerð- ar á frumvarpinu frá því sem sam- komulag varð um milli þingflokk- anna á fimmtudagskvöld. Grein 2, um að kvóti fyrirtækja í jafnt bol- fiski sem uppsjávarfiski skyldi skertur til að veiðiheimildir yrðu til ráðstöfunar í pottana svonefndu, var breytt að tillögu meirihlutans. Verður fyrirkomulaginu ekki kom- ið á strax í haust heldur smám sam- an á þrem árum. Þegar var búið að fleygja út ákvæði um sérstakan strandveiðiflokk fyrir báta undir þrem tonnum. Í gær var ákveðið að hætta við ákvæði um að ráðherra gæti ákveðið mismunandi veiði- gjald eftir tegund útgerðarinnar. En hver verður afstaða sjálfstæð- ismanna þegar greidd verða at- kvæði um frumvarpið? Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, sagði ljóst að sjálfstæð- ismenn væru á móti báðum kvóta- frumvörpunum. Vissulega væri þó búið að lagfæra ýmislegt og rétt að reyna áfram að minnka skaðann. Jón Gunnarsson á sæti í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd og segir ekki útilokað að menn styðji sumar breytingatillögurnar. „En við munum ekki styðja þetta frum- varp í heild sinni, bendum á að það hefur ekki farið fram nein skoðun á heildaráhrifum þess.“ Gert var ráð fyrir að atkvæði yrðu greidd um málið í dag, hugs- anlegt að það yrði í gærkvöldi. Mörg mál voru afgreidd í gær enda stefnt að þingfrestun í dag. Bullandi ósætti stjórnarliða  Varaformaður sjávarútvegsnefndar studdi ekki litla kvótafrumvarpið Reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrir- tækja eru til umfjöllunar í stjórn Fjármálaeftir- litsins. Ekki er ljóst hvenær stjórnin lýkur umfjöllun sinni og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um að gefa þær út og birta. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokks. Einnig segir að við undirbúning reglnanna hafi verið tekið mið af erlendum reglum um sama efni, einkum sænskum reglum. Fjármálaeftirlitið skoðar reglur um kaupaukakerfi Íslendingar hafa þrjá mánuði til að greiða Bretum og Hollendingum 650 milljarða króna innistæðutrygg- ingar vegna Icesave, að öðrum kosti verður málinu vísað til EFTA-dóm- stólsins. Þetta er niðurstaða Eftir- litsstofnunar EFTA (ESA) sem send var Íslendingum í gær. Í til- kynningu ESA segir að fulltrúar stofnunarinnar hafi „farið ýtarlega yfir svarbréfið frá íslenskum stjórn- völdum en geti ekki annað en haldið sig við fyrri afstöðu sína“. Fjallað var um málið á Alþingi í gær og voru ræðumenn sammála um að nú skipti öllu að samstaða yrði um viðbrögðin. „Enginn getur fullyrt um úrslit dómsmáls en Ís- land hefur mikilvægan málstað að verja,“ sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í fyrsta skipti í sögu Icesave-málsins hefði náðst órofa samstaða allra flokka á Alþingi um málsvörn Ís- lands í málinu. Mikilvægi þessarar samstöðu yrði ekki ofmetið. Afstaða Íslands væri sú, að ekki væri rík- isábyrgð á innistæðuskuldbinding- unum og ekkert hefði komið fram í rökstuddu áliti ESA sem breytti þeirri afstöðu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist geta tekið undir það með Árna Páli að Ís- lendingar teldu sig hafa sterkan málstað að verja. Þá væri það um- hugsunarefni að ESA skuli halda áfram með málið undir forystu for- seta sem hefði greinilega á fyrri stigum málsins tekið afstöðu áður en fyrstu viðbrögð Íslendinga voru sett fram með formlegum hætti. Full ástæða hefði verið til að gera athugasemdir við að forsetinn viki ekki sæti við afgreiðsluna. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði að á fundi nefndarinnar í gær hefði verið góður samhljómur um að þingheim- ur stæði saman um hvert skref sem tekið yrði í framhaldinu. kjon@mbl.is ESA ítrekar Icesave-kröfu  Samstaða um viðbrögð á Alþingi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn  Sjálfstæðismenn segja forseta ESA hafa átt að víkja sæti vegna ummæla sinna Þrotabú sagt duga » Fram kom að þrotabú Landsbankans gamla myndi sennilega geta greitt nær all- ar forgangskröfur vegna Ice- save. » Hæstiréttur mun að lík- indum úrskurða í haust hvort neyðarlögin standast. Geri þau það verður fljótlega hægt að byrja að greiða úr þrota- búinu Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Friðrik Árni Friðriksson Hirst út- skrifast með meistaragráðu í lög- fræði í dag. Það væri ekki í frásög- ur færandi nema fyrir þær sakir að Friðrik er annar tveggja nemenda við Háskóla Íslands sem fengið hafa einkunnina 9,25 í meistara- námi í lögfræði frá því að náminu var breytt. Friðrik er fæddur í Reykjavík 27. október árið 1985. Foreldrar hans eru Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, og Elín Hirst, fyrrv. fréttamaður. Friðrik útskrifaðist frá fornmáladeild við Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann hóf nám í latínu og grísku. Eftir skamma hríð ákvað Friðrik hins vegar að hefja nám við lagadeild skólans. Frá því Friðrik hóf BA-nám í lögfræði hefur hann sýnt afburða- námsárangur og dúxaði til að mynda á BA-prófinu. Þrátt fyr- ir það hefur Friðrik ekki látið sitt eftir liggja í félagsstarfi og tók meðal annars virkan þátt í Orator. „Ég var varaformaður Orators síðasta skólaárið. Ég lærði fljótt að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Ef mönnum tekst það geta þeir gert margt annað með náminu,“ segir Friðrik. Óhefðbundin útskriftarveisla Mastersritgerð Friðriks ber heit- ið „Forræði aðila einkamáls á sönn- unarfærslu“ og leitast hann við að svara hversu ríkan rétt málsaðilar hafa til þess að færa fram sönnun í máli sínu, á þann hátt sem þeir kjósa. „Í sumum tegundum mála er það þannig að dómarinn hefur meiri yfirráð yfir öflun sönn- unargagna.“ Sjálfur ætlar Friðrik að eiga notalega stund með fjölskyldunni í kvöld og fara út að borða á góðan stað. „Útskriftarveislan verður svo með óhefðbundnu sniði að því leyti að ég er að fara að skíra stelpuna mína og verður skírnin 17. júní.“ Að lokum tekur hann fram að mannlegi þátturinn sé ekki síður mikilvægur en námsárangur. Annar tveggja sem fengið hafa 9,25  Dúxar í meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands Starfsferill Friðriks er mjög glæsilegur, en hann hefur nánast starfað við lögfræðina frá því að hann hóf námið. „Ég byrjaði fyrst að vinna á lög- mannsstofu Juris eftir annað árið mitt í lögfræði hjá Andra Árnasyni, um svipað leyti var ég ráðinn framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Codex, en nú er ég að hætta þar og einbeiti mér eingöngu að starfinu hjá Jur- is,“ segir Friðrik. Hann er nú kominn í fullt starf hjá Juris og starf- ar að fullu við landsdómsmálið, en þar aðstoðar hann Andra Árnason, verjanda Geirs. Friðrik er líklega yngsti lögfræðing- urinn hér á landi sem fær vinnu við jafn viðamikið mál. „Það er sannur heiður að fá að taka þátt í þessu sögu- lega máli svona skömmu eftir útskrift. Við erum þessa dagana að leggja drög að vörn Geirs,“ segir Friðrik að lokum. Vinnur með verjanda Geirs LÍKLEGA YNGSTI LÖGFRÆÐINGURINN VIÐ LANDSDÓM Morgunblaðið/Kristinn Lögfræðingur Friðrik Árni Friðriksson Hirst segist fljótt hafa lært að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Byrjaðu góðan dag vel – Fáðu þér létta ab mjólk á hverjum degi Nú fáanleg í handhægum ½ líters umbúðum H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Létta AB mjólkin er einhver hollasti morgunverður sem völ er á. AB mjólkin inni- heldur milljarða gagnlegra mjólkursýrugerla sem valda því að óæskilegir gerlar eiga erfitt uppdráttar í meltingarveginum. Regluleg neysla tryggir að meltingarflóran er alltaf í lagi og ónæmiskerfið starfar með hámarksafköstum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.