Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tæpu hálfuári eftir aðfjármála-
ráðherra tilkynnti
á Alþingi um skip-
un starfshóps til að
fjalla um eldsneyt-
isverð liggur
skýrsla hópsins nú fyrir. Hóp-
urinn var skipaður í kjölfar
mikillar umræðu um hátt elds-
neytisverð til almennings hér á
landi og kröfur um að álögur
ríkisins yrðu lækkaðar. Niður-
staða hóps fjármálaráðherra
hefur hins vegar orðið sú að
eldsneytisverð sé of lágt hér á
landi, að skattar á eldsneyti
dugi ekki fyrir vegafram-
kvæmdum og að lækkun
skatta muni ekki lækka verðið
til neytenda.
Niðurstaðan gat ekki farið
nær málflutningi fjármála-
ráðherra, sem hefur barist
gegn lækkun skatta á elds-
neyti. Til að tryggja niðurstöð-
una var aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra settur yfir
starfshópinn, enda var ætlunin
með skipun hans aldrei önnur
en að vinna tíma og finna rök
til að styðja þá skoðun ráð-
herrans og ríkisstjórnarinnar
að álögur á almenning megi
alls ekki lækka.
Rökin eru að vísu fráleit, en
ríkisstjórnin mun láta sér það í
léttu rúmi liggja og tefla þeim
fram til að koma í veg fyrir að
þurfa að lækka eldsneytis-
verðið til almennings. Þannig
er því haldið fram að þar sem
margir telji að olíuverð kunni
að hækka áfram þá taki því
ekki að lækka álögurnar.
Hækkun á heimsmarkaðsverði
muni hvort eð er éta upp þá
lækkun. Þegar kröfurnar til
röksemdafærslunnar gegn
lækkun skatta eru
ekki meiri en svo
að slíkur málflutn-
ingur ratar inn í
skýrslu aðstoðar-
manns fjár-
málaráðherra, þá
er augljóst orðið
að skattgreiðendur eiga enga
möguleika.
Nú er eins augljóst og það
getur orðið að ríkisstjórnin vill
ekki lækka eldsneytisskatt-
ana. Þvert á móti þá virðist
hún vera að undirbúa hækkun
þeirra, því að aðstoðarmað-
urinn segir skattana of lága.
Ríkisstjórnin getur þó ekki
vikið sér undan því, að ríkið
tekur í dag til sín fleiri krónur
af hverjum seldum eldsneytis-
lítra en áður vegna hækkunar
á heimsmarkaðsverði. Talna-
kúnstir geta ekki breytt þessu
og ekki heldur því að það er al-
menningur sem greiðir þessa
viðbótarskatta í hvert sinn
sem hann fyllir á tankinn.
Talnakúnstir breyta því ekki
heldur að ríkisstjórnin hefur
komið óheiðarlega fram í
þessu máli, þóst vera reiðubú-
in til að skoða eldsneytisverðið
og skipað starfshóp í þeim til-
gangi. Nú liggur fyrir að til-
gangurinn var að afvegaleiða
umræðuna, blekkja almenning
og undirbúa frekari skatta-
hækkun. Eftir langa reynslu af
ríkisstjórninni er fátt sem
kemur orðið á óvart. Þó má
ætla, að almenningur hafi ekki
búist við því, að starfshópur
ríkisstjórnarinnar sem skip-
aður var „til að fara yfir mögu-
leg viðbrögð stjórnvalda vegna
hækkandi verðs á olíu“ finni
það út að olíuverð sé of lágt
hér á landi og álögurnar þurfi
að hækka.
Aðstoðarmaður
Steingríms skilaði
fráleitri niðurstöðu
sem hentar ríkis-
stjórninni vel}
Of lágir skattar
á eldsneyti?
Stundum erengu líkara en
að Samfylking-
unni sé uppsigað
við það sem ís-
lenskast er. Ís-
lenskur landbún-
aður hefur lengi
farið í fínu taugarnar á for-
ystumönnum á þeim bæ. Og of-
næmið hefur brotist út með
bólum og kláða þegar bændur
hafa leyft sér að spyrja mál-
efnalegra spurninga um áhrif
aðildar að ESB á umhverfi ís-
lensks landbúnaðar.
Að óreyndu mætti ætla að
þeir sem fjálglegast tala um að
ekki megi taka afstöðu til þess
máls nema í kjölfar „upplýstrar
umræðu“ myndu fagna sér-
hverri málefna-
legri spurningu frá
bændum. En það
er öðru nær. Og
þessi andúð í garð
bænda virðist ekki
eingöngu bundin
við þá sem gegna
trúnaðarstörfum fyrir þennan
sérstaka stjórnmálaflokk.
Ákafir stuðningsmenn hans,
sem eiga þó einkum að gæta
annarra hagsmuna, geta
sjaldnast stillt sig. Þannig hlýt-
ur Gylfa Arnbjörnssyni að vera
ljóst að jafn föst fylgispekt og
hann hefur jafnan sýnt við
sjónarmið Samfylkingar í sér-
hverju máli dregur úr vægi
orða hans þegar hann virðist
tala í nafni ASÍ.
Menn sem gegna
þýðingarmiklum
stöðum í þágu
almannasamtaka
verða að gæta að sér}
Samflokksleg andúð E
inhverju sinni upplifði ég sér-
kennilegt augnablik inni í versl-
uninni Europris. Engin tónlist
ómaði úr hátalarakerfinu og
þessi framandi þögn sem ríkti
gjörbreytti andrúmsloftinu í innkaupa-, eða
öllu heldur vettvangsferð minni í þessa
merkilegu búð. Viðskiptavinir liðu um ganga
í hálfgerðri öræfaþögn og kynntu sér tilboð á
brauði, tómatsósu og hjólsögum og gaum-
gæfðu kassa utan um uppblásnar, átta
manna garðsundlaugar. Ég sá mann – í
dauðaþögn – brjóta heilann um hvort hann
ætti að fjárfesta í rauðum sandölum með
frönskum rennilás. Tveimur metrum frá hon-
um var sturtuklefi á 30% afslætti. Á næsta
gangi tók kona tvo lítra af appelsínusafa úr
kæli.
Ég sá veru mína í Europris í öðru samhengi í þögn-
inni. Auðvelt væri að segja að þögnin hefði verið nota-
leg eða nýta tækifærið til að hæðast að hryllilegri ís-
lenskri popptónlist sem yfirleitt er leikin í opinberum
rýmum. En þögnin kallaði mun fremur fram þau hug-
hrif að mér leið betur gagnvart sjálfum mér inni í
Europris; ég fann ekki jafnmikið fyrir þessari skömm
og lítillækkun sem fylgir því að reika sviplaus um stóra
verslun þar sem hvarvetna blasa við líflegar myndir af
fallegu fólki, ágeng skilaboð um að hitt og þetta sé
ódýrt – góð kaup – og fyrirmæli um að meðvitaður
neytandi megi ekki láta tiltekin tilboð fram hjá sér fara.
Án stórmarkaðatónlistar – sem yfirleitt er áreynslu-
laus og lítt ágeng á sama hátt og sú tónlist sem leikin
er á Bylgjunni – var eins og rammann vant-
aði utan um þá upplifun sem fylgir því að
vera hjarðneytandi.
Minnkandi þögn í samfélagi helst, að mér
virðist, í hendur við aukinn hraða. Auknum
hraða fylgir einfaldleiki því enginn tími gefst
til þess að einbeita sér að einhverju sem
ekki blasir við. Fréttir styttast því fólk hefur
að sögn ekki tíma til að lesa þær. Í tölvu-
heiminum eykst hraðinn stöðugt; fólk sækir
sér sjónvarpsþáttavímu, tónlist og meira að
segja bækur á ógnarhraða. Dagleg sam-
skipti fólks fara fram, bókstaflega, á ljós-
hraða. Dálkar í dagblöðum eru orðnir að
stuttum pistlum eins og þessum hér vegna
þess að hvorki er gert ráð fyrir að ég hafi
tíma til að skrifa hann né þú að lesa hann.
Ég tengi hraða við hávaða og þögn við
tíma. Að lesa bók krefst tíma, einbeitingar og þagnar
og því skyldi engan undra að fólk sé hætt að lesa erf-
iðar bókmenntir og kjósi nú frekar að horfa á sjón-
varpsþætti, sem allir fjalla með einum eða öðrum hætti
um fallegt fólk og tiltölulega einfalt ástalíf þess enda
eru þeir skapaðir til að höfða til sem flestra.
Sjálfur vil ég trúa því að það sé meira í flesta spunnið
en að óska sér einungis að fá að fullnægja þörfum sín-
um – svala hvötum – eins snöggt og hægt er. Ég held
að í flestum búi einhvers staðar þrá eftir þögn og ein-
veru og verðlaunum sem felast í því að leggja sig fram
án þess að þurfa þess; að einbeita sér að einhverju einu
– blaðagrein, bók eða listaverki – í kannski hálftíma í
senn án hávaða eða truflunar. haa@mbl.is
Halldór Arm-
and Ásgeirsson
Pistill
Þögnin og tíminn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
H
raðakstur er það
umferðarlagabrot
sem flestir eru teknir
fyrir. Samkvæmt töl-
fræði sem sjá má í
ársskýrslu lögreglu höfuðborgar-
svæðisins fyrir síðasta ár má sjá að
karlar eru oftar teknir fyrir þær sakir
en konur og jafnframt að yngri karl-
menn koma yfirleitt við sögu þegar
um ofsaakstur er að ræða. Ungur
karlmaður varð einmitt valdur að um-
ferðarslysi nýverið á Gullinbrú. Sá
var 17 ára og hafði fengið ökuréttindi
þremur dögum fyrir slysið. Í því slas-
aðist kona á sjötugsaldri alvarlega. Í
nýjum umferðarlögum, sem enn hafa
ekki verið afgreidd frá Alþingi, er
gert ráð fyrir að hækka bílprófsald-
urinn um eitt ár. En sitt sýnist hverj-
um um ágæti þess.
Ögmundur Jónasson, innanríkis-
ráðherra, sagði á Alþingi þegar málið
var flutt, að um væri að ræða mikil-
vægt nýmæli. „Að mati rannsókn-
arnefndar umferðarslysa er talið
unnt að áætla í ljósi fyrirliggjandi
rannsókna að hlutfallsleg fækkun
umferðarslysa meðal nýliða yrði á
bilinu 5-9% ef tillögur frumvarpsins
yrðu að veruleika.“ Einnig benti hann
á, að núgildandi fyrirkomulag valdi
vandkvæðum að ýmsu leyti þegar
ökumaður undir 18 ára aldri lendir í
slysi sem veldur honum eða öðrum
teljanlegu fjárhagstjóni, en hann geti
ekki borið fjárhagslega ábyrgð á öku-
tæki sínu án aðkomu foreldra eða for-
ráðamanna.
Færist yfir á 18 ára ökumenn
Í umsögn Umferðarstofu er mikil-
væga nýmælið hins vegar gagnrýnt.
„Hækkun ökuleyfisaldurs í 18 ár fel-
ur í sér að einn árgangur er útilok-
aður frá akstri og með því þeim hætt-
um umferðarinnar sem ökumaður
bifreiðar er í. Tími reynsluleysis fær-
ist á næsta árgang og ætla má að
slysatíðni 18 ára ökumanna aukist
verulega.“
Auk þess bendir Umferðarstofa á
að aðrar þjóðir á Evrópska efnahags-
svæðinu séu með 17 ára lágmarks-
aldur og nýlega hafi Austurríki lækk-
að aldurinn úr 18 ára í 17 ára, m.a. til
að koma á viðlíka kerfi fyrir unga
ökumenn og er hér á landi, þ.e. með
skilyrtu ökuskírteini, bráðabirgða-
skírteini, akstursmati, punktakerfi,
akstursbanni og sérstökum nám-
skeiðum fyrir þá sem brjóta af sér.
„Það kerfi sem við höfum byggt upp
hér á landi fyrir unga ökumenn hefur
skilað ótvíræðum árangri, dregið hef-
ur úr hraða- og ölvunarakstri um 50-
60% ef miðað er við stöðu mála á und-
an og eftir aukningu í kröfum til ungra
ökumanna sem gerðar voru með
breytingu á umferðarlögum 2007.“
Enginn látist undanfarin ár
Hvað sem umsögn Umferðarstofu
líður sagðist innanríkisráðherra í um-
ræðum um ökuleyfisaldurinn á þingi
sannfærður um að rétt væri að færa
aldurinn upp. „Umferðarslys eru al-
gengasta dánarorsök fólks á aldrinum
15-24 ára innan OECD-ríkja en rúm-
lega 35% þeirra sem láta lífið á þessu
aldursbili farast í umferðarslysum.“
Umferðarstofa bendir hins vegar á
það, að ef litið er til hlutdeildar ungra
ökumanna í umferðarslysum síðastlið-
inn áratug hafi yngsti árgangurinn
bætt sig verulega, andstætt því sem
gerst hefur hjá nágrannaþjóðum Ís-
lands. „Ennfremur má nefna að af
þeim 24 ökumönnum sem létust síð-
astliðin þrjú ár í umferðarslysum var
enginn undir 20 ára aldri, en 13 voru
59 ára eða eldri.“
Ennfremur er á það bent að í grein-
argerð með frumvarpinu séu birtar
þriggja og fjögurra ára tölur um um-
ferðarslys ungra ökumanna, þ.e. frá
því fyrir að breytingar voru gerðar á
umferðarlögum.
Ungir íslenskir öku-
menn hafa bætt sig
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Aðeins eitt banaslys kom til rannsóknar hjá embætti lögreglu höf-
uðborgarsvæðisins 2010. Þau voru ýmist tvö eða þrjú á árunum 2007-2009.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
hefur fylgst með umferðar-
hraða í og við íbúðagötur í um-
dæminu og raunar gert það með
kerfisbundnum hætti frá árinu
2008. Með því móti hafa safn-
ast mikilvægar upplýsingar um
raunhraða á þessum stöðum.
Niðurstöður hraðamælinga í
íbúðahverfum eru sendar
sveitarfélögunum til upplýs-
ingar svo þau geti brugðist við
þar sem tilefni er til. „Ástæða
er hins vegar til að nefna að við-
brögð sveitarfélaganna mættu
vera betri þegar kemur að úr-
bótum vegna hraðaksturs,“
segir í ársskýrslu lögreglunnar.
Þarf betri
viðbrögð
FYLGJAST MEÐ HRAÐA