Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Sigurbjörg er verkefnastjóri Fis-
hernet-verkefnisins sem fellur undir
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.
„Þetta er Evrópuverkefni sem hefur
staðið í þrjú ár. Ég er að safna sam-
an efni sem hefur komið út á ís-
lensku um íslenska strand- og fisk-
veiðimenningu. Ég safna saman
fyrirlestrum og ritgerðum, stórum
sem smáum, og svo er ég að vinna
með Ríkisútvarpinu við að taka við-
töl við fólk sem vinnur við sjávarsíð-
una og hefur unnið þar, bæði sjó-
menn, fiskverkakonur sem og
konurnar sem voru heima og ólu
upp börnin á meðan mennirnir voru
á sjó. Verkefnið tekur til allra þátta
menningarinnar við ströndina,“ seg-
ir Sigurbjörg og viðurkennir að um
sé að ræða gríðarmikla vinnu.
Stuggað til fjalla eins
og sauðkind að vori
„Ég er ein fárra Íslendinga
sem ólust í meira en 20 km fjarlægð
frá strönd. Ég er afdalabarn,“ segir
Sigurbjörg. „Sem barni og unglingi
fannst mér sjórinn spennandi en
líka ógnvænlegur og það var í raun
ekki fyrr en ég flutti til útlanda og
fór að koma með erlenda ferðamenn
til landsins, sem ég lærði að hlusta
og lærði að sjá mitt eigið land með
augum ferðalangsins.“
Hún segir að á svipuðum tíma
og hún hóf að koma með fyrstu hópa
erlendu ferðalanganna hingað til
lands hafi Íslendingar verið að upp-
götva hálendið. „Þegar ég var að
undirbúa ferðirnar uppgötvaði ég að
fólk vildi sjá hvar og hvernig við
bjuggum og hvernig við lifðum af í
Eigum margt eftir ólært
um strandmenningu
Sigurbjörg Árnadóttir segist vera ein fárra Íslendinga sem ólust upp í meira en 20
km fjarlægð frá strönd. Sem barni þótti henni sjórinn bæði spennandi og ógnvæn-
legur en það var ekki fyrr en eftir að hún flutti til útlanda sem áhuginn kviknaði á
strandmenningu. Hún kom að stofnun Íslenska vitafélagsins og vinnur nú að
Evrópuverkefninu Fishernet þar sem hún safnar saman útgefnu efni um íslenska
strand- og fiskveiðimenningu.
Í Ósvör Sigurbjörg og Finnbogi Bernódusson, fyrrverandi safnvörður í Ós-
vör við Bolungarvík. Safnið er endurbyggð verbúð og minjasafn.
Æðardúnn „Við erum ábyggilega 30 árum á eftir Norðmönnum í að nýta
æðardún,“ segir Sigurbjörg. „Fáir vita að hann er hluti strandmenningar.“
Í dag, á sjálfum Bastilludeginum, er
ekki úr vegi að vera dálítið „fransk-
ur“. Á bloggsíðu sinni lefrancophon-
ey.com lýsir höfundurinn April Wendy
Hollands því hvernig best sé að þykj-
ast vera Frakki. Líkt og nafn vefsíð-
unnar bendir til. Hollands er upp-
runalega áströlsk en hefur búið í
Frakklandi undanfarin ár. Hollands
skrifar á gamansaman hátt um líf sitt
í Frakklandi og hvernig hún upplifir
það sem „aðkomumaður“ eins og
hún orðar það sjálf. Á vefsíðunni
skrifar hún meðal annars skemmti-
lega færslu um að það sé mjög
franskt að fara á flóamarkað um
helgar. Þar megi helst ekki gleyma að
prútta en það geri hún hins vegar
sjaldan. Í þetta umrædda skipti tekst
henni þó að prútta niður verðið á
málmpotti alveg óvart og það ein-
göngu með því að grínast við sölu-
manninn.
Vefsíðan www.lefrancophoney.com
Þykjustu Frakkar á flóamarkaði
Gómsætir Það gerist nú ekki mikið franskara en það að fá sér ost.
Grænmetismarkaður verður opnaður
á bílastæði Leikfélags Hveragerðis
við hliðina á Eden á morgun föstudag
kl. 14:00. Opið verður allar helgar
fram á haust: Föstudaga kl 14:00 -
18:00, laugardaga og sunnudaga kl.
12:00 - 18:00. Í boði verður nýtt
grænmeti úr gróðurhúsum auk þess
sem hægt verður að kaupa ný-
upptekið útigrænmeti um leið og það
þroskast.
Á boðstólnum verða m.a. tómatar,
gúrkur, paprika, salat, kál, rófur, gul-
rætur, kartöflur, púrra, sellerí og hver
veit nema bleikja og heimagerð
hrossabjúgu fái að vera með.
Endilega ...
... farið á græn-
metismarkað
Morgunblaðið/Eggert
Ómótstæðilegt Ferskt grænmeti.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fjölmiðlafræðideild Háskólans í
Missouri í Bandaríkjunum hefur
framkvæmt löngu tímabæra rann-
sókn á hegðun iPad-notenda. Loks
hafa fengist svör við spurningum á
borð við: Hvar notarðu helst iPad-
inn? Og hvað skoðarðu helst í iPad-
inum?
561 iPad eigandi var spurður
spjörunum úr og í ljós kom að flest-
ir (51%) koma sér vel fyrir í sófa
eða hægindastól, frekar en að vera
inni á skrifstofu (6%), í vinnunni
(7%), í svefnherberginu (17%) eða í
eldhúsinu (6%). Ekki var spurt um
notkun inni á baðherbergi.
Eigendurnir nota helst Safari-
vafrann (21%), póstforrit (20%) og
skoða síðu New York Times (13%).
Þá leiddi könnunin í ljós að fólk les
mikið á iPad, meira en helmingur
aðspurðra notar forrit sem tekur
saman helstu fréttir líðandi stund-
ar, og margir nota tækið til að lesa
stafrænar útgáfur dagblaða (41%)
og bóka (39%). Flestir þeirra sem
eru áskrifendur að tímaritum gegn-
um iPad skoða þau snemma á
morgnana, milli kl. 5 og 8, eða á
kvöldin, milli kl. 20 og 23.
Rannsókn á hegðun iPad notenda
Morgunblaðið/Golli
Skoðar iPad Samkvæmt rannsókninni eru fáir hrifnir af því að nota iPad-inn
inni á skrifstofu, ólíkt Arnari Eggerti sem kann vel við sig innan um bækurnar.
Vafra um á iPad í sófanum
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
19.júlí í 11 nætur
11 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Hotel Parasol
Garden, sem er afar gott þriggja stjörnu hótel,
þann 19. júlí í 11 nætur. Önnur gisting í boði á
ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það
helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu
þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum
vinsæla áfangastað í sumafríinu.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði -
verð getur hækkað án fyrirvara.
Frá kr. 127.900 með hálfu fæði
Frá kr.127.900 - með hálfu fæði
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára í herbergi með hálfu fæði í 11
nætur.
Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 139.900
Hótel Parasol Garden HHH
Talið er að notendur nýju sam-
skiptasíðunnar Google+ verði orðnir
20 milljónir talsins fyrir helgina.
Þeim hefur fjölgað gríðarlega hratt á
örstuttum tíma; á aðeins sex dögum
hafa skráningar aukist um 350%.
Þetta segir sérfræðingurinn Paul Al-
len sem gerði athugun á málinu.
„Eigendur og starfsfólk Facebook
ættu að vera ánægðir að vita að
meirihluti reglulegra notenda þeirra
er ánægður á Facebook. Flestir þeirra
hafa ekki einu sinni heyrt minnst á
Google+ ennþá.
Jafnvel þótt notendum Google+
fjölgi með ógnarhraða munu margir
dyggir Facebook-notendur eflaust
ekki sjá nokkra ástæðu til að færa sig
um set.“
Tækni
Morgunblaðið/Þorkell
Google Notendum Google+ hefur
fjölgað ört á skömmum tíma.
Google+
stækkar hratt