Morgunblaðið - 30.08.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 30.08.2011, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Sannir stuðnings- menn Ísraels vinna að því að það fari eftir alþjóðalögum. Þetta hefur ítrekað komið fram í skrifum og við- tölum við bandaríska málvísinda- og bar- áttumanninn Noam Chomsky, sem er væntanlegur til Há- skóla Íslands hinn 9. september í tilefni hundrað ára af- mælis skólans. Í sama mánuði verður Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem palestínsk yf- irvöld hyggjast kalla eftir viður- kenningu á ríki Palestínu. Noam Chomsky birti grein í tímaritinu „In These Times“ hinn 7. júlí síðastliðinn – http:// www.chomsky.info/artic- les/20110707.htm – þar sem hann fjallar um þann vanda sem Ísrael stendur frammi fyrir. Sá vandi gæti þýtt útskúfun, líkt og gerðist með Suður-Afríku. Þetta veldur viðskiptajöfrum Ísraels áhyggjum, m.a. Idan Ofer sem varaði við því að landið væri óðum að breytast í S-Afríku, þar sem efnahagsafleið- ing refsiaðgerða gegn þeim kæmi niður á hverri einustu fjölskyldu. Á meðan eru Ísrael og Washing- ton í mikilli diplómatískri herferð til að koma í veg fyrir „tsunami“, orðalag sem varnarmálaráðherrann Ehud Barak hefur meðal annarra notað sem aðvörun, ef palestínkst ríki verður að veruleika. Meira en hundrað ríki hafa í reynd þegar viðurkennt Palestínu. Óttinn er ekki einungis gagnvart því að heimurinn muni fordæma Ísrael vegna brota á alþjóðalögum, heldur einnig gagnvart því að brjóta á ríki sem hefur verið við- urkennt af SÞ. Í Fréttablaðinu, 5. júlí, birtist lítil frétt, þar sem segir frá því er Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, heimsótti banda- ríska skipið „Audacity of Hope“ (Dirfska vonarinnar) í Aþenu. Grikkir féllust á að kyrrsetja umrætt skip ásamt fleiri (þ.e.a.s. þau sem ekki höfðu þegar orðið fyrir skemmdarverkum). N. Chomsky rifjar upp að í janúar 2009 hafi Grikkland sýnt þann stórkostlega manndóm að loka höfnum sínum fyrir bandarískum vopnum á leið til Ísr- aels meðan hin grimmilega banda- rísk-ísraelska árás stóð yfir á Gaza. En þar sem efnahagsstaða Grikkja hefur í raun og veru rænt þá sjálf- stæðinu er of mikil áhætta fyrir þá að endurtaka þau einstöku heilindi. Í Ísrael voru flestir sannfærðir um sakleysi sérþjálfuðu hermann- anna gegn farþegunum á tyrk- neska skipinu með hjálpargögn til Gaza í maí 2010 er 9 manns voru drepnir. Það er enn eitt dæmið um sjálfskaðandi óraunsæi sem heltek- ur samfélagið. Diplómatískt frumkvæði og frið- samlegar aðgerðir fulltrúa Palest- ínu eru ógn gegn þeim sem skil- greina ofbeldi fullkomlega útfrá sínum hagsmunum. Nýlegir at- burðir við landamærin að Egypta- landi eru lýsandi dæmi um við- brögð stjórnvalda í Ísrael þar sem fimm egypskir lögreglumenn féllu þegar ísraelskir hermenn reyndu að elta þá uppi sem skutu á rútu þar, átta Ísraelar féllu. Ísraelski herinn gerði árásir á Gaza í kjöl- farið þar sem 15 Palestínumenn féllu. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag, sunnudag 21. ágúst, segir að Arababandalagið fordæmi árásir Ísraelsmanna á Gaza og að SÞ verði að skerast í leikinn. Áskorun þessa efnis var samþykkt á sér- stökum neyðarfundi bandalagsins í dag. Útbreiddasta dagblað Ísraels, Haaretz, varaði við því að átökin gætu stigmagnast engum til góðs. Jafnframt er varað við pólitískum afleiðingum á alþjóðavísu grípi Ísr- aelar til svipaðra aðgerða gegn Palestínumönnum og árásirnar 2008-09, þegar 1400 Palestínumenn létu lífið. Ísraelar heita rannsókn án þess að hafa beðið afsökunar. Deilurnar eru mjög alvarlegar fyrir Ísrael. Friðarsamkomulag þjóðanna frá því 1979 hefur verið einn af horn- steinum varnarmálastefnu Ísraels í rúma þrjá áratugi. Hins vegar hef- ur það ekki verið einn af horn- steinum stöðuleika fyrir Egypta, líkt og haldið hefur verið fram. Þvert á móti hefur hann verið grundvöllur óstöðugleika í landinu. Þess vegna vill egypskur almenn- ingur segja honum upp. Þetta seg- ir N. Chomsky. Samningurinn úti- lokaði Egypta frá deilum Ísraels og Araba, þ.e.a.s. útilokaði eina mögulega hemilinn á hernaðar- aðgerðum Ísraels og gaf þeim í raun og veru frelsi til að halda áfram aðgerðum á hernumdu svæðunum og að ráðast á nágranna sína í norðri. Meirihluti fólks í Egyptalandi og víðar í arabaheiminum lítur á Bandaríkin sem sína helstu ógn og er því vel meðvitað um órjúfanlegt hlutverk Bandaríkjanna í útþenslu Ísraels. Því hugnast Wasington- Ísrael illa sú lýðræðisvakning sem þar hefur orðið. Lýðræðistalið er einungis fagurgali meðan vinveitt stjórnvöld eru nægilega öflug til að halda aftur af almenningi. „Vinir“ Ísraels mættu hugleiða varnaðarorð Noams Chomsky Eftir Ara Tryggvason »Munu Bandaríkin hindra viðurkenn- ingu á Palestínu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september? Ari Tryggvason Höfundur er stuðningsfulltrúi á geð- deild LSH og er meðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Gamalt máltæki segir að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessu er ég ekki sammála. Það er svo yfirmáta sorglegt að átta sig ekki á mannkostum vinar fyrr en að hon- um látnum. Ég hef átt marga góða vini og fundið og vitað hvað þeir voru mik- ilvægir og sérstaklega á meðan þeir lifðu. Hitt er svo minning. Í mínum huga er góð manneskja sólargeisli í mannflórunni. Það gefur augaleið að nærvera hennar er þægileg og gefandi. Fyrir tuttugu og einu ári varð ég ósjálfbjarga eftir slys. Þá björguðu slíkar manneskjur lífi mínu með ljúfmennsku sinni og öðrum mannkostum. Svo sterkt var þetta samferðafólk mitt að skemmdu eplin höfðu engin áhrif. Í mörg ár gekk þó á ýmsu áður en líðan mín varð viðunandi. Þannig var það fram að síðustu áramótum að borgarstjórinn ákvað að segja upp samningum við Vinun, sem er sérlega metnaðarfullt umönn- unarfyrirtæki, og ráða ólærða konu yfir alla starfsemina. Hún réð svo fólk á sama mennt- unarstigi hvað umönnun varðaði. Umskiptin voru rosaleg og hafa haft slæm áhrif á mig. Fyrir stuttu voru tvær ungar konur frá þessu fyrirtæki Reykjavík- urborgar að taka mig úr rúmi, en fórst það svo klaufalega að ég meiddist á hnjám og virðist það varanlegur skaði, því síðan er ég aldrei verkjalaus. Sársaukinn var svo mikill að mér sárnaði og sagði að þær yrðu að fara varlega og vera samtaka. Úr munni annarrar þeirra kom þá orðaflaumur mikill og yfirvegaður, gerður til að lít- illækka mig. Frá þessum mátt- arstólpa samfélagsins fékk ég að heyra hvað ég væri ómerkilegur og engum til gagns. Ég gæti fall- ist á að vera gagnslítill. Hún lét sig hins vegar ekki muna um að hafa það allan pakkann og innræti sitt með. Ég veit ekki hvort þú lesandi góður hefur þurft að um- gangast fólk sem þér finnst óþægilegt að hafa nálægt þér. Aflei- tast er þó að vera ósjálfbjarga og hafa ekkert um það að segja hverjir annast mann. Vera búinn að missa frelsið. Það er nógu slæmt að vera lamaður frá hálsi. Máttlaus í hjólastól, þótt ekki bættist ófrelsi við. Það segir sig sjálft og hefur sýnt sig að umönn- unarstörf henta ekki öllum. Nú kvíði ég öllum helgum. Reyndar kvíði ég öllum dögum nema þeim þremur morgnum sem Vinun er. Þótt Vinun sé ljós í tilveru minni hefur núverandi borgarstjóra tek- ist að skerða lífslöngun mína með breytingunni. Mér sýnist hann vera undir áhrifum Dags B., sem stundar svokölluð samræðustjórn- mál, en þau eru bara innihalds- laust orðagjálfur. Hann gerir mönnum erfitt að ná í sig og mætti vera orðheldnari. Aldrei fyr en nú hafa almennir borgarar átt í erfiðleikum með að ná fundi borg- astjóra síns. Eitt er víst að þessir tveir menn, Dagur og Jón, eiga ekkert með að beita valdi sínu gegn samborgurum sínum. Þeir virðast ekki skilja til hvers né fyr- ir hverja þeir voru kosnir. Þetta er ömurleg staðreynd og fyrir því finna fatlaðir meira en aðrir. Aldr- ei hef ég fundið betur hvað Davíð Oddsson ber af slíkum sem gull af eir. Þeir verða svo agnarsmáir í samanburði við hann. Ég skora á hann að koma aftur í stjórnmálin. Hann færi létt með að velta lið- leskjum úr sessi. Sviptur frelsi Eftir Albert Jensen Albert Jensen » Aldrei fyr en nú hafa almennir borgarar átt í erfiðleikum með að ná fundi borgastjóra. Höfundur er trésmíðameistari. Nei og aftur nei! Vig- dís forseti sagði að 100 ár þyrfti fyrir þjóðina til að afla sér borg- aralegrar menningar, en lærdómsferil okkar væri aðeins 67 ár og meðal ríkjandi mein- semda væri umræðu- formið í pólitískri um- ræðu sem Halldór Kiljan hafði kallaði þrætubók og stundaði sér til dægra- styttingar milli bókaskrifa. Rányrkja útrásarvíkinga í peningahirslum bankanna eða draumsýnir og yfirboð náttúrulausra „náttúruvernd- arsinna“, innmúraða í draumheima þeirra sem hafa ekki annað að gera, mega aldrei komast í þá aðstöðu að ræna af okkur sjálfræði og efnahags- legu sjálfstæði aftur. Við erum þrátt fyrir allt sterkrík og hámenntuð þjóð sem byggjum ríkt og gjöfult land. Við landsmenn allir elskum ís- lenska náttúru og virðum, líka nýt- ingarmenn náttúruauðlinda. Bændur, sjómenn og virkjunarsinnar hafa unnið eins og orkan leyfir á hverjum tíma á hagrænan hátt, með hina hag- rænu náttúruvernd í huga sem felst í að stuðla að hæfilegri nýtingu og koma í veg fyrir rányrkju eða spjöll á auðlindum og hlunnindum til lands og sjávar svo að heims- athygli er vakin á okkar aðferðafræði og ríki- dæmi. Þjóðin bíður eftir frekari virkjun og nýt- ingu auðlinda, það er verkefnið en ekki vandamál. Fremsta krafa landsmanna er auðvitað að auka hag sinn – efla menningu sína – skapa börnum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í samfélagi þjóða í nútíð og framtíð. Þess vegna verðum við m.a. að nýta auðlindir okkar, virkja, nýta og njóta af fullri reisn, en detta ekki í drullupolla meðalmennsku komma- tittanna sem sífellt vilja búa til póli- tíska þröskulda í öllum framfara- málum. „Uppkastið“ er bara rándýr einskisnýtur þröskuldur sem lendir á okkur orkunotendum að borga háu verði. Það er óbragð í munni þegar maður verður þess var að fulltrúar okkar landsmanna í stjórnun orku- fyrirtækja og hálaunað forstjóralið eru kjark- og duglaust til að verjast þessari innfluttu grillu sem varð til, þegar akademískum þjóðarbetr- ungum var útrýmt úr verka- mannaflokkum Evrópu vegna sér- leiða sinna og að villa fyrir ásýnd sinni sem fyrrverandi kommatittir og sambandsleysi við þjóðarsálina. Þá urðu rauðu gunnfánarnir grænir í Þýskalandi og þýskmenntaðir fluttu þetta pólitíska leikrit til landsins þeg- ar áhrif þeirra dvínuðu í kommaflokki okkar, Alþýðubandalaginu. Það er með öðrum orðum krafa okkar að hugsuðir nýtingar auðlinda taki þátt í þessari þrætubók. Hvað það er sem fær þá vælukjóa sem kalla sig verndara náttúrunnar til mikilla viðbragða um stóra sigra í nýja „uppkastinu“ um virkjunarmál skil ég engan veginn. „Uppkastið“ er bara ruglórar, reyndar átakanleg friðþægingartilraun til að halda lífi í núverandi ríkisstjórn. Vælukjóarnir hafa verið tilkallaðir að öllum frétta- miðlum síðan plaggið var kynnt en enginn fulltrúi framfaraafla á við- komandi landsvæði eða atvinnulífs er fenginn til. Það hlýtur að vera mikið af jarðsambandslausum fréttastofum þar sem kommatittirnir fá skotleyfi á hámenntaða sérfræðinga án fag- legrar fyrirhafnar m.a. með fullyrð- ingum um að nýtingartillögur sér- fræðinga séu tómar vitleysur. Því verður ekki trúað að almenni atvinnu- rekandinn og launamaðurinn sem eru nú krossfestir í óáran íslenskra pen- ingamála muni framar ljá því hug eða heyrn að láta blekkjast af jarð- sambandslausum yfirboðum og rugli náttúruleysingjanna. Meginspurn- ingin er: Hvar eru tækifæri fyrir okk- ar unga og vel menntaða fólk í næstu framtíð? Svigrúm hefðbundinna atvinnu- greina til aukningar á atvinnutæki- færum er mjög takmarkað. Staða sjávarútvegs er slík að vart er þess að vænta að þar verði mikil nýsköpun og fjölgun tækifæra. Sama niðurstaða er í landbúnaði og ferðaþjónustu. Bygg- ingar- og framleiðsluiðnaður eiga í vök að verjast. Rányrkja í peninga- hirslum bankanna eða taumlaus blekkingarvefur, draumsýnir og yf- irboð náttúrulausra náttúruvernd- arsinna voru ekki bara stunduð af út- rásarvíkingum og náttúrulausum. „Dagur er að kveldi kominn“ sagði Karl Th. Birgisson ritstjóri í aðdrag- anda sveitarstjórnarkosninga, en við það er rétt að bæta nú, að það er komið hánætti hjá foringjaliði Sam- fylkingarinnar og forystu hennar í ríkisstjórn. Dagur er auðvitað fjall- myndarlegur, vel menntaður, sér- greindur einstaklingur, sem sagt sósíaldemókrati af skandinavísku gerðinni, en um leið er meðal- mennskan sem leiðtogi og varafor- maður afgerandi andlegur ókostur fyrir flokkinn. Við verðum að fram- leiða og framleiða verðmæti til að jafnvægi náist á öllum sviðum efna- hagsmála. Engin önnur leið er boðleg fjölskyldunni á Íslandi. Þarf að vera svona erfitt að vera Íslendingur? Eftir Erling Garðar Jónasson » Við verðum að fram- leiða og framleiða verðmæti til að jafnvægi náist á öllum sviðum efnahagsmála. Engin önnur leið er boðleg fjöl- skyldunni á Íslandi. Erling Garðar Jónasson Höfundur er tæknifræðingur. Spilamennska hafin í Gullsmáranum Spilamennska í Gullsmára hófst fimmtudaginn 18. ágúst. Þátttaka hefur verið ágæt, það sem af er. Fimmtudaginn 25. ágúst var spilað á 10 borðum. Úrslit í N/S: Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 201 Páll Ólason - Þorsteinn Laufdal 197 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 196 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 233 Ármann Láruss. - Guðlaugur Nielsen 209 Hrólfur Gunnarsson - Haukur Guðmss. 187 Spilað er á mánudögum og fimmtudögum og hefst spilamennska kl.13. Allt spilaáhugafólk velkomið. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 25. ágúst. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Björn Péturss. - Valdimar Ásmundss. 249 Magnús Oddss. - Oliver Kristóferss. 245 Árangur A - V: Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 266 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrímss. 254 Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 23. ágúst var spilað á 13 borðum hjá FEBH (Félag eldri borgara í Hafnarfirði), með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss. 379 Oliver Kristóferss. - Magnús Oddss. 351 Albert Þorsteinss.- Auðunn Guðmss. 347 AV. Stígur Herlufsen - Sigurður Herlufsen 383 Katarínus Jónsson- Oddur Jónsson 351 Bjarnar Ingimars - Bragi Björnsson 330 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.