Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Alltaf ódýrast á netinu Þú færð alltaf hagstæðara verð á flugfelag.is STUTT Messað verður í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði nk. sunnudag kl. 14. Prestar Múlaprófastsdæmis hafa nokkur undanfarin sumur messað á Klyppstað um miðjan júlí og verður svo einnig að þessu sinni. Messan á Klyppstað hefur að jafn- aði verið vel sótt af ferðafólki og úr nágrannabyggðum. Eftir messu verður boðið upp á kirkjukaffi í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Allir eru velkomnir. Klyppstaðar- kirkja var reist árið 1895, en prest- ur sat þar til ársins 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dverga- steini og síðar Seyðisfirði. Kirkjan er friðað hús og hefur ekki verið af- helguð. Fyrri hluta 20. aldar var blómleg byggð í Loðmundarfirði. Um aldamótin 1900 voru þar 87 íbú- ar. Til Loðmundarfjarðar er jeppa- vegur frá Borgarfirði. Sumarmessa í Klyppstaðarkirkju Loðmundarfjörður Klyppstaðarkirkja er í fögru umhverfi. Messað verður 17. júlí nk. Á morgun, föstudag kl. 21:15, stendur FIT, Félag tón- skálda og textahöfunda, fyrir garðveislu í Hljómskála- garðinum. Garðveislan er ókeypis og öllum opin. Það verður lagahöfundur ársins 2010, Jónas Sigurðs- son, ásamt Ritvélum framtíðarinnar sem stígur á stokk, en hljómsveit hans inniheldur fjölda hljóðfæraleikara og söngvara. Þá kemur fram dúettinn Song for Wendy en hann samanstendur af Bryndísi Jakobsdóttur, Dísu, og danska tónlistarmanninum Mads Mouritz. Þau hafa búið og starfað í Danmörku undanfarin misseri og komið fram á Norðurlöndunum, Þýskalandi og víðar. Garðveisla FIT hefur orðið að árvissum viðburði síðan árið 2008 þegar félagið fagnaði 25 ára afmæli sínu og jafnframt 25 ára afmæli fyrsta „út- rásarlagsins“, Garden Party, sem sló í gegn á alþjóðavísu í flutningi Mezzo- forte. Það voru Mezzoforte sem riðu á vaðið og léku í fyrstu garðveislu FIT. Síðan þá hafa listamenn á borð við Megas, Senuþjófana, Möggu Stínu, Hörð Torfa og Hjálma sett svip sinn á garðveisluna. Garðveisla í Hljómskálagarðinum Jónas Sigurðsson Golfsamtök fatlaðra á Íslandi standa fyrir púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 19. júlí nk. Mótið fer fram á púttvell- inum við Hraunkot í Hafnarfirði (GK) og hefst kl. 18. Mótið fer nú fram öðru sinni en skráningu má senda á if@isisport.is. Hörður lést árið 2009 en hann var ötull forvígismaður golfíþrótt- ar fatlaðra á Íslandi og gegndi for- mennsku í samtökunum til dauða- dags. Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Hörð, í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og Golfsamband Íslands, sem ætlað er að styrkja fatlaða kylfinga. Frumkvöðull Hörður Barðdal átti frum- kvæði að stofnun Golfsamtaka fatlaðra. Púttmót og sjóður í minningu Harðar Heyannir eru ár- viss viðburður á hverju býli. Nú á sunnudaginn, 17. júlí, er komið að þeim degi þegar amboðin verða tekin fram á Ár- bæjarsafni og ljár borinn í gras, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Gestum og gangandi verður boð- ið að taka virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla. „Um aldir höfðu Íslendingar eng- in önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir 1960, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins. Því er kjörið tækifæri fyr- ir þá sem vilja rifja upp fyrri kynni við orf og hrífur að taka þátt í heyannadegi Árbæjarsafns,“ segir í tilkynningunni. Fjölbreytt dagskrá hefur verið í Árbæjarsafni í sumar, eins og forn- bíladagur og Jónsmessuhátíð. Heyannir í Árbæjar- safni á sunnudag Úr fyrri heyskap í Árbæjarsafni. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Höfuðstaður Norðurlands er ein- stakur á heimsvísu, eins og inn- fæddum er kunnugt. Mér var bent á nýverið, að eftir að Grímsey varð hluti bæjarins sé Akureyri eini stað- urinn í heiminum (a.m.k. á Íslandi) þar sem boðið er upp á áætlunarflug innanbæjar! Ætli það sé rétt?    Vegalengdir eru afstæðar. Ný- gift hjón, bandarísk stúlka og ís- lenskur piltur, ætluðu austur að Höfn frá Reykjavík í síðustu viku ásamt foreldrum hennar og bróður. Það breytti litlu þótt brúin á Múla- kvísl hyrfi af vettvangi, parið beygði einfaldlega í aðra átt út úr borginni og ók norðurleiðina. Ellefu klukku- stunda akstur til Hafnar þótti ekki tiltökumál.    Von var á fólkinu til Akureyrar í gærkvöldi, en þar býr faðir hins ný- gifta. Sá segir að þegar parið „skreppi“ úr háskólanum heim til foreldra hennar aki þau 14 tíma hvora leið. Og gat þess að morgni dags sem þau óku norður og austur, skutluðu þau bandarískri vinkonu út á Keflavíkurflugvöll frá Reykjavík!    Sextíu ár voru síðastliðinn föstu- dag frá því tveir ungir íþróttamenn í Þór létu lífið í hörmulegu slysi: Kristján Guðmundur Kristjánsson frjálsíþróttamaður, sem var á 21. aldursári, og Þórarinn Jónsson knattspyrnumaður, sem hefði orðið tvítugur nokkrum dögum síðar.    Af þessu tilefni komu þrír Þórs- arar sem voru í þessari örlagaríku ferð í kaffisamsæti í félagsheimilinu Hamri og sama dag lagði formaður félagsins blómaskreytingar á leiði Kristjáns og Þórarins. Hópur frá félaginu var í langferða- bifreið um Óshlíð, þegar stór steinn féll ofan á bílinn með þessum afleið- ingum. Kristján og Þórarinn sátu ásamt fjórum öðrum í öftustu sæta- röðinni.    Tveir slösuðust mjög mikið, Þor- steinn Svanlaugsson, sem er látinn, og Halldór Árnason, þekktur á Akureyri sem Dóri skó. Hann var einn þriggja sem komu í Hamar á föstudaginn var. Hinir voru Tryggvi Gestsson og Arn- grímur Kristjánsson, tvíburabróðir Kristjáns Guðmundar sem lést í slys- inu.    Friðarhlaupið er nú hálfnað á ferð umhverfis Ísland og verður hópurinn á Akureyri í dag. Þeim sem vilja sjá bæjarstjórann, Eirík Björn Björg- vinsson, hlaupa upp Gilið er bent á að mæta við hótel KEA kl. 10.15.    Fyrsti viðkomustaður er KA- heimilið, þar sem krakkar á leikja- námskeiði taka á móti hópnum, og þar verður formanni félagsins, Hrefnu Gunnhildi Torfadóttur, afhent sam- félagsverðlaunin Kyndilberi friðar, fyrir þrotlaust starf í þágu betra samfélags á sviði kennslu og fé- lagsmála, eins og segir í tilkynn- ingu.    Gaman er að segja frá því að Torfi Leósson, skipuleggjandi Friðarhlaupsins, mun freista þess að sýna að hann hafi engu gleymt síðan hann vann gullverðlaun á ESSO mótinu 1990 sem varamark- vörður í C-liði KA og býður öllum krökkunum að skjóta á mark sam- tímis. Verður hann einn til varnar!    Frá KA-heimilinu verður hlaup- ið að sambýli eldri borgara við Bakkahlíð og þaðan á Þórssvæðið þar sem krakkar á leikjanámskeiði taka á móti hlaupurunum.    Annað kvöld verður ábreiðu- bandið Alice In Chains Tribute á Græna hattinum. Innanborðs eru söngvararnir Jens Ólafsson og Kristófer Jensson, gítarleikararnir Franz Gunnarsson og Bjarni Þór Jensson, trommurnar lemur Þór- hallur Stefánsson og Jón Svanur Sveinsson leikur á bassa. Er stutt til Hornafjarðar? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 60 ár frá slysinu Þórsararnir Halldór Árnason, Tryggvi Gestsson, Sigfús Helgason formaður og Arngrímur Kristjánsson voru í kaffisamsæti í Hamri. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Hágöngulón fylltist í fyrrinótt þegar yfirborð þess hækkaði um 70 senti- metra við hlaup úr Vatnajökli. Vatnsborðið fór að hækka hratt um tvöleytið um nóttina og verulega dró úr aðstreyminu um klukkan átta í gærmorgun. Að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, náði hlaupið há- marki sínu um klukkan þrjú um nóttina. Um 26 gígalítrar bættust við lónið í hlaupinu. Það er um 37 ferkíló- metrar að stærð. Einn gígalítri er þúsund milljón lítrar. Hlaup fáheyrð á þessum slóð- um Í tilkynningu frá Veðurstofu Ís- lands í gær sagði að um klukkan sjö um morguninn þann 12. júlí hefði mælst órói á jarðskjálftamælum við vestanverðan Vatnajökul. Óróinn hefði staðið yfir í um 45 mínútur og annar svipaður hefði mælst á tíma- bilinu frá kl. 13:15 til 14:15 í fyrra- dag. „Óróinn líktist því sem mælist vegna vatnsflóða undan jökli,“ sagði í tilkynningunni. Um klukkan 18 kom aftur órói fram á mælum sem stigmagnaðist fram yfir miðnætti. Hjörleifur segir hlaup á þessum slóðum vera fáheyrð. Aukin skjálfta- virkni hefur verið undir Hamrinum undanfarna mánuði en engin um- merki hafa sést á yfirborðinu. Að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Landsvirkjunar, fóru vatnamælingamenn Landsvirkjunar að Hágöngulóni í gær og gengu á Hágöngur til að kanna aðstæður og uppruna hlaupsins. Umframvatn í Þórisvatn Hágöngulón er staðsett vestur af Köldukvíslarjökli og er hluti Há- göngumiðlunar Landsvirkjunar, sem miðlar vatni á vatnasviði Köldu- kvíslar. Vatnið nýtist svo virkjunum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Á sumrin er vatni safnað í lónið og var það næstum fullt þegar hlaupið hófst. Umframvatnið í Hálsgöngu- lóni rann niður Köldukvísl í gær og í Þórisvatn. Mælar Landsvirkjunar sýndu í gær að yfirborð Þórisvatns var byrjað að hækka. Hágöngulón fylltist við jökulhlaup úr Vatnajökli  Umframvatnið í lóninu rennur yfir í Þórisvatn Morgunblaðið/RAX Lónið Hálslón var næstum fullt þegar hlaupið byrjaði í fyrradag og um- framvatnið streymdi niður Kölduhvísl í gær og yfir í Þórisvatn. Hlaupið » Órói við vestanverðan Vatnajökul mældist fyrst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands um klukkan sjö í fyrra- morgun. » Að sögn Hjörleifs Svein- björnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru hlaup á þessum slóðum afar fáheyrð. » Hlaupið náði hámarki um klukkan þrjú í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.