Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Afmæli Valgerður Jakobsdóttir, sem varð 75 ára á dögunum, vann jeppaferð með Páli Halldóri Halldórssyni á „kossaballi“ Grunnvíkingafélagsins í Reykjavík. Valgerður ásamt fjölskyldu og vin- um stendur hér á 1.000 metra hólnum mitt á milli Dómadals og Hrafntinnuskers í björtu og stilltu veðri í vikunni. Jeppamaðurinn, Páll Halldór Halldórsson er „hreindýrið“ á myndinni. Árni Sæberg Þegar ríkisstjórn vinstriflokkanna tók við stjórnartaumum hét hún því að starfa í anda „norrænna vel- ferðarstjórna“. Þetta var snjallt orðalag. Flestir Íslendingar tengja Norðurlöndin við öflugt velferðar- kerfi og sambland af háum sköttum og háum endurgreiðslum í formi allskyns bóta. Það var því viðbúið að ríkisstjórnin hækkaði alla skatta og fyndi upp á nýjum álögum til að fjármagna stækkandi velferð- arkerfi. Hin íslenska vinstristjórn reyndist samt vera kaþólskari en páfinn þeg- ar kemur að norrænni velferð. Á meðan Norðurlöndin reyna að takast á við halla í fjármálum hins opinbera og lækka skatta, sérstaklega á launafólk, stefna Íslendingar í hina áttina. Nú er svo komið að skatt- arnir á Íslandi eru svipaðir og þar sem þeir eru hæstir á Norðurlönd- unum, en á sama tíma hefur velferð- arkerfinu verið fórnað á kostnað allskyns gæluverkefna ríkisstjórnar- flokkanna sem bæði auka hallann á fjárlögum og eyðileggja verðmæta- sköpun í landinu. Hér má nefna óþörf útgjöld eins og hið kolólöglega stjórnlagaráð, ESB-umsókn og póli- tísk réttarhöld. Og það er komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu með stöðvun stórra framkvæmda í nafni umhverfisverndar, gjaldeyrishöftum til að láta evruna líta betur út, þjóð- nýtingu veiðiheimilda, og lengi má telja. Hið íslenska vinstri er miklu lengra til vinstri en gengur og gerist á hinum Norðurlönd- unum. Hinn norræni jafnaðarmaður vill að breytingar eigi sér stað í smáum skömmtum á löngum tíma, til að trufla ekki verðmæta- sköpun og starfsemi hagkerfisins. Hinn ís- lenski jafnaðarmaður er tilbúinn að varpa fyrir róða öllu því sem virkar á meðan hann er við völd því hann veit að íslenskir kjósendur munu aldrei endurnýja umboð hans. Íslendingar hafa nú vonandi lært sína lexíu og greiða vonandi aldrei aftur fyrir aðgengi vinstriflokkanna að ríkisstjórn. Flokkar jafnaðar- manna og sósíalista í Skandinavíu hafa fyrir löngu hafnað þeirri ofur- trú á ríkið sem var við lýði fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Íslenskir „skoðanabræður“ þeirra stefna í þveröfuga átt. Þeir vilja skattpína almenning í drep, en láta hjá líða að veita almenningi þjónustu í staðinn. Þetta þjóðskipulag er réttnefnt vel- ferðarríki andskotans. Eftir Geir Ágústsson » Það þjóðskipulag sem ríkisstjórnin stefnir hraðbyri að er réttnefnt velferðarríki andskotans. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Velferðarríki andskotans Síðustu mánuði og misseri hefur ítrekað verið fjallað um ein- staklinga/fóstur sem hafa Downs- heilkenni. Sú umræða hefur oftar en ekki verið í senn ljót og meiðandi. Fluttar hafa t.d. verið fréttir af því að fyrir lok árs verði hægt með því að taka blóðprufu úr móður að greina hvort fóstur hafi Downs-heilkenni. Það verður meira að segja hægt að gera þetta á 9. viku þannig að jafnvel verður hægt að eyða fóstr- inu áður en nokkur annar en móð- irin veit að hún er þunguð, eins og það er orðað í fréttinni. Þetta er svo stórkostleg framþróun að nokkur hundruð Ís- lendingar sáu ekki bara ástæðu til að lesa umrædda grein, heldur höfðu þeir fyrir því að ýta á like, þ.e. að þeim líkaði innihald frétt- arinnar. Hver eru skilaboðin til ein- staklings með Downs með þessum fréttum og því að mörg hundruð manns væntanlega vilja að allt sé gert til að einstaklingar með Downs fæðist ekki? Hver eru skilaboðin til foreldra einstaklinga með Downs, systkina, vina og fjöl- skyldu? Hvernig samfélag erum við að byggja upp? Þessi umræða hefur ekkert að gera með rétt til fóstureyðingar. Fósturskimun hefur það markmið að eyða út einstaklingum sem telj- ast „frávik“ og „sköpulagsgöll- uðum fóstrum“ eins og segir í dreifibréfi Land- læknisembættisins um fósturskimun á meðgöngu frá því í nóvember 2008. Þar segir reyndar einnig að öllum barnshaf- andi konum/verðandi foreldrum eigi að vera boðnar upplýs- ingar um skimun fyr- ir Downs-heilkenni. Hefði ekki verið eðli- legra að Landlækn- isembættið legði áherslu á að við værum ólík og að fjölbreytileiki væri fagnaðarefni? Það ber allt að sama brunni, það telst ekki eðlilegt að eignast barn með Downs og það er ekki æskilegt að eignast barn með Downs. Það er allt gert til að draga úr möguleikum á að ein- staklingur með Downs geti fæðst. Til þess að átta sig á því hversu ómanneskjuleg og óeðlileg þessi umræða er þá hvet ég fólk næst þegar það les frétt um fóstur- skimun gagnvart Downs og/eða um aðrar leiðir til að hefta mögu- leika Downs-einstaklinga á að fæðast að nota önnur orð í stað Downs. Hvaða viðbrögð vekur það upp að það sama væri viðhaft gagnvart konum, lesblindum, mús- limum, samkynhneigðum eða alkó- hólistum. Allir þessir hópar fólks og reyndar svo miklu fleiri hafa talist „frávik“ og það metið að þjóðfélagið væri betra ef þeim væri útrýmt eða þeim haldið í skefjum. Sumir þessir hópar eru enn að berjast fyrir tilverurétti sínum hérlendis og erlendis. Af hverju er svona gróflega gengið fram í viðhorfum gagnvart einstaklingum með Downs? Er þetta fólkið sem dregur okkur út í stríð, fólkið sem fremur kynferðis- afbrot, fólkið sem fremur morð, fólkið sem misnotar vín og önnur eiturlyf eða fjárglæframenn? Nei, fólk með Downs er fyrst og fremst einstaklingar en flestir Downs- einstaklingar eiga það þó sam- merkt að vera hjarthlýir, opnir, já- kvæðir og að gera samferðafólk sitt að betri einstaklingum. Allar þjóðir hafa gert mistök og hjá mörgum þjóðum hafa farið fram þjóðernishreinsanir. Sænska ríkið lét t.d. gera 60 þúsund ófrjó- semisaðgerðir á sænskum konum á árunum 1936 til 1976 þar sem markmiðið var að losa þjóðfélagið við „óæðri“ stofna. Þetta var fólk sem átti erfitt með nám, var í fá- tækum fjölskyldum eða var ekki með norrænt blóð í æðum. Þetta er vissulega hræðilegt, en hvernig verður horft á gjörðir okkar gagn- vart einstaklingum með Downs eftir 30 ár? Stjórnarskráin á að tryggja öll- um mannréttindi og jafnan rétt fyrir lögum. Er orðið tímabært að tryggja í stjórnarskrá jafnan rétt fósturs, þ.e. að ekki megi eyða fóstri sökum þess að það sé með Downs eða hafi mögulega einhver önnur frávik? Eftir Guðmund Ármann Pétursson » Af hverju er svona gróflega gengið fram í viðhorfum gagn- vart einstaklingum með Downs? Guðmundur Ármann Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri og stoltur faðir einstaklings með Downs. Hin fullkomnu börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.