Morgunblaðið - 30.08.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Banka-hruniðer með
dapurlegustu
atburðum síð-
ustu áratuga, að
minnsta kosti
þegar horft er til efna-
hagslífsins og fjármála-
legrar stöðu einstaklinga,
fyrirtækja, lífeyrissjóða
og fleiri. Þess vegna er
snúið að gera fyrirbæri
eins og bankahruninu
rangt til. En það hefur þó
tekist í nokkrum tilfellum.
Núverandi ríkisstjórn er
orðin sérlega leikin í að
kenna því um allar sínar
ófarir, jafnvel um að-
gerðaleysi sitt, þótt nokk-
uð hafi verið frá banka-
hruni liðið þegar hún
slysaðist til valda í land-
inu. En við það er ekki
látið sitja. Þegar ríkis-
stjórnarflokkarnir hafa
þröngvað í gegnum þingið
lögum sem taka mið af
löngu þekktum pólitískum
meinlokum þeirra sjálfra,
þá er því líka klínt á
bankahrunið, og hefur það
nóg á sínum reikningi,
þótt einungis það lendi
þar, sem á þar heima.
Skattatillögur ríkisstjórn-
arflokkanna voru fluttar
af þeim ár eftir ár eða tal-
að fyrir þeim á meðan
þeir voru í stjórnarand-
stöðu. Þá var aldrei á það
minnst að slíkar tillögur
ættu einkum við eftir að
bankahrun og aðrar stór-
brotnar ófarir hefðu
brostið á.
Eftir ófarir í efnahags-
lífi þjóðar er dagskráin
einföld: Það þarf endur-
reisn. Skattatillögur
vinstriflokkanna voru alla
tíð fjandsamlegar ein-
staklingum og fyrirtækj-
um og til þess fallnar að
letja fólk til frumkvæðis,
draga úr vilja þess til að
leggja meira á sig í þeim
tilgangi að bera meira úr
býtum. Þess vegna var
þessum tillögum jafnan
hafnað. Framangreindir
ókostir skattahækkana á
öllum sviðum verða síst
skárri þegar nota á tillög-
urnar sem lið í
endurreisn eftir
bankahrun.
Gallarnir ýkjast
við slíkar að-
stæður.
Í Morgun-
blaðinu var nýlega rætt
við framkvæmdastjóra á
Almenna bílaverkstæðinu
og þar kom eftirfarandi
fram: Þótt eftirspurnin sé
mikil eftir þjónustu verk-
stæðisins er það ekki opið
um helgar og virka daga
er látið duga að vinna frá
8 til 5 og stundum til 6.
Ein ástæða þess að eftir-
spurninni er ekki mætt
með lengri opnunartíma
og helgaropnun segir
Kristmundur Þórisson að
sé að skattaumhverfið
dragi úr mönnum hvatann
til að bæta við sig vinnu:
„Ungir menn um þrítugt,
til dæmis, sem ættu undir
eðlilegum kringumstæðum
að taka glaðir við allri
þeirri aukavinnu sem
þeim býðst, þeir vilja ekki
aukavinnuna í dag, því svo
stór hluti af viðbótartekj-
unum fer í skattinn,“ seg-
ir hann. „Skattaumhverfið
virðist vera komið algjör-
lega úr böndunum og er
farið að letja og skemma
fyrir okkur. Það er pirr-
andi að hugsa um þetta,
því þeir sem eru duglegir
vilja ekki vinna sér inn
meira þótt þeir gætu og
myndu með því skapa sér
aukatekjur sem gætu svo
farið í að greiða niður
skuldir eða örva verslun
og þjónustu.“
Þannig er talað af al-
mennri skynsemi úti á
hinum almenna vinnu-
markaði. En í stjórnar-
ráðinu gildir ekki almenn
skynsemi. Þar ræður
gömul og úr sér gengin
pólitísk þráhyggja ríkjum.
Þess vegna hefur endur-
reisnin gengið svo brösug-
lega og verið svo miklu
hægari og langdregnari
en hefði þurft. Banka-
hrunið var vissulega bölv-
að. En hvers vegna í
ósköpunum þurfti að gera
illt verra?
Stjórnarstefnan er
venjulegu fólki fjöt-
ur um fót og dregur
úr þrótti og frum-
kvæði }
Almenn skynsemi
útilokuð
Í
síðustu viku greindu fjölmiðlar frá að
Greenpeace hefði fundið stórvarasöm
eiturefni í fjöldaframleiddum fatnaði
margra þekktustu merkjanna. Þegar
skimað var yfir fréttir um málið mátti
skilja það af framsetningunni að neytendur
væru í bráðri hættu. „Death by fashion“ sagði
ein fyrirsögnin og viðbúið að lesendur yrðu í
meira lagi skelfdir eftir lesturinn. Er fataskáp-
urinn að reyna að drepa okkur? Et tu, Ralph
Lauren?
Ég er því marki brenndur að vilja vefengja
hræðsluáróður umhverfisverndarsamtaka.
Reynslan hefur kennt mér að taka slíku tali
með góðum fyrirvara, því oft er lítil innistæða
fyrir stóru fullyrðingunum. Eitt sinn var mér
líkt við Söru Palin því ég vildi meina að hnatt-
ræn hlýnun væri fjarri því óyggjandi staðreynd, ekki frekar
en hysterían í kringum hnattræna kólnun var á 8. áratugn-
um.
Þá hef ég lært að staldra við þegar rætt er um „eitur-
efni“. Allt tal um eitur er merkingarlaust nema rætt sé um
hlutföll í sömu andrá. Múskat getur verið lífshættulegt í
nógu stórum skömmtum, en er samt að finna í kryddrekk-
anum á öllu betri heimilum.
Þegar ég rýndi nánar í rannsókn Greenpeace sá ég líka
að framsetningin var ekki beinlínis til þess fallin að draga
upp yfirvegaða og sanngjarna mynd af því sem fannst.
Reyndar var ekki að því hlaupið að finna staðreyndir máls-
ins: Fyrst þurfti ég að vaða í gegnum mjög neikvæða grein
á heimasíðu Greenpeace. Þar mátti þó sjá, ef
maður lúslas textann, að vandinn væri fyrst og
fremst að eiturefnin væru ekki góð fyrir lífríki í
vötnum og sjóm – ekki að mannfólkinu stafaði
hætta af fötunum. Í greininni var svo hlekkur í
rannsóknina sjálfa, en þó í gegnum útdráttar-
síðu sem talaði um hvað eiturefnin væru slæm
fyrir hormónakerfið og söfnuðust upp í fæðu-
keðjunni.
Það var ekki fyrr en komið var á bls. 14 í
skýrslunni sjálfri að loks var tekið fram, með
lítið áberandi hætti, að það magn efna sem
mældist í flíkunum var fjarri því svo mikið að
það gæti talist hættulegt heilsu þess sem
klæddist fatnaðinum. Enn aftar í skýrslunni
kom í ljós að til að lenda á svarta lista Green-
peace var miðað við lægstu greinanlegu mörk:
að einn milljónasti hluti af umræddu efni hefði greinst í
fatnaðinum, óþvegnum og beint úr búðinni. Framleiðendur
brugðust enda við rannsókinni með því að benda á að mæli-
aðferðirnar þýddu að niðurstöðurnar væru óáreiðanlegar
og ekki grundvöllur fyrir yfirlýsingum Greenpeace.
Nú er það vel sennilegt að umrædd eiturefni fari illa með
lífríkið á þeim stöðum þar sem flíkurnar eru framleiddar
og hvergi æskileg viðbót við fæðukeðjuna. En villandi
hræðsluáróður um drápsfatnað hjálpar ekki málstaðnum,
því um leið og neytendur komast að því að það var villt um
fyrir þeim einu sinni, þá taka þeir ekki mikið mark á þeim
viðvörunum sem á eftir koma. Greenpeace hrópaði: „Úlfur!
Úlfur!“ ai@mbl.is
Pistill
Baneitraðar blekkingar
Ásgeir
Ingvarsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
N
ú fara að æsast leikar
við Austurvöll á nýj-
an leik. Þingnefndir
hafa sumar hverjar
verið að funda í
ágústmánuði en í gær og dag koma
þær nær allar saman. Þingflokkar
funda síðan á fimmtudag, 1. sept-
ember, og daginn eftir hefst sept-
emberþingið svonefnda, þar sem
ljúka á sem flestum þingmálum sem
ekki tókst að klára í sumar. Næsta
löggjafarþing, hið 140. í röðinni,
verður svo sett 1. október næstkom-
andi, en þá taka gildi ýmsar breyt-
ingar á þingsköpum sem kalla m.a. á
kosningu í allar þingnefndir.
Núna í september er búist við
stuttu en snörpu þinghaldi. Starfs-
áætlun þingsins gerir ráð fyrir að-
eins níu fundardögum, þeim síðasta
15. september nk. Við upphaf þings
að morgni næsta föstudags mun Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra flytja skýrslu um atvinnu- og
efnahagsmál og í kjölfarið má
reikna með heitum pólitískum um-
ræðum um þau mál sem helst hafa
verið á baugi frá því að þingi var
frestað í júní, s.s. eins og sjávar-
útvegsmálin, rammaáætlunin og að-
ildarviðræður við Evrópusam-
bandið. Fjárlagagerðina mun
vafalítið einnig bera á góma, sem og
skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Þannig mun stjórnarandstaðan
leggja mikla áherslu á að eftirlit
með aðildarviðræðum við ESB verði
aukið. Hins vegar munu kvóta-
frumvörp sjávarútvegsráðherra
ekki komast á dagskrá að nýju fyrr
en á haustþinginu en þau hafa verið
til umræðu í sjávarútvegsnefnd.
Forseti Alþingis mun að öllum
líkindum eiga fund í dag með for-
mönnum þingflokka til að ræða nán-
ar um tilhögun mála á þessu sept-
emberþingi.
Yfir 20 mál bíða afgreiðslu
Á þinginu munu stjórnarflokk-
arnir leggja mesta áherslu á að af-
greiða þau þingmál sem ekki tókst
að ljúka í sumar og afgreiða þau úr
þingnefndum fyrir föstudaginn. Yfir
20 mál höfðu ekki verið afgreidd úr
nefndum í júní og reiknað með að
þau komi til lokaafgreiðslu í sept-
ember. Takist ekki að ljúka þessum
málum detta þau niður dauð, ef svo
má að orði komast, og verður að
flytja þau upp á nýtt á haustþinginu.
Meðal þessara þingmála eru
frumvarp um greiðslu hluta-
atvinnuleysisbóta, lög um Stjórnar-
ráðið, vatnalög, fullgilding Árósa-
samningsins í umhverfismálum,
breyting á lögum um almannatrygg-
ingar og frumvörp er snúa að rann-
sóknum á olíuleitarsvæðum. Ekki
tókst að afgreiða síðasttöldu málin í
júní og af þeim völdum varð Orku-
stofnun að fresta útboði sérleyfa á
Drekasvæðinu svonefnda um tvo
mánuði, eða til 3. október nk. Er bú-
ist við að þessi mál verði keyrð í
gegn á fyrstu dögum september-
þings, svo dæmi sé tekið um mál
sem verða sett í forgang. Um þessi
mál sum hver er hins vegar ekki
fullkomin sátt og hætt við að það
muni gusta um þingsali um það leyti
sem fyrstu haustlægðirnar byrja að
skella á landsmönnum. Er það
væntanlega aðeins byrjunin á
stormasömu haustþingi.
Frá því að Alþingi var frestað í
sumar hefur breyting einnig orðið á
þingliðinu, með úrsögn Guð-
mundar Steingrímssonar úr Fram-
sóknarflokknum. Hann mun starfa
sem óháður þingmaður en almennt
er talið að hann muni styrkja
meirihluta stjórnarflokk-
anna, sem hefur verið
tæpur.
Gusta mun um þing-
sali á septemberþingi
Morgunblaðið/Golli
Alþingi Þingmenn koma fljótlega saman að nýju í þingsölum, eða föstu-
daginn 2. september. Fyrsta daginn er búist við skýrslu forsætisráðherra.
Líklegt er talið, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins,
að Illugi Gunnarsson, fv. þing-
flokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins, muni taka sæti á
Alþingi að nýju. Sjálfur vildi
Illugi ekkert tjá sig um málið í
gær en sagði stöðu sína skýr-
ast fljótlega.
Vorið 2010 tók hann sér
leyfi frá þingstörfum á meðan
málefni peningamarkaðssjóða
bankanna voru til rannsóknar
hjá sérstökum saksóknara en
Illugi sat í stjórn Sjóðs 9 hjá
Íslandsbanka. Málum vegna
sjóðsins hefur verið vísað frá
dómi eða þau dregin til baka.
Einnig upplýsti fjár-
málaráðherra á Alþingi
að engir peningar úr
ríkissjóði hefðu runn-
ið í Sjóð 9. Hefur
þetta tvennt aukið
mjög líkurnar á að Ill-
ugi setjist á þing að
nýju.
Líklega á
þing að nýju
ILLUGI GUNNARSSON
Illugi
Gunnarsson