Morgunblaðið - 18.07.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 18.07.2011, Síða 32
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 199. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Flókið ástarlíf Elin Nordgren 2. Djarfar myndir af Lindsey Lohan 3. Allardyce: Ég hætti við að fá Eið 4. J-Lo fékk nóg! »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, verða með barna- dagskrá á „Sail Húsavík“ í dag og miðvikudag kl. 11 og spila meðal ann- ars á skyrdós og tréskó. Dúó Stemma með barnaskemmtun  Þessa vikuna ætla hljómsveit- irnar Agent Fresco, Lockerbie og Of Monsters and Men að fara saman á rúntinn og ferðast hring- inn í kringum landið og spila á fimm tónleikum á fimm dögum. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld á Prófastinum í Vestmannaeyjum kl. 21 og má búast við góðri stemningu. Fimm tónleikar á fimm dögum  Margir bíða spenntir eftir að fá að sjá teiknimyndina Hetjur Valhallar, Thor, en hún verður frumsýnd í haust. Þetta er dýrasta mynd Íslandssögunnar, kostaði yfir milljarð króna og hefur verið unnið að henni í sjö ár. Hún er að mestu kostuð með er- lendu fjármagni og er nú þegar búið að selja hana víða um heim. »28 Dýrasta mynd Íslands frumsýnd í haust Á þriðjudag og miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku síðdegisskúrir. Þokubakkar úti við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands, en sums staðar mun svalara við sjóinn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft norðaustantil. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum SV-lands. VEÐUR KR er áfram með eins stigs forystu á Val á toppi Pepsi- deildar karla í fótbolta eftir jafntefli liðanna, 1:1, í Vest- urbænum. Mörkin komu á æsispennandi lokakafla í leiknum. Eyjamenn fóru illa að ráði sínu en þeir nýttu sér ekki jafntefli keppinautanna og töpuðu óvænt í Grinda- vík. Fylkir vann upp tveggja marka forskot FH-inga þegar liðin skildu jöfn. »3,4,5 KR áfram á toppn- um eftir jafntefli Japan varð í gærkvöld fyrsta Asíuþjóðin til að hampa heimsmeistara- titli í knattspyrnu en Japanar lögðu Bandarík- in í úrslitaleik HM kvenna í Frankfurt. Homare Sawa fyrirliði tók við heims- styttunni en hún var jafnframt útnefnd besti leikmaður mótsins og varð markadrottn- ing þess. »7 Norðurírski kylfingurinn Darren Clarke sigraði í gær á sínu fyrsta risamóti í golfi þegar hann lauk leik á pari á lokahring Opna meistaramóts- ins í Bretlandi. Samtals lék hann hringina þrjá á fimm höggum undir pari og var tveimur höggum á undan næstu mönnum. Þetta var í 20. sinn sem hann keppir á mótinu og hafði hann því beðið lengi eftir sigri. »8 Darren Clarke lék loka- hringina af miklu öryggi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Andri Karl andri@mbl.is „Þetta er mikil virðingarstaða og með þessu er verið að segja að mað- ur hafi gert hlutina ágætlega,“ segir Þorfinnur Gunnlaugsson, prófessor í efnafræði við Trinity College í Dyfl- inni, en hann var nýverið kjörinn fé- lagi í Konunglegu írsku akademí- unni. Um er að ræða æðsta heiður sem fræðimanni hlotnast á Írlandi en aðeins eru um tíu raunvísinda- menn kjörnir á ári hverju. Þorfinnur var eini efnafræðingurinn sem kjör- inn var í ár og jafnframt sá yngsti. Þorfinnur er Hafnfirðingur, fædd- ur árið 1967. Hann lauk B.Sc.-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og doktorsprófi frá Queens University í Belfast árið 1996 og vann í framhaldinu að rannsóknum í Durham-háskóla í Bretlandi þangað til hann fékk lektorsstöðu í Trinity árið 1998. Þorfinnur hefur síðan hlotið hæstu prófessorstöðu (e. personal chair) en hann byggði upp eigin rannsóknarstofu í skólanum og hafa hátt í þrjátíu doktorsnemar klárað nám sitt hjá honum. Hann játar því að hann komist varla hærra sem fræðimaður á Írlandi. Rannsóknir sem vekja athygli Kjörið í Konunglegu írsku aka- demíuna er ekki síst mikill heiður fyrir þær sakir að ekki er sótt um að verða meðlimur, mælt er með viðkom- andi og þarf til sam- þykki annarra með- lima. Þorfinnur og lið hans í Trinity hefur vakið mikla athygli fyrir rannsóknir sínar og hlotið marga stóra styrki. „Við fengum til dæmis mjög stóran styrk í fyrra og verkið byrjar í ár. Þá notum við jónir til að búa til stærri efni úr minni efn- um. Í einföldu máli má segja að það sé eins og að vera með fullt af legó- kubbum sem settir eru saman, en límið sem heldur þeim saman er þessar jónir.“ Efnafræðin sem Þorfinnur og lið hans vinnur að þykir afar þróuð. Einnig vakti mikla athygli vinna með örsmáar agnir (e. nano partic- les) sem skreyttar voru með ákveðnum efnum. „Og við höfum notað þetta til dæmis til að koma lyfjum inn í kjarna frumna, og til að drepa frumur.“ Er það ekki síst at- hyglisvert út frá rannsóknum á krabbameini en með þessari tækni er hægt að upplýsa hvað er að gerast innan frumna. Æðsti heiður sem veittur er  Þorfinnur Gunn- laugsson kjörinn fé- lagi í Konunglegu írsku akademíunni Kjörnir Fjórir fræðimenn innan vébanda Trinity College í Dyflinni voru kjörnir í Konunglegu írsku akademíuna. Með Þorfinni (til vinstri) á myndinni eru prófessorarnir Shane O’Mara, Colm O’Morain og Jane Ohlmeyer. Konunglega írska akademían var stofnuð árið 1785. Ári síð- ar fékk Grímur Thorkelín leyndarskjalavörður styrk til að ferðast til Englands, Írlands og Skotlands og safna fornskjölum og minjum til að varpa ljósi á sögu Danmerkur. Styrkurinn var til tveggja ára, en Grímur fékk hann framlengdan og dvaldi á Bretlandseyjum í fjögur og hálft ár. Þar hlaut hann ýmsan sóma, hitti meðal annars ensku konungshjónin, var kjörinn heið- ursfélagi Konunglegu írsku aka- demíunnar vegna lærdómsafreka og hlaut doktorsnafnbót í lögum við háskólann í St. Andrews í Skot- landi. Grímur var raunar einnig gerður að heiðursborgara í nokkrum borg- um Skotlands en meðal þess sem hann rannsakaði í ferð sinni var hið fornenska handrit Bjólfskviðu. Í hópi með Grími Thorkelín KJÖRINN HEIÐURSFÉLAGI Á UPPHAFSÁRUNUM Húsnæði Konung- legu írsku akademí- unnar. Japan meistari og Sawa fékk stærstu verðlaunin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.