Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Sunnlensk fjöll umkringja helgarfjörið Veðurspá kl. 12 á laugardaginn Heimild: vedur.is G ru nn ko rt :L M Í 113° Steinar 512° Stórhöfði 611° Búrfell413° Hæll 415° Kálfhóll 414° Sámsstaðir 511° Hellisheiði 413° Þingvellir 512° Reykjavík 512° Keflavíkurflugvöllur 711° Grindavík Milt veður verður víðast hvar um helgina en helst munu sólargeislarnir ylja landsmönnum á vestan- verðu Suðurlandi, þar sem er spáð 13-16 stiga hita. Margt er að gerast á svæð- inu í mannlífi og menningu, en þar að auki býður nátt- úra Suðurlands upp á marga útivistarmöguleika. Helgarferðin – Eltum sólina í sumar Skoðaðu lista yfir áhugaverða staði á Suðurlandi, inni á south.is Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Sunnlendingar og Suðurnesjamenn eiga von á besta veðrinu um næstu helgi, ef spár ganga eftir. Þeir sem ætla út úr bænum um helgina veðja því á líklegan hest með því að halda sig sunnan heiða. Hæg norðanátt verður framan af helgi og milt veður á Suðurlandi. Þrettán til sextán stiga hiti, heitast í Vestmannaeyjum á laugar- dag, en svo snýst vindurinn í suðaustlæga átt og von er á dálítilli rigningu í Vestmanna- eyjum og heldur kólnandi veðri á sunnudag. Þá gæti verið vel við hæfi að halda sig á meg- inlandinu. Þótt ekki séu stórviðburðir í Vestmanna- eyjum um helgina er þar mikið um að vera og iðandi mannlíf. Undirbúningur fyrir þjóðhátíð er í fullum gangi og verið að setja upp sviðið og hlaða bálköstinn inni í Herjólfsdal. Nú er siglt í Landeyjahöfn fimm sinnum á dag, en sam- kvæmt upplýsingum frá ferðamannamiðstöð- inni í bænum hefur straumur fólks til Vest- mannaeyja aukist verulega eftir að brúin yfir Múlakvísl fór um síðustu helgi. Margir hafa breytt ferðaáætlunum sínum í vikunni, enda ekki viljað hanga í röð klukkustundum saman í Vík í Mýrdal. Í gær þurfti fólk að bíða hátt í sólarhring í röð þar. Endurbætt sundlaug Fyrir þá sem ekki ætla að skella sér á sjálfa þjóðhátíðina í Eyjum um verslunarmannahelg- ina getur verið sniðugt að kíkja þangað núna. Í Vestmannaeyjabæ er nýuppgerð sundlaug með góðri aðstöðu fyrir börn. Þá er búið að endurbæta byggðasafnið, sem segir sögu eyjanna ýtarlega frá því fyrir Tyrkjaránið og fram á vora daga. Náttúrugripasafnið er alltaf vinsæll áfangastaður fyrir börnin og aldrei að vita hvaða furðuskepnur má þar sjá, lífs eða liðnar. Svo er líka hægt að skella sér í siglingu út í Klettshelli eða í kringum Heimaey á um það bil einum klukkutíma. Fimm manns geta líka leigt sér einn bát saman og fengið stjórnand- ann til að fara þangað sem þá lystir, svona næstum því. Einnig er hægt að gera sér ferð upp í nýja hraunið þar sem ræktaður hefur verið fallegur gróður, ganga á Eldfell eða fara suður á Stórhöfða og skoða útsýnið. Fyrir þá sem ekki taka með sér bíl til eyjanna er hent- ugt að geta leigt sér Segway, sem eru raf- knúnar standskutlur sem komast 40 kílómetra á einni hleðslu. Að öllu þessu sögðu er líka vel hægt að skella sér á þau mörgu kaffihús og veitinga- staði sem í bænum eru, slaka einfaldlega á og gera ekki neitt. Morgunblaðið/RAX Seljalandsfoss Margir fleiri fossar eru á Suðurlandi. Til að mynda er Gljúfrabúinn rétt hjá og í Fljótshlíðinni eru margir fallegir fossar, sem gaman er að skoða, ekki síður en undir Eyjafjöllum. Flóðið beindi ferðafólki til Eyja Að slæpast í Vestmannaeyjum » Fyrir þá sem ekki hafa komið áður til Eyja er skyldumæting út á Skans- inn, þar sem stafkirkjan stendur og hægt er að fá fallegt útsýni yfir inn- siglinguna. » Þá er áhugavert að koma að bað- kerinu þar sem Guðlaugur Friðþórsson braut ísinn í mars árið 1984 og fékk sér að drekka eftir sex kílómetra sund frá sökkvandi skipi. » Herjólfur fer sína fyrstu ferð til Eyja klukkan tíu að morgni og síðasta ferð til baka er frá Vestmannaeyjum klukkan hálfníu að kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.