Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þ að var lið úr Hafnarfirði að nafni Hot Shot sem bar sigur úr býtum á Ís- landsmeistaramótinu í brennó í ár. Í öðru sæti var liðið Fimm fræknu og í því þriðja lenti Úrvalsliðið sem var sett saman af þeim bestu úr nokkrum liðum. Ein úr Úrvalsliðinu er Heið- rún Ólafsdóttir en hún er líka ein þeirra sem eiga heiðurinn af vin- sældum brenniboltans hér á landi. „Við byrjuðum að spila í Hafn- arfirði snemma vors 2009 og það var svo gaman að strax í sömu vikunni stofnuðum við brenniboltafélag í Reykjavík líka. Það eru æfingar einu sinni í viku á hvorum stað yfir sumartímann og við höfum margar verið að æfa á báðum stöðum. Í vet- ur sláum við svo saman og æfum innanhús tvisvar í viku,“ segir Heið- rún. Brenniboltasagan nær þó lengra aftur en til vorsins 2009. „Þetta byrjaði allt í Danmörku en við bjuggum þar nokkrar úr þessum hópi. Karlarnir voru alltaf að fara út í fótbolta, svo við konurnar ákváðum að fara líka út að leika og hittumst nokkrum sinnum til að spila brennó. Þetta var svo gaman að við gátum ekki hætt og héldum áfram þegar heim til Íslands var komið.“ Keppt til sigurs Brenniboltinn hefur borist víða, í Reykjavík eru tvö félög, eitt í Hafnarfirði og svo á Hólmavík, Höfn, Selfossi, Keflavík, Borgarnesi, Akureyri, Akranesi og Mosfellsbæ. „Þetta hefur dreift sér víða, enda brennó skemmtileg hreyfing. Það Barist til sigurs í brennibolta Íslandsmeistaramótið í brennibolta fór fram á Klambratúni síðastliðinn laugar- dag. Þar mættu tíu brenniboltalið til leiks, með fimm keppendur hvert og spilaður var brennibolti í fjóra klukkutíma. Heiðrún Ólafsdóttir er ein þeirra sem eiga heiðurinn af vinsældum brenniboltans hér á landi nú um stundir. Hún segir brennó vera mikla og skemmtilega hreyfingu sem henti öllum. Ljósmynd/Kristín Þóra Þriðja sæti Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir, Helga Björk Hauksdóttir, Sóley Eva Gústafsdóttir og Lilja Gréta Norðdahl. Sigurliðið Frá vinstri; Hildur Guðný, Þóra, Auður, Rósa og Bryndís. Þær skipa liðið Hot Shot sem er Íslandsmeistari í Brennibolta 2011. Við erum svo heppin á Íslandi að það eru sundlaugar nánast á hverju götu- horni. Sund er líkamsrækt sem er auðvelt fyrir okkur að stunda allan ársins hring, en það er sérstaklega hentugt að skella sér í vatnið þegar kólnar í veðri og erfitt getur reynst að koma sér út í göngutúr. Þótt mörg okkar hafi verið skyldug til að fara í skólasund í grunnskóla er ekki sjálfgefið að við kunnum að synda. Fyrir þá sem vilja rifja upp sundtökin ætti vefsíðan Enjoy- swimming.com að vera hentug. Þar er farið í hverja aðferð, bringusund, baksund, flugsund og skriðsund, og útskýrt hvernig á að taka hvert sund- tak. Sundaðferðinni er lýst, svo er kennslumyndband og vísað í greinar sem lýsa sundtökunum nánar. Fleira tengt sundi má lesa á síð- unni, sem er fræðandi, snyrtilega uppsett og einföld í notkun. Vefsíðan www.enjoy-swimming.com Skapti Hallgrímsson Synt Það er góð líkamsrækt að synda en sundtökin þarf þá að kunna. Rifjið upp sundtökin Yfir sumartímann er auðvelt að stunda fjölbreytta líkamsrækt utan- húss. Þegar haustið nálgast fara margir að huga að því að halda í inn- anhússlíkamsrækt. Líkamsræktar- stöðvarnar byrja þá með nýja stunda- skrá og fjölbreytt námskeið sem ættu að henta breiðum hópi. Verið samt ekki fljótfær, hugsið ykkur vel um áður en þið farið að fjárfesta í hreyfingunni. Ertu í alvörunni mann- gerðin sem fer í crossfit eða súmba- dans? Vissulega er gott að ögra sjálf- um sér og prófa eitthvað nýtt en vertu viss um að það sé eitthvað sem hentar þér og þinni líkamsgerð. Endilega … … hugið að líkamsræktinni Morgunblaðið/Ernir Ekki fyrir alla Staðið á höndum. Ef offita heldur áfram að aukast jafn- hratt og hún hefur gert hingað til í Bandaríkjunum gæti helmingur allra Bandaríkjamanna verið haldinn offitu eftir 20 ár. Þetta myndi þýða að 65 milljónir manna myndu bætast við þann fjölda sem nú þegar er haldinn offitu í landinu. Þessar niðurstöður er að finna í rannsókn sem birt var í tímaritinu Lancet en næstu fjögur tölublöð þess eru tileiknuð umræðu um offitu. Við rannsóknina voru not- aðar upplýsingar um hæð og þyngd Breta og Bandaríkjamanna síðastliðin 20 ár og þær notaðar til að áætla lík- amsþyngdarstuðul fram í tímann. Ef svo fer fram sem horfir hefur það al- varlegar afleiðingar á heilsu Banda- ríkjamanna. Sykursýki myndi aukast svo og hjartasjúkdómar en búast mætti við meira en átta milljónum nýrra tilfella af sykursýki. Hár blóð- þrýstingur yrði líka algengari og þótt hann sé ekki lífshættulegur hefur hann sín áhrif á heilsu fólks. Þetta myndi því hafa mjög slæm áhrif á heilsu landsmanna auk þess að bæta við gríðarlegum kostnaði í heilbrigð- iskerfinu. Baráttan er þó síður en svo töpuð og enn nokkur tími til að berjast við þann óvin nútímamannsins sem offitan er. Ef Bandaríkjamenn fylgdust dálítið betur með því hvað þeir borð- uðu og hreyfðu sig nóg til þess að lík- amsþyngdarstuðullinn drægist saman um aðeins eitt prósent myndi það hafa sín áhrif. Slíkt gæti komið í veg fyrir allt að 2,4 milljón ný tilvik af syk- ursýki og allt upp í 127.000 ný tilvik af krabbameini. Vissulega veit enginn hvaða stefnu offitufaraldurinn mun taka í framtíðinni en það mun taka einhvern tíma fyrir Bandaríkjamenn að snúa við blaðinu. Þá er jú gott að muna að góðir hlutir gerast hægt. Frétt um niðurstöður rannsóknarinnar var birt á vefsíðu Los Angeles Times og er vitnað til hennar í þessari grein. Offita Nauðsynlegt að Bandaríkjamenn vendi sínu kvæði og hugi betur að holdarfari sínu og heilsu REUTERS Offita Bandaríkjamenn munu þurfa stórar stærðir með þessu áframhaldi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Könnun á næringarinnihaldi á bíó- poppkorni í Bandaríkjunum leiddi í ljós að það inniheldur hættulega mikið magn af fitu, salti og kalórí- um, jafnvel í minnstu skömmt- unum. Skoðað var poppkorn í öllum stærðum frá þremur bíóhúsakeðj- um. Stór poki af poppkorni hjá Regal-bíóhúsunum inniheldur tutt- ugu bolla af poppkorni, 1200 kaló- ríur, 980 milligrömm af natríum og 60 grömm af mettaðri fitu. Með því að setja aðeins teskeið af smjöri útí bætast 130 kalóríur við. Þá er hægt að fá fría áfyllingu af poppi hjá þessu bíóhúsi. Millistærðin var með sama inni- haldi og sú stóra en lítill popp sem taldi ellefu bolla inniheldur 670 ka- lóríur, 550 milligrömm af natríum og 24 grömm af mettaðri fitu. Þessar niðurstöður gætu komið þeim á óvart sem velja popp fram yfir sælgæti í bíó því þeir telja það nokkuð heilsusamlegt snakk. Stað- reyndin er að venjulegt loft-poppað poppkorn hefur lítið kalóríuinnihald og er laust við mettaða fitu. Bíó- popp er hinsvegar poppað í olíu, oft kókosolíu sem er 90% mettuð fita. Með því að bæta salti við verður það sem hefði getað orðið hollt snakk ógn við heilsuna. Einn stór skammtur af bíópoppi fyllir þrjá fjórðu af daglegri kalóríu- inntöku. Heilsusamlegasta dæmið um bíó- popp var lítill skammtur hjá AMC. Hann inniheldur sex bolla og 370 kalóríur. Þriðja bíóhúsakeðjan sem var skoðuð heitir Cinemark og kom hún aðeins betur út en hinar tvær því þar er poppið ekki poppað upp úr hertri fitu. Þar inniheldur stór popp sautján bolla, með 910 kalórí- um, 4 g af mettaðri fitu og 1500 milligrömm af natríum sem er ná- lægt því að vera dagskammtur fyr- ir fullorðna manneskju. Ein leið til að fá heilsusamlegra poppkorn í bíói er að biðja þá um að poppa skammt án salts. Annars er besta leiðin að deila einum stórum skammti með tíu vinum eða bara borða ekkert á meðan horft er á myndina. Sagt er frá þessu á vefsíðu The New York Tim- es. Heilsa Reuters Poppkorn Mokað í poka í bíóhúsi. Dökku hliðar poppkornsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.