Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Handhægar umbúðir með tappa Barnsins stoð og stytta Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Við vorum að ganga hér um í Vest- mannaeyjum til að kanna varpið og fundum fjögur egg í tuttugu og fjór- um holum. Þannig að í það minnsta einhverjir hafa reynt að verpa síðan við vorum hérna síðast,“ segir Erp- ur Snær Hansen líffræðingur. Hann hefur undanfarnar vikur kannað ástand lundavarps um landið ásamt Marinó Sigursteinssyni og tveimur breskum sjálfboðaliðum. Leiðangri þeirra lauk í fyrradag og Erpur segir að þeir muni fara um Vestmannaeyjar næstu daga til að rannsaka hvort ræst hafi úr varpinu að einhverju leyti. „Bara svona til að sjá hvort þeir hafi alveg hætt við þetta eða ekki.“ Hann segir að lundavarpið skipt- ist í raun í þrennt á landinu. „Varpið er í góðu lagi á öllu Norðurlandi, alla leið frá Ströndum og að Skjálf- anda. Á Austurlandi, frá Borg- arfirði eystri til Papeyjar, er svo hálfgert millibilsástand. Það virðist sem að um 15-25% fuglanna hafi ekki orpið og það er í samræmi við meðaltalið á landinu,“ segir Erpur. Hann segir jafnframt ástæðuna fyr- ir því að varp gangi vel á Norður- landi vera þá að þar kemst fuglinn í loðnu. „Við Ingólfshöfða eru svo mörkin og þar byrjar í raun slæma svæðið, ef svo má að orði komast, sem nær frá Vestmannaeyjum til Breiða- fjarðar. Við fundum einn fugl í El- liðaey til dæmis, það voru öll ósköp- in. Og fyrir sunnan hefur varpið aldrei verið svona lítið. Það er ekki mjög líklegt að það verði eitt né neitt í sumar.“ Erpur segir ennfremur að þessi skipting eftir landsvæðum helgist af mismundandi hitastigi sjávar milli landshluta. Mörg lundapör reyna ekki að verpa á varpsvæðum  Við Ingólfshöfða fer varpið að versna til muna Morgunblaðið/Eggert Fugl Varp er ágætt á Norðurlandi enda kemst fuglinn þar í loðnu. BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Héraðsdómur Suðurlands féllst fyrir helgina á kröfu Íslandsbanka í máli fjármálafyrirtækisins gegn hjónum sem tóku hjá því gengistryggt lán í byrjun árs 2008. Um er að ræða fyrsta prófmál síðan Alþingi samþykkti breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, þ.e. uppgjör gengis- tryggðra lána. Að sögn lögmanns hjónanna verð- ur málinu að öllum líkindum áfrýjað til Hæsta- réttar. Í málinu var ekki tekist á um greiðsluskyldu en endurútreikning lánsins. Íslandsbanki reiknaði lánið þannig, að höfuðstóll þess sé andvirði lánsins í íslenskum krónum á útborgunardegi þess í byrj- un árs 2008, rúmar tíu milljónir króna. Þá er vaxtareiknað með lægstu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands frá útborgunardegi til dagsins í dag. Krafðist bankinn því að hjónin greiddu rúm- lega tólf milljónir króna. Hjónin voru ekki sátt við þetta og töldu ekki koma til greina að raska á afturvirkan hátt upp- gerðum gjalddögum. Þau gerðu þá aðalkröfu í málinu að Íslandsbanka yrði gert að endurreikna skuldabréfið með vöxtum Seðlabanka Íslands en með þeim hætti að endurútreikningur gildi frá dómuppsögu en ekki útborgunardegi. Og til vara að endurútreikningur gildi frá síðustu útgefnu greiðslukvittun en ekki útborgunardegi. Merkilegra vegna annars dóms Líkt og áður segir var fallist á það með Ís- landsbanka að reikna vexti frá útborgunardegi. Þetta er Björn Þorri Viktorsson, lögmaður hjónanna, ósáttur með. „Þetta er mjög merkilegt og ekki í samræmi við almennar kröfur og samn- ingarétt. Venjulega er það þannig þegar menn borga af láni sínu, eða hvern þann reikning hverju sinni, fær viðkomandi kvittun og þá er krafan nið- urfallin. Þá verða ekki gerðar frekari kröfur vegna þess tímabils sem greitt var fyrir. Nú gegn- ir öðru máli og það er ekki talið fara gegn eign- arréttaákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Björn og einnig að niðurstaðan sé þeim mun merkilegri fyrir annan dóm sem féll við sama dómstól. Sá dómur sem Björn Þorri vísar í féll í apríl á síðasta ári. Þá voru systkini dæmd til að greiða Sparisjóði Vestmannaeyja rúmlega milljón króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem þau gengust í fyrir lán dóttur annars þeirra. Skuld dótturinnar hafði hins vegar verið felld niður með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, þegar dóttirin var í greiðsluaðlögun. Dómstóllinn taldi ákvæði laga um ábyrgðarmenn, sem kom inn með lagabreytingu vorið 2009, vera andstætt eignarréttarákvæði 72. greinar stjórnarskrárinnar. Í ákvæðinu segir að eftirgjöf skulda á hendur lán- taka, m.a. við greiðsluaðlögun, skuli leiða til sömu lækkunar kröfu á ábyrgðarmanninn. Sérstaklega var tekið fram í lögunum að þau væru afturvirk. Það taldi dómarinn skerðingu á eignarrétti sem stríddi gegn 72. grein. Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Alþingi breytti efnislega samningum Hjónin í umræddu máli vísuðu til þess að þau hafi greitt af láninu á gjalddögum og fengið út- gefnar fyrirvaralausar kvittanir vegna þeirra af- borgana. Í niðurstöðu dómsins segir að þó svo það sé vissulega almennt svo að fyrirvaralaus kvittun um greiðslu girði fyrir það að kröfuhafi geti síðar krafist frekari greiðslna fyrir greidda gjalddaga sé ekki um það að ræða að kröfuhafi hafi tekið það upp hjá sjálfum að krefjast frekari greiðslu, held- ur byggir krafan á því að Alþingi setti lög sem breyttu efnislega samningi milli aðilanna, bæði hvað varðar verðtryggingu og vexti. Björn Þorri segir þetta kjarnann í málinu. „Dómurinn telur að það sé heimilt að ráðast inn í samningssambandið og breyta því með afturvirk- um hætti en hann taldi það hins vegar ekki heim- ilt, vegna þess að það byggði á lögum frá Alþingi, að fella niður kröfur á ábyrgðamenn þegar aðal- skuldari hafi farið í greiðsluaðlögun. Við töldum að það sama ætti við því við teljum að lögin séu andstæð stjórnarskránni að þessu leytinu til.“ Vextir reiknaðir á lán frá útborgunardegi þeirra  Prófmál eftir nýleg lög um endurútreikning féll með fjármálafyrirtækjum Morgunblaðið/Ómar Mótmælt Hátt í fimm hundruð manns mótmæltu í júlí á síðasta ári framferði Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits gagnvart lánþegum gengistryggðra lána þegar tekinn var málstaður bankanna. „Augljóst er af lestri dómsins, að það, sem dómarinn vísar í, er að lagasetning Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, og ríkisstjórnarinnar fyrir áramót gerir það að verkum að fólk fær ekki jafn hagstæða nið- urstöðu og vænta mátti í kjölfar dóms Hæsta- réttar á sínum tíma. Það segir skýrt í dómnum, að vegna inngrips þingsins sé fullnægðar- kvittun ekki gild,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks. Hann segir röksemdarfærslu dómr- arans skýra, þó hann lýsi sig ekki sam- mála henni. „Þarna hefur þingið farið þvert gegn hagsmunum lántakenda sem er nákvæmlega það sem ég hef verið að leggja áherslu á og setti meðal annars inn lánareiknivél á vefsvæði mitt þannig að fólk gæti séð þetta svart á hvítu.“ Þingið fór gegn lántakendum GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON „[Þ]að er ekki oft sem maður fær verulega slæma tilfinningu fyrir einhverju máli eins og nú og sú tilfinning hefur bara vaxið eftir því sem málið er skoðað meira og betur og fleiri um- sagnir lesnar og talað við fleiri umsagnaraðila. Ég hef aldrei áður heyrt jafnmarga finna einu máli jafnmargt til foráttu.“ Þetta sagði Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, í umræðu um frumvarpið um endurútreikning- inn. Hún segir það vera að rætast sem bent var á. „Þetta er bara sorg- legt.“ Margrét sem situr í viðskiptanefnd Alþingis sat fund fyrr í mánuðinum þar sem endurútreikningar geng- istryggðra lána voru til umfjöllunar. Komu á fundinn tveir starfsmenn og tveir sérfræðingar efnahags- og við- skiptaráðuneytisins til að svara um- beðnum spurningum nefndarmanna. Þegar starfsmaðurinn ætlaði að lesa upp svörin var hann beðinn um blaðið sem hafði þau að geyma. „Blaðið geymdi sem sagt ekki svör efnahags- og viðskiptaráðuneytisins heldur svör Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) við sumum af spurningum okkar.“ Sömu útreikningar fyrir dóm Margrét segir að það sé sama hvar menn beri niður í þessu máli, allt sé á eina bókina lært. Hún segir jafnframt að það virðist sem svo að SFF hafi komið að gerð frumvarpsins, þó svo hún hafi ekki fyrir því beinar sann- anir. Meðal þess sem Margrét finnur að, eru tilmælin sem komu frá Seðla- bankanum og Fjármálaeftirlitinu „sem svo Umboðsmaður Alþingis benti á að engar forsendur hefðu ver- ið fyrir. Og það er líka athyglisvert að fjármálafyrirtækin voru farin að reikna út [með sama hætti og getið er í dómnum] löngu áður en lögin voru sett. Þetta er eins og samsæri gegn almenningi.“ Þá bendir hún á að Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefnd- ar, hafi sagt sig frá málinu þegar það var til meðferðar. Álfheiður Ingadótt- ir varaformaður hafi þá komið því í gegnum nefndina. Hún sé eiginkona Sigurmars Albertssonar sem unnið hafi mikið fyrir Lýsingu og „var eig- inlega búinn að kalla eftir því fyrir dómi að svona lög yrðu sett“. „Samsæri gegn al- menningi“ Margrét Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.