Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 ✝ Anna KristjanaBjarnadóttir fæddist á Sveins- töðum Sel- tjarnanesi 25.7. 1916. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi 4. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Jónsson, skipstjóri, f. 3. júní 1889, d. 31. desember 1974 og Halldóra Jó- hanna Sveinsdóttir, húsfreyja, f. 28. nóvember 1895, d. 26. janúar 1984. Þau bjuggu í Reykjavík. Systkini Önnu voru: Olga Berg- mann, Sveinn Bergmann, Guð- rún Bjarnadóttir Ireland, Jóna, Aðalheiður Bjarnadóttir Rafn- ar, Dóra, Bjarni og Guðný Bjarnadóttir Ryder. Hinn 15. júní 1939 giftist Anna Þorsteini Þórðarsyni skip- stjóra, f. 31. ágúst 1912, d. 22. mars 1958. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson og Ingibjörg Illugadóttir. Fósturforeldrar hans voru Þorbergur Guð- mundsson og Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir. Anna og Þor- steinn eignuðust fjögur börn. Fyrir átti Anna: 1) Halldóru Birnu Guðmundsdóttir, f. 11. desember 1934, d. 31. janúar 2010. son, synir þeirra eru Ragnar Björn og Veigar Þór. c) Anna Margrét, maki hennar er Óskar Marinó, börn þeirra eru Stef- anía Ósk og Una Kristín. d) Eð- vald, maki Guðrún Hrafnkels- dóttir, börn þeirra eru Thelma Rún, Ásdís Bára og Ragnheiður Steina. Fyrir átti Guðrún Helga Bernódeus. e) Jóna Birna, maki Unnar Sigurðsson, börn þeirra eru Eiður Snær, Rakel Rán og Bóas Orri. 4) Anna Steina, hár- greiðslumeistari, f. 20. júlí 1948, maki Stefán Björnsson, slökkvi- liðsmaður, f. 11. ágúst 1947, börn þeirra eru a) Björn, sam- býliskona hans er Sigrún Anna. Af fyrra hjónabandi á Björn Stefán, Sif, Stefnir og stjúpson- inn Arnar Geir b) Þorsteinn, maki Margrét, dætur þeirra eru Anna Steina, fyrir átti Margrét Katrínu. 5) Ingibjörg Rut, f. 3. september 1954, svæfinga- hj.fræðingur, maki Sæmundur Már Alexandersson, lög- reglumaður, f. 4. maí 1950, börn þeirra eru a) Sæmundur Már og b) Alexandra. Áður en Anna giftist starfaði hún við þjónustustörf í Hafn- arfirði og Keflavík. Eftir að Anna varð ekkja starfaði hún sem ráðskona á hinum ýmsu stöðum. Hún rak verslunina Steinu í Keflavík og Grindavík á árunum 1964 til 1973. Eftir það starfaði hún í mötuneyti Arn- arvíkur og Íslenskra að- alverktaka til starfsloka. Anna verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag 14. júlí 2011, kl. 13. Fósturforeldrar Halldóru Birnu voru Guðni Guð- leifsson og Jóna Guðrún Eiríks- dóttir. Maki Birnu var Thomas Fabi- an, þeirra börn a) Guðni, maki The- resa, dóttir hans er Megan, b) Thomas, sonur hans er Willi- am, c) Marie Guð- rún Olivier, maki Richard synir þeirra eru Sean og Ryan, d) Erice, maki Caroline, börn þeirra eru Amelia og Deven. 2) Þórður f. 26. desember 1939, d. 26. júní 1958, dóttir hans er a) Þóra Steina, maki var Val- garður Óskarsson d. 2011. Með fyrri manni sínum átti hún a) Sigríði Ástu, hún á tvíburana Heklu Sædal og Kötlu Sædal. b) Anna Björg og dóttir hennar er Alma V. Rodriguez. 3) Ásdís Guðrún, f. 12. mars 1942, maki Ragnar Eðvaldsson, bakari, f. 6. nóvember 1940. Þeirra börn eru a) Helga, maki Óskar Þór- mundsson. Af fyrra hjónabandi á Helga a) Ásdísi Rögnu, maki Stefán Guðjónsson, þau eiga Guðjón Pétur og Egill Örn, fyrir átti Ásdís Kamillu Birtu, b) Bjarni Þór Einarsson. b) Steina Þórey, maki Helgi B. Eðvarðs- Elsku mamma og tengda- mamma. Nú er komið að leiðar- lokum. Upp í hugann kemur ævi þín. Þú sem barn í Vesturbænum í Reykjavík í hópi 9 systkina, næstelst og tilbúin út í lífið, sex- tán ára gömul. Skólaganga þín var stutt en lífsgangan löng. Þín biðu miklar raunir sem enginn af okkur vill reyna. Leið þín lá til Hafnarfjarðar þar sem þú kynnt- ist manni og úr varð Bidda systir sem þú deildir með Gullu frænku þinni. Gjafmildi þín sem einkenndi þig alla tíð kom fljótt í ljós. Þú ákvaðst að leyfa frænku þinni sem auðnaðist ekki að eignast barn að ala Biddu upp í góðri samvinnu við þig. Í dag er slíkt talið sameiginlegt forræði. Þessi þáttaskil í lífi þínu drógu þig suð- ur með sjó þar sem þú bjóst til æviloka. Pabbi kom inn í líf þitt og þið hófuð ykkar búskap í Garðinum. Síðan lá leið ykkar til Keflavíkur þar sem þið byggðuð ykkur hús við Suðurgötu 30. Þú minntist oft stolt á hversu vel til hússins var vandað. Þú lagðir mikinn metnað í að halda húsinu vel við og eng- inn vissi betur en þú hvernig því skyldi háttað. Jafnvel færustu sérfræðingar áttu í vök að verj- ast. Mikil snyrtimennska og hand- lagni einkenndi allt þitt hand- verk. Húsið skyldi vera hreint að utan sem innan. Það jafnaðist ekkert á við að skúra og ryksuga á fjórum fótum. Þú innleiddir ekki tækniundrið skaft fyrr en slitgigtin fór að segja til sín. Þú varst höfðingi heim að sækja. Þú tilheyrðir þeim hópi kvenna sem eiga alltaf heimabakaðar kökur. Þú lést þér ekki nægja að stúss- ast í eldhúsinu fyrir sjálfa þig, einnig útdeildir þú þínum kræs- ingum víðar. Það voru ekki fáar ferðirnar sem við systurnar fór- um með hverskyns bakkelsi til þeirra sem áttu um sárt að binda. Þú varst alltaf fljót til að hjálpa öðrum hvort sem það var í verki eða með fyrirbænum. Það mætti halda að þú hefðir verið í sér- stöku netsambandi við himnaföð- urinn og aldrei rofnaði sam- bandið á milli ykkar. Þið pabbi áttuð mjög góð ár saman. Það var mikið áfall þegar hann féll frá aðeins fjörutíu og sex ára og þú þá fjörutíu og tveggja ára. Ein stóðstu eftir með fjögur börn á aldrinum átján til þriggja ára. Maðurinn með ljáinn lét ekki þar við sitja heldur bankaði hann upp á hjá þér þrem mánuðum seinna og tók frá þér átján ára soninn. Eftir stóðstu ein með þrjár dætur sem hafa sinnt þér af kostgæfni. Trú þín að lífið hér á jörðu sé hluti af einhverju ennþá stærra og meira hjálpaði þér í gegnum þínar raunir, aldrei léstu bugast. Þú varst alltaf hörkudugleg, ósérhlífin og stórglæsileg kona sem sópaði að. Elsku mamma, við kveðjum þig í bili. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. (Árni Helgason.) Þínar dætur, Ásdís, Anna Steina, Rut og tengdasynir. Elsku amma. Við munum hvernig það var að labba inn heima hjá þér og finna lyktina af nýbökuðu pönnukök- unum. Þær stóðu alltaf hjá ör- bylgjuofninum og brúnkaka við hliðina. Þessar kökur voru ekki lengi að hverfa. Þú varst alltaf svo dugleg að baka og elda. Uppáhaldsmaturinn sem við fengum hjá þér voru fiskibollurn- ar og plokkfiskurinn sem enginn getur gert betur en þú. Í hvert sinn sem við komum í heimsókn varstu að gera eitthvað. Þú varst annaðhvort að þrífa, baka eða spila. Það varst þú sem að kennd- ir okkur hin og þessi spil, t.d. svarta Pétur sem var alveg í uppáhaldi hjá okkur. Þegar það var frí í skólanum hjá okkur fór- um við systkinin með strætó heim til þín og þá áttir þú alltaf eitthvað gott að borða handa okk- ur. Þegar við þrjú vorum upptek- in við að borða pönnukökur og spila var mamma oft að stelast til þess að þrífa gólfið hjá þér. Þegar þig vantaði mjólk baðstu okkur um að hlaupa fyrir þig í 10-11, þegar þú gafst okkur peninginn og sagðir að við mættum kaupa snúð var náttúrlega alveg sjálf- sagt að hlaupa út í búið. Þú varst alltaf svo góð og gjafmild, þú safnaðir oft tíköllum í tvær litlar buddur fyrir okkur, þá, á okkar aldri, voru nokkrir tíkallar helj- arinnar peningur. Þér þótti vænt um hundinn okkar og þú passaðir hann oft. Við gáfum þér skýr skilaboð um að þú mættir ekki gefa honum neitt annað en hundamat, þú kinkaðir þá bara kolli en samt vorkenndirðu hon- um það mikið að þú gafst honum heilan kjúkling. Þegar þú komst að því að hann hafi dáið fyrir mánuði sagðir þú okkur að þú myndir passa hann fyrir okkur þegar þinn tími kæmi. Við mun- um aldrei gleyma þér, þú varst þessi yndislega kona sem að var alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur. Við gleymum aldrei bros- inu þínu eða þegar þú sýndir okk- ur gervitennurnar, eða hvernig þú söngst fyrir okkur í símann þegar við bjuggum á Englandi, við höfðum alltaf svo gaman af því þó að þú hefðir verið laglaus en það gæti líka verið ástæðan fyrir því að við höfðum svo gaman af því. Þín verður sárt saknað, elsku amma, við kveðjum þig með Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Kveðja, Alexandra og Sæmundur. Þegar ég hugsa til ömmu koma upp ansi skemmtilegar minning- ar úr æskunni ég varð þess að- njótandi að ég bjó ásamt foreldr- um mínum á neðri hæð Suðurgötu 30 fyrstu ellefu ár ævi minnar, það var ætíð gott að vita að ömmu á efri hæðinni og var hvert tækifæri notað til að kom- ast upp til hennar, skal nú fúslega viðurkennt að ég freistaðist of til þess að misnota aðstöðu mína og lauma mér þangað ef ég hafði gert eitthvað ekki alveg rétt en á endanum var ég nú alltaf sóttur af foreldrum mínum en naut að sjálfsögðu stuðnings ömmu við að fá mínar gjörðir leiðréttar. Amma flutti síðar úr Keflavík til Grindavíkur og var það nú spennandi fyrir ungan dreng að heimsækja hana þangað. Hún hafði ráðið sig sem ráðskonu þar, nánar tiltekið hjá fyrirtæki sem hét Arnarvík, þar var jafnan margt um manninn og stundum svolítið líflegt eins og oft á tíðum var í vertíðarbæjum. Eitt sinn var ég staddur í helgargistingu hjá ömmu og var þá eitthvað um að menn á verbúðinni voru að fá sér í tána og amma las nú yfir þeim eins og henni einni var lag- ið, hún hafði sent mig í rúmið í herbergi sínu á verbúðinni og leist mér nú ekki betur á ástandið en ég ákvað að læsa dyrunum svona til öryggis svo að einhver fullur karl væri nú ekkert að ráfa þangað inn. Það vildi nú ekki bet- ur til en svo að ég hafði nú læst hana ömmu úti og þurfti hún nú að gera sér að góðu að sofa fram á gangi fyrir framan herbergis- hurðina alla nóttina. Það skal við- urkennast að undirritaður varð nú fremur skömmustulegur að hafa sofið svo fast að hafa ekki vaknað við allt bankið á hurðina. Ferðirnar til Grindavíkur urðu allmargar og eftirminnilegar. Amma flutti aftur síðar til Keflavíkur á Suðurgötuna og var ætíð gott að koma þangað. Þess var að sjálfsögðu gætt að maður færi nú ekki svangur úr húsi og helst þurfti að bjóða upp á marg- ar sortir. Við drukkum marga kaffibolla og borðuðum margar kringlur og brúnkökur í gegnum tíðina og mikið var rætt um póli- tík og þjóðmál og leyndi hún aldr- ei skoðunum sínum í þeim efnum og yfirleitt leyndi hún alls ekki skoðunum sínum. Ég minnist alls þess tíma sem ég fékk að njóta með ömmu með bros á vör og þakka ég fyrir þann tíma sem ég og aðrir afkomendur hafa fengið að njóta í samskiptum við hana. Amma, þú ert komin á þann stað sem þig hefur svo lengi lang- að að fara til. Það ríkir nú án efa gleði í efra þar sem þú hefur fengið tækifæri á ný að hitta afa, Dadda og Biddu og ættingja og vini. Amma, takk fyrir allt sem þú hefur veitt mér og mínum, þín verður ávallt minnst og bið ég guð að geyma þig vel og vand- lega. Björn Stefánsson. Nú er hún elsku Anna amma búin að fá hvíldina næstum 95 ára gömul. Hún var mikið fyrir and- leg málefni en var samt trúuð. Hún vildi hafa samband við hinn heiminn til þess að vera nær mönnunum sínum. Amma var algjör skörungur, hörkudugleg hvort sem hún var að vinna í mötuneyti Íslenskra aðalverktaka sem hún vann lengst af eða var að baka og þrífa heima hjá sér. Hún var þrifin með eindæmum og bar þröskuld- urinn vel þess merki því það var nánast hægt að spegla sig í hon- um. Amma lifði fyrir að gefa fjöl- skyldumeðlimum gjafir og alltaf sagðist hún vera að gefa okkur síðustu jólagjöfina en samt beið manns alltaf heimabakað brauð og híasynta. Amma átti alltaf heimabakað með kaffinu, og fór maður aldrei svangur út frá henni, hvort sem maður hafði gott af því eða ekki. Hún var alltaf snögg í tilsvör- um og eins og þeir sem hana þekkja þá féll það ekki alltaf í góðan jarðveg því hreinskilin var hún, hvort sem manni líkaði bet- ur eða verr. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, hvort sem hún var klædd eða var á maga- beltinu. Það má segja að það hversu dugleg hún var að labba út um allan bæ hafi haldið henni í formi. Ef sást til fullorðinnar konu í kápu, labbandi um á hækjum þá var það amma á leið niður í bæ að kaupa í baksturinn, afmælisgjafir í Stapafelli, kíkja aðeins í Kóda (því hana vantaði eitthvað utan á sig) eða að fara í bankann að borga reikninga. Hún bar mikla virðingu fyrir húsinu sínu á Suðurgötunni þar sem hún sá til að allt viðhald væri í lagi. Ég (Helga) man þegar ég gisti hjá henni á laugardagskvöldum þá var tekin labbi-rúntur upp í kirkjugarð með hundinn og stoppað á leiðinni hjá Jóhönnu Páls að fá sér kaffi, síðan farið heim að horfa á Perry Mason og amma sofnaði alltaf yfir sjón- varpinu. Það eru ófáar minningarnar sem við systurnar (Anna og Steina) áttum þegar við gistum hjá henni þegar hún bjó í Grinda- vík. Bæði þegar hún rak vefnað- arvörubúðina þar og eins þegar hún var að vinna sem matráðs- kona í verbúð. Eitt sinn fór hún með okkur í göngu á Þorbjörn þá var hún orðin fullorðin og lét ekk- ert stoppa sig. Ég (Deddi) á mínar góðu minningar um ömmu þegar við bjuggum í kjallaranum á Suður- götunni, sem unglingur að alltaf var hægt að fara upp og fá sér bita. Þegar ég (Jóna Birna) gisti hjá ömmu vorum við oft að lita sam- an, en ömmu þótti sérstaklega gaman að lita. Hafði ég einnig gaman af því að fylgjast með því þegar hún var að sauma apask- innsgallana í mörgum litum á barnabörnin og barnabarnabörn- in. Við trúum því að afi og Daddi sonur hennar hafa tekið á móti henni eftir 53 ára aðskilnað ásamt Biddu dóttur hennar sem lést á síðasta ári. Elsku amma hvíldu í friði og þakka þér fylgdina í gegnum ár- in. Þín barnabörn Helga, Steina Þórey, Anna Margrét, Eðvald og Jóna Birna. Heiðurskonan og hetjan, hún Anna Bjarnadóttir, Keflavík, hef- ur nú lokið lífsgöngu sinni eftir hartnær aldarlanga æviför. Af fyrrum sóknarbörnum mínum verður Anna mér flestum minn- isstæðari. Ég kynntist henni fljótlega eftir að ég hóf starf í Keflavík. Í fyrsta árganginum, sem ég bjó undir fermingu og fermdi, var elsta barnið hennar og einkasonar, Þórður Þorsteins- son, elskulegur og góður dreng- ur. Eins og fermingarsystkini hans skipaði hann jafnan sérstak- an sess í huga mínum. Nokkrum árum seinna veiktist Þorsteinn faðir hans og lést á Landakotsspítala eftir þjáning- arfulla legu. Á þeim tíma var ég alltaf í sambandi við Önnu og fjöl- skylduna og hjá hinum helsjúka heimilisföður sat ég líka nokkrum sinnum. Um það bil mánuði eftir útför Þorsteins fékk ég upphringingu frá lögreglunni á Keflavíkurflug- velli. Þeir vildu tilkynna mér slys, sem orðið hafði í þeirra umdæmi. Í ljós kom að ungur piltur, innan við tvítugt, hafði orðið fyrir raf- losti og látist samstundis. Þetta var Þórður sonur Önnu og Þor- steins. Ég varð sem lamaður, svo mikið fengu þessi ótíðindi á mig. En skyldunni varð ég að hlýða. Einhvern veginn tókst mér að komast út í bílinn minn og ók sem leið lá niður á Suðurgötu að heim- ili Önnu. Þetta var síðdegis. Hún var ekki heima þegar ég knúði dyra. Eftir skamma stund kom hún gangandi eftir götunni, hægt og rólega og hafði auðsjáanlega ekkert frétt. Ég beið þar til hún var komin inn en kom þá beint á eftir henni. Hún var undrandi að sjá mig. Ég stamaði erindinu upp úr mér og beið þeirra viðbragða sem verða vildu. Hvað gerðist næst greini ég ekki frá, en þeirri stund gleymi ég aldrei. Váboðinn um sonarmissinn var greinilega sárari en allt sem sárt er. En fyrr en varði leið ógnarstundin hjá. Örskömmu síðar krupum við saman, hlið við hlið, í heitri og einlægri bæn við sófa í stofunni. Við Anna áttum marga samfundi eftir þetta. Og þeim tryggða- og vináttuböndum tengdumst við sem órofin stóðu frá beggja hálfu til lokadægurs. Eftir að sorgin sótti Önnu heim kom gjörla í ljós hvílík hetja hún var. Hún fór að leggja leið sína til nágranna sinna og flytja þeim huggunar- og hughreyst- ingarorð og beina sjónum þeirra burt frá bölinu og upp í ljósið. Þessari kærleiksiðju sinni hélt hún áfram um langa hríð. Anna bjó lengst af í húsi sínu á Suðurgötunni og sá um sig sjálf. Hún var einstök kona og fáar kynsystur hennar höfðu tærnar þar sem hún hafði hælana. Alltaf var trúin aflgjafinn og blessunar- valdurinn öðru fremur í lífi henn- ar. Síðasta hálfa árið var Anna orðin þreytt og þráði hvíldina. Hún gerðist þá vistkona á Dval- arheimilinu Hlévangi. Þar andað- ist hún, 96 ára að aldri. Fram á síðasta dag hélt hún að mestu sín- um andlegu kröftum. Hún kvaddi dæturnar sínar, Ásdísi, Önnu Steinu og Rut og aðra vini sína með þakklátu kærleiksbrosi elsk- andi móður. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ástvinunum öllum. Þökk, elsku Anna mín, fyrir okk- ar ógleymanlegu kynni. Hægur er dúr á daggarnótt dreymi þig ljósið – sofðu rótt. Björn Jónsson. Anna Kristjana Bjarnadóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR KLÖRU BERGSDÓTTUR, Hrauntúni 4, Vestmannaeyjum. Megi Guðs blessun fylgja ykkur öllum. Birgir Símonarson, Elva Björk Birgisdóttir, Jóhanna Birgisdóttir, Rúnar Þór Birgisson, Íris Pálsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNASDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu hana í veikindum hennar. Anna Þóra Björnsdóttir, Gylfi Björnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Árni Rafnsson, Svava Hjaltadóttir, Guðný Jónasdóttir, Jónas Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.