Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 25
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sigríður Elín og Svava Björk. Hinn 17. júní lauk ferðalagi afa. Hann var sannur skáti sem hafði í heiðri góð gildi, elskaði landið og naut náttúrunnar, enda segir mál- tækið: Einu sinni skáti, ávallt skáti. Það var því kannski engin til- viljun að afi og amma kynntust í skátunum og á sjálfum Þingvöll- um. Afi, sem ættaður var að vest- an, var hluti af þeirri kynslóð sem mótaði þjóðina eftir að sjálfstæði hennar var fengið. Kynslóð sem átti stóran systkinahóp og átti sér þann draum að byggja hús á möl- inni fyrir sunnan. Þessi kynslóð verður alltaf góð fyrirmynd ann- arra kynslóða fyrir áræði og dugnað, og fyrir mér var afi slík fyrirmynd. Með vilja en þó litlum efnum létu afi og amma drauminn rætast og byggðu heimili fyrir sig og börnin fjögur á Sogavegi 16. Afi hafði menntað sig sem hús- gagnasmiður og eftir langan vinnudag tók hann til við að móta allt húsið og innviði þess. Eftir að húsið var risið bar það gott vitni um áræðið og þann hagleik sem ávallt einkenndi afa. Fallegar hurðir sem hann sjálfur hafði smíðað og spónlagt, panill á veggjum, innréttingar, stigi og hverskyns mublur eins og hann kallaði húsgögnin sem hann smíð- aði. Húsið tók líka breytingum eftir því sem árin liðu og fjöl- skyldumynstrið breyttist og að lokum þegar börnin voru öll flogin að heiman og verkstjóraferillinn í húsgagnasmíðinni á enda, bjó hann sér til sitt eigið verkstæði í kjallaranum á Sogaveginum og hélt áfram smíðum. Það voru eng- ar venjulegar smíðar. Hann var frumkvöðull þegar hann hóf smíði á kistum fyrir eigendur gæludýra sem horfin voru úr þessum heimi. Vegna veru pabba erlendis urðu ekki til pabbahelgar heldur afa- og ömmuhelgar. Við hverja heim- sókn til þeirra ilmaði nýsmíðaður viður í bland við matinn sem amma útbjó og kökurnar sem bornar voru á borð. Það voru líka ófáar stundirnar sem maður ræddi við afa og fylgdist með hon- um takast á við úrlausn hinna ýmsu verkefna. Það var allt í senn útfærslan og smíðin sem mótaði áhuga minn fyrir hönnun og ný- sköpun ásamt því að njóta náttúr- unnar. Það var aldrei til umræðu hjá afa að slaka á. Ef hann var ekki að vinna úti eða heima þá stundaði hann sund, fjallgöngur eða gönguskíði. Hann faðmaði náttúruna, geislaði af hreysti og var sólbrúnn allan ársins hring. Með ömmu sér við hlið mynduðu þau sterka heild sem ræktaði vel heimili sitt og þá afkomendur sem þeim lánaðist. Ég bið guð að vernda og blessa afa sem senni- lega hefur fundið sér verkefni nú þegar við að dytta að einhverju á himnum, og að englarnir veiti ömmu styrk til að takast á við lífið án þess að hafa hann sér við hlið. Ingólfur Örn Guðmundsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur Gæða barnarúm til sölu - Bino Dönsk barnarúm til sölu á gjafaverði. Mjög góð dýna fylgir hverju rúmi, hægt er að velja á milli spring- eða heilsudýnu. Þetta eru í raun þrjú rúm í einu, fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Verð 59 þ. með dýnu. Uppl. Heiða í 699-6328. Bækur Bækur til sölu Sturlungasaga 1-2 1817-1820, Árbækur Espólíns 1821, 1-3, 5-9, 11-12, Vídalínspostilla 1858, 1-2, Jarðskjálftarnir á Suðurlandi 1899, Iðnsaga Íslands G.F., Strandamenn, Manntalið 1703, Sléttuhreppur, Sýslumannaævir 1-5, Íslenskir annálar 1847, Sturlungasaga 1-3 sv.hv., Maður og kona 1. útg. 1876. Kvenna- fræðari 4. útg., Kjalnesingar, Reykjavík sögustaður við sund 1-2. Upplýsingar í síma 898 9475. Garðar Er mosinn að eyðileggja grasflötinn? Erum með góðar lausnir við því. Eiríkur, s. 774-5775. Garðaþjónusta Reykjavíkur 20% afsláttur fyrir eldri borgara Öll almenn garðvinna á einum stað fyrir garðinn þinn. Trjáklippingar, beðahreinsanir, trjáfellingar, garða- úðun, þökulagnir, sláttur, hellulagnir o.fl. Fagleg vinnubrögð og sanngjarnt verð. Eiríkur, s. 774-5775. Þórhallur, s. 772 0864. Gisting Hótel Sandafell Þingeyri Býður gistingu og orlofsíbúðir. Sími 456 1600. Atvinnuhúsnæði Um 300 m2 veitinga- eða verslunar- húsnæði að Bæjarhrauni 26 Hafnar- firði til leigu eða sölu. Uppl. s. 664 5900 og 664 5901. Gistihús á Norðurlandi (sumarhótel) 285 fm mjög vandað gistihús með góð viðskiptasambönd rétt við Akur- eyri til sölu. Verð aðeins 57 millj. Skoðar öll skipti. Uppl. á Fasteignas. Torgi. Sigurbjörn 520 9555. Verslun Íslensk hönnun á frábæru verði Bolir, peysur, buxur, úlpur, kjólar o.fl. 22. júní til 10. júlí. Opið alla daga 14:00 til 19:00. Skipholt 25. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is – s. 551-6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Íslandsmálarar ehf. Þakmálun - Þakmálun!! Húsfélög - Húseigendur Þarf að huga að viðhaldi á þakinu? Við sérhæfum okkur í málun og viðgerðum á þökum. Gerum tilboð ykkur að kostnaðar- lausu. Löggiltur málarameistari. Grétar, s. 899 2008. islandsmalarar@gmail.com Ýmislegt 580 7820 580 7820 Kynningar- Standar ...þegar þú vilt þægindi Kr. 9.990- Klossar. Svart-hvítt stærðir 35- 48 Rautt stærðir 36-42. Blátt stærðir 36-47. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- föstudag kl. 11.00 - 17.00 Pantið vörulista okkar á www.praxis.is ...þegar þú vilt þægindi Kr. 8.900,- Dömu leður sandalar með frönskum rennilás. Litir: Svart - Hvítt. Stærðir 36-42. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- föstudag kl. 11.00 - 17.00 Pantið vörulista okkar á www.praxis.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýjar vörur Tunica með síðum topp undir. St. S-XXXL. Sími 588 8050. Facebook - vertu vinur. Teg. Kelly Teg. Dotty Frábærir gjafahaldarar í skálum D,DD,E,F,FF,G,GG,H á kr. 7.990,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur SUMARSKÓR - SUMARSKÓR Teg. 2211307 - Litur: Hvítt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.950,- Teg. 6223 - Litur: Sv/hv/rautt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.950,- Teg. 6308 - Litur: Hvítt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.950,- Teg. 6308 - Litur: Rautt. Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.950,- Teg. 6332 - Litur: Svart og hvítt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.975,- Teg. 504703 - Litur: Svart. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.975,- Vandaðir og þægilegir sumar- skór úr leðri, skinnfóðraðir. Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bátar Viksund 340 Til sölu VIKSUND 340. Glæsilegur bátur, vel búinn tækjum og búnaði. Upplýsingar í síma 844 1207. Fellihýsi Til sölu COLEMAN FLEETWOOD CHEYENNE 2003 Snyrtilegur vagn í góðu ástandi - Hljóðlát miðstöð - svefntjöld - heitt/kalt vatn - 12V/240V - gasísskápur - útigaseldavél - Verð kr. 1390 þús. Uppl. 897 9400. Húsviðhald Þak- og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti og allt húsaviðhald. Ragnar V. Sigurðsson ehf. Sími 892 8647. Stigateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533 5800, www.strond.is mbl.is finnur.is Ég hugsa um þig og þú hugsar um mig. Þú ert í hjarta mínu og ég í hjarta þínu. Hvíldu í friði, elsku amma! Ég elska þig. Þitt barnabarn, Anna Katrín Loftsdóttir. Katrín Loftsdóttir ✝ Katrín Loftsdóttir fæddist á bænumBakka í Austur-Landeyjum 25. janúar 1917. Hún lést 12. júní 2011. Útför Katrínar fór fram frá Víkur- kirkju 18. júní 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.