Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Þetta kalda vor tekur sinn toll og hafa mófuglarnir orðið illa úti, í orðsins fyllstu merkingu. Lóur og hrossagaukar hafa ekki þolað hret- ið og hafa fundist króknaðir úti. Börnin hafa tekið litlu kroppana og jarðað, sorgmædd yfir örlögum þeirra. Hjá bændum þýðir svona veðrátta mikla vinnu og erfiði við sauðburð margfaldast. Lítið var hægt að setja út af lambfé og stutt í heyleysi hjá sumum. Mannfólkið flaug hins vegar til hlýrri landa, allir á svipuðum tíma, svo mikið fækkaði í byggðarlaginu á meðan. Starfsfólk Ísfélagsins fór í hópferð til Korfu, aðrir til Danmerkur og starfsfólk grunn- og leikskóla fór til Póllands til að heimsækja þar skóla. Hlutfall barna af pólskum uppruna er hátt í byggðarlaginu, um 30% á leikskólanum en um 17% í grunnskólanum svo áhugi var á að kynnast skólastarfi í Póllandi.    Grásleppuvertíðin var léleg þrátt fyrir nokkuð hagstætt veður, nær helmingi minni veiði en í fyrra. Sjómenn muna vart eftir því að ekki hafi þurft að hreyfa eða taka upp net vegna veðurs, því aldrei snerist í norðanátt fyrr en allra síð- ustu daga vertíðar og bátar sem þá voru eftir fengu slæma verkun á netin, sögðu sjómenn. Mikil þorsk- gengd var í byrjun vertíðar en þorskurinn vefur upp netin og fer illa með þau og spillir því veiði. Verð á hrognum fór hækkandi eftir því sem leið á vertíðina og endaði í þokkalegu verði, sem er ljósi punk- urinn í þessu. Sjómenn á Þórshöfn eru ósáttir við hugmyndir um tak- mörkun á grásleppuveiðum á næstu árum og telja litlar rann- sóknir á bak við þá ákvörðun.    Lítið var um svartfugl í vor og eggjatekja varð léleg vegna ástands fuglsins þó eggjavertíð færi vel af stað. Skegluvarp var al- veg fyrir bý og svartfugla- eggjatekja var minni en í fyrra. Lítið var um svartfugl, segir Sæ- mundur Einarsson, grásleppukarl og sigmaður, en hann telur alveg tímabært að takmarka eggjatöku hjá bjargfugli.    Bygging á sex raðhúsaíbúðum stendur nú yfir á Þórshöfn en langt er síðan þar var síðast byggt íbúð- arhús. Veður hefur tafið fram- kvæmdir en grunnar eru tilbúnir og verið er að ganga frá lögnum. Stefnt er að því að reisa húsin upp úr miðjum júní en stór hluti hús- eininganna er kominn á staðinn. Nokkur styr stóð um bygginguna í upphafi en íbúafundur var haldinn vegna málsins þar sem sveitar- stjórn kynnti aðdraganda og fram- kvæmd og svaraði spurningum. Á Þórshöfn hefur verið húsnæðis- skortur og nokkrar fyrirspurnir eru þegar komnar vegna íbúðanna, bæði til kaups og leigu. Mófuglar illa úti á köldu vori Morgunblaðið/ Líney Sigurðardóttir Skortur Bygging á sex raðhúsaíbúðum stendur nú yfir á Þórshöfn. Grunnur Húsagrunnar í Miðholti eru tilbúnir, vinna við lagnir stendur yfir. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2011 Nýjung Komið nýtt boltagerði. Við Dalskóla í Úlfarsárdal hefur verið komið fyrir boltagerði, eða gervigrasvelli. Boltagerðið, sem er 300 fermetrar, er með gervigrasi og lýsingu en óupphitað. Það er á framtíðarlóð grunnskólans í hverf- inu. Við Dalskóla er einnig unnið við að færa kennslustofur á vett- vang. Áður en kennsla hefst að nýju næsta haust verða fjórar stofur til- búnar. Í Dalskóla er samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frí- stundaheimili. Völlur við Dalskóla Alþingi kaus í gær átta dómara í landsdóm og átta varamenn til næstu sex ára. Kosin voru: Ásgeir Beinteinsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Bryn- hildur G. Flóvenz, Sigrún Blöndal, Hjörtur Hjartarson, Jónas Þór Guð- mundsson, Eva Dís Pálmadóttir og Þuríður Jónsdóttir. Varamenn eru Heiða Björg Pálmadóttir, Ragnhildur Rós Indr- iðadóttir, Þorgerður Jóhannsdóttir, Jónína Benediktsdóttir, Aðalheiður Ámundadóttir, Páley Borgþórs- dóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Halldóra Kristín Hauksdóttir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti sig algerlega andvíga því að Al- þingi sjálft tilnefndi enn og aftur í landsdóm. Sagðist hún óska þess við þingheim að hann legði á kom- andi þingi niður landsdóm þannig að ekki þyrfti að koma til annarra eins dómsmála og nú séu í farvatn- inu á hendur Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra. Morgunblaðið/Golli Réttur Fyrsta mál sem rekið er fyrir landsdómi er dómsmálið gegn Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, vegna aðgerða hans og aðgerðaleysis í aðdraganda hrunsins. Alþingi kaus átta dómara og átta varamenn í landsdóm til næstu sex ára Annan í hvítasunnu, þann 13. júní kl. 15:00, mun Dorrit Moussaieff forsetafrú formlega opna Æðarset- ur Íslands í Norska húsinu í Stykk- ishólmi. Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla hefur nú aðsetur í húsinu og komu fjölmargir heima- menn að undirbúningi setursins. Æðarsetrið verður opið daglega í sumar frá kl. 12-17. Í eldhúsinu í Norska húsinu verður hlunn- indasýning þar sem gamalt hand- verk er sýnt og gömul áhöld sem notuð voru við hreinsun á æðar- dúni. Þá verða gamlar ljósmyndir og kvikmyndir sýndar sem gerðar hafa verið um varp og dúntekju í gegnum tíðina. Í Mjólkurstofunni verður fræðslusýning um lífríki æðarfuglsins og vágesti hans auk þess sem munir sem tengjast æð- arfuglinum verða þar til sölu og sýnis. Leitað hefur verið til listamanna úr Stykkishólmi til að þróa list- muni fyrir safnið sem verða þar til sölu í sumar, auk þess sem hægt verður að kaupa æðardúnssængur í ýmsum stærðum og útfærslum. Morgunblaðið/Golli Ungi Hægt verður að kaupa Dúnssængur í Æðasetri Íslands í Stykkishólmi. Æðarsetur Íslands opnað í Hólminum Félag áhugamanna um Bátasafn Breiða- fjarðar stendur nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði dagana 2.-3. júlí nk. Félagið hefur súðbyrðinginn í öndvegi og vinnur að verndun hans og kynningu, auk þess að hafa undanfarin þrjú ár staðið fyrir siglingu slíkra báta um Breiðafjörð. Einnig stendur félagið að sýningunni „Bátavernd og hlunnindanytjar“ sem opnuð var á Reyk- hólum hinn 1. júní sl. Fyrirkomulagið verður þannig að siglt verður fyrri daginn bæði frá Reykhólum og frá Stykkishólmi í Rauðeyjar og Rúfeyjar. Á seinni deginum er ráðgert að sigla til Akureyjar. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð og verða eyjarnar skoðaðar undir leiðsögn manna sem þekkja þær vel. Allir súðbyrðingar eru velkomnir. Bátahátíð súðbyrðinga á Breiðafirði Bátadagar Falleg eyja- og báta- sýn frá Flatey á Breiðafirði. Borgarráð hefur samþykkt tillögur að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur og deiliskipulagi Há- skóla Íslands vegna svokallaðra Vísindagarða á svæðinu. Gert er ráð fyrir að á svæðinu rísi byggð með stúdentaíbúðum, starfsemi Há- skóla Íslands og Vísindagörðum. Svæðið sem um er að ræða markast að Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu. „Byggðin býr yfir mikilvægum vistvænum kostum auk þess sem hún gerir þekkingarfyrirtækjum kleift að koma sér fyrir á há- skólasvæðinu. Með þessu skipulagi er stigið skref til að gera Reykjavík vistvænni og efla hana sem þekk- ingarborg,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Skipulag samþykkt STUTT Jón Sigurðsson Blönduós „Úr smiðju vefarans mikla“ nefnist yfirlitssýning á verk- um Guðrúnar J. Vigfúsdóttur veflistakonu frá Ísafirði sem var opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi um liðna helgi. Það var dóttir listakonunnar, Eyrún Ísfold Gísladóttir, sem gerði í stuttu máli grein fyrir verkum móður sinnar og þeim hugmyndum sem á bak við þau standa. Á sýningunni má m.a. sjá handofna glæsikjóla og listavel gerð veggteppi og hökla úr Digraneskirkju sem einstök saga er á bak við. Kjólarnir eru eins og hannaðir í dag og er gaman að geta þess að hinn landsfrægi fata- hönnuður Steinunn Sigurðardóttir hefur sótt innblástur í verk Guðrúnar. Einnig má sjá síðustu veggteppin sem Guðrún óf, þá orðin 86 ára. Fjöldi manns lagði leið sína í safnið þegar sýningin var opnuð en opnunin markar líka sumaropnun safnsins. Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson skemmtu gestum með söng og spili og að lokum þáðu gestir kaffi og kleinur. Eins og fyrr greinir er sýning Guðrúnar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blöndu- ósi og verður opin í allt sumar á afgreiðslutíma safnsins. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Listakona (F.v.) Eyrún Ísfold, dóttir veflistakonunnar, Margrét Arna Vilhjálmsdóttir og Halla Víðisdóttir, starfs- menn safnsins, og Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins, virða fyrir sér verk á sýningunni á Blönduósi. Handofnir glæsikjólar og vegg- teppi í Heimilisiðnaðarsafninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.