Morgunblaðið - 30.08.2011, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. Á G Ú S T 2 0 1 1
Stofnað 1913 202. tölublað 99. árgangur
LEIÐA SAMAN
HESTA SÍNA Í
HÖRPU Í KVÖLD
BRENNIBOLTI ER
VINSÆLL HÉR Á LANDI
BOÐIÐ TIL
MIKILLAR
DANSVEISLU
ÍSLANDSMEISTARAMÓT 10 REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL 32JAZZHÁTÍÐ 30
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í
gær að ekki hefði enn borist undanþágubeiðni frá
fjárfestinum og ljóðskáldinu Huang Nubo fyrir
kaupum á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Eins
og fram hefur komið eru kaupin háð samþykki ís-
lenskra stjórnvalda þar sem hann er hvorki ís-
lenskur ríkisborgari né búsettur innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Jörðin Grímsstaðir er í heild sinni um 300 fer-
kílómetrar sem eru í óskiptri sameign ríkisins að
um fjórðungi og annarra eigenda að þremur
fjórðu.
Ef ríkið ætti jörðina í óskiptri sameign með Hu-
Axelssonar hrl. og dósents við lagadeild Háskóla
Íslands.
Ögmundur taldi ekki tímabært að svara því
hvort til greina kæmi að ríkið ætti jörðina áfram
með fjárfestinum enda lægi ekki fyrir hvort jörðin
yrði seld honum. „Hins vegar er ljóst að við mun-
um ráðast í heildarendurskoðun laganna út frá
heildarhagsmunum Íslendinga varðandi eignar-
hald sem fært er út fyrir landsteinana.“
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið með hlut
ríkisins í Grímsstaðajörðinni. Samþykki innanrík-
isráðherra kaup Huangs á jörðinni, þá þyrfti Hu-
ang að eiga við sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, Jón Bjarnason, um fyrirhugaða
uppbyggingu á henni.
ang þýddi það samkvæmt almennum reglum að
hann gæti ekki ráðist í neinar grundvallarbreyt-
ingar á jörðinni, uppbyggingu hennar eða rekstri
nema með samþykki meðeiganda að sögn Karls
Ráðherra hefur lokaorðið
Eignarhlutur ríkisins í jörðinni á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Gæti þurft að bera ákvarðanir um uppbyggingu á Grímsstöðum undir hann
Ljósmynd/Birkir Fanndal
Fagurt er á fjöllum Grímsstaðir á Fjöllum.
Þau eru mörg handtökin sem þarf til að viðhalda
einu helsta kennileiti borgarinnar sem þarf að tak-
ast á við vott og vindasamt haustveðrið á næstunni.
Það fór ekki mikið fyrir lofthræðslu hjá þessum
vösku verkamönnum sem héngu utan á Perlunni og
tryggðu að hún væri vatns- og vindheld.
Morgunblaðið/Golli
Perlan búin undir haustið
Áætlað er að heildarframleiðsluverðmæti
eldisfisks verði um 4 milljarðar króna á
árinu samanborið við 3,7 milljarða króna í
fyrra. Þetta segir Guðbergur Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Landssambands fisk-
eldisstöðva. „Hægt og bítandi er verið að
auka framleiðslu-
getu í fiskeldis-
stöðvum landsins.“
Nú eru framleidd
um 3000 tonn af
eldisbleikju en
Guðbergur telur að
sú tala gæti farið í
6000 tonn án þess
að byggja þyrfti
upp nýjar stöðvar.
Hann telur jafn-
framt að raunhæft
sé að auka heildar-
framleiðsluna upp í
tuttugu þúsund
tonn á ári. Áætlað
er að framleiða um 5.600 tonn í ár.
Þá er laxeldi vaxandi atvinnugrein og þá
einkum á sunnanverðum Vestfjörðum.
Nýjar tegundir
Íslensk matorka ehf. setti nýlega á mark-
að hekluborra sem ræktaður er í Fellsmúla
í Landsveit á Suðurlandi. Borrinn á upp-
runa að rekja til Kanada og er alinn í 27-28
gráða heitu vatni í sex mánuði. Þá hefur fyr-
irtækið Stolt Sea Farm, sem er hluti af
norsku Stolt-Nielsen samsteypunni, hug á
að rækta senegalflúru á Reykjanesi.
Íslensk matorka ræktar einnig bleikju og
stefnt er að um 300 tonna ræktun á ári. Stef-
anía K. Karlsdóttir, einn eigenda fyrirtæk-
isins, segir það vera að skoða fleiri tegundir
enda sé mikilvægt að vera með ólíka stofna
til að verjast sveiflum í framleiðslu og á
mörkuðum. hallurmar@mbl.is »4
Mikil
gróska
í fiskeldi
Hekluborri frá Fells-
múla kominn á markað
Í sókn
» Heildarfram-
leiðsluverðmæti
afurða í fiskeldi
er áætlað um 4
milljarðar í ár.
» Hægt að fjór-
falda framleiðsl-
una og nýjar teg-
undir eru að
koma á markað.
Kartöflu-
bændur á Norð-
urlandi sjá fram
á slakt ár. Berg-
vin Jóhannsson,
formaður Lands-
sambands kart-
öflubænda, telur
að uppskeran í
Eyjafirði verði
aðeins um helmingur af því sem
verið hefur undanfarin ár. Sumir
telji ekki borga sig að taka upp.
Bergvin segir útlit fyrir betri upp-
skeru í Hornafirði og á Suðurlandi
en hvergi mjög góða. »6
Útlit fyrir slaka
kartöfluuppskeru
Saksóknari í
máli ákæruvalds-
ins gegn tveimur
karlmönnum
tengdum vél-
hjólagenginu
Black Pistons
hafði mikinn
áhuga á að vita
hvort annar
þeirra verndaði
yfirboðara sinn,
foringja samtakanna, með breytt-
um framburði frá skýrslutöku hjá
lögreglu. Samkvæmt framburði
fyrir dómi kom foringi samtakanna
hvergi nálægt afbrotum þeim sem
ákært er fyrir. »12
Foringi Black
Pistons verndaður?
Sakborningar leidd-
ir fyrir dómara.
Þingfundir hefj-
ast að nýju á
föstudag að
loknu sumarleyfi
þingmanna. Fer
þá fram svonefnt
septemberþing
sem aðeins
stendur til 15.
september með
alls níu starfsdögum. Haustþing
hefst svo 1. október. Þingmenn
hafa hins vegar ekki fengið mikið
frí í ágúst þar sem flestar þing-
nefndir hafa fundað en í gær og
dag koma þær nær allar saman.
Þar er lögð áhersla á að afgreiða
þau þingmál sem út af stóðu eftir
sumarþingið. »16
Stutt en snarpt
septemberþing
Margeir Pét-
ursson, aðaleig-
andi EA fjárfest-
ingafélags hf.,
sem áður hét MP
banki, segist
vera mjög ósátt-
ur við þá ákvörð-
un Fjármálaeft-
irlitsins að sekta
félagið fyrir brot
gegn reglum um stórar áhættur.
Segir hann að fjórmenningarnir,
sem FME telur tengda, séu það ekki
í skilningi laga og reglna um fjár-
málafyrirtæki. »14
Mjög ósáttur við
ákvörðun FME
Margeir Pétursson