Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Umsóknum einstaklinga um greiðslu- aðlögun hjá Umboðsmanni skuldara hefur fjölgað verulega á seinustu dög- um. Meginástæðan er sú að 1. júlí verður sú breyting að skuldarar sem sækja um greiðsluaðlögun eftir 30. júní komast ekki strax í greiðsluskjól við það eitt að tekið er á móti umsókn þeirra hjá embættinu, eins og verið hefur í vetur. Þeir sem sækja um eftir þann tíma fá ekki frestun greiðslna fyrr en umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið samþykkt af umboðs- manni skuldara. Að sögn Svanborgar Sigmarsdótt- ur, sviðsstjóra kynningarsviðs hjá embætti umboðsmanns skuldara, má gera ráð fyrir að það ferli getið tekið um fimm mánuði frá því umsókn er lögð inn og þar til umboðsmaður hef- ur samþykkt að hefja greiðsluaðlög- unarumleitanir. Umsóknir streyma til embættisins seinustu vikurnar. Svanborg segir að í síðustu viku hafi borist tæplega 80 umsóknir saman- borið við 40-50 umsóknir að jafn- aði á viku þar á undan. ,,Við höf- um ekki séð svona mikinn fjölda frá því í mars. Þetta hefur því aðeins auk- ist á ný og mun örugglega gera það fram að mánaðamótum.“ Hefur ekki áhrif á umsóknir sem berast fyrir 1. júlí Frá því að embætti umboðsmanns skuldara hóf störf hafa borist 3.039 umsóknir um greiðsluaðlögun. 1.927 mál eru í vinnslu hjá embættinu. Í lok seinustu viku var búið að afgreiða 1.112 mál og þar af hefur tekist að ljúka 32 málum með samningum sem farið hafa til umsjónarmanna. Frest- urinn sem rennur út 1. júlí byggist á tímabundnu lagaákvæði. Breytingin um mánaðamótin hefur engin áhrif á þær umsóknir um greiðsluaðlögun sem berast fyrir 1. júlí. Þeir sem komnir eru í greiðsluskjól fyrir þann tíma, halda því áfram þar til umsókn þeirra hefur verið afgreidd og/eða samningur um greiðsluaðlögun kemst á. Umboðsmaður skuldara hóf störf í ágúst í fyrra. Á síðasta haustþingi samþykkti Alþingi tímabundna viðbót við lögin um greiðsluaðlögun um að skuldari komist strax í greiðsluskjól þegar umboðsmaður hefur móttekið umsókn hans. Ákveðið var að þessi heimild yrði aðeins veitt til 1. júlí, þar sem „þá er gert ráð fyrir að bið eftir afgreiðslu umsókna um greiðsluað- lögun hafi styst umtalsvert,“ eins og sagði í greinargerð. omfr@mbl.is 80 umsóknir yfir vikuna  Umsóknir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru á fjórða þúsund  Búið að afgreiða 1.112 mál og ljúka 32 BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Íslenskar sjúkrastofnanir hafa tekið upp á því að auglýsa erlendis eftir læknum þar sem íslenskir læknar fást ekki til starfa. Þetta hefur gefist vel en nú þegar eru indverskir læknar að störfum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Búast má við að fleiri fylgi í kjölfarið. Tungumálið helsti vandinn „Við höfum auglýst erlendis og fengið gott og hæft fólk til starfa í flestum tilvikum. Hins vegar er ekki sótt um allar stöður sem eru auglýst- ar,“ segir Gróa Björk Jóhannesdótt- ir, staðgengill framkvæmdastjóra lækninga hjá Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. Sjúkrahúsið geti vel hugsað sér að fá fleiri erlenda sérfræðinga til starfa. „Það eru sennilega 30 til 35 ár síð- an fyrsti Indverjinn kom hingað til læknisstarfa en fleiri einstaklingar hafa komið á síðustu 5 til 6 árum,“ segir Gróa Björk. Hún segir ind- versku læknana vel menntaða og þeir fylli mikilvæg skörð þar sem ekki takist að ráða íslenska sérfræð- inga til starfa. Sjúkrahúsið kjósi þó frekar að ráða íslenskumælandi lækna til starfa sé þess kostur. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er læknaskortur farinn að segja verulega til sín en fáir íslenskir læknar hafa snúið heim úr sérfræði- námi upp á síðkastið. Þá hafa sömu- leiðis fjölmargir sérfræðilæknar flutt af landi brott. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir læknaskortinn vel þekkt vandamál á Norðurlöndunum öllum. „Ég er nýbúinn að funda með heil- brigðisráðherrum á Norðurlöndun- um og þessi staða er allsstaðar. Það er til dæmis verið að flytja inn lækna frá Asíu til Danmerkur í stórum stíl,“ segir Guðbjartur. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir mikilvægt að tryggja að allir læknarnir hafi tilskilin leyfi. Land- læknisembættið meti það sérstak- lega í hverju tilviki. „Það er síðan stofnana sjálfra að meta það hvort það sé ásættanlegt að hafa lækni sem talar ekki tungu- málið,“ segir Geir. Hann segir þó lítið mál fyrir evrópska lækna að fá vinnu innan Evrópska efna- hagssvæðisins (EES). Til dæmis starfi hér þó nokkrir pólskir læknar. Erlendir læknar ráðnir til Íslands  Læknar frá Indlandi fylla mikilvæg skörð á Akureyri Morgunblaðið/Ásdís Læknaskortur Íslenskar sjúkrastofnanir auglýsa nú í auknum mæli eftir erlendum læknum til starfa á sama tíma og íslenskir læknar flýja land. Síðustu 5 ár hafa nokkrir indverskir læknar verið ráðnir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Formlegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins hófust á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Í samningaviðræðum Íslands verður tekist á um 35 samningskafla löggjaf- ar ESB og voru fjórir þeirra til um- ræðu á fundinum í gær. Þar af tókst að ljúka umræðu um tvo þeirra, kafla 25 um vísindi og rannsóknir og kafla 26 um menntun og menningu. Kaflar þessir voru af- greiddir í gær m.a. sökum þess að efni þeirra hefur þegar verið tekið upp í ís- lensk lög. Auk þeirra hófust umræður um kafla 5, er snertir opinber inn- kaup, og kafla 10, um upplýsingasam- félagið og fjölmiðla. Í ræðu við upphaf viðræðnanna í gær sagði Össur Skarphéðinsson, ut- anríkisráðherra, þá rýnivinnu er hafi átt sér stað undanfarna sjö mánuði sýna fram á að Ísland sé vel undirbúið fyrir komandi viðræður. Með þátt- töku landsins í EES- og Schengen- samstarfi í gegnum árin hafi nú þegar meirihluti þeirra kafla, er komandi viðræður snúast um, verið teknir upp. Að auki sýndi rýnivinnan fram á auk- inn skilning meðal samningsaðila, einkum á sviði sjávarútvegs-, land- búnaðar- og umhverfismála Össur sagði mikilvægt að hefja sem fyrst umræður um þá samningskafla er kynnu að reynast Íslendingum erf- iðir, einkum þá kafla er snúa að sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmálum. „Af þessum sökum myndum við vilja hefja viðræður í þessum köflum snemma í ferlinu til þess að hafa nægjanlegan tíma til að finna lausnir sem báðir aðilar eru sáttir við,“ sagði Össur. „Ég geri ráð fyrir að sjávar- útvegurinn verði síðasti kaflinn sem lokið verður við,“ sagði Össur í sam- tali við Reuters-fréttastofuna í gær. Í ræðu sinni sagði Össur Ísland hafa náð miklum árangri í hinum ýmsu málaflokkum og kveðst jafn- framt fullviss um að Ísland verði und- irbúið frá fyrsta degi aðildar, komi til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, að uppfylla þær kröfur sem aðild fylgja. Í ræðu sinni á ríkjaráðstefnunni vék Össur að áliti þjóðarinnar gagn- vart hugsanlegri aðild að ESB. „Hafa ber í huga að almenningsálitið á aðild að ESB er mjög sveiflukennt í öllum ríkjum og á síðustu tveimur árum hafa kannanir bæði í umsóknarríkj- um og aðildarríkjum sýnt lægri stuðning við aðild heldur en hann hef- ur verið lægstur á Íslandi,“ sagði Öss- ur. „Í annan stað gefa nýleg könnun sem gerð er af ESB sjálfu, auk könn- unar sem gerð var af andstæðingum ESB-aðildar á Íslandi, til kynna vax- andi stuðning við aðild.“ Í ræðu sinni sagði Össur að það sem eftir væri af þessu ári, sem og næsta ár, verði mikilvægur tími í ný- höfnum aðildarviðræðum. Segist hann vona að stóru skrefi verði náð í átt að lokasamkomulagi sem mæta eigi hagsmunum Íslands jafnt sem hagsmunum ESB. Næsta ríkjaráð- stefna Íslands og ESB er áformuð í októbermánuði næstkomandi. Formlegt aðild- arferli Íslands að ESB hafið  Segir Ísland undirbúið fyrir viðræður Viðræður Össur, Janos Martonyi og Stefan Füle á fundinum í gær. Á blaðamannafundi » Össur sagðist vonast til að viðræður um helming samn- ingsins fari fram í ár, í for- mennsku Pólverja. » Gerist það, verða t.a.m. kafl- ar er snerta landbúnað og sjáv- arútveg til umræðu. » Vonir standi jafnframt til að þeir kaflar er eftir standa muni þá verða teknir fyrir eftir ára- mót, í formennsku Dana. Læknaskorturinn helgast með- al annars af því að hér bjóðast ekki sömu tækifæri fyrir sér- fræðilækna og erlendis. Guð- bjartur Hannesson velferð- arráðherra vonast til þess að stækkun Landspítalans, hið svokallaða hátæknisjúkrahús, muni styrkja stöðuna hér heima. „Hluti vandans er sá að fólk vill búa við bestu að- stæður og fá tækifæri til að vinna við sína sérgrein. Há- tæknisjúkrahús mun styrkja þá stöðu.“ Hann segir undir- búningsvinnu í fullum gangi en hún strandi þó á skipulags- ráði Reykjavíkur. Vonandi megi hefja útboð í haust. Framkvæmdin muni ekki einungis bæta aðstöðuna fyrir lækna heldur einnig skapa fjölmörg verkefni fyrir verk- taka. Skapar betri aðstæður HÁTÆKNISJÚKRAHÚS Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.