Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 195. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Byrjaði í Crossfit og missti 30 kíló 2. Með alvarlega höfuðáverka 3. Með brennandi kerru í eftirdragi 4. Skar getnaðarliminn af »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í kvöld hefja göngu sína á RÚV matreiðsluþættirnir Grillað. Kokk- arnir Völundur Snær, Sigurður og Stefán Ingi halda um stjórnvölinn. Einnig verður gefin út bók með upp- skriftum úr þáttunum. Grillað í dag á RÚV  Hinir svoköll- uðu GRM, Gylfi, Rúnar og Megas, munu halda tón- leika í Höllinni helgina fyrir Þjóðhátíðina í Eyj- um eða hinn 22. júlí. Með þeim í þessari Vest- mannaeyjaför verða trommarinn gamli úr Stuðmönnum Ásgeir Ósk- arsson og bassaleikarinn Sigurður Árnason. GRM í Höllinni í Vestmannaeyjum  Björk Guðmundsdóttir hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjasta verkefni sitt, Biophiliu. M.a. er ýtarlegt viðtal við hana í vísinda- og tækniritinu Wired, hún ritstýrir tísku- og menn- ingarritinu Daz- ed & Confused og er auk þess um- fjöllunarefni fjölda blaða, stórra sem smárra. »39 Björk umtöluð í er- lendum fjölmiðlum Á föstudag og laugardag Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, hvassast NV-lands. Dálítil rigning með köflum NA- og aust- anlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 19 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og NA-átt, 5-10 m/s NV-til síðdegis en annars hægari. Skýjað með köflum og dálítil væta um sunnan- vert landið fram eftir, en austanlands síðdegis. Hiti 10 til 18 stig. VEÐUR „Ýmislegt var jákvætt hjá okk- ur í fyrri hálfleik en þegar úr- slitin eru svona stór þá er erf- itt að tala um eitthvað jákvætt út á við. Þetta fer í reynslubankann,“ sagði Ólaf- ur Kristjánsson þjálfari Ís- landsmeistara Breiðabliks þegar Morgunblaðið ræddi við hann að loknum tapleiknum gegn Rosenborg í Meist- aradeildinni í gærkvöldi. Norðmennirnir eru í góðri stöðu eftir 5:0 sigur. » 2 „Þetta fer í reynslubankann“ Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Einar Daði Lárusson og Blake Jakobsson eru komin til Ostrava í Tékklandi þar sem heimsmeistaramót 23 ára og yngri í frjálsíþróttum hefst í dag. Helga er talin ein af tíu bestu kepp- endum mótsins en hún segir að það hafi komið sér mjög á óvart og hún sé sjálf ekkert sérstaklega vel stemmd fyrir keppnina. »3 Kom Helgu á óvart að vera talin ein 10 bestu KR og FH eiga fyrir höndum hörkuleiki í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. FH-ingar taka á móti Nacional frá Portúgal í Kaplakrika og KR fær Zilina frá Slóvakíu í heimsókn í Vestur- bæinn. Þjálfararnir Heimir Guð- jónsson og Rúnar Kristinsson vonast eftir hagstæðum úrslitum á heimavelli. »4 Evrópuleikir í Kapla- krika og á KR-velli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Það er búið að ganga mjög vel og undirbúningurinn rennur eins og smurð vél,“ segir Jón Berg Torfa- son mótsstjóri og formaður ung- lingaráðs Breiðabliks. Að þessu sinni er metþátttaka á Símamótinu í Kópavogi, knattspyrnumóti fyrir 5. til 7. flokk kvenna. Alls munu 180 lið spila 750 leiki á 18 völlum. Í fyrra var þátttakan einnig góð en þá var leikið á 16 völlum. „Það er metþátt- taka og mótið hefur aldrei verið stærra. Það var stórt í fyrra en það bættist við þann fjölda. Kvennamót í knattspyrnu eru haldin einnig á Siglufirði og Vestmannaeyjum en Símamótið er stærsta mótið á Ís- landi,“ segir Jón Berg sem telur áhugann á kvennaknattspyrnu vera í uppgangi. Búist er við að 2-4 aðstandendur komi með hverjum keppanda og er liðum utan af landi boðið að gista í Smáraskóla og Salaskóla í Kópa- vogi. Tjaldstæði verður á Kópavogs- túni vestan við Hafnarfjarðarveg. Búist við miklum fjölda „Við búum okkur undir gríðarlegan fjölda fólks en um 14-15 þúsund manns gætu ver- ið að koma í gegnum svæðið yf- ir helgina,“ segir Jón Berg. „Þetta leggst vel í okkur en við biðjum veðurguðina að vera í liði með okkur,“ segir hann og telur að þátt- takan frá landsbyggðinni sé ágæt en félögin á höfuð- borgarsvæðinu komi að þessu sinni sterkari til leiks. Jón segir að fljótlega eftir áramót séu stelpurnar farnar að hugsa um mót sumarsins en stemmningin sé mest rétt fyrir mótið. „Það er mikill spenningur og stelpurnar skemmta sér konung- lega,“ segir hann. Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli klukkan 19:30 í kvöld en setning mótsins er áætluð þar klukkan 20. Trúðurinn Vally og Gunni og Fel- ix munu taka þátt í skrúðgöngunni en norska fótboltakonan Charlotte Lade mun halda sýningu á setning- arathöfninni. Hún hefur að atvinnu að leika listir sínar. Spilað verður í riðlum kl. 9-18 á föstudeginum, 9-17 á laugardeginum og 9-15 á sunnu- deginum en þá lýkur mótinu með verðlaunaafhendingu. Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir keppendur, þjálfara og foreldra verður haldin á laugardagskvöldinu. Kópavogsbúar hvattir til að hjálpa til „Mótið hefur aldrei verið stærra og mikið að gera. Ég hvet því alla Kópavogsbúa sem vilja taka þátt í sjálfboðastarfi að gefa sig fram við mótsstjórn. Um 200 sjálfboðaliðar taka þátt í starfinu, en þetta gæti ekki gengið svona vel nema með hjálp góðra manna,“ segir Jón. Búist við 15 þúsund í Kópavoginn  Um 1.550 þátttakendur á Síma- mótinu  Eitt stærsta íþróttamótið Morgunblaðið/ Ómar Stórmót Þorgeir, Sindri, Hákon og Jón Ágúst voru í óðaönn að snyrta trjágróður á Kópavogsvelli svo allt líti vel út þegar stúlkurnar byrja að keppa. Sigrún Gunnarsdóttir hefur tekið þátt í undirbúningi fót- boltamóta kvenna frá árinu 1996. „Þetta voru bara rétt um 100 lið þegar ég byrjaði að vinna við þetta og á þeim tíma voru 2. til 5. flokkur að keppa í A- og B-liðum. Nú eru þetta orðnar miklu yngri stelpur sem keppa í A-, B-, C- og D- liðum. Þátttakan hefur verið að aukast hægt og rólega en mig hefði ekki grunað að aukningin yrði svona mikil,“ segir Sigrún. Áhuginn hefur aukist FÓTBOLTI KVENNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.