Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.07.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 STÆRSTA MYND ÁRSINS! HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 2:20 - 5:10 - 6:30 - 8 - 9:15 - 10:45 12 TRANSFORMERS 3D kl. 2:20 - 4:25 - 8 - 10:30 12 SUPER 8 kl. 8 12 MR. POPPER´S PENGUINS kl. 2:20 - 5:45 L KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 2:20 - 4:25 L / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 SUPER 8 kl. 10:20 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 12 HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 VIP KUNG FU PANDA 2 m/ísl. tali kl. 6 L TRANSFORMERS3 3D kl. 6 - 9:10 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5:10 10 TRANSFORMERS 3 kl. 8 - 11:10 12 á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI BARÁTTAN UM HOGWARTS ER HAFIN SJÁÐU LOKAKAFLANN Í 3D HHHHH - T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHHH - L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH - R.C - TIME HHHH - H.O - EMPIRE HHHH - J.T - VARIETY GAGNRÝNENDUR ERU ALLIR Á EINU MÁLI. STÓRKOSTLEGUR ENDIR Á STÆRSTU KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA. HHHH "MÖGNUÐ ENDALOK" - KA Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Saga Skálmaldar er einsog sagan um litla ljóta andarungann enda kemur einn meðlima Skálmaldar úr hljóm- sveitinni Litli ljóti andarunginn. Nokkrir félagar safnast saman og öskra og syngja rifnum barkarsöng og ætla að gefa það út. En enginn vill þá. Þeir finna ekkert útgáfufyrirtæki á landinu sem vill gefa þá út. En þeir finna útgáfufyrirtæki erlendis sem hefði getað verið kúl ef það hefði ver- ið frá New York eða London, en nei: það er frá Færeyjum. Tutl heitir út- gáfufyrirtækið og nafnið eitt og sér er svo tjáslulegt að manni finnst það dæmt til að tuða sig til misheppn- aðrar útgáfu. En plata Skálmaldar sló í gegn og er enn á vinsældalista Tónlistans. Búið er að bjóða þeim að spila á stærstu þungarokkshátíð í heimi og þeir eru búnir að skrifa und- ir hjá Napalm Records og platan verður gefin út á heimsmarkaðinn í lok júlímánaðar. Leiðin til heims- frægðar liggur í gegnum Færeyjar og er best að fara hana undir merki fyrirtækis sem heitir Tutl. Snæbjörn Ragnarsson viðurkennir að þetta sé kannski ekki hefðbundin leið til frama. „Það var svolítið undarlegt hafa eiginlega þurft að flýja land til að koma plötunni út,“ segir Snæ- björn. „Platan gekk síðan fáránlega vel og við bjuggumst alls ekki við þessum viðtökum. Ég held að hún sé ennþá á topp-tíu Tónlistanum en það er komið meira en hálft ár síðan hún kom út. Við erum nokkrir félagar sem höfðum verið í mjög ólíkum hljómsveitum en höfðum allir gaman að þungarokki og höfðum lengi talað um að við ættum að prufa okkur eitt- hvað áfram með það. Við erum allir nema einn komnir yfir þrítugt, þann- ig að einn góðan veðurdag hóuðum við okkur saman og sögðum að við yrðum að gera þetta áður en við yrð- um of gamlir eða of dauðir til að gera þetta. Við erum bara fjölskyldumenn, í vinnu og með aðrar skyldur, en svo sprakk þetta svona og varð eitthvað miklu meira en við höfðum getað ímyndað okkur. Við erum að fara að spila á stærstu þungarokkshátíðinni í heiminum sem er í Þýskalandi í sum- ar. Síðan tekur við Evróputúr en í honum verðum við með 24 gigg á 24 dögum. Þegar Napalm Records hafði samband við okkur og sá útgáfu- samningur var í höfn varð öllum ljóst að við urðum að gefa þessu meiri tíma og taka okkur frí úr vinnunni og þess- háttar,“ segir Stefán. Núna á túr í Færeyjum En núna er hljómsveitin í tveggja vikna tónleikaferð með færeysku hljómsveitinni Hamferð. Fyrri vik- una voru þeir á Íslandi og spiluðu meðal annars á Eistnaflugi, Húsavík og víðar en núna eru þeir staddir í Færeyjum og Snæbjörn var einmitt staddur í ferju á ferð sinni milli fær- eyskra eyja þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Þá voru þeir nýbúnir að halda sitt fyrsta gigg og öskra texta sína yfir þá vinsamlegu Fær- eyinga sem mættu á þorpskrána til að horfa á þá. „Já, í gegnum útgáfu- fyrirtækið okkar kynntumst við þess- ari hljómsveit, Hamferð. Þeir spila svona dómsdagsmetal, þetta er hægt og þungt hjá þeim, en ekkert svo óað- gengilegt. Þeir eru með rifinn söng og melódíu í bland eins og við en allt annars staðar á kúrfunni. Þeir eru mjög ólíkir okkur. Það mættu fáir í gærkvöldi á fyrsta gigginu okkar sem var í Suðurey en við vorum alveg við- búnir því. Þessi færeyska ferð er gerð meira til gamans. En við tökum Þórs- höfn í kvöld og endum á G-festivalinu næstu helgi. Án þess að maður vilji hljóma hrokafullur þá er bæði kúltúr- inn fyrir þungarokkinu kominn stutt á veg og tónleikaaðstaðan ekkert á við það sem er heima. Þetta er svolít- ið svona sveitaútgáfan af Reykjavík. Maður er að ferðast pínulítið aftur í tímann sem er bara fallegt. Fær- eyingarnir eru sjarmerandi, mjög lík- ir okkur Íslendingum. Við vissum það fyrir að þungarokksmenningin væri ekki sterk hér. En maður sér að þetta er aðeins að byrja. Færeyska bandið Týr startaði þessu hérna. Eftir að hafa ferðast um heiminn kom það mér á óvart að við Íslendingar erum bara merkilega framarlega í þunga- rokkinu. Hátíðin Eistnaflug hefur átt stóran þátt í því. Það er merkilegt hvað þessi útgáfa rokks nær að kveikja í fólki. Það er þjóðlegur tónn í þessu rokki, þannig að þá taug hafa margir. Það er ekki óalgengt að mað- ur heyri fólk sem hefur ekki hlustað á svona rokk segja undrandi eftir á að það hafi ekki haldið að það myndi hafa gaman af þungarokki, en annað hafi komið á daginn,“ segir Snæ- björn. Hann segir að þeir séu þegar farnir að huga að næstu plötu. „Ef allt geng- ur upp verðum við með hana tilbúna næsta vor,“ segir hann. Þess má geta að þeir halda tónleika næst á Íslandi í Hofi á Akureyri í september. Öskra yfir siðsama Færeyinga með rifnum barkasöng  Skálmöld er á tónleikaferð um Færeyjar  Þeir fara í tónleikatúr um Evrópu í ágúst Töffarar Baldur, Björgvin, Gunnar Ben, Jón Geir, Snæbjörn og Þráinn mynda hljómsveitina Skálmöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.