Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 SUMMER. Veislutjald. 350x530x265 cm Verð 54.900,- NÚ 37.900,- Fleiri gerðir í boði. Verð frá 16.900,- einfaldlega betri kostur 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARVÖRUM NÝTT KORTATÍMABIL Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vel tókst til með fólksflutninga yfir Múlakvísl í gær, loks eftir að þeir komust á að nýju undir hádegið. Hafði þá löng bílaröð myndast sín hvorum megin við ána. Eftir óhappið á þriðjudag stóð til að hefja flutninga kl. 9 í gærmorgun en samningar tók- ust ekki við eigendur öflugrar rútu sem fengin var á staðinn. Var þá farið í að útvega annan trukk sem kom frá Sæmundi hf. í Borgarnesi. Á tólf tím- um eða til kl. 23 í gærkvöldi tókst að ferja um 700 manns yfir ána og hátt í 300 bíla. Til þess var notuð ein rúta og fjórir sérútbúnir vörubílar. „Þetta gekk eins og smurð vél, ekk- ert hik og ekkert fát. Fólk var mjög rólegt og sýndi mikla þolinmæði,“ sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lög- reglumaður frá Hvolsvelli, við Morg- unblaðið í gærkvöldi, en embætti hans stjórnaði aðgerðum á vettvangi í samráði við björgunarsveitir og Vegagerðina. Hann sagði að tekist hefði að halda í við röðina sem mynd- aðist í gærmorgun og um kvöldið var farið að hægja á umferðinni. Frá hádegi rigndi nokkuð á svæð- inu og urðu sumir ferðamenn að leita skjóls í skúrum sem komið var fyrir. Salernisaðstöðu skorti fram eftir degi en úr því var bætt síðdegis, beggja vegna árinnar. Flutningar hefjast að nýju í morgunsárið, kl. 7, og standa að öllu óbreyttu til kl. 23 í kvöld. Vinnu Vegagerðarinnar við bráðabirgða- brúna miðar vel áfram. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn. „Gekk eins og smurð vél“  Um 700 manns og 300 bílar ferjaðir yfir Múlakvísl í gær  Flutningar halda áfram í dag á öflugum farartækjum  Smíði bráðabirgðabrúar gengur vel Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðamenn Blautt var í veðri við Múlakvísl í gær og þurftu ferðamenn að trilla ferðatöskunum eftir veginum, m.a. þessir Vestur-Íslendingar. Flutningar Fengin var öflug fjallarúta frá Sæmundi í Borgarnesi til að ferja fólk yfir Múlakvísl í gær. Hafði þá fjöldi ferðamanna beðið tímunum saman. Hlýnun loftslags á undanförnum árum hefur haft áhrif á lífríki veiðivatna landsins, bæði stöðuvatna og straum- vatna. Greinilegar breytingar hafa orðið á stofnstærð bleikju og hún víða látið undan. Vitað er að stofnstærð bleikju hefur minnkað á fyrri hlýindaskeiðum. Laxinn kann hins vegar vel að meta hlýindin og eflist frekar við hlýindin. Veiðimálastofnun fer fyrir norrænu rannsóknarverkefni, NORDCHAR, þar sem áhrif loftslagsbreytinga á fersk- vatnsfiska, einkum bleikju, eru rannsökuð. Nýjar tegundir hafa numið land. Þar má nefna flatfisk- inn flundru eða ósakola sem veiddist hér fyrst árið 1999 svo vitað sé. Flundran fór að hrygna hér við land og er nú orðin útbreidd við allt Suður- og Vesturland, á Vest- fjörðum, auk þess sem hún finnst einnig á Norðurlandi. Unnið er að könnun á útbreiðslu flundrunnar. Sæsteinsuga er heldur ógeðfelldur gestur. Sjómenn hafa veitt hana af og til en svo tók að bera á því fyrir um fimm árum að hún lagðist á laxfiska. Það er talið mögu- legt að hún sé farin að hrygna hér. gudni@mbl.is »16-17 Aukin hlýnun veldur breyt- ingum í veiðivötnum landsins Ljósmynd/Guðbrandur Einarsson Sæsteinsuga Einn fylgifiskur aukinna hlýinda er sæ- steinsugan sem farin er að leggjast á laxfiska.  Nýjar tegundir á borð við flundru hafa numið hér land Jón Finnboga- son, forstjóri Byrs, segir enn of snemmt að segja til um hvaða áhrif það hafi á starfs- fólk fjármálafyr- irtækisins að Ís- landsbanki hafi nú eignast það. „Við fórum yfir stöðu mála á starfsmannafundi í gær og fólkið var jákvætt og hlakkaði til að fara að vinna með Íslandsbanka. Þetta er þó allt gert með fyrirvörum um sam- þykki Fjármálaeftirlits og Sam- keppniseftirlits og því er allt of snemmt að fara út í bollaleggingar núna um hvað nákvæmlega gerist,“ segir Jón. Í tilkynningu frá stjórn Byrs hf. í gær sagði að ákveðið hefði verið að ganga til samninga við Ís- landsbanka um útgáfu nýs hlutafjár og að fyrirtækin hefðu undirritað samkomulag þess efnis. »Viðskipti Byr undir Íslands- banka Ekki ljóst hver áhrif verða á starfsfólk Jarðskjálfti, 2,6 að stærð, varð í Kötlu um kl. 16 í gærdag. Upptök skjálftans voru á um þriggja kíló- metra dýpi, um 7,7 kílómetra norð- ur af Hábungu. Vel er fylgst með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Margir sjálf- virkir skjálfta- og óróamælar eru við eldfjallið. Sólarhringsvakt hef- ur verið á Veðurstofunni síðan fyrir helgi þegar hlaup kom í Múlakvísl. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki óalgengir í Kötlu. Vel fylgst með Kötlu eftir skjálfta í gær Maðurinn sem lenti í alvarlegu bif- hjólaslysi á þriðjudag nyrst á Skaga, milli Húnaflóa og Skaga- fjarðar, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Manninum, sem er á sex- tugsaldri, var haldið sofandi í önd- unarvél í nótt að sögn læknis á gjör- gæsludeild Landspítalans. janus@mbl.is Haldið sofandi á gjörgæsludeild Þó að tekist hafi að koma á flutningum fólks og farartækja yfir Múlakvísl er ljóst að ferða- þjónustan á Suður- og Suðaust- urlandi verður fyrir miklu tekju- tapi. Hefur fjöldi afbókana borist vegna hlaupsins. Takist að ljúka gerð bráðabirgðabrúar í næstu viku gæti tapið þó orðið minna en leit út fyrir í fyrstu, er rætt var um að hringvegurinn yrði lokaður í 2-3 vikur. Júlí er stærsti mánuður árs- ins í ferðaþjónustu og áætlað að dæmigert fyrirtæki hafi nærri 40% árstekna sinna í mánuðinum. »14 Tekjutap í milljónum ÁHRIF HLAUPSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.