Morgunblaðið - 30.08.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Óvenjumikið af lunda hefur haldið til
við Vestmannaeyjar undanfarna
daga og vikur og segjast kunnugir
ekki hafa séð svona mikið af fugli á
þessum árstíma í mörg ár. Þá hafi
sést til fugla bera síli í holur til að
fæða unga. Dr. Erpur Snær Hansen
segir að varpið í Eyjum hafi verið
mun seinna á ferðinni og sjálfsagt fái
einhverjir ungar enn að éta. Þetta
breyti þó ekki heildarniðurstöðunni:
varpárangur verði enginn, enginn
ungi komist á legg.
Sigurmundur Einarsson, sem rek-
ur ferðaþjónustuna Viking Tours,
segir að svo virðist sem margir er-
lendir ferðamenn hafi fengið þær
upplýsingar að lundi sé nær horfinn
úr Eyjum. Svo sé alls ekki. „Lundinn
er úti um allt. Ég hef ekki séð svona
mikið af lunda í Heimakletti í mörg
ár,“ segir hann en Sigurmundur hef-
ur siglt með ferðamenn við Eyjar
undanfarin ellefu ár Einnig sé mikið
af lunda í Smáeyjum og í Stakkabót,
svo nokkur dæmi séu nefnd.
Yfirleitt er lundinn að miklu leyti
farinn frá Vestmannaeyjum í lok
ágúst. Sigurmundur bendir á að vor-
ið hafi verið kalt og lundinn hafi
verpt seinna en áður. Þá hafi
mælingar hans á sjávarhita
sýnt að sjórinn sé mun kald-
ari en í fyrra. Hiti við yf-
irborð hafi verið 11,2-
11,4°C á sunnudag en
á sama tíma undan-
farin ár hafi sjávar-
hiti í lok ágúst yfir-
leitt verið 13,2-13,8°C. Ýmislegt hafi
því breyst og vill Sigurmundur að
kannað verði hversu mikið sé af ung-
um í lundaholum núna því ljóst sé að
lundinn sé enn að bera síli í unga.
Aumingi sem kom í bæinn
Erpur Snær Hansen, líffræðingur
og sviðsstjóri vistfræðirannsókna
hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir
vissulega rétt að mikið sé af lunda
við Vestmannaeyjar. Hann hafi
sömuleiðis fengið fregnir af því að
lundinn hafi verið óvenju lengi í
Látrabjargi, á Breiðafirði og við
Dyrhólaey. Því miður breyti þetta
engu um varpárangur í Vestmanna-
eyjum og hann nefnir sem dæmi að
aðeins hafi ein pysja komið niður í
Vestmannaeyjabæ, eftir því sem
hann viti best.
„Og hún var 95 grömm. Þær þurfa
að vera yfir 260 grömm til að eiga
von um að lifa af og góðar pysjur eru
um 370 grömm. Þetta var bara aum-
ingi sem hefði veslast upp.“
Lundafjöld í Eyjum en varpið í rugli
Ekki séð svo mikið af lunda í mörg ár
Ferðamenn halda að lundinn sé horfinn
Í flestum tilvikum hlaupi börnin í
burtu. Foreldrum og forráðamönnum
barna í Lækjarskóla var í gær send
viðvörun vegna málsins. Þá hafa bæj-
aryfirvöld í Hafnarfirði vakið athygli
á málinu.
„Allt starfsfólk hefur verið beðið
um að hafa augun opin og foreldrum
nemenda hefur verið gert viðvart,“
segir Guðlaugur Baldursson, aðstoð-
arskólastjóri Lækjarskóla. Eftir að
skólinn sendi viðvörunina í gær hafði
foreldri samband við hann og til-
kynnti um svipað tilfelli sem varð síð-
degis á laugardaginn. Þá hafði maður
sem passaði við umrædda lýsingu
reynt að tæla unga stúlku til sín.
Tvö tilvik á Suðurnesjum í gær
Lögreglunni á Suðurnesjum bár-
ust í gær tvær tilkynningar um menn
sem reyndu að lokka börn til sín. Í
öðru tilfellinu náðist greinargóð lýs-
ing á manninum. Hann var þéttvax-
inn um fertugt á hvítum jeppa. Hann
reyndi að lokka til sín 10 ára gamlan
dreng með því að bjóða honum að
skoða legokubba.
Málin eru í rannsókn en ekki er vit-
að hvort þau tengjast.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er
nú á varðbergi gagnvart manni sem
reynt hefur að lokka grunnskólanem-
endur í Hafnarfirði upp í bílinn til sín.
Þá voru tvö slík tilvik tilkynnt í Kefla-
vík í gær. Tilkynnt hefur verið um
þrjú tilvik við grunnskóla í Hafnar-
firði síðan í síðustu viku, auk þess
sem eitt tilvik til viðbótar átti sér stað
síðastliðið laugardagskvöld. Öll til-
vikin eru keimlík en manninum er
lýst sem feitlögnum og frekar ungum.
Hann ekur um á stórum bláum bíl,
nokkuð gömlum og sennilega amer-
ískum.
Frekari lýsing er ekki fyrir hendi
en lögreglumenn sem eru á ferðinni í
Hafnarfirði hafa svipast um eftir
manninum við grunnskóla bæjarins.
Þeir munu hafa afskipti af grun-
samlegum mönnum telji þeir þörf á.
Lýgur til um alvarlegt slys
Maðurinn í Hafnarfirði hefur reynt
að lokka til sín stúlkur á aldrinum 10
til 12 ára. Kynferðisbrotadeild lög-
reglunnar hefur verið tilkynnt um
ferðir mannsins við Víðistaðaskóla,
Setbergsskóla og nú síðast um
hádegisbilið í gær við Lækjarskóla.
Málin eru ótengd að því leyti að
fórnarlömbin þekkjast ekki. Stúlk-
urnar sem um ræðir segja allar sömu
söguna af því hvernig maðurinn ber
sig að. Ein stúlkan segir þó að tveir
menn hafi verið í bílnum.
Aðferð mannsins er einkar ógeð-
felld en hann hefur reynt að lokka til
sín ungar stúlkur með því að segja við
þær að móðir þeirra hafi slasast al-
varlega í bílslysi og liggi nú á spítala.
Þær þurfi því að koma með honum og
hann muni aka þeim á spítalann. Því
ber að halda til haga að manninum
hefur ekki orðið ágengt. Stelpurnar
komust allar undan á hlaupum.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, segir lögregl-
una líta málið alvarlegum augum. Lít-
ið sé þó hægt að gera nema svipast
um eftir manninum og brýna fyrir
börnum að fara varlega. Björgvin
segir mál sem þetta oft koma upp á
haustin þegar skólarnir fari aftur af
stað. Hins vegar sé sjaldgjæft að níð-
ingar nái til barna með þessum hætti.
Reynir að lokka til sín
ungar skólastúlkur
Segir börnunum að móðir þeirra hafi slasast í bílslysi
Hafnarfjörður Tilkynnt hefur verið um fjögur tilvik á tæpri viku þar sem maður hefur reynt að tæla ungar stúlkur.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Erpur og samstarfsmenn hans
fylgdust með á annað hundrað
lundaholum í Vestmannaeyjum í
sumar. Í öllum holunum voru eggin
afrækt, það síðasta fyrir um tíu
dögum. Varpárangur hefur því
enginn verið.
Erpur bendir á að varpið í
ár hafi verið seinna á ferð-
inni en nokkru sinni. Lund-
ar hafi orpið í byrjun júlí en
í venjulegu árferði ættu
ungar að vera að skríða úr
eggjum á þessum tíma.
Lundar liggja á í um 32
daga og ungarnir hefðu því
skriðið úr eggjum í byrjun
ágúst. Í meðalári eru ungar lund-
ans í hreiðri í um 39 daga en
þegar verr árar getur vaxtartíminn
verið lengri eða upp undir 49 dag-
ar. Í arfaslæmu árferði, eins og nú,
eru einnig dæmi um það erlendis
að ungar hafi hírst í hreiðrum í um
80 daga. Erpur segir að það séu
nánast engar líkur á að ungar kom-
ist á legg þótt þeir séu fóðraðir
svo lengi. Réttara sé að tala um
hungurvöxt og ekki víst að ung-
arnir fái næga fæðu til að halda á
sér hita, hvað þá til að hún nægi til
að búa þá undir farflug og vet-
urinn. „Það getur vel verið að í
mörg þúsund lundaholum fái ein-
hverjar lundapysjur eitthvað að
éta. En þær skipta engu í stóra
samhenginu, ástandið er svo
svæsið.“
Geta hírst lengi í hreiðri
URPU ÞEGAR UNGARNIR HEFÐU ÁTT AÐ VERA AÐ KLEKJAST ÚT
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
ALLT FYRIR
HEIMILIÐ
fyrst og fremst ódýrt
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Samstaða var um það á flokksráðs-
fundi VG um helgina að fordæma
aðgerðir NATO í Líbíu. Þetta segir
Auður Lilja Erlingsdóttir, fram-
kvæmdastýra
VG, og bendir á
að utanríkis-
stefna, þ.e. frið-
arstefna, sé ein
af grunnstoðun-
um í stefnu VG.
Flokksmenn álíti
það brýnt að Ís-
land standi utan
hernaðarbanda-
laga.
Hana rekur
ekki minni til að nokkur fundar-
manna hafi greitt atkvæði gegn
ályktuninni.
Auður Lilja ítrekar að friðar-
stefnan sé grasrótinni mjög ofar-
lega í huga. Hluti félagsmanna
studdi ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna en um leið og
NATO hafi tekið yfir aðgerðirnar
hafi þær farið út fyrir þann ramma
sem var samþykktur á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna.
Samstaða um að HS
fari aftur í almenningseigu
Spurð um breytingartillögu á
ályktuninni um Líbíu er snýr að
rannsókn á þeirri ákvörðun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar að styðja
ályktun Sameinuðu þjóðanna, svar-
ar Auður Lilja því til að hún hafi
verið lögð fram að kvöldi síðasta
föstudags. Hana reki með líku lagi
ekki minni til þess að nokkur við-
staddra hafi verið henni mótfall-
inn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru þau Steingrímur J.
Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir,
Svandís Svavarsdóttir, Ögmundur
Jónasson og Jón Bjarnason við-
stödd umræðurnar um að fordæma
bæri árásirnar.
Auður Lilja segir að samstaða
hafi verið um það á flokksráðsfundi
VG að Hitaveita Suðurnesja ætti
að fara aftur í almenningseigu,
enda sé það í fullu samræmi við
stefnu flokksins og ríkisstjórnar-
innar um þjóðareign á auðlindum.
VG samstiga um
Líbíurannsókn
Auður Lilja
Erlingsdóttir