Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 17
17 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA 15. júlí landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Sæktu um skuldalækkun strax í dag Skuldalækkun Landsbankans er í boði til 15. júlí. Sæktu strax um að lækka skuldir þínar áður en frestur rennur út. Skilmála og nánari upplýsingar um skuldalækkun Landsbankans má finna á heimasíðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi. Lækkun annarra skulda Þú sækir um í netbankanum Töluvert hefur verið fjallað um bágt ástand sandsílisins við Suður- og Vesturland. Glöggur náttúruunnandi í Vestmannaeyjum minntist á það við blaðamann hvort það geti verið að flundran kunni að hafa haft þar áhrif. Hún sé gráðugur nýbúi sem haldi sig einmitt á sömu slóðum og sandsílið hefur hrygnt. Hann varpaði því fram hvort það geti verið að flundran éti hrogn eða seiði sandsílisins? Valur Bogason, útibússtjóri Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum, sagði að samspil flundru og sandsílis í hafinu við Ísland hafi ekki ver- ið kannað. Hann sagði flundru ekki hafa sést í sandsílarann- sóknum stofnunarinnar. „En við erum að fá annan flatfisk í plógana,“ sagði Val- ur. „Við höfum ekkert séð af henni.“ Hann taldi að líklega væru þeir á of djúpu vatni fyrir flundruna. Sandsílaplógurinn er dreginn eftir botninum á 30-70 metra dýpi. Valur taldi ólíklegt að flundran hafi leikið stórt hlutverk varðandi slæma afkomu sandsílisins undan- farin ár. Morgunblaðið/Ómar Sandsíli Kría með síli. Flundran og sandsílið Veiðimálastofnun leiðir norrænt rann- sóknarverkefni, NORDCHAR, þar sem rannsökuð eru áhrif loftslagsbreytinga á ferskvatnsfiska, einkum bleikju. Vísbend- ingar eru um að hlýnun geti haft mikil áhrif á útbreiðslu, líffræði og viðgang bleikjunnar. Stofnunin er í samvinnu við Matís um þessa rannsókn og stofnanir í Noregi og Svíþjóð. Einnig koma að verk- efninu vísindamenn í Skotlandi og Kan- ada. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiði- málastofnunar, er verkefnisstjóri NORDCHAR- verkefnisins sem standa mun í þrjú ár. Hann var spurður hvort bleikjunni sé al- mennt að hnigna á norrænum slóðum. „Nei, ekki alls staðar sem betur fer,“ sagði Sigurður. „Það er frekast í suður- enda útbreiðslusvæðisins sem henni hnignar.“ Hann sagði ekki ósennilegt að hnign- unin stafi af hlýnun og sú skýring hafi verið gripin á lofti. Suðurland og Vesturland Íslands eru á syðri mörkum útbreiðslusvæðis bleikj- unnar. Sigurður sagði að sjóbleikjan okkar hafi einnig átt undir högg að sækja. Hann taldi ástand- ið í sjónum geta haft þar einhver áhrif en áhrif ástands sjávar á sjófuglastofnana hafa verið aug- ljós undanfarin ár. NORDCHAR-verkefnið hófst í vor. Sigurður sagði að verið sé að afla efniviðar víða að til að skoða erfðafræði bleikjunnar alls staðar sem hana er að finna. Þau gögn verða samkeyrð í haust og næstu skref tekin í framhaldinu. Hér á landi verður safnað sýnum úr tíu bleikju- stofnum víða um land. Sigurður sagði að svo virð- ist sem í hverju vatni sé sérstakur stofn og það sé líkt og hjá öðrum laxfiskum. Norrænni rannsókn á heim- skautableikju stýrt frá Íslandi Sigurður Guðjónsson „Við höfum séð þetta á laxi í Þjórsá. Þar skoðum við laxa úr netaveiði en það hefur ekkert komið ennþá,“ sagði Benóný. Lif- andi sæsteinsuga sem hafði bitið sig fasta við lax sem veiddist í Ytri-Rangá náðist. Benóný sagði steinsugusár hafa sést á lax- fiskum á hverju ári frá 2006. Þá hafi sést talsvert af steinsugu- sárum á netaveiddum sjóbirtingi en tíðni sáranna hafi ekki aukist. „Ég á von á að þetta geti jafnvel fjarað út,“ sagði Benóný. Tengist hlýnun hafsins Sæsteinsugan er flækingur í hafinu við landið. Benóný sagði að á tímabilum hafi menn orðið mikið varir við sæsteinsugu í sjónum við landið. Þær hafi sést hanga á bátum, belgjum og fleiru. Sæsteinsugan finnst í Norður- Atlantshafi við strendur Evrópu og Ameríku og eru stofnarnir að- greindir. Safnað var sæstein- sugum frá sjómönnum á Horna- firði og í Vestmannaeyjum og gerð á þeim erfðarannsókn til að kanna hvaðan hún hefði borist hingað. Sæsteinsugurnar reynd- ust vera af evrópska stofninum. „Tilkoma sæsteinsugunnar tengist hlýnun hafsins,“ sagði Benóný. „Það er athyglisvert að hún kemur hér á svipuðum tíma og makríllinn. Það hefur orði vart við margar nýjar tegundir í sjónum.“ Sæsteinsuga Ófrýnilegur munnsvipur. Ljósmynd/Veiðimálastofnun Hamskipti lífríkis og landslags MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.