Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ég hef lært að vera þaðsem kallast á enskuOlympic PerformanceCoach. Það mætti segja að ég sé styrkleika- og ástand- sþjálfari en samt er ég svolítið sér- hæfðari en það,“ segir Mark spurður út í þjálfaramenntun sína. „Mitt sér- svið er að hjálpa íþróttamönnum að ná sínum besta árangri á líkamlega sviðinu. Ég er ekki íþróttaþjálfari. Ég sé um líkamlega frammistöðu. Ætli það mætti ekki kalla mig þrek- þjálfara upp á íslensku. Þegar ég kom hingað fyrst hafði enginn heyrt um þetta áður, en það eru einhverjir búnir að læra þetta núna en það eru ekki margir sem vinna við það sem ég geri,“ segir Mark. Hann kom í fyrsta skipti til Íslands árið 1999, kom og fór í nokkur ár en er nú sestur hér að. Býr í paradís í Mosfellsbæ eins og hann orðar það sjálfur. Aðeins á eftir öðrum löndum „Það er gott fyrir mig að vinna hér á landi. Ég ætla ekki að móðga neinn en á Íslandi eru íþróttir í raun- inni aðeins á eftir íþróttum í öðrum löndum. Hér eru þær enn að þróast. Það er góð staða fyrir mig og gerir kröfur til minnar menntunar. Hér er þörf á minni hjálp. Ég hjálpa íþróttamönnum við að ná hámarki líkamlegrar frammi- stöðu, að ná alla leið. Ef við tökum sem dæmi fótboltamann sem er mjög góður í fótbolta en hefur aldrei gert neitt sérstakt til að bæta meiðsli sem hann hefur orðið fyrir, koma í veg fyrir meiðsli, til að auka styrkinn eða Aðstoðar íþróttafólk við að ná alla leið Mark Kíslich er þýskur þrekþjálfari sem hefur starfað hér á landi í nokkurn tíma. Hans sérsvið er að ná því mesta og besta út úr hverjum íþróttamanni eða hverju keppnisliði. Mark hefur staðið sig vel í þeirri vinnu, hann aðstoðar íþróttamenn við að ná alla leið og hefur meðal annars komið að þjálfun á handboltakapp- anum Loga Geirssyni og knattspyrnuliði KR. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Mark Kíslich Sérsvið hans er að ná því mesta og besta út úr hverjum íþróttamanni eða hverju keppnisliði og hefur hann staðið sig vel í því. Á vefsíðu bresku samtakanna The Soil Association má finna ýmiss konar fróðleik um lífræna ræktun. Til að mynda hvað flokkist sem slík ræktun, hvar megi finna markaði með lífrænum vörum og fyrir hvað samtökin sjálf standi. Á vefsíðunni er að finna ótal áhugaverðar greinar sem snúa að lífrænni ræktun. Ættu þær að geta nýst áhugafólki sem og öðrum sem langar að forvitnast. Samtökin voru stofnuð árið 1946 af framsýnum hópi sem hafði áhyggjur af áhrifum aukinnar tækni- væðingar í landbúnaði á heilsu fólks í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Fyrstu 30 árin áttu samtökin sér samastað á sveitabæ í Suffolk en áhugi á lífrænni ræktun hefur auk- ist statt og stöðugt síðan á sjöunda áratugnum. Í dag fer lífræn ræktun fram á 4% alls ræktarlands í Eng- landi. Vefsíðan www.soilassociation.org Grænmeti Æ fleiri kjósa að bæði rækta og neyta lífræns grænmetis. Fróðleikur um lífræna ræktun Í kvöld fer Fjallahjólaklúbburinn í sína árvissu hjólaferð til Viðeyjar. Verður hjólað um eyna og sagan skoðuð, bæði hús og minjar. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og því geta allir notið ferðarinnar, hjólagarpar jafnt og byrjendur. Lagt verður af stað um kl. 19:30 frá Viðeyjarstofu og tekur ferðin eina og hálfa til tvær klukkustundir. Viðeyjarstofa verður opin þannig að eftir hjóla- ferðina er tilvalið að fá sér hress- ingu og njóta kvöldsólarinnar yfir sundunum áður en haldið er heim á leið. Fyrir þá sem hafa hug á að hjóla er rétt að benda á að siglt er frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19.15. Endilega … … hjólið um Viðey í kvöld Þægilegt Hjólaferð um Viðey hentar hjólagörpum á öllum aldri. Nú hafa sumardagarnir tekið við, langir og á tíðum letilegir. Í það minnsta ef við erum í sumarfríi. Á þessum árstíma verða dagarnir oft dálítið auðveldari þó nóg sé að gera. Enda gefur birtan okkur jú kraft og góða veðrið þegar sólin sýnir sig. Full- orðna fólkið fer dálítið í sama gír og börnin við skólalok. Sumarið er komið og þá ætlar fólk sko að slæpast og hafa það gott. Þegar kemur að hreyf- ingu og heilbrigðu líferni er þó betra að sleppa ekki alveg fram af sér beisl- inu. Breyta frekar til en ekki leggja t.d. líkamsræktina alveg niður. Þá verður nefnilega svo miklu erfiðara að koma sér aftur af stað í haust. Hér eru nokkur góð heilsuráð af vefsíðunni WebMD bæði fyrir líkama og sál. Þeim ætti að vera auðvelt að fylgja eftir í sumarsólinni. Ber og garðvinna 1. Bættu berjasprengju á matseð- ilinn á hverjum degi. Á sumrin er nóg til af girnilegum berjum og um að gera að borða nóg af þeim. Bláber og jarðarber eru alltaf góð og gómsætt að búa sér til berjasalat úr þeim og bæta út í t.d. hindberjum eða öðrum berjum sem eru í uppáhaldi hjá hverj- um og einum. Berin eru holl og góð og meðal annars stútfull af andoxunar- efnum. Ber má líka setja í blandarann með skyri eða nota sem léttan eft- irrétt með grískri jógúrt og hnetum. 2. Ræktaðu garðinn þinn í orðsins fyllstu merkingu. Dútlaðu í garðinum þínum eða fáðu að koma í heimsókn til fjölskyldu eða vina og hjálpa til að snyrta til, reyta arfa, raka gras og slá. Sama hver vinnan er nákvæmlega þá er mjög afslappandi að róta í mold eða raka gras. Það er líka svo gott að geta andað að sér fersku lofti og sum- um finnst þeir líka ná ákveðnu jarð- sambandi við náttúruna. Sem er ágætt þegar segja má að við tökumst nærri á loft við allt amstur og stress hins daglega lífs. 3. Mikilvægt er að vernda augun og hafa augnheilsuna í huga. Í sólskini er því réttast að vera með góð sólgler- augu. Mælt er með að fólk noti gler- augu sem útiloka í það minnsta 99% af sólargeislunum. En auðvitað er best að nota yfirleitt einhver sólgler- augu frekar en engin. 4. Það finnst mörgum freistandi að nota björtu sumarkvöldin til ýmissa verka. Erfitt getur verið að koma sér í bólið sem auðvitað ruglar öllu svefn- skipulagi. Þetta er ekki nógu gott þegar fólk þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Svo að yfirleitt er best að reyna að halda í rútínuna þó maður fari ef til vill aðeins seinna að sofa en ella. Þá er mælt með að sleppa því að lúra yfir daginn, nema fólk geti alltaf tekið lúr á sama tíma og haft þá stutta. Sumarheilsa Best að halda í rútínuna eins og hægt er Hollusta Ber eru stútfull af andoxunarefnum, sérstaklega bláber og jarðarber. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. GAMANAÐ SPARA fyrst og fremst ódýrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.