Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÍBretlandi fernú fram heitumræða um framgöngu út- breiddasta sunnu- dagsblaðs landsins, News of the World, og er þá ekki átt við auglýsingablöð með frétta- og efnisívafi, enda slík blöð ekki talin með í saman- burði. Blaðið varð uppvíst að innbrotum í símtæki fólks í stórum stíl. Áður hafði verið vitað að út- sendarar blaðsins höfðu brotist inn í síma einstaklinga úr bresku konungsfjölskyldunni og höfðu verið felldir fangelsis- dómar af því tilefni. Eins var vitað að hinir sömu höfðu brotist inn í símtæki frægðarfólks, en af einhverjum ástæðum þótti það ekki eins ámælisvert og annað. Nú þykir fullljóst að breska lögreglan hafi ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti og látið hjá líða að fara í gegnum sönnunargögn sem henni höfðu borist um fyrrgreint athæfi og eins sleppt því að rannsaka mútugreiðslur til lögreglu- manna og öryggisvarða kon- ungsfjölskyldunnar, þótt við- urkenning á slíku athæfi lægi fyrir. En þegar við bættist stað- festing á að fjölmiðillinn hefði látið brjótast inn í símtæki horf- innar stúlku, sem óttast var að lent hefði klóm morðingja, inn í síma aðstandenda fallinna her- manna og inn í sjúkraskýrslur son- ar fyrrverandi for- sætisráðherra og reyndar persónu- lega bankareikn- inga hans sjálfs, sauð upp úr. Þótt böndin hafi enn sem komið er fyrst og fremst borist að fjölmiðlum í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs er nú talið að fleiri fjölmiðlar kunni að eiga hlut að máli, þótt í minni mæli sé. Er staðan mjög erfið fyrir trúverð- ugleika fjölmiðla almennt og óttast menn á þeim bæjum að stjórnvöld muni nýta reiði al- mennings til að þrengja mjög þeirra kost. Scotland Yard telur skyldu sína að upplýsa hvern þann sem hún fær vitneskju um að hafi orðið fórnarlamb löglausra hler- ana. Enda hlýtur það að vera sjálfsagt. Hér á Íslandi var brotist inn í tölvupósta manna og dómstólar landsins blessuðu athæfið, sem verður svartur blettur sem máist seint. Og upp- lýst var opinberlega að heil- brigðisstarfsmenn hefðu í heim- ildarleysi brotist inn í skýrslur „þekktra“ sjúklinga sem legið höfðu á Landspítalanum. Spyrja verður: Hafa þeir sjúklingar verið upplýstir um þá grófu at- lögu gegn persónulegri vernd þeirra. Ef ekki, hver eru þá rök- in fyrir slíku og hefur Persónu- vernd lagt blessun sína yfir þau? Bretar eru sem þrumu lostnir yfir framgöngu fjöl- miðla. En dæmin eru víðar } Fjölmiðlar gegn friðhelgi Nokkuð er umliðið frá því vannærð börn með útblásna maga voru daglega í fréttum vegna gríðarlegrar hung- ursneyðar á horni Afríku. Myndirnar létu engan ósnort- inn og lagt var í mikið hjálpar- starf til að reyna að lina þján- ingar barnanna og annarra íbúa svæðisins. Smám saman dró úr hörmungunum og ástandið á þessu harðbýla landsvæði hefur á síðastliðnum árum ekki verið eins slæmt og þá var. Allir hafa vonað að hörm- ungar af þessu tagi og af þess- ari stærðargráðu væru að baki. Hætt er við að sú von hafi brugðist og að óbreyttu stefnir í ólýsanlegar hörmungar á þessu landsvæði. Ástandið er raunar þegar orðið hörmulegt. Eins og fram kom í frétta- skýringu í Morgunblaðinu í gær er nú talið að um tvær milljónir ungra barna séu van- nærðar í þeim löndum sem um ræðir, í Sómalíu, Keníu, Eþíóp- íu og Djibouti. Þar af er talið að hálf milljón barna sé í bráðri lífshættu af þess- um sökum. Þá er áætlað að yfir tugur milljóna manna á svæðinu hafi orðið fyrir verulegum áhrifum vegna ástandsins og þetta hefur leitt til þess að flóttamannastraumur er mikill og mun meiri en flótta- mannabúðir ráða við. Ef ekkert er að gert mun heimurinn þurfa að horfa upp á vaxandi hungursneyð og aðrar hörmungar á svæðinu. Engin leið er að segja hversu margir gætu látist, en þær tölur sem nefndar eru hér að framan gefa til kynna hversu skelfilegt manntjónið gæti orðið. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að yngstu börnin eru viðkvæmust. Ástandið á horni Afríku þolir enga bið. Stjórnvöld og al- menningur um allan heim verða grípa til þeirra ráðstafana sem duga til að veita brýnustu neyðaraðstoð og koma íbúum svæðisins í gegnum þann hryll- ing sem þeir búa við. Milljónir ungra barna eru vannærðar eða í bráðri lífshættu} Hjálpum þeim Ú tlit fræga fólksins, sér í lagi kvenna, er vinsælt umfjöllunar- efni á þeim vefsíðum sem telja sig höfða sérstaklega mikið til kvenþjóðarinnar. Helst mætti af þessari umfjöllun ráða, að þessar frægu og fögru konur tilheyri einhverri allt annarri dýrategund en við hinar; ég þekki að minnsta kosti enga konu sem lítur út eins og ofurfyrirsæta þegar hún gengur út af fæðingardeildinni. Slíkt þykir aftur á móti bæði sjálfsagt og eðlilegt í heimi stjarnanna; það þykir frekar fréttnæmt og er blásið upp í téðum fjölmiðlum, hafi kona ekki endurheimt fyrri líkamsvöxt sinn tveimur vikum eftir barnsburð. Ekki minnist ég þess að hafa lesið slíka um- fjöllun um útlit frægra karla. En þeir komast heldur ekki í fjölmiðla fyrir að borða á almanna- færi, annað en hitt kynið, sem prýðir forsíður blaða, meira að segja íslenskra netmiðla, fyrir það eitt að fá sér ham- borgara og franskar. Í bókinni „Á hverfanda hveli“ eftir Margaret Mitchell, sem gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum, er aðalsögu- hetjunni Scarlett ÓHara meinað að fara í garðveislu, án þess að hún borði fyrst heima hjá sér. „Maður þekkir alltaf dömu á því að hún borðar ekki fyrir framan aðra,“ er sagt við Scarlett þegar hún þráast við, því hana langar til að gæða sér á kræsingum í veislunni. Auðvelt er að hneykslast á þeim boðum og bönnum sem Scarlett og samtímakonum hennar voru sett í Suðurríkjunum um miðja 19. öld. En að minnsta kosti krafðist enginn þess af Scarlett og samtímakonum hennar að þær litu út eins og barnlausar ungmeyjar nokkrum dögum eftir barnsburð. Í flestum heimshlutum eru fjölmiðlar eitt öfl- ugasta tæki samfélagsins, þar sem þeir eru stærsta upplýsingaveitan sem völ er á. Margar rannsóknir sýna að fjölmiðlar halda á lofti hefð- bundinni stöðu kvenna og karla og að miklu minna er fjallað um konur en karla og hefur verið talað um „30-70 regluna“ í því sambandi, en það þýðir að karlar fá um 70% fjölmiðla- umfjöllunar. En þetta á ekki við í umfjöllun um slúður og dægurmál, en þar eykst hlutur kvenna til muna. Í slíkri umfjöllun eru flestar konurnar nokkurs konar stjörnur; konung- bornar eða fegurðardísir, nema hvort tveggja sé. Spyrja má hvort þetta sé betra en engin um- fjöllun. Sýnist líklega sitt hverjum. Stundum er sagt að fjölmiðlar séu spegill samtíðarinnar. Þá er yfirleitt átt við að fjölmiðlar endurspegli þær skoðanir og viðhorf sem þykja góð og gild hverju sinni. Hvað myndi Scarlett blessunin hugsa um okkur? Skyldi henni finnast viðhorf til kvenna hafa tekið stakkaskiptum, eða skyldi hún kannast við eitthvað af þeim viðhorfum og skoðunum sem enn vaða uppi og virðast ótrúlega lífseigar? Að minnsta kosti er hætt við að Suðurríkjameynni hefði verið misboðið ef hálfgleymd poppstjarna hefði í örvæntingu sinni gargað uppi á sviði og kallað hana hóru, að því virðist í þeim eina til- gangi að komast aftur inn á kortið. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hvað myndi Scarlett segja? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Spurningamerki hefur veriðsett að undanförnu við fram-tíð Schengen-samstarfsins íkjölfar þess að Danir ákváðu að taka upp aukið tollaeftirlit á landamærum sínum að Þýskalandi og við Eyrarsundsbrúna yfir til Sví- þjóðar auk flugvalla og hafna. Fyrr á árinu höfðu forystumenn ýmissra ríkja innan samstarfsins, eins og Frakklands og Ítalíu, kallað eftir rík- ari heimildum til handa aðildarríkj- anna til þess að taka upp hefðbundið landamæraeftirlit gerðist þess þörf í kjölfar aukins straums flóttamanna frá Líbíu vegna átakanna í landinu. Landamæralaus Evrópa Rekja má upphaf Schengen- samstarfsins aftur til ársins 1985 þegar samningur sem markar upphaf samstarfsins var undirritaður í hol- lensku borginni Schengen. Upp- hafleg stofnríki voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Luxem- borg, Holland, Spánn, Portúgal, Grikkland og Austurríki. Síðar bætt- ust Danmörk, Noregur, Finnland, Svíþjóð og Ísland í hópinn í mars 2001. Árið 1999 var samstarfið fellt undir forræði Evrópusambandsins. Í grófum dráttum gengur Schengen-samstarfið út á það að hefðbundið landamæraeftirlit er fellt niður á milli aðildarríkja þess en þess í stað eflt á svonefndum ytri landa- mærum. Fyrir vikið þarf ekki að framvísa vegabréfi þegar farið er á milli ríkja á Schengen-svæðinu en hins vegar þurfa þeir sem fara til annarra ríkja innan þess ávallt að hafa vegabréf sín á sér ef lögregla skyldi óska eftir þeim. Þá felur Schengen-samstarfið í sér náið samstarf lögregluyfirvalda í aðildarríkjunum og aðild að sameig- inlegum gagnabönkum t.a.m. yfir eft- irlýsta einstaklinga og stolna muni. Glæpir auðveldaðir? Ákvörðun danskra stjórnvalda um aukið tollaeftirlit, sem kom til framkvæmda 5. júlí síðastliðinn, hefur verið harðlega gagnrýnd og þá eink- um af Evrópusambandinu sem telur hana ganga í bága við samkomulagið um Schengen-samstarfið. Þá er óttast að fleiri aðildarríki kunni að feta í fót- spor Dana. Danskir ráðamenn hafa þó fullyrt að ákvörðunin falli innan ramma þess og hafa rökstutt hana með því að sporna þurfi við ólögleg- um innflutningi fólks og skipulagðri glæpastarfsemi. Gagnrýni á Schengen-sam- starfið í gegnum tíðina hefur einmitt einkum beinst að því að niðurfelling á landamæraeftirliti innan þess auð- veldaði glæpamönnum að stunda starfsemi sína þvert á landamæri. Þá hefur verið fundið að því að landa- mæragæslu á ytri landamærum svæðisins, einkum í Austur- og Suð- ur-Evrópu hafi víða verið áfátt. Náttúruleg landamæri Talvert var deilt um aðild Ís- lands að Schengen-samstarfinu í að- draganda þess að Ísland tók form- lega þátt í því. Meðal þess sem var gagnrýnt var að með aðildinni væri verið að fórna náttúrulegum landa- mærum landsins og treysta þess í stað á ytri landamæragæslu sam- starfsins. Bent var í því sam- bandi á að Bretar hafi ekki vilj- að vera aðilar að Schengen einkum á þeim forsendum að land þeirra væri eyja með landamæri frá náttúrunn- ar hendi. Með aðildinni væri þar með m.a. verið að auðvelda aðgengi al- þjóðlegrar glæpa- starfsemi að landinu. Schengen-samstarfið komið í uppnám? Ljósmynd/Víkurfréttir Eftirlit Dönsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka upp aukið tollaeftirlit á landamærum Danmerkur að Þýskalandi og Svíþjóð. „Ég lít svo á að það geti verið um tvenns konar þróun að ræða. Annars vegar að hafa hefðbundið eftirlit með landa- mærum og hins vegar að hafa aukið eftirlit með fólki innan hvers ríkis fyrir sig. Það er þró- un sem mér þykir afleit. Ég vil að fólk geti um frjálst höfuð strokið þegar það er á ferli inn- an einstakra ríkja og vil þá frek- ar að það sé eftirlit á landamær- um,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Hann segir ljóst að Danir séu ekki einir um það að vilja endur- skoða eftirlit með landsmærum í ljósi reynslunnar. Ýmis Evr- ópuríki hafi að sama skapi lýst áhyggjum sínum af þeim opnu landamærum sem til staðar eru á vettvangi Schen- gen-samstarfsins og þeim vandamálum sem því fyrir- komulagi gætu fylgt. Frekar eftirlit á landamærum ÖGMUNDUR JÓNASSON Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.