Morgunblaðið - 30.08.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 30.08.2011, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 bergi og hélduð utan um hvort annað – og Kát líka sem titraði af hræðslu. Einn dag núna í ágúst þegar ég heimsótti þig á líknardeildina og var að segja þér frá ferð minni uppí sveit að veiða en hafði ekkert veitt sagðir þú „Nú, hva, eru fisk- arnir hræddir við þig?“ og það fannst mér voða fyndið. Þú varst besti og skemmtileg- asti afi í heimi, með húmorinn á hæsta stigi og góðhjartaður. Ég er fegin að þú ert frjáls og laus við sjúkdóminn en um leið sakna ég þín sárt. Takk fyrir allt, elsku afi minn, og guð geymi þig. Þín afastelpa, Þórunn Soffía. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast kærs vinar og fyrrum tengdaföður míns, Halldórs Magnússonar. Allt frá því ég tók að venja komur mínar til þeirra heiðurshjóna, Halldórs og Jóhönnu Guðmundsdóttur, hef ég aldrei fundið fyrir neinu nema hlýju og væntumþykju. Það er óneitanlega stórt og mikið skref að hitta pabba kærustunnar, vera mældur út og þráspurður um ætt- erni, æsku og framtíðarplön. Ég var vel undirbúinn undir þess- háttar spurningasyrpu er mér var fyrst boðið til kvöldverðar að Sunnubraut 36. Ekkert af þessu gerðist hinsvegar og snerist um- ræðan um flug. Mér var borgið enda kallinn jafnvel með meiri ólæknandi flugdellu en ég. Halldór var einstakur maður. Aldrei af mínu löngu kynnum heyrði ég hann tala um sjálfan sig. Að því leytinu var hann dulur í lund. Hann vildi hins vegar allt fyrir alla gera, var spurull um líð- an og hagi annarra og fórnfús fyr- ir annarra hönd. Dætur sínar þrjár bar hann á höndum sér þótt þolinmæði hefði oft þurft til verk- ans. Fyrrum kona mín, Oddný, kom kannski næst því að vera sonurinn í lífi hans enda kom það á daginn í hjónabandi okkar að það var ég sem vermdi þann sess sem oftast er ætlaður hinu „veik- ari kyni“. Halldór var yndislegur afi og ólíkur flestum íslenskum karl- mönnum þegar kom að börnum. Hann kunni að standa bleyjuvakt- ina, gefa þeim að borða og svæfa. Því fylgdi alltaf mikil öryggistil- finning að skilja þau Þórunni Soffíu og Fannar Alexander eftir í hans umsjá og vorum við Oddný mikið öfunduð í vinahópnum vegna ofurhæfni Halldórs í þess- um efnum. Halldór Magnússon var fríður maður og bar aldur sinn með mikilli reisn og þokka. Hann var íhaldssamur og vildi hafa hlut- ina í réttu samhengi. Hann var ró- lyndismaður en þeir sem þekktu hann vel vissu að undir niðri bjó skap ef honum mislíkaði eitthvað. En fyrst og fremst var hann heið- ursmaður þar sem orð og gjörn- ingar voru gulls ígildi. Það stóð alltaf allt hvað hann varðaði. Hall- dór var einn af bestu sonum þess- arar þjóðar, mótaður af þeirri lyndiseinkunn sem gerði þessa þjóð að því sem hún er, þ.e. dug- mikla, framtakssama og eljusama þegar á móti blés. Halldór var sonur Þingvalla enda leið honum hvergi betur en í litla bústað fjöl- skyldunnar og í faðmi allrar fjöl- skyldunnar með vindpoka fyrsta einkalagða flugvallarins á Íslandi blaktandi. Ég kveð þennan heiðursmann með söknuð í hjarta og þakka allt sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Það voru forrétt- indi að eiga hann að tengdaföður og vini. Kæri Halldór, nú hefur þú aftur öðlast vængi en mundu eins og okkur var kennt í fluginu: „Don’t fly low and slow and never throthle back in turns“. Þinn vinur, Jón Kristinn Snæhólm.  Fleiri minningargreinar um Halldór Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ég hitti Hönnu Lilju fyrst fyrir tæpum 10 árum síðan þegar ég kynntist tengdamóður hennar. Hanna var lífsglöð og skemmtileg stúlka sem átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar mannlífsins. Hanna og Gísli voru samhent hjón og eftir að börnin komu í heiminn ástríkir foreldrar. Þess vegna er það svo ótrúlega sorglegt að þessi unga og hæfileikaríka kona skuli falla frá í blóma lífsins. Hanna Lilja hafði numið ferðamálafræði í Noregi og starfaði þar um tíma. Þá starfaði hún innan ferðaþjón- ustunnar hér á landi, meðal ann- ars sem hótelstjóri. Við áttum okkur því sameiginlegt áhugamál sem var íslensk ferðaþjónusta. Áttum við Hanna margar sam- ræður um tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu. Hanna var hugmyndarík og frjó, hún var einstaklega dugleg og fylgin sér. Það er því mikið áfall fyrir íslenska þjóð þegar ung hæfileikarík manneskja eins og Hanna fellur frá. Nú á tímum efnahagskreppu, atvinnuleysis og samdráttar er helsta auðlegð þjóðarinnar vel menntað, áræðið og hugmyndaríkt fólk. Síðar fór Hanna í Kennaraháskólann og lauk þaðan námi. Það hentaði ekki Hönnu að vera opinber starfsmað- ur. Hún var eins og það heitir „entreprenör“, hún var frum- kvöðull sem vildi byggja upp og skapa eitthvað sjálf. Það er ein- mitt svona fólk sem Ísland þarfn- ast í dag. Eins og gengur og gerist í öllum fjölskyldum þá skiptast á skin og skúrir. Á erfiðum tímum reyndist Hanna mér einstaklega vel. Hlýhug hennar og velvilja í minn garð get ég seint þakkað. Ég var við laxveiðar í Staðará snemma morguns þegar mér barst sú harmafregn að Hanna hefði látist af barnsförum. Þetta var yndislegur morgunn, náttúran var að vakna til lífsins. Naprir vindar næða um land og láð. Dregið hefur ský fyrir sólu, söngur fuglanna þagnaði, blómin drjúpa höfði. Sorgin málar landið svörtum lit. Guð blessi minningu Hönnu Lilju Valsdóttur og veiti fjöl- skyldu hennar styrk. Sigmar B. Hauksson. Elsku, elsku Hanna mín, það er ekki hægt að koma því í orð hversu mikið við söknum þín öll. Það að þú sért farin er svo óraun- verulegt að erfitt er að samþykkja að þú sért ekki hér. Ég heyrði í þér nokkrum dögum fyrir andlát þitt, og þú varst svo glöð með að allt væri að verða klárt og tilbúið fyrir tvíburana þína. Þegar ég hugsa til þín, eins og ég geri mjög oft, ber hug minn austur að Laugarvatni þar sem við kynntumst fyrst á Hótel Eddu ML fyrir allmörgum árum síðan. Við urðum strax góðar vinkonur, og margir héldu að við værum systur. Hlátur, sveitaböll, vöku- nætur, söngur, og gleði er það sem Hanna Lilja Vals- dóttir og Valgerður Lilja Gísladóttir ✝ Hanna LiljaValsdóttir fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 22. apr- íl 1975. Hún lést af barnsförum á Landspítala í Foss- vogi 14. ágúst 2011. Valgerður Lilja Gísladóttir fæddist 13. ágúst 2011. Hún lést 20. ágúst 2011. Útför Hönnu Lilju og dóttur hennar Valgerðar Lilju fór fram frá Grafarvogskirkju 29. ágúst 2011. Mæðgurnar voru jarðsettar í Mosfellskirkjugarði. þú skilur eftir í hjarta mér. Hlaup- andi um gangana, í kappi að búa um rúm syngjandi lög með Stjórn- inni. Það var alveg sama hvar þú varst, Hanna mín, allstaðar var gleði og fjör í kringum þig. Á þess- um árum var mikið spáð í framtíð- ina, við veltum fyrir okkur hvernig hún yrði, við hvað við mundum starfa, hverjum við mundum gift- ast, og lífinu yfir höfuð. Ég gleymi aldrei þegar þú hringdir í mig og vildir ólm hitta mig og Ödda á kaffihúsi til að kynna fyrir okkur strák, hann Gísla. Þú varst svo sæl og ánægð með lífið, meiri hjóna- svip var ekki hægt að sjá með neinu pari. Við tókum út okkar unglingsár saman. Þó leið þín lægi til Noregs í framhaldsnám og mín til Amer- íku, þá héldum við miklum og góð- um vinskap á þessum rúmum tutt- ugu árum sem við vorum vinkonur. Við gengum í gegnum sætt og súrt, en vorum til staðar hvor fyrir aðra þegar á reyndi og fyrir það er ég mjög þakklát. Ég þakka þér, elsku Hanna, fyrir að vera vinkona mín, þakka þér fyrir allar góðu minningarnar. Þakka þér fyrir hjálpina þegar ég eignaðist mína tvíbura, þú varst búin og boðin, mætt heim að gera klárt og hjálpa Ödda. Elsku Hanna mín, góði Guð verndi þig og fallegu Valgerði Lilju, við munum öll gera það sem við getum til að styðja Gísla, Kela, Guðrúnu og Sigríði Hönnu. Megi ljósið veita fjölskyldu þinni og Gísla styrk og kærleik á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Hildur Ýr. Aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst er mikill sorgardagur fyrir okkur öll þar sem hið óvænta og það sem engan óraði fyrir gerðist, hún Hanna Lilja okkar féll frá. Hún skilur eftir skarð í lífi svo margra sem aldrei verður hægt að fylla og mun aldrei verða fyllt. Við vorum svo lánsöm að kynn- ast Hönnu, Gísla, Þorkeli og Guð- rúnu. Við tengjumst fjölskyldu- böndum, erum nágrannar og góðir vinir. Dagarnir á Sogaveg- inum voru yfirleitt þannig að það var opið á milli húsa því samgang- urinn var svo mikill. Við leituðum til ykkar og öfugt, þetta var hin fullkomna „Ramsey street“ líkt og við göntuðumst oft og títt með. Þú seldir okkur þá hugmynd að kaupa húsið við hlið- ina á ykkur sem við búum í og það er svo lýsandi um þig, elsku Hanna, þú varst svo hugsandi og dreymin. Þú varst alltaf að spá og koma með hinar ótrúlegustu hug- myndir. Þú áttir eftir að fram- kvæma svo margar af þeim góðu hugmyndum sem þú lýstir fyrir okkur. Lífið er núna voru kjörorð þín sem þú sagðir svo oft við okk- ur. Þetta er alveg rétt hjá þér! Eftir að þú ert farin, elsku Hanna Lilja okkar, tekur við verk- efni sem við öll verðum þátttak- endur í en það er að halda utan um og styðja fjölskylduna þína. Við vitum að það kemur engin í stað- inn fyrir þig enda varstu einstök móðir, eiginkona og vinur. Við lof- um þér að við munum alltaf verða til staðar fyrir Gísla og börnin ykkar. Við eigum engin orð til að lýsa þeim söknuði sem við finnum í hjarta okkar. Það gefur okkur styrk að sjá hvað öll fjölskyldan þín er sterk á þessum erfiðu tím- um. Vitum að þú verður hjá okkur og vakir yfir okkur. Hvíldu í friði, elsku engill, Þínir vinir Haukur, Anna, Helga Birna og Björn Bent. Ekki hefði mig grunað að ég ætti eftir að sitja hér með tárin í augunum og skrifa minningar- grein um þig, elsku Hanna Lilja mín. Ég er mjög sorgmædd og mér hefur liðið illa bæði á sál og líkama eftir að ég fékk þessar hræðilegu fréttir. En ljósið í myrkrinu eru allar góðu minning- arnar um uppátækjasama stúlku sem svo sannarlega hafði áhrif á alla þá sem hún varð samferða í lífinu. Ég hef því verið að rifja upp gamlar góðar stundir sem vissu- lega eru margar því að þú varst svo lífleg og skemmtileg og það gustaði oft af þér. Samræður um menn og málefni enduðu oft með hlátri og skemmtun og alltaf var nóg að ræða um. Ekki grunaði mig að samtalið okkar á Fésbók- inni aðfaranótt laugardagsins yrðu okkar síðustu tjáskipti, ég í Ameríkunni hjá Hauki frænda og þú hér heima á Íslandi. Við áttum eftir að bralla svo margt, með allar stelpurnar, en það verður bara að bíða betri tíma því vonandi liggja leiðir okkar saman aftur. En minningarnar lifa og enginn getur tekið þær frá manni og ég dáðist að stelpunni sem nagaði lopavett- lingana sína úti í snjónum á gömlu vídeómyndinni og ekki síður að stúlkunni sem nokkrum árum síð- ar fór ein í rútu til Reykjavíkur frá Selfossi til að stunda íþróttaæfing- ar og kom þá stundum við hjá ömmu Siggu í leiðinni. Síðar bjóstu svo hjá okkur eitt sumar hér á Miðbrautinni þegar þú pass- aðir gormana okkar og leystir það verkefni vel úr hendi. Sérstaklega man ég eftir frá þessu sumri að þú talaðir um „húsið sem hran“ (Mo- ney Pit), bíómynd sem þú þreytt- ist seint á að horfa á og þær urðu fleiri bíómyndirnar og bíóferðirn- ar sem við áttum saman og voru National Lampoon-myndirnar í miklu uppáhaldi og þó sérstaklega jólamyndin sem við gátum enda- laust hlegið að. En þú þroskaðist og dafnaðir og dreifst þig í nám til Noregs eftir stúdentsprófið og mikið var alltaf gaman að heyra frá þér og hitta þig á meðan á því stóð. Síðan kom hann Gísli þinn inn í myndina og svo börnin, fyrst Þorkell Valur og svo Guðrún Fil- ippía og núna yndislegu tvíbura- systurnar Sigríður Hanna og Val- gerður Lilja sem fær að vera með þér á meðal englanna. Hanna mín þú ert sannkallaður engill í mínum huga og söknuður- inn er mikill og ég sakna samveru- stundanna, hvort sem var bara að hittast og kjafta eða prjónastund- anna sem voru þó allt of fáar. Samtölin okkar á fésbókinni geymi ég í hjarta mínu en mikið kem ég til með að sakna einlægn- innar, orkunnar og gleðinnar sem alltaf voru þinn fylgifiskur. Þið Gísli eigið sérstakan stað í hjarta okkar hér á Miðbrautinni sem og börnin og vonumst við til að geta verið til staðar fyrir þau öll um ókomna framtíð, því söknuður þeirra er mikill. Við Þorvaldur viljum að lokum þakka þér fyrir allt og allt og von- um að þið mæðgur séuð saman á einhverjum góðum stað. Gísla og börnunum, Val, Guðrúnu og fjöl- skyldu, Önnu Filippíu og Birni og þeirra fjölskyldum sendum við góðar kveðjur og hugsanir og megi Guð og góðar vættir vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Gróa og Þorvaldur. Meira: mbl.is/minningar  Fleiri minningargreinar um Hannu Lilju Valsdóttur og Valgerður Lilju Gísladótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Okkar kæri JÓN INGI ÁGÚSTSSON rafvélameistari, Bugðulæk 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. september kl. 13.00. Erla Svafarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson, Bergdís Þóra Jónsdóttir, Ingimar Emil Jónsson, Börkur Hansen, Sigurlaug Hansen, Erpur Snær Hansen, Broddi Reyr Hansen, makar, börn og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN EBBA JÖRUNDSDÓTTIR, Hlaðbrekku 22, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógabæ laugardaginn 27. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurður Jörundur Sigurðsson, Hrefna Erna Jónsdóttir, Gunnar Kristján Sigurðsson, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Barbara Sigurðsson, Óskar Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Jóhanna Hannesdóttir, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir, Guðbjörn Baldvinsson, Jens Sigurðsson, Auður Fr. Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN ÞORVALDSSON, Laugarásvegi 1, Reykjavík, lést laugardaginn 27. ágúst. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Sonja María Hreiðarsdóttir, M. Sigrún Þorsteinsdóttir, Arnar Birgisson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ZOPHONÍAS ÁSKELSSON húsasmiður, Árskógum 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Þórhildur Jóhannesdóttir, Jóhannes Zophoníasson, Hróðný Bogadóttir, Árni Zophoníasson, Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, Nanna L. Zophoníasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HJÁLMAR HARALDSSON skipstjóri, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja fimmtudaginn 25. ágúst. Hjálmar verður jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju föstudaginn 2. september kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Haraldur Harðar Hjálmarsson,Linda Rós Sveinbjörnsdóttir, Kristín Guðrún Hjálmarsdóttir, Kjell Ove Aarö, Eva Margrét Hjálmarsdóttir, Arnar Daníelsson, Sigríður Helga Hjálmarsdóttir, Davíð Árnason, Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Magnús Kristján Guðjónsson, Laufey Unnur Hjálmarsdóttir, Bjarki Þór Sveinsson, Rósey Rán Hjálmarsdóttir, Indriði Kristinn Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabarn, systkini og mágar hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.