Morgunblaðið - 18.07.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
✝ Hellen S. Ben-ónýsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga 9. mars 1953.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 8. júlí
2011.
Faðir Hellenar
var Benóný Elís-
son, verkamaður, f.
15.4. 1923, d. 3.2.
1997, og móðir
Hellenar er Þóra Eggertsdóttir,
kennari, f. 28.9. 1926. Systkini
Hellenar eru: Eggert Atli Ben-
ónýsson, f. 16.5. 1960, eiginkona
hans er Lone Rasmussen. Guð-
rún Elín Benónýsdóttir, f. 19.12.
1961, eiginmaður hennar er
Björn Líndal Traustason. Hörð-
ur Þorsteinn Benónýsson, f.
15.3. 1966, eiginkona hans er
Eydís Rut Gunnarsdóttir.
Eiginmaður Hellenar 16.4.
1983, er Andri Jónasson, lyfja-
Dís Heimisdóttir, f. 2004, Krist-
ófer Gauti Heimisson, f. 2007.
Silja Dögg Andradóttir f. 7.2.
1980, maki Sigurður Freyr
Bjarnason. Börn Silju Daggar
og Sigurðar Freys eru: Aníta
Rut Sigurðardóttir, f. 2003,
Bjarni Leó Sigurðsson, f. 2007,
Óskar Andri Sigurðsson, f.
2010.
Hellen ólst upp og bjó á
Hvammstanga fram til ársins
1977 en þá flutti hún suður til
Reykjavíkur. Hún lauk gagn-
fræðaprófi frá Héraðsskólanum
að Reykjum 1970 og útskrif-
aðist sem sjúkraliði frá Náms-
flokkum Reykjavíkur 1989.
Hellen starfaði lengst af við
aðhlynningu og umönnun sjúk-
linga og aldraðra, á Sjúkrahús-
inu á Hvammstanga, Landspít-
alanum við Hringbraut og á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund en þar starfaði hún til
æviloka.
Fjölskyldan var alltaf númer
eitt hjá henni og voru barna-
börnin í miklu uppáhaldi, enda
kallaði hún þau gullin sín.
Útför Hellenar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 18. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
fræðingur, f. 10.11.
1952 í Stykkis-
hólmi. Faðir Andra
var Jónas Jóhanns-
son, f. 18.12. 1899,
d. 25.2. 1995, bóndi
á Valþúfu, og móð-
ir Andra er Guð-
björg Andrésdóttir,
f. 26.3. 1917. Sam-
an eiga Hellen og
Andri þrjú börn:
Anna Rut Hellenar-
dóttir f. 12.7. 1972, maki Pétur
Breiðfjörð Pétursson. Börn
Önnu Rutar og Péturs Breið-
fjörð eru: Thelma Dögg B. Pét-
ursdóttir, f. 1993, Berglind
María B. Pétursdóttir, f. 1999,
Elísabeth Ósk B. Pétursdóttir, f.
2008.
Heimir Þór Andrason f.
24.12. 1975, maki Erla Gréta
Skúladóttir. Börn Heimis Þórs
og Erlu Grétu eru: Alexander
Bjarki Kristinsson f. 1999, Eva
Elsku mamma mín.
Það er svo erfitt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um þig.
Sl. haust veiktist þú af
ólæknandi sjúkdómi, hann kom
eins og þruma úr heiðskíru
lofti, þú varst ekki vön að
kvarta en viðurkenndir þó að
þú værir ólík sjálfri þér.
Þú barðist eins og hetja, en
sjúkdómurinn sigraði ein sól-
ríkan dag í júlí sl.
Ég var svo heppin að geta
verið hjá þér tvo morgna í viku
í vetur og áttum við þá góðar
stundir saman. Sumir dagar
voru góðir og þá vorum við
duglegar að nýta þá í göngu-
ferðir, búðarráp o.fl. En svo
komu slæmu dagarnir og þá
voru þeir nýttir í að liggja uppi
í rúmi og spjalla. Þú kallaðir
mig stóra skrímslið þitt, því þú
vissir að þegar ég var komin þá
þurftir þú að fara fram úr (und-
an sænginni).
Elskan mín, þú varst kjarna-
kona, ef það þurfti að halda
veislur, stórar eða litlar töfr-
aðir þú þær fram eins og ekk-
ert væri. Þegar Heimir Þór
kom í bæinn eða Silja Dögg til
landsins varst þú fljót að bjóða
okkur í hádegismat, grill eða
kaffi og veitingarnar voru
endalausar, já, mamma mín,
það var alveg sama hvað þú
tókst að þér sauma á okkur föt,
prjóna peysur, hekla/sauma
gardínur, sjá um fjölskylduboð,
halda veislur, baka kransakök-
ur, marsipankökur, elda fiski-
bollurnar þínar sem eru þær
bestu á landinu, passa barna-
börnin þá var það ekkert mál
því allt sem þú gerðir, það
gerðir þú vel og vandlega. Jólin
voru þín hátíð, á aðventunni
skreyttir þú heimilið ykkar
pabba, brunaðir norður og
skreyttir Skarð, eða austur og
gerðir Lundinn okkar jólaleg-
an, bakaðir smákökur, gerðir
Toblerone-ísinn þinn og mars-
íssósuna, föndraðir jólakort,
merkispjöld og jólagjafir.
Ég man þegar þú saumaðir á
mig brúðarkjólinn, þá settir þú
á þig hvíta bómullarhanska, því
þú varst svo þurr á höndunum
og þú vildir ekki draga til í efn-
inu, kjóllinn er enn til og verð-
ur vel geymdur og það er aldrei
að vita, kannski vilja stelpurnar
mínar nota hann þegar þær
verða eldri.
Þegar við Pétur eignuðumst
Thelmu Dögg varst þú að vinna
á Landspítalanum við Hring-
braut og komst oft á dag yfir á
sængurkvennadeildina bara til
að sitja með litla gullmolann í
fanginu. Þið Thelma Dögg átt-
uð ykkar sameiginlega áhuga-
mál, saumaskap og handavinnu
og naut hún þess að koma til
þín og sýna þér það sem hún
var að sauma eða hanna hér
heima eða í skólanum.
Berglind María er svolítið lík
þér, alltaf nóg að gera hjá
henni og fer frekar hratt yfir
eins og þú áttir til að gera, hún
saknar þín sárt.
Svo er það litla Óskin okkar
hún Elísabeth Ósk, síðustu
daga hefur hún strokið mér um
vangann og segir þetta er allt í
lagi, amma er búinn að vera
veik og nú er hún hjá Jesú.
Ég veit að það var vel tekið á
móti þér á þessum fallega stað
sem þú ert komin á og ég bið
að heilsa Benna afa.
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(SÞ)
Þín dóttir,
Anna Rut.
Elsku besta amma mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir að vera amma
mín.
Þín
Elísabeth Ósk
(Litla Óskin þín).
Elsku amma mín.
Ég get ekki enn trúað því að
þú sért farin frá mér. Ég sem
átti eftir að gera svo margt
með þér.
Mér þótti svo vænt um þig
og ég veit að nú líður þér vel og
þú ert ekki lengur veik.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig.
Þín,
Berglind María.
Elsku amma mín.
Ég á enn erfitt með að trúa
því að þú hafðir veikst svona
mikið og sért farin frá mér.
Við urðum nánari eftir að þú
veiktist og ég reyndi að koma
sem oftast til þín. Það var alltaf
svo gaman að koma og heim-
sækja þig, við gátum endalaust
talað um tísku og föt, skoðað
sauma- og tískublöð, sagt okkar
skoðanir og hlegið saman.
Ég man þegar ég var 8 ára
gömul og þú sagðir mér að þú
hefðir fengið saumavél í ferm-
ingargjöf og þá sagði ég við þig
að mig langaði í saumavél þeg-
ar ég myndi fermast. Og auð-
vitað fékk ég saumavél í gjöf
frá ykkur afa 6 árum síðar.
Þegar ég hóf nám við fata-
iðnbraut við tækniskóla hafðir
þú mikinn áhuga á þeim verk-
efnum sem ég var að vinna með
og þér fannst alltaf svo gaman
þegar ég kom og sýndi þér það
sem ég hafði verið að sauma, ég
fékk alltaf góð ráð frá þér enda
varst þú snillingur í að sauma.
Hún Þóra amma hefur sagt
mér að þú hafir snemma byrjað
á því að fá að sauma á vélina
hennar.
Við keyptum okkur overlock-
vél saman og ég fékk að hafa
hana og nota við þau verkefni
sem ég var að vinna fyrir skól-
ann.
Manstu (ég gleymi því aldr-
ei) þegar við saumuðum saman
kjól á mig fyrir 1. des.-ball í
skólanum mínum, þá var ég í
10. bekk. Rauður kjól með und-
irpilsi. Það dáðust allir að
kjólnum enda er hann rosaflott-
ur og ég mun geyma hann vel.
Elsku besta amma mín, ég
sakna þín svo mikið.
Þín,
Thelma Dögg.
Hellen, okkar trausta og
góða vinkona, er látin langt fyr-
ir aldur fram.
Andlátsdagurinn var tákn-
rænn fyrir líf hennar. Sólbjart-
ur sumardagur rennur upp,
glæðir vonir og léttir lund. Að
áliðnum degi en þó löngu fyrir
sólarlag og gagnstætt öllu sem
ætla mátti er lífi Hellenar lokið
í þessari tilvist.
Hellen lifði í sólbjörtu um-
hverfi og lærði í uppeldinu að
standa á eigin fótum og gera
kröfur til sjálfrar sín. Auk þess
að vera skynsöm og greind þá
hafði hún ríka réttlætiskennd
sem auðveldaði henni að greina
það varanlega frá tískustraum-
um. Með skarpri innsýn á gæði
greip hún þau tækifæri sem
færðu henni mesta hamingju og
gleði.
Þegar nýstúdentinn og
skólabróðir okkar Andri ákvað
að hvíla sig frá námi og gerast
kennari á Hvammstanga einn
vetur var Hellen, sem þar bjó,
fljót að átta sig á þeim góðu
kostum sem hann var búinn.
Tryggðin sem Andra var í blóð
borin og nærgætnin við að hlúa
að því sem honum var kærast
sem vakti áhuga hennar. Andri
og Hellen voru eins og sköpuð
fyrir hvort annað, báru virð-
ingu fyrir hvort öðru og höfðu
sameiginlegan skilning á því
hvað væri eftirsóknarvert.
Hellen var afar myndarleg
og smekkleg kona. Uppeldi
barna sinna og að treysta inn-
viði heimilisins var Hellen dýr-
mætt og sinnti hún því hlut-
verki á þann veg að vart verður
betur að staðið. Í því sem öðru
voru þau Andri samstiga. Þess
bera þrjú börn þeirra og níu
barnabörn fagurt vitni. Dugleg,
vel gerð og samhent og er þá í
engu ofsagt. Hellen vann alla
tíð mikið. Hún var menntaður
sjúkraliði og vann lengstum við
umönnunarstörf þar sem skjól-
stæðingar hennar fengu notið
alúðar hennar og umhyggju.
Hún var listræn og allt lék í
höndum hennar. Gilti þá einu
hvort um var að ræða mat-
reiðslu, garðrækt, sauma eða
gerð annarra listmuna. Ófá
handtök hennar og listmuni er
að finna á Skarði æskuheimili
hennar á Vatnsnesi, sem fjöl-
skyldan hefur búið vel að, og í
sumarbústað þeirra Andra í
Grímsnesi.
Það var gott að eiga þau
Hellen og Andra að vinum og
við höfum notið þess í ríkum
mæli á svo margvíslegan hátt.
Fyrir það er nú þakkað. Bjart-
ar minningar frá ferðalögum og
fjölmörgum samverustundum
verða okkur hjartkærar. Það
var okkur mikils virði að Hell-
en gat verið með á okkar ár-
lega þorrablóti í Skagafirði í
vetur.
Hellen greindist með
krabbamein sl. haust. Þá þegar
hófst óvægin barátta til að ná
betri heilsu sem tók á og var
erfið. Barátta hennar einkennd-
ist af miklu æðruleysi og ein-
beittum sigurvilja. Lífsganga
Hellenar er sannarlega sigur
þeirra gilda sem hún stóð fyrir
og eru til eftirbreytni þeim sem
vilja rækta með sér fagurt
mannlíf og umhverfi. Umvafin
fjölskyldu sinni kvaddi Hellen
þennan heim. Ástkær eigin-
kona, móðir, tengdamóðir og
amma hefur verið hrifin burt í
blóma lífsins en ástríki hennar
verður þeim leiðarljós alla tíð
og linar sársauka sorgarinnar.
Kæri Andri, Anna Rut,
Heimir Þór, Silja Dögg og fjöl-
skyldur. Missir ykkar er mikill.
Við vottum ykkur, Þóru móður
Hellenar og systkinum hennar
okkar dýpstu samúð. Blessuð
sé minning okkar kæru vin-
konu.
Anna Björg og Halldór,
Auður og Þorvaldur,
Birna og Þorsteinn,
Dalla og Agnar,
Hildur og Torfi Rúnar,
Margrét,
Ragna og Sveinbjörn.
Hellen S.
Benónýsdóttir
Eini afi minn, nú ertu farinn.
Það er sárt og minningarnar
hrannast upp. Hugurinn leitar
gjarnan langt aftur.
Kjalarferðir okkar rifjast upp
þar sem við brunuðum á bláa
Cheeroke eftir holóttum fjallveg-
um. Þú varst alveg hæfilega
kærulaus og frábær ferðafélagi.
Þú gafst okkur afabörnunum allt-
of mikla nammipeninga og svarið
var ævinlega já, alveg sama hver
bónin var. Milli þess sem við
krakkarnir ældum í bílnum
vegna bílveiki þá sungum við öll
saman og fórum með vísur. Þú
Kristinn
Ingvarsson
✝ Kristinn Ingv-arsson fæddist
á Litla Fljóti í Bisk-
upstungum 25. nóv-
ember 1922, en
flutti þremur árum
síðar að Hvítár-
bakka. Hann lést á
hjúkrunarheimil-
inu Fossheimum 1.
júlí 2011.
Útför Kristins
fór fram frá Skál-
holtskirkju 12. júlí 2011.
sagðir okkur svæsn-
ar draugasögur og
ljótar stríðssögur
sem teljast víst ekki
allar við barna hæfi
en þær voru ógur-
lega spennandi.
Sögurnar léstu ekki
gjalda sannleikans
og í lokin hlóst þú
sjálfur mest af öll-
um.
Alla mína barn-
æsku kom fólkið á torfunni sam-
an í morgunkaffi í gamla húsinu í
Austurhlíð. Þar voru ótrúlegustu
málefni rædd af ákefð. Þegar
mamma og Jói voru farin að hafa
hátt sast þú ævinlega slakur úti í
horni og sýndir okkur krökkun-
um athygli með glensi og mola-
sykri.
Þú hefur verið mér fyrirmynd í
mörgu en það sem ég hef dáðst
mest að er sú óbilandi þolinmæði
og samstarfsvilji, ást og um-
hyggja sem þú hefur sýnt henni
Siggu-ömmu í gegnum tíðina.
Kærleikurinn og samband ykkar
er einstakt.
Ég er þakklát fyrir tímann
sem við fengum að eiga saman og
að börnin mín hafi fengið að
kynnast þér. Sigríður dóttir mín
hefur sótt í nærveru þína og fékk
því að koma með þegar við heim-
sóttum þig í síðasta sinn. Magnús
var þá orðinn svo stór að hann fór
að takast á við þig og það fannst
þér gaman. Þú hafðir einmitt
flutt niður á Selfoss þegar ég lá á
fæðingardeildinni eftir fæðingu
hans og þótti mér vænt um það
þegar þú „straukst“ til mín og
dvaldir langtímum saman inni á
herbergi hjá mér.
Í síðustu heimsókn minni til
þín kyssti ég þig og kvaddi og
hvíslaði í eyrað þitt að okkur
þætti vænt um þig, þú horfðir á
mig þessum himinbláu augum
sem óðum voru að tæmast og sál-
in að fjara út, síðan blikaði tár á
hvarmi og ég vissi að gamla
sterka hjartað þitt var enn á sín-
um stað.
Hafðu þökk fyrir óeigingjarna
samveru alla tíð, betri afa hefði
ég ekki getað hugsað mér að eiga.
Við töluðum oft um dauðann
og þú þóttist nú ekki hræðast
hann, þetta væri nú ekki stórmál
og maður hyrfi bara eins og hver
önnur skepna. Sennilega er það
alveg rétt hjá þér en ég vona nú
samt að þú hafir farið ríðandi á
fallegum fák inn í eilífðina á milli
sona þinna sæll og sáttur.
Þín nafna
Kristín Sigríður
Magnúsdóttir.